Ísafold - 02.11.1887, Side 4
204
sinni, er nágrannaþjóðirnar rjeðust á hana
og legðu hana að velli.
Svo hart er þessi hnútur riðinn. Og
hann harðnar æ því meir, þangað til sá
sannleikur er búinn að ryðja sjer til rúms,
að það gildi ekki annað siðferðislögmál
fyrir þjóðirnar heldur en fyrir einstaka
menn. Ný og mikil styrjöld gerir ekki
annað en að auka hefndarhuginn og við-
búnaðar-þrautina undir næsta ófrið. þegar
ríkin eða rjettara sagt þjóðirnar, eins hmar
lægri sem hinir æðri, telja það skyldu sína
og sóma sinn, að sleppa því, sem þær eiga
ekki með rjettu, og að taka ekki það sem aðr-
ir eiga,—þá, en fyr ekki, er skálmöldin und-
ir lok liðin. Handalögmálið verður aldrei til
annars en þess, að álögurnar verði æ þyngri
og þyngri, sem ínenn bera og verða að
bera, þangað til loks tekst að innræta það
hugarfar öllum einstökum mönnum, að það
er lítill frami, að eiga ræningjabæli fyrir
föðurland, en hitt mikið lán, að eiga rjett-
láta óðalstorð.
(»Yerdens Gang» 3. sept. 1887).
Hitt og þetta.
600,000 manna afl. pað er í frásögur fært
og þykir firrmrm sæta, að fornkonungurinn
Keops á Egiptalandi hafði 30,000 manna til að
hlaða hinn mikla steinvarða (pýramída), sem
við hanu er kenndur. En ekki er það mikið
á borð við mannafla þann, er Ferdinand Less-
eps, hinn nafntogaði stórvirkjameistari Frakka,
höfundur Súez-skurðar, þarf á að halda til að
grafa sundur eiðið við Panama, eða, rjettara
sagt, mundi þurfa á að halda, ef ailt skyldi
vii.na með manna höndum. Mestur hluti þess
er unnið með vinnuvjelum margvíslegum, með
samtals 57,400 hesta afli, en það er sama sem
574,000 manna afl, því að hestaflið í vinnuvjel-
um er talið jafnt 10 manna afli. En þar að
auki hefir hann þar í vinnu 20,000 manna með
holdi og blóði. það verður nær 600,000 manna
afl!
„En af hverju veiztu þá, Stína mín, að hon-
um Jóni líztáþig? Hefir hann sagt þjer það?“
—„Nei, mamma; en þú ættir bara að sjá,
hvernig hann horfir á mig, þegar jeg veit
ekki af“.
l'veir hreppsnefndarmenn voru að kýta. „þjer
ferst um að tala“, sagði Jón; „þú sem aldrei
hefir lokið upp munni í nefndinni“. „Ekki er
það satt“ segir Guðmundur, „jeg hefi geispað,
þegar þú hefir verið að halda löngu ræðurnar“.
Bakarabrauðin.
Herra ritstjóri! Mjer væri talsverð þægð i, að
þjer vilduð gjöra svo vel að votta það, sem er, að
jeg er ekkert viðriðin nje á hinn minnsta þátt i
grein þeirri, er stóð í ísafold 2í. f. mán. um
„bakarabrauðinu. f>að er ekki af því, að jeg sje
ósamþykk þvi, sem þar stendur, beldur hitt, að
jeg vil ekki láta eigna mjer það, sem jeg ekki á,
en það heíir náunginn fundið upp á að gjöra með
grein þessa, líklega vegna nábýlis míns við einn
af bökurunum.
p. t. Reykjavík 20. okt. 1887.
Sigríður Einarsdóttir
frá Cambridge.
*
♦ *
Hið umbeðna vottorð veilist hjer með.
Bitstj.
AUGLÝ SINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útíhönd
IS" Jarðarför frú Kristínar Briera
fer fram næstkomandi föstudag kl. 12.
Samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu
brjefi 4. jan 1861 er hjermeð skorað á aUa
bá, er telja tit skulda i dánarbúi Jóns Sig-
urðssonar á Bauðsgili í Hálsasveit, er and-
aðist 2. maí þ. á., að koma fram með kröf-
ur sínar og sanna fyrir skiptaráðanda hjer
í sýslu innan 6 mánaða frá siðustu birtingu
þessarar auglýsingar.
Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðars. 24. sept 1887.
Sigurður J»órðarson.
Skiptafundur.
Fimmtudaginn hinn 10. nóv. nœstkom.
kl. 12\ e. h. verður í þinghúsinu í Hafn-
arfirði haldinn skiptafundur i búi Sigurðar
sál. Guðmundssonar á Knararnesi i Vatns-
leysustrandarhreppi, er andaðist hinn f f
1884, og Jóns sál. Magnússonar í Suðurkoti
í sama hreppi, er andaðist hinn 26. sept.
f. á. A fundi þessurn verður lagt fram yfir-
lit yfir tekjur og skuldir búa þessara og
tekin ákvörðun viðvíkjandi þeim.
Skrifstofu Kjósar- og Gulibringus. 29. okt. 1887.
Franz Siemsen.
Fundarboð.
Föstudaginn hinn 11. dag nóvembrmán.
nœstkom. kl. 11. f. h. vcrður almennur
fundur haldinn i Good-Templara-húsinu i
Hafnarfirði, fyrir Kjalarneshrepp (frá Kjal-
arnestöngum að Leirvogsá), Beykjavík, Sel-
tjarnarneshrepp, Bessastaðahrepp, Garða-
hrepp, Vatnsleysustrandarhrepp og Bosm-
livalaneshrepp til þéss að ræða og greiða at-
kvæði um frumvarp til samþykktar um
notkun ýsulóðar á svæðinu frá Kjalarnes-
töngum suður að Garðskaga, og verður á
sama fundi rœtt um frumvarp til samþykkt-
ar um breyting á samþykkt fyrir Bosmhvala-
neshrepp, Vatnsleysustrandar-, Garða- og
Bessastaðahreppa um ýmisleg atriði, er snerta
fiskiveiðar á opnum skipum, staðfestri 9.
júní 1885, er samþykkt var á síðasta fundi
sýslunefndarinnar l Kjósar- og Gullbringu-
sýslu hinn 21. þ. m, Atkvæðisrjett áfund-
inum eiga allir í því hjeraði, sem œtlazt er
til að hvor samþykkt nái yfir, þeir, er kosn-
ingarrjett hafa til alþingis.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringus. 29. okt. 1887
Franz Siemsen.
Hið konunglega
oktrojeraða ábyrgðarfjelag
tekur í ábyrgð hús, alls konar vörur og
innanhúss muni fyrir lægsta endurgjald.
Afgreiðsla í J. p. T. Brydes verzlun
í Reykjavík.
Af þvi mörgum hefir líkað vel við hið svo-
kallaða bú-kajfi, sem húsbóndi minn í sumar
flutti hingað, þá leyfi jeg mjer hjer með að
auglýsa, að nú með Lauru er komið mikið af
þessum kaffiblendingi, sem vel má nota ein-
göngu í kaffi stað, og er mikill sparnaður á
hvert heimili, þar eð prísinn er að eins 55 a.
pundið, hvar á móti kaffi kostar hjer um bil
helmingi meira.
Lika er komið aptur til verzlunar H. Th. A.
Thomsens :
ekta carbolineum,
sem er ágætt meðal til að verja trje og timb-
ur frá fúa, og kostar 30 aura pundið í smá-
kaupum, en 28 aura í stórkaupum.
Reykjavík 14. október 1887.
Joh. Hansen,
faktor við verzlun H. Th. A. Thomsens.
Söngf'elagið ,,Harpa“ hefir mist söngbók
(nótnabók) innbundna í velskt band ; á kjöln-
um stendur: Odinsl. og Lundag. Flerst.
sánger. 1. Tenor. Harpa.
Hver sem kynni að sjá þessa bók einhvers-
staðar er vinsamlega beðinn að koma henni
til einhvers af meðlimum „Hörpu“.
Fjármark Magnúsar Magnússonar á Hross-
haga í Biskupstungum : tvírifað í sneitt apt. h„
tvær standfj. apt. vinstra biti fr.
Undertegneöe Repræsentant
for
Det Kongelige OcirGÍerede Aimindelige
Brandassurance Compagni
for Bygninger, Varer og Effecter, stiftet
1798 i Kjöbenhavn, modtager Anmeldelser
om Brandforsikring for Syslerne Isaf;ord,
Bardastrand, Dala, Snæfallsnes og Hnappa-
dal, samt meddeler Oplysninger om Præ-
mier etc.
N. Chr. Gram.
Munió eptir lotteriinu, sem aug-
lýst var 1. júni p. á.
Sálmabókin
fyrir 1 kr. til 1 kr. 40 aur.
«1111» ýniis konar, skrifbækur, penn-
A ar, blek o. fl. ágæt ritföng fást
á afgreiðslustofu ísafoldar, allt rneð mjög góðu
verði.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.