Ísafold - 18.01.1888, Blaðsíða 2
10
nýjum hugmyndum. |>að vildi hann vona,
og það mundi rætast, ef nægileg
á,herzla væri á það lögð, að hver ein-
stakur maður yrði sem færastur og nýt-
astur borgari í mannlegu fjelagi.
Bezti rómur var gerður að fyrirlestri
þessum.
Tannlæknir Nickolin skemmti vel fyrir
og eptir með söng.
Fyrirlestur um búnaðarmálefni
hjelt Sveinn Sveinsson búfræðingur 13. þ.
m. hjer f leikfimishúsi barnaskólans, fyrir
allmörgum áheyrendum af ýmsum stjett-
um, eptir undirlagi búnaðarfjelagsstjórnar-
innar samkvæmt ályktun á fundum bún-
aðarfjelags suðuramtsins í fyrra vetur og
í sumar.
Hann sagði, að jarðvegur hjer á landi
væri miklu frjórri og meðfærilegri til rækt-
unar heldur en t. d. í Noregi.
Landið hefði verið frjósamara í land-
námstíð en nú, vegna þess, að það hefði
þá verið búið að vera svo lengi ónotað og
mikið safnað fyrir af frjóefnum í jörðunni.
Svo væri um öll lönd, og svo yrði um
ísland aptur, ef það stæði óbyggt í nokk-
ur hundruð ár. það sem ætti að bæta
upp frjóefnaþurðina, og væri látið bæta
hana upp í öðrum löndum, er lengra væru
á veg komin, væri áburðurinn. því riði
svo ákaflega mikið á, að vera nógu fram-
sýnn og ötull að afla hans og nota hann
Bem bezt. Yæri það ekki gert, yrði jörð-
in ónýt á skömmum tíma; svo væri víða
í Ameríku, af því að þar væri nóg yfir-
ferðin, og hefði margur vesturfarinn orðið
öreigi á skömmu bragði fyrir það að kaupa
til yrkingar land, er búið hefði verið að
kreista úr áður öll frjóefni.—Eyðing skóga
hjer á landi og vanhirðing jarðarinnar
hvað áburð snertir hefði gert þar víða
mel og skriður, er áður var grasi vaxið,
og landið þar með orðið elliljótt, sem
kallað væri.
Veðráttufar mundi þar á móti hafa ver-
ið viðlíka hjer í fornöld og nú gerist.
|>að hefði ekki verið því að þakka, heldur
frjóefnaforða jarðarinnar, að landið fram-
flutti þá fléiru fólki og meiri bústofn ; forn-
menn hefðu auk þess verið miklir búmenn,
sém sjá mætti meðal annars á hinum geysi-
miklu vörzlugörðum, er víða sæist móta
fyrir, og t. d. öðru eins dæmi og því, er
bóndi einn á Rauðasandi gaf hátt á 2.
þús. kr. fyrir einn læk til áveizlu á engjar.
Ekki þyrfti að kippa sjer svo mjög upp
við það, þótt framfarir í búnaði væri ný-
lega byrjaðar aptur hjer á landi, eptir
eymdarástandið á miðöldunum, sem staf-
aði mest af hinni voðalegu mannfækkun
bjer í svartadauða, óhagfeldri verzlun o. fl.
Eins hefði verið meðal nágranna þjóða
vorra á Norðurlöndum: engar verulegar
framfarir fyr en kom langt fram á þessa
öld. f>á urðu Danir t. d. að kaupa smjör
að; nú selja þeir smjör út úr landinu fyr-
ir 20—30 milj. kr. á ári.
Til framfara hjer þyrfti þess fyrst og
fremst, að landsmenn sjálfir tæki sjer fram
í vinnubrögðum. f>eir væri lítt vanir
reglubundinni vinnu, vildu helzt vinna
með skorpum, en standa og hvíla sig á
milli, sem yrði miklu ódrýgra hvað vinn-
una snerti og vinnukraptarnir entust miklu
lakara en með því að hafa það minna og
jafnara. Hann kvaðst opt haft haft þá verka-
menn hjer, sem hefðu ekki unnið helming
á við útlenda erfiðismenn með jöfnum
burðum.
f>á væri og kunnáttu í búnaði, ráðdeild
og fyrirhyggju mjög ábótavant. Margir
vissu t. d. ekkert hvað liði viðskiptum
sínum við kaupmann, fyr en þeir fengju
reikning hans, þó að jafnvel mörg hundr-
uð krónum munaði af eða á.
»Ef hjer byggi menntaðri, verklægnari
og sparsamari þjóð, t. a. 70,000 Skotar
eða Norðmenn, þá mundi hún komast
langt um betur af en vjer gerum ; enda
vantar ekki dæmi þess, að atorkusamir
fátæklingar hjer hafa aflað sjer auð fjár
með búnaðinum einum saman«.
I annan stað væri jörðin í 3vo mikilli
vanrækt, að ekki fengjust nema 6—8 hest-
ar (20 fjórð.) af töðu af dagsláttunni í túnum
hjer á landi að meðaltali, þar sem reynsl-
an hefði sýnt, að fá mætti hjer 24—30
hesta af töðu af sömu dagsláttunni ár
eptir ár, og í Danmörku væri meðaltalið
25 hestar. Væri túnin, ekki stærri en þau
eru nú, í góðri rækt, mætti með öðrum
orðum ala hjer 60—80,000 nautgripi, í
stað 20,000. Og þó væri jörð hjer miklu
auðunnari til ræktunar en almennt gerist
erlendis (t. d. trjárætur í jörðu þar) : fyrsta
ruðning lands og afveizla til ræktunar
kostaði í Norvegi 300 kr. á dagsláttunni að
meðaltali, stuudum 7—800 kr., en hjer vart
100 kr.
Hjer væri ágætisland víða upp frá fjarðar-
botnum, sem stórár renna í, til orðið af
framburði ánna; þar væri frjóefni flest
saman komin og bezt mulin og saman
hrærð; það vœri órækt og of mikil væta,
sem ylli því, að slíkur jarðvegur nyti sín
ekki hjer, en yrði auðsuppspretta hjer sem
annarsstaðar, ef honum væri sómi sýndur.
f>á gæti og garðrækt tekið hjer stórkost-
legum framförum, ef vermireitir væru al-
mennt notaðir, eins og landlæknir Schier-
beck hefir sýnt fram á og kennt.
Hnekkir af hafísum og hörðum vorum
yrði hálfu minni, ef jörð væri vel ræktuð.
Dæmi frá Gilsstöðum í Vatnsdal, þar sem
prýðilega er ræktað tún : þar var töðufall
hafís-sumarið mikla 1881 að eins 8ý minna
en hið mikla grasár á undan, en annars
brugðust tún þá almennt um helming eða
50°/=.—I annan stað mundi menn hætta
að finna svo mjög til vorharðindanna, ef
þeim lærðist sú skylda siðaðra manna, að
setja af viti á hey sín.
Nautgripum hefði fækkað hjer úr líklega
100,000 í fornöld niður í 20,000 nú, og
væri það einhver hin háskalegasta aptur-
för í búnaði vorum; því nautgriparækt og
jarðrækt hjeldust í hendur, en nautgripa-
eign væri hinn vissasti bústofn, sem ná-
grannaþjóðirnar væru nú líka komnar upp
á að meta mest. Kúakyn væri hjer á-
gætt.
Mikii sauðfjáreign væri þar á móti mið-
ur eptirsóknarverð en margur ætlaði: «valt
völubeinið», freistaði til heimskulegs ásetn-
ings, spillti skógum og grasrót yfir höfuð.
— Líkt væri að segja um mikla hrossaeign.
Oflítið væri og hugsað um bæta kyn
hrossa, og blandað saman kyni áburðar-
hesta og reiðhesta, sem annars gætu orð-
ið hjer afbragð. Miklu arðsamara mundi .«
að hafa hross til manneldis en að selja
þau út úr landinu.
Fyrirlestur um bjargráð í sjáv-
arháska hjelt síra Oddur V. Gísla-
son á Stað í Grindavik hjer í bænum 16.
þ. m.: um nytsemi sundkunnáttu, um lýsi
eða olíu til að lægja brim eða öldugang,
og um að hafa sjó fyrir kjölfestu í stað
grjóts.
Hann las upp aðalatriðin í hinum mörgu
greinum í Isafold um þetta efni á ýmsum
tímum (1882, 1884 og 1887), eiukanlega
um notkun lýsis eða olíu, þar á meðal úr
grein landlæknis Schierbecks í fyrra, er
hann sagði að hefði einkum vakið sig til
að reyna það, þó með nokkru öðru
móti, og gafst prýðilega. Hann hefir lýsið
í fleygmynduðum kút, sem er látinn fljóta
í taug á sigurnagla á eptir skipinu, ef á
þarf að halda, en lýsið drýpur út um smá-
göt á botninum, sem tappar eru hafðir í
þess á milli. Ahald þetta kallar hann —i
bánifleyg.
Til að lægja brim við lendingu sýndi
hann annað áhald : sveig, vafinn hampi, er
ekki þarf annað en dýfa í lýsisílát og fleygja
síðan út í vöruna, langt eða skammt. Meira
þarf ekki til að bjarga áttæring. þetta
áhald kallar hann lábrjót.
Loks sýndi hann á fyrirlestrinum sjo-
poka eða kjölfestupoka, líka flösku í lögun, __