Ísafold - 28.01.1888, Síða 2

Ísafold - 28.01.1888, Síða 2
18 sem höfðu með sjer miklar heljarbirgðir og bjuggu yfir verstu stórræðum. Fkakkland. |>að hefir nú rætzt, sem aðdragandi þótti til kominn í nóvember- frjettunum : Frakkland hefir fengið nýjan ríkisforstjóra. Hai.ti heitir Sadi Cornot, góður og ráðfastur skörungur, og sonarson þess Carnots, sem var mesti hjálpvættur hins fyrsta þjóðveldis Frakka, og kom skipun á her þeirra á byltingarárunum, þegar þeir áttu mest í vök að verjast. — Sadi Carnot er hugvitsvjelameistari og hefir menntazt í fjöllistaskóla Frakka. Hann var í ráðaneytinu 1880—81, og stóð fyrir mannvirkjagerð af ríkisins hálfu. I stríðinu við þjóðverja var hann settur til forræðis yfir þremur fylkjum til að ráð- stafa landvörnum. Við kosninguna í Ver- sailles voru þeir í öndverðu fáir, sem ætl- uðu honum heiðurinn, því þeir Ferry og Freycinet þóttu standa næstir, en með því að hik komst á flokka þeirra, er við upp- reist og 3tórtíðindum mátti búast í París, ef Ferry yrði kosinn, þá munu þeir hafa beiðzt undan, og við það fjekk Carnot 616 atkvæði af 833. Grévy vjek nauðugur úr forsetasætinu, en hlaut að fara, er enginn vildi skipa honum nýtt ráðaneyti. Hann varð líka ó- fyrirsynju riðinn við falsbrjefaskript Wil- sons tengdasonar síns. Lögreglustjórinn hafði sent honum tvö brjef frá Wilson, sem fundust í hirzlum annarar kvennlæðunnar, sem fyrir sökum voru hafðar. Karl varð bálreiður og kastaði þeim í ofninn, og við það tók Wilson það til úrræðis, að skrifa ný brjef eptír minni. Að Wilson hafa fleiri og fleiri bönd borizt um fjefanga- brögðin (mútur fyrir útveganir krossa og virðinga m. fl.), en rannsóknum ekki lokið að svo komnu. Tirard heitir sá, sem stendur fyrir ráða- neytinu nýja (og fjármálum), og hefir ver- ið í ráðneyti Ferrys, en af hinum skal að eins nefna Flourens, sem fer með utanríkis- mál, og nú þykir reyndur að ráðsnild og varhygð. Carnot og ráðherrar hans full- yrða, sem fleiri, að höfuðáform sitt sje að gera allt þjóðafriðnum til tryggingar. Nýlega deildakosning af staðin til öld- ungadeildarinnar, og náðu af 82 við liana 61 þjóðveldismanna sætum, en 21 af liði einveldis- og klerkasinna, en af þeim þrem- ur sætum undan hinum fyrnefndu. Talað um endurkosningar, og kann við það hall- inn að jafnast. þann 10. des. veitt Jules Ferry bana- tillræði í forsal þingsins, en sakaði lítið eitt, þó hleypt væri á hann þrem kúlum. Tilræðismaðurinn talinn ekki með fullu viti. þízKALAND. Keisarinn lasinn öðru hverju, en hann verður líka, ef hann lifir 22. marz, 91 árs að aldri. En þar þykir fleirum en þjóðverjum góð fregn flutt, er síðustu rannsóknir læknanna gefa góðar vonir um bata krónprinzins. Allir vænta hins bezta af honum, ef honum auðnast að taka við tign og ríki föður síns, því hann er mesta göfugmenni og mannúðarfullur, er afbuga styrjöld og vill styðja að bróðerni og vin- áttusambandi þjóðanna. Italía. Búizt við að her Itala við Bauða- haf taki til sókna á hendur Abessyníu- mönnum. f>eir hafa rúmar 20 þús. til vígs, en sagt að Jóhannes konungur, eða hers- höfðingi hans Bas Abula, standi til móts við 80 þúsundir. Englendingar sendu menn til konungs að leita meðalgöngu, en hann tók öllu sem þverast, og fóru þeir við svo búið; er um þær leiðír að sækja, að þeir urðu því fegnir að eiga heilum vagni heim að aka. Mörgum þykir, að Italir færist hjer meira í fang, en til sje vinnandi, en þeir (stjórnin) segja, að sæmd Italíu liggi við, er ófara sje að hefna (ósigursins við Massófa). Sumir ætla líka, að her þeirra eigi að keyptu að komast, ef sigri sætir, því lið hinna á nú að vera góðum hand- vopnum biiið. I árslokin stórkostlegt hátíðahald í Bóma- borg í 50 ára júbílminningu þess, að Leó páfi söng fyrstu messuna (30. des. 1837 ; prestvígður 24. s. m.). Hann var borinn til Pjeturskirkjunnar með mikilli fylgdar- prýði, en messan hin dýrðlegasta, ogeng- inn gat annað sagt, en að hjer kæmi fram geysimikill og kempulegur maður. Af ræðu hans til hins mikla safnaðar í kirkjunni mátti glöggt finna, að hann lítur sömu augum á afstöðu páfastólsins gagnvart kon- ungsríki Itala og Píus níundi, og honum þykir páfadómurinn óhæfilegu ofríki beitt- ur, unz öllu því verður aptur skilað, sem frá honum hefir verið hrammsað. Inni í kirkjunni voru 40—50 þús. manna. Úr mannsægnum fyrir utan, einkum frá út- lendum pílagrímum, heyrðust köll, þegar páfann bar fram hjá, um lausn Bóma- borgar og endurreisn páfaríkisins. Fátt var áður milli páfastólsins og ríkisins, en nú er allt óvænlegra um samkomulagið. í páfahöllinni miklu (Vatikaninu) eru þær stórgjafir sýndar, sem komu til Leós páfa frá öllum löndum og álfum, frá kristn- um og ókristnum höfðingjum (t. d. Persa- konungi, keisurum Japans og Sínlands, og svo frv.). Hverjir dýrðarmunir hjer eru saman komnir má af því ráða, að til sýn- ingarinnar er kostað 1J millíón franka, en sjálf brunatrygging munanna varð 60 millí- ónir. Meiri virðing og rausnaratlot hefir Bómabiskupi aldrei verið sýnd á veldis- dögum pófadómsins frá öllum heimi, og þó kalla kaþólskir klerkar hann »bandingjann ■ í Bómaborg«. Balkanslöndin. Serbakonungur hefir skipt um ráðherra og vikið Bistic, forustu- manni Bússavina frá stjórnarforstöðunni; tekið aptur í staðinn Garasjanin, sem held- ur í sambandið við Austurríki.—Búmenar halda ákaft á herbúnaði og hafa nýlega veitt fje til, sem stjórnin beiddist. Ný- lega freistað að vekja uppreisn á Bolgara- landi hjá Burgas við (við Svartahaf), en þeir urðu þar apturreka, en margir drepn- ir, sem rjeðust til uppgöngu. Af land- varnarliðinu höfðu 8 ménn bana. Nokðuk-Amekíka I þingboðan forsetans dvalið helzt við fjárhag ríkisins, og boðað- ar breytingar á toll-lögum ; niðurhleyping og afnám tolla á mörgum nauðsynjavörum, en þeim skal haldið á tóbaki, víni og á- fengari drykkjum. Stórkostlegs verkfalls freistað af þeim sem hafa atvinnu við járnbrautir og kola- námur ems hlutveltufjelags í Fíladelfíu, en síðustu frjettir segja, að hjer hafi sem opt- ar hinir lægri hlotið að lúta. Fjelagið stýrir 200 millíónum dellara. — Los sagt komið á það fjelagssamband verkmanna, sém kallast »riddarar vinnunnar«. Sínland. Látinn sagður Kung prins, faðir keisarans. Hann stóð lengi á móti mökum og viðskiptum við Evrópumenn, en ljet undan upp á síðkastið eptir for- tölum Lé-Hung-Sjangs. Um niðurjöfnun fátækragjalda. Eptir Einar hreppstjóra Jochumsson. I. f>að er mikið talað urn sívaxandi sveitar þyngsli, og taldar helztu orsakir þeirra: harð- æri og jafnframt óhagkvæm sveitarstjórnar- lög, oflítið að hald og of mikið sjálfræði allra þurfamanna. þetta mun satt vera ; en hitt mun líka satt vera, að þau lög, sem til eru um niðurjöfnun fátækragjalda, munu víða, ef ekki alstaðar, misskilin, og af því rauglega beitt. |>að er því almenn kvörtun um ójöfnuð á fátækragjöldum ; að gjaldið sje ranglátt, og heimskulega lagt á menn ; og opt tekst að leiða rök að því, að svo sje. Jeg, sem er í hreppsnefnd, finn til þess, hversu torvelt og næstum ómögulegt er, að jafna gjaldi á menn, eins og það er almennt gert, án þess að hafa neina fasta reglu, eða fastan mælikvarða — án þess að hafa nein reikningslega aðferð. Gjaldið verður því opt óþolandi ójafnað- argjald,—optast óviljandi, en stundum vilj- andi, þegar hlutdrægir og óvandaðir menD fá sæti í hreppsnefndum, og koma þar sín- um vilja fram. Ef að er gætt, leynir það sjer ekki, að ójöfnuðurinn kemur optast

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.