Ísafold - 28.01.1888, Blaðsíða 4

Ísafold - 28.01.1888, Blaðsíða 4
 15. Lög um að skipta Barðastrandar- stjslu í 2 sýslufjelög. 16. Lög um löggilding verzlunarstaðar í Vik i Vestur-Skaptafettssgslu. 17. Lög um stækkun verzlunarstaðarins á Eskifirði. 18. Lög um breyting á landamerkjaiög- um 17. marz 1882. 19. Lög sem nema úr gildi konungsúr- skurð 22. apríl 1818 (biflíufjelagsstyrk). 011 staðfest 2. des., nema þurrabúðar- mannalögin 12. janúar. Óstaðfest níu. Utanjijóðkirkjusöfnuðurinn í Keyðarfirði á örðugt uppdráttar, eptir þvi sem segir í brjefi frá merkum manni par í sýslunni nýlega : „Eg fæ annars ekki sjeð, að þessi frikirkja geti staðizt, þó aldrei sje nema efnanna vegna ; því, þótt síra K. hafi nú, að sijgn, fært laun sín úr 1800 kr. ofan í 1200 kr., af því að hans menn hafa þröngvað honum til þess, þá eru 1200 kr. svo mikið aukagjald ofan á alla aðra þegnskyldu hlutaðeigenda, að sveitarfjelagið fær með engu móti undir því risið; enda er nú sagt, að sum frikirkjumanna hjú, er eiga að greiða presti minnst 8 kr., sjeu farin að neita að borga, eins og líka E. á K„ efnaðasti maðurinn í fríkirkju- flokknum, á að hafa skrúfað sitt prestsgjald úr 200 kr. niður i HO kr., elia mundi hann ganga úr sambandinu við ii ikirkjufiokkinn. En látum nú þetta vera, ef þessi fríkirkju- stofnun gæti borið einhverja góða andlega á- vexti, þá væri það góðra gjafda vert. En á- vextirnir eru enn ekki aðrir sýnilegir en minuk- andi megun og vaxandi ágreiningur, óánægja og mjer liggur við að segja ófriður og fjand- skapur“. * * * Búast má við, að fríkirkjumenn telji sig af- flutta í brjefi þessu, þótt frá skilríkum manni sje, sem ekki mun vilja gera þeim rangt til af ásettu ráði. En sjeu safnaðarmenn almennt, bæði ríkir og fátækir, farnir að „skrúfa“ niður prestsgjöld sin, þá er það sorglegur vottur um drengskapar skort, kjarkleysi og framhaldsleysi við það sem þeir hafa eflaust allir talið fagurt og nytsaralegt fyrirtæki, er það var stofnað, og ætlazt til að yrði sjer til ævarandi sóma og frægðar meira að segja, og til heilla öldum og óbornum meðlimum kristinnar kirkju hjer á landi, beinlínis eða óbeinlínis. Kosningarrjettur kvenna. Ut af ummæl- um Isafoldar 4. þ. m. því viðvíkjandi, aö kona neytti i fyrsta sinn hjer í Rvík kosningarrjettar sins til bæjarstjórnar, skýrir hreppstjórinn í Kjósarhreppi frá, að þar hafi kona kosið í hreppsnefnd 21. júní 1884, — „hin eina kona er þá hafði kosningarrjett þar í sveit, húsfrú Guðný Oddsdóttir á Orjóteyri“. Sjeu fleiri dæmi slik einhversstaðar á land- inu, væri fróðlegt að fá vitneskju um það. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Hjermeð er skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Arnfriðar porkelsdóttur’ er andaðist í Beykjavik 15. desember 1885, að koma fram með kröfur sínar og sanna fyrir skiptaráðanda hjer i sýslu innan 6 mánaða frá siðustu birtingu þessarar aug- lýsingar. Ennfremur eru hjermeð samkv. 17. gr. skiptalaganna allir þeir, er til arfs telja i búi þessu, boðaðir á skiptafund, er haldinn verður hjer á skrifstofunni 1. mai næstkom- andi um hádegi kl. 12. Skrifstofu tíarðastrandarsýslu, Geirseyri, 17. nóvember 1887. __________A. L. E. Fischer. Hjermeð er skorað á alla þá, er telja til skulda i dánarbni Ara bunda Júnssonar á Múla i Gufudalssveit, er andaðist 17. apríl siðastl., að koma fram með kröfur sínar og sanna fyrir skiptaráðanda hjer i sýslu inn- an 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Ennfremur eru hjermeð samkv. 17. gr. skiptalaganna allir þeir, er til arfs eiga að telja í bid þessu, boðaðir á skiptafund, er haldinn verður hjer á skrifstofunni 4. apríl nœstkomandi um hádegi kl. 12. Skrifstofu Barðastrandarsyslu, Geyrseyri, 15. desember 1887. A. L. E. Fischer. Proclama. Samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. jan. 1861 er hjermeð skorað á alla þá, sem til skulda eiga að telja í dánarbid Jóns sál Jónssonar frá Eeynisvatni í Mos- fellshreppi, er andaðist hinn 12. febr. f. á. að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyr- ir undirskrifuðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessa.rar. Skiptaráðandinn í Kjósar- og Gullbringusýslu hinn 19. janúar 1888. Franz Siemsen. Proclama. Með því að bóndinn Jóel Friðriksson í Hlöðunesi i Vatnsleysustrandarhreppi hefir framselt sem gjaldþrota bú sitt tiL skipta meðal skuldheimtumanna sinna, þá innkall- ast hjermeð samkvœmt opnu brjefi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878 allir þeir, sem til skuhla eiga að telja hjá tjeðum Jóel Friðrikssyni, til þess innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir undir- skrifuðum skiptaráðanda. Skiptaráðandinn í Kjósar- og Gullbringusýslu hinn 19. janúar 1888. Franz Siemsen. Samkvœmt reglum um «Gjöf Jóns Sig- ■urðssonar*, staðfestum af konungi 27. apr. 1882 (Stjórnartiðindi 1882 B, 88. bls.) og erindisbrjefi, samþykktu á alþingi 1885 (Stjórnartiðindi 1885 B, 144. bls.), skal hjer með skorað á alla þá, er vilja vinna verðlaun af tjeðum sjóði fyrir vel samin vísindaleg rit, viðvíkjandi sögu landsins eða bókmenntum, lögum þess, stjórn eða fram- förum, að senda slík rit fyrir lok marz- mánaðar 1889 til undirskrifaðrar nefndar, sem kosin var á síðasta alþingi til að gjöra að álitum, hvort höfundar ritanna sjeu verðlauna verðir fyrir þau, eptir tilgangi gjafarinnar. Ritgjörðir þcer, sem sendar verða í því skyni að vinna verðlaun, eiga að vera nafn- lausar, en auðkenndar með einhverri ein- kunn. Nafn höfundarins á að fylgja í lokuðu brjefi með sömu einkunn sem rit- gjörðin hefur. Reykjavík 19. desember 1887. Eirikur Briem. Kristján Jónsson. Steingrimur Thorsteinsson. Til leigu fæst í næstkomandi fardögum: 1. jöröin Grísatunga, 2. afrjettarladið Staðartunga og 8. afrjettarlandiö tíjarnadalur allt tilheyrandi Stafholtspreatakalii. Stafholti 8. jan. 1888. Jóhann þorsteinsson. |>egar Yigdís Guðmur.dsdóttir, ekkja á Auðn- um á Vatnsleysuströnd, fór hjcðan á siðastliðnu sumri alfarin til Vesturheims, þá skildi hún eptir í húsi sínu við sjóinn verkaðan og þurk- aöan saltfisk, sem hún, mjer vitanlega, hafði enga ráðstöfun gjört fyrir, áður hún fór. Fiskurinn var auðsjáanlega ekki hennar eign, heldur aö líkiudum einhvers sveitamanns, sem þar hefir róið um vetrarvertíðina. Sá, sem getur sannað eignarrjett sinn að ofannefndum saltfiski, með því að lvsa rjett tölu og einkenni (markij á fiskinum, getur fengiö andvirði hans borgað út úr búð í Keykjavik til 1. júlí þ. ár, að frádreginni borgun fyrir hirðingu og þessa auglýsingu. Landakoti 20. janúar 1888. Guöm. Guðmundsson. [þAKKARÁV.] Eg finn mjer skylt að þakka opinberlega höfðingsmanninum herra kaup- manni Sigurði Bachmann fyrir hið einstaka veglyndi, sem hann auðsýndi syni mínum J>or- va:öi,þegar haun í síðastl. júlímán. var lagöur veikur á land á Vatneyri al' fiskiskipinu „And- rea“ frá Flatey. I rúmar 10 vikur lá sonur minn á heimili velnefiids kaupmanns, þjáður af megnri garnabóigu, lengi nær dauða en lífi. Varð opt að vaka yfir honum, og ávallt þurfti hann nákvæmrar og stöðugrar pössunar. Ailt þetta var honum veitt á heimili herra Bach- manns, sem Ijet sjer annt um hann sem bezti faðir, vildi ekki láta hann burtu fara, fyr en áreiðanlegt væri, að hann væri á batavegi. J>á fyrst Ijet hann hann fara frá sjer, ljeði honum fylgd og hest til að líomast heim á leið, og sagði honum að skilnaði. að hann vildi enga borgun þiggja fyrir alla þá hjálp og hjúkr- un, sem hann hafði látið honum í tje. Eg bið guð að launa þetta mikla góðverk, og treysti því, að hann muni gjöra það, því að sá heiðrar skaparann, sem miskunnar sig yfir fátækan. Flatey 20. desbr. 1887. Jörgen Jóhannsson Moul. Ritskjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.