Ísafold - 28.01.1888, Síða 3
19
fram óheppilega og skaðlega þannig: að
gjald er lagt á bláfátæka fjölskyldumenn,
sem ekkert gjaldþol hafa, og gjaldið því
tekið frá hungruðum og klæðlitlum hörn-
um þeirra og vandamönnum ; aptur er
mönnum hlíft við gjaldi, sem engan laga-
skylduómaga hafa að annast, og ekki þurfa
að annast nema sinn eiginn líkama ; einnig
öllum tekjumönnum.og þeim er hafa hlunn-
indi til afnota. Mest mun fátækragjaldinu
víðast til sveita vera hrúgað á lausafjár-
hundruð manna, ofan á önnur gjöld, sem
á þeim gjaldstofni hvíla. þetta hlýtur að
vera óhagfræðisleg stjórn, sem leiðir til
apturfarar, og þetta knýr mig til að láta
skoðanir mínar í ljósi, ef fleiri kynnu við
það að vakna og fara að íhuga þetta mikils-
varðandi málefni.
Mjer getur ekki annað en skilizt, að fá-
tækragjaldið megi reikna út eptir ákveðn-
um og nokkurn veginn föstum reglum, svo
það verði jafnaðargjald betra en það mun
almennt vera.
Eegla sií, sem jeg vil fylgja, er þessi:
Gjaldþol manna skal reikna út eptir
þeim óumflýjanlegu þörfum og óumflýjan-
legu skyldum, sem hvíla á hverjum manni,
í samanburði við efni hans og lífsstöðu.
Allar þær þarfir og skyldur, er menn hafa
skapað sjer og geta skapað sjer eptir vild
sinni og fýsnum, og sem ekki eru almenn-
ar náttúruþarfir, eða lagaskylduþarfir, þær
segi eg að eigi að liggja fyrir utan verk-
svið hreppsnefnda að taka það til greina;
því það virðist vera ókleyft að elta þær
allar, og stríðir líka á móti hagfræðislegri
stjórn að gera það.
það þarf að skipta mönnum i þrjá flokka
eptir efnahag :
1. fátæka og fjölskyldumenn, sem ekk-
ert gjaldþol hafa ;
2., bjargálnamenn, sem eiga að bera
jafnaðargjald hreppsins ;
3., efnamenn, eða gjaldþolsmenn, sem
eiga að bera gjald það, er fyrsti flokkur
getur ekki borið.
Jafnaðargjald hvers hrepps finnst, þegar
saman eru lagðar í eina upphæð allar/hreiuar
tekjur hvers hrepþs ; bæði tekjur af eign
og atvinnu, arður af hlunnindum, arður af
öllu lausafje, og öllu kaupi þeirra vinn-
andi manna í hreppnum, sem kaup taka,
og sem jeg álít að eigi einnig að teljast
með tekjum hreppsins.
Sú upphæð, sem þá kemur út, borin
saman við aukatillagsþörf hreppsins, sýnir,
hvað rnargar krónur þarf að jafna á hverjar
hundrað krónur eða minni upphæð í hrein-
um tekjum, eða af ársarði og inntekt allra
hreppsbúa.
það mun vera þungur hreppur, ef jafn-
aðargjaldið verður meira en 5—6°/» eða 5—
6 kr. af 100 kr. að meðaltali.
Hreinan ársarð af hverju lausafjár-
hundraði geri jeg 33 kr. 33 a., og gefaþví
þrjú lausafjárhundruð 100 kr. í tekjur.
Nú tel jeg þann búandi mann ekki hafa
gjaldþol til fátækra, nema tíundina,
sem ekki hefir eitt lausafjárhundrað eða
33 kr. 33 a. í árs-arð í tekjur fyrir hvern
sinn lagaskyldu-ómaga. þá, sem eiga nú
meira en eitt huudrað, en þó ekki þrjú
hundruð fyrir hvern lagaskyldu-ómaga, tel
jeg bjargálnamenn, og þeir geta bonð sitt
jafnaðargjald. þeir, sem eiga þrjú hundruð
eða meira, eða 100 kr. og þar yfir í tekjur
fyrir hvern sinn lagaskyldu-ómaga, eru
gjaldþolsmenn.
J>ess má geta, sem gert er. — Sunnudaginn
7. ágúst í sumar síðastlið. fór stórbóndi einn á
Vestfjöröum (sem framar öðrum vill auka land
ábúðar- og eignarjarðar sinnar), að gera landa-
merki fyrir ítakslandi jarðar sinnar; reið því
áminnztan dag, ásamt sj’ni sínum og ráðsmanni,
á fjöll og afrjetti (þvi þar liggur ítakið). En
er nótt var komin hjeldu þeir heimleiðis og
komu að kotbæ einum, er liggur þar undir
fjallinu ; var þar allt í svefni, enda gerðu þeir
þá ekki vart viö sig, en snuðruðu nákvæmlega
kringum kotið, þar til er þeir fuudu þar kjöt-
bein (kastlausan langlegg og hundalmútu marg-
nagaða). þessi bein hirtu þeir, vöfðu þau klút-
um, og hjeldu síðan heim, og þóttust vel hafa
veitt.
Næsta sunnudag þar á eptir, á kirkjufundi,
voru þessi ofannefndu bein fengin 3 manna nefnd
í hendur, til skoðunar, sem var prestur, hrepp-
stjóri og einn málsmetandi bóndi, og tóku þeir
beinin, skoðuðu vandlega og báru í munn sjer,
og smakkaðist vel, því allir álitu beinin vera
úr nýju kjöti; var þá samið vottorð, hvar og
hvernig beinin hefðu fundizt, með undirskript
stórbóndans og förunauta hans; var þá hrepp-
stjóri stax til kvaddur, að gera þjóialeit i kot-
inu.
Eóru þeir því á öðrum degi þar frá á stað:
stórbóndinn, hreppstjóri og áður ngfndur bóndi
og riðu sem leiö liggur að kotinu. þar býr
fátækur bóndi, sem verið hefir þar yfir tiO ár,
og klakið upp mörgum börnum (sem flest eru
frá honum komin í vist, öll vel lát:n).
En er þeir komu að kotinu, var hann kominn
á engjar að vanda, en kona hans var heima á-
samt 2 yngstu börnum sínum ; fundu komu-
menn hana og fengu annað barnið til að sækja
föður sinn á engjarnar, og kom hann strax; en
er hann var heim kominn og búinn að taka
kveðju þessara miklu manna, birtu þeir honum
vottorðið um beinafundmn og sýndu honum
beinin (er þeir tóku úr vösum sínum, innvafin
í pappír), en síðan tóku þeir til verka, að leita
i kotinu, og gekk stórbóndinn bezt fram, nas-
aði og þreifaði ofan í hverja kyrnu og kollu,
og svo hreppstjóri næst honum að öllam dugn-
aði; en sá þriðji dró sig heldur í hlje ; en svo
vel gengu þeir fram, aðekki var svo lús nje mús
í kotinu, að ekki lyktuðu þeir og þreifuðu &; en
ekki fundu þeir samt neitt, er kotunginnj gæti
sakfellt, en nóg svigurmæli fjekk hanu hjá þeim.
um ráðvendni sína. En á beinum þessum stðð'
svo leiðis, að efnaður bóndi í næstu sveit hafði:
skorið vankaða kind, er hann átti, og hafði
hann gefið kotbóndanum læri af henni, og fá-
eina spaðbita af saltkjöti, og úr þessu voru
beinin. og bauð kotbóndinn leitarmönnum þess-
uni að koma með sjer og lieyra á framburð gef-
andans sjálfs, því skammt var að fara ; en því
gátu þeir eigi sinnt, því þeir kváðust eigi vinna
það til, að missa fjöru í vaðalinn, er þeir þurftu.
yfir að fara á heimleiðinni, og flýttu sjer því á.
stað, og hjeldu heimleiðis aptur.
Jeg leyfi mjer að skjóta þeirri spurningu til
yðar, herra ritstjóri, hvort slík aðferö sje leyfi-
leg, fyrir ekki meiri grunsemd en hjer er um
að ræða, og hvort slíkt tiltreki sem þetta ekki:
sje vítavert að lögum ?
Kotkarl.
*
* *
Svnr: |>að er beinlínis vítavert að lögum,
hafi þjófaleitin farið fram án fullkomins leyfis
eöa samþvkkis kotbóndans, sbr. 49. gr. stjórn-
arskrárinnar, er bannar húsleit öðru vísi en
eptir dóms úrskurði (sýslumanns). En hafi bónd-
inn annaðhvort óskað sjálfur húsleitarinnar, til'
að hreinsa sig, eða þá samþykkt hana fyrir
fram, mun aðferö hreppstjóra eigi geta varðað
honum víð lög; en áminningu hefði kann gjar-
an mátt sæta frá sýslumanni fyrir fljótfærni
sína, ef svo eru málavextir, sem „kotkarl“
skýrir frá, einkanlega hafi bóndi haft á sjer
ráðvendnisorð áður; og betur hefði líka farið á
því, að hann hefði ekki liaft „stórbóndann“,sem
með kvittinn hljóp svona ófyrirsynju, fyrir ann-
an þeirra tveggja valinkunnu manna, er hrepp-
stjóri á að hafa með sjer við slík tækifæri.
Fyrirspurnir.
1. Hvað hefir valdstjórnin gjört til þess, að'
Jóh. Kr. Jónsson á Ytri-Njarðvík næði rjetti
sínum út af gripdeild þeirri, er hann hefir
oröið, fyrir samkvæmt skýrslu hans í ísafold:
30. tölubl. af 6. júlí f. á. 't
2. Er engin hegning lögð við því, þó menn taki
atinara veiðarfæri, er í sjó liggja, ásamt afl-
anum, sem í þeim er, og hagnýti sjerveiðar-
færin um lengri eða skemmri tíma á laua
við eigandann ? 77.
*
* *
Hlutaðeigandi sýslumaður á hægast með að
svara þessum spnrningura, enda stendur það
honum næst. Ritstj.
Póstskipið Laura kom hingað í
morgun. Farþegi einn : J. O. V. Jónsson
kaupmaður. Fór frá Höfn 15. þ. m. Til
Hafnar kom skipið 16. des.
Ný lög- Staðfest eru enn þessi lög
frá síðasta alþingi, í viðbót við þau 12„
sem áður eru talin, sjá ísaf. 30. nóv. f. á-
13. Liig um þurrabúðarmenn (prentuð
orðrjett í Isafold 1887, bls. 163).
14. Lug um verzlun lausakaupmanna
(bls. 156).