Ísafold - 21.02.1888, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.02.1888, Blaðsíða 1
K.emur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa i Isafoldarprentsmiðju. XV 9. Reykjavik, miðvikudaginn 21. febr. 1888. 33. Innlendar frjettir (tiðarfar, ,,brennumáliða). 34. Fiskimannasjóðurinn (áskorun um samskot). 35. „Prestur strokinn“. Hitt og þetta. 36. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—'1 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. I"!—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen FebrJ Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. inóttujumhád. fm. | em. fm. | em. M. 1S 0 -t 2 29,9 29,9 0 d jSv h d F. 16 -r- 5 -j- 2 29,8 3°. Sv hv d Sv hv d F. 17 -e- 3 + I 3°, 2 30,2 0 d 0 d L. 18 0 + 2 30,3 30,2 0 d 0 d S. 19 + 1 + 5 29.9 30, Sa h d -10 d M. 20 -r- 1 + 1 3°, • 30,3 0 b jO b í*. 21 +- 3 + 3 30.3 3°>3 Sa h d iSa h d Hægð mikil hefur verið á veðrinu þessa vikuna; að eins h. 16. var hjer veður hvasst á úts. með jeljum allan daginn, siðan optast logn og við og við nokkurt regn, svo hjer er nú alauð jörð. í dag 21. hægur landsynningur, dimmur og regnlegur. Beykjavík 21. febr. 1888. Tíðarfar er sagt ágætt hjer um bil úr öllum áttum uú með póstum. Dalasýslu 6. febr.: »Hjeðan er fátt að frjetta utan allt hið bezta. Tíðin hefir verið ágæt og nóg jörð í allan vetur það sem af honum er og fjenaðarhöld góð. Nú þarf maður varla að kvíða horfelli í vor, því alstaðar eru hjer mikil og góð hey. Svo var lagt hjer dálítið í forðabúr í þessum hreppi (Saurbæjarhr.)«. Barðastra.ndarsýslu sunuanverðri 6. febr.: »Veðurátt hin bezta það af er veturinn. Síðan skömmu eptir nýjárið, að ha/ís rak inn á Húnaflóa, svo að fjarðafyllir varð á Ströndum, hefir hann verið þar á reki eptir vindum og straumum, en haldið að ísinn sje ekki mikill úti fyrir. — Heldur ískyggilegt ástand almennings hjer, eins og víðar mun vera, með efnahag, og slæmt útlit með bjargræði fyrir fólk í vetur, og stafar það af kaupstaðarskuldum, sem fólk var að reyna að minnka með frálagskindum í haust, svo að enginn varð skurður og kornvara lítil upp á veturinn, því ekkert er nú lánað. Að eins er betri útsjón með fjölgun sauðfjár, ef ekki verð- nr því lakari tíð seinni part þessa vetrar og í vor, þvf öll lömb voru nú á vetur sett«. Isafjarðarsýslu 1. febr.: »Hjeðan er ekki að frjetta annað en heill manna og höld fjár. Tíðin ómuna-góð. Fisklaust sem stendur. Verzlunarokið illbært, og sveit- arþyngslin óbærileg. Framfarukeppni með daufasta móti. Enda fara hjer flest fyrir- t&ki á höfuðið«. Húnavatnssýslu 6. febr.: »Vetrarfar ágætt, það af er, þó nokkuð umhleypingasamt nú um tíma, enda er hafísinn vitanlega í nánd, og fyrir skemmstu rak hann tals- verðan hjer inn á Húnaflúa. Kaupstað- irnir fátækir af matvöru, skuldir manna þungar, enda talsverður kvíði fyrir skort á matbjörg þegar fram á kemur, nema sigling komi því fyr hingað norður, sem ávallt er valt að vona á, þar sem ísinn er jafn-þrálátur gestur. Heyskorti kvíða menn þar ú móti al- mennt ekki, og er vouandi, að skepn- ur gangi nú vel - undan; því hefði aldrei út af því borið, engir Ameríku- flutningar verið og bændur einhuga stund- að bú sín og losað sig við skuldir á góðu árunum, í stað þess að safna þeim, og svo skuldlausir byrjað á pöntun og fylgzt að sem unnt var, til að dreifa sem minnst vörumagninu, og ef verkandi eptirlit hefði verið að vorinu og sumrinu með atvinnu og aðdugnaði þeirra, sem annara leið- beininga þurfa við, þá væri nú engiun sult- ur, litlar skuldir, engin þörf á hallæris- lánum og minni ástæða til að láta sig langa af landi burt heldur en nú hrikt- ir í«. Suðurmúlasýslu 15. jan.: »Veðrátta hefir mátt heita í vetur frostvæg mjög og fram- ur stillt, þó að snjóasamt hafi verið í meira lagi, svo að í sumum sveitum er nú hagskarpt mjög eða jafnvel haglaust«. „Brennumálið”, þeir bræður Guð- mundur og Jóhannes Pálssynir og kona Jó- hannesar Elizabet Snorradóttir, er kærð voru fyrir að hafa lagt eld í hús þeirra hjóna »Bjargastein« í Evík 11. nóv. f. á., voru dæmd fyrir aukaf jetti Reykjavíkur 16. þ. m., Jóhannes í 2 ára betrunarhúsvinnu, Guð- mundur 1 árs betrunarhúsvinnu, og Elíza- bet í 4x5 daga fangelsi við vatn og brauð — með tilliti til þess, »að enginn bjó í húsi því, er þau ætluðu að brenna, og að það virðist lítt hugsanlegt, að eld- urinn hefði getað útbreiðzt til annara húsa, með því að veður var hið stilltasta þá nótt, sem glæpurinn er framinn, og að húsið er með steinveggjum og járn- þaki«. Að öðru leyti segir svo frá málavöxtum í dómsástæðunum : þegar hinn ákærði Jóhannes Pássor. byggdi hús það, sem hjer um ræðir, fjekk hann 1200kr. lán hjá Hákoni bónda Eyjólfssyni i Stafnesi, og setti húsið að veði fyrir. Lán þetta var fallið í gjalddaga í fyrra vetur og fjekk Hákon þá mann til að krefja lánið inn, ef þörf gjörðist með því að selja húsið. En Jóhannes gat þá ekki borgað, og eptir að hann hafði gert ýms- ar áraungurslausar tilraunir til að fá peninga- lán eða veð fyrir peningaláni, fór hann á fund Hákonar, og fjekk enn frest með borgunina með því að telja lánardrottni trú um, að hann ætti kost á kaupanda að húsinu innan skamms, Jóni nokkrum Jónssyni norðan úr Eyjafirði. þessa sögu um kaupanda, sem Jóhannes hafði skrökvað upp til að fá borgunarfrest á láninu, sagði hann ýmsum öðrum, og fjekk meðákærða, öuðmund, til að skrifa brjef til sín um hús- kaupin undir nafni Jóns Jónssonar frá Akureyri, í þeim tilgangi, að hafa það til sönnunar sögu sinni. þetta brjef þykist hann þó ekki hafa sýnt neinum. Leið svo fram á sumarið, að Jóhannesi tókst ekki að selja húsið og ekki að fá lán til að borga skuld sína til Hákonar i Stafnesi; sá hann fram á, að það mundi kom- ast upp, að hann hafði skrökvað til um kaup- anda þann, er hann þóttist eiga von á að norð- an. Honum datt þá í hug, til að komast hjá þessu, að brenna húsið, og fastrjeð hann þetta þegar með sjer. tiuðmundur bróðir hans var þá farinn í kaupavinnu, og hafði Jóhannesekki orð á áformi sínu við neinn fyr en um haustið, þegar Guðmundur var kominn aptur; þá gerði hann Guðmundi uppskátt áform sitt og svo konu sinni, meðákærðu Elízabet Snorradóttur. Tóku þau fyrst tregt í það; sagði Elízabet að það væri vitleysa, og Guðmundur vildi ekki vera við það riðinn, en reyndi að koma sjer fyrir annarstaðar til þess að vera ekki bendl- aður við þetta fyrirtæki bróður síns. Honum tókst þó ekki að fá annan samastað, og varð það úr, að hann Ijet tilleiðast fyrir fortölur Jóhannesar að vera með honum að brennunni. Konu sína Elízabet fjekk Jóhannes einnig með fortölum til að samþykkja fyrirætlun sina. Nokkru siðar en hin ákærðu voru orðin ásátt um að brenna húsíð, fluttu þau sig úr því með allt sitt í bæ þar skammt fyrir ofan, sem á- kærði Jóhannes á ; en auk þess tók hann úr húsinu og flutti upp í bæinn 3 hurðir og nokkrar þiljur, sem til samans hefir verið met- ið á 42 krónur ; ætlaði hann að nota það i bæ sinn, sem ekki var fullgjör. Stóð húsið eptir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.