Ísafold - 21.02.1888, Blaðsíða 4

Ísafold - 21.02.1888, Blaðsíða 4
36 AUGLÝSINGAR I samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setuing I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útíhönd. Samkvœmt ályktun á skiptafundi liinn 17. desember f. á. í dánarbíá Sigurðar sál. Guð- mundssonar, sem andaðist ókvantur og lífs- erfingjalaus að Breiðavaði í Engihlíðarhreppi hjer i sýslu hinn 6. marz f. á., er hjer með skorað á lögerfingja Sigurðar þessa að gefa sig fram innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar, og sanna arfgengi sitt eptir hann fyrir skiptarúðandanum hjer í sýslu. Skiifstofu Húnavatnssýslu, 3. febr. 1888. Lárus Blöndal. Proclama. Samkvœmt lög. 12. apríl 1878 og opnu br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, er til skuldar telja i dánarbúi verzlunarstjóra Sörens Hjaltalíns í Stykkishólmi, er andaðist 14. jan. þ. á.‘, að gefa sig fram og sanna kröfur sinar fyrir undirskrifuðum skipta- ráðanda innan 6mánaðafrá síðustu (3.) birt- ingu auglýsingar þessarar. Skrifstofu Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Stykkishólmi þann 11. febrúar 1888. Sigurður Jónsson. — „Tombola“. — Samkvæmt gefnu leyfi amtmannsins yfir suður- og vesturamtinu hefir G. T.-Stúkan Vorblómið nr. 3 á Akranesi áformað að halda „tombðlu11 síðast í marzmánuði næstkomandi, í þvískyni að reyna að komasjerupp samkundu- hÚ8Í, og eru þeir, sem unna bindindismálefn- inu, og styrkja vilja fyrirtæki þetta með gjöf- um, beðnir að koma þeim til þessara manna í Reykjavik, sem góðfúslega liafa lofað að veita þeim móttöku; Árna Eiríkssouar verzlunarmanns, Borgþórs Jósepssonar-----, Sigurðar Jónssonar fangavarðar, Jórunnar Sighvatsdóttur, og þóru þorvarðardóttur — eða til vor undirskrifaðra. Akranesi, 15. febr. 1888. Ásbjörn ólafsson, Bjarni Jónsson, Guöm. Guömundsson, Júlíus Jóh. Ólafsson, Kristján Guömundsson, Svb. þorvaröarson, Kristín Kristjánsdóttir, Helga Bjarnadóttir, Ólína Bjarnadóttir. Auglýsing um seldan óskilafjenað í Rangárvallasýslu, sem mark varð greint á, haustið 1887. í Holtamannahreppi : Hvítt geldingslamb, mk. stýft h. Hvítt hrútlamb, mk. stýft h., hvatt standfj. a. v. Hvítt gimbrarlamb, mk. sneitt fr. standfj. a. h„ sneitt fr. biti a. v. Hvítt geld.Iamb, sama mark. I Landmannahreppi: Sauður 1 vetr., mk. sneitt a. strandfj. fr. h., sýlt í hamar v. Ær 1 vetr., mk. blaðstýft og biti a. h., geir- stúfrifað v. Hvítt gimbrarlamb, mk. blaðstýft fr. standfj. a h. (v. e. kalið). Hvitt gimbrarlamb, mk. blaðstýft a. biti fr. h., tvirifað í sneitt fr. v. Hvítt gimbrarlamb. mk. heilhamrað h., sýlt v. Hvítt geld.lamb, mk. sneitt og standfj. a. h. hvatrifað v. Hvítt hrútlamb, mk. hvatrifað h., tvír. í hvatt v. Hvítt hrútlamb, með sama marki. Hvítt hrútlamb, mk. gagnbitað h. biti a. v. I Rangárvallahreppi : Bíldótt geld.lamb, mk. hálfur stúfur a. standfj. fr. h„ tvístýft fr. biti a. v. Hvítt geld.lamb, mk. standfj. og biti a. h., biti a. v. Hvítt geld.lamb, mk. sneitt a. h., stúfrifað v. Hvítt hrútlamb, mk. biti fr. h., sýlt og gat v. í Fljótshlíðarhreppi: Hvítt hrútlamb, mk. hvatt gagnbitað h„ ham- arskorið v. Hvítt gimbrarlamb, mk. gagnbitað h„ hnífsbragð a. v.; hornmark; gagnbitað h., hálftaf eða sneitt fr. standfj. a. v., allt óglöggt. Hvítt geld.Iamb, mk. stúfrifað h., hálfur stúfur a. v. þeir, sem sanna eignarrjett sinn til þess selda, geta til næstkomandi júnímánaðarloka fengið uppboðsverðið. að frádoegnum öllum kostnaði, hjá ldutaðeigandi hreppsnefnd. Rangárþingsskrifstofu, Velli 2. febr. 1888. H. E. Johnson. Hið konunglega oktrojeraða áb yrgð arfjelag tekur 1 ábyrgð hús, alls konar vörur og innan- hússmuni fyrir lægsta endurgjald. Afgreiðsla í J. P. T. Brydes verzlun í Reykjavík. Til allra formanna i Árnessýslu! J>ar eð vjer erum mjög á eptir tímanum með að fá áreiðanlegar skýrslur um búnaðar- ástand, fiskiveiðar o. s. frv., en nauðsynlegt er og jafnframt mjög skemmtilegt að vita þess háttar nákvæmlega, þá vil jeg leyfa mjer að biðja alla formenn í Árnessýslu að láta mig vita bæði jafnóðum og fiskast og svo við enda- lok vertiðar þeirrar er í hönd fer, hlutarupphæð á skipi þeirra, hvað margra staða skipti hafa verið af skipinu og hvað mikill hlutur hefur farið til farþegja i seglfisk, hvað ýsa og þorskur o. sv. frv. Vilji menn ekki láta almenning vita hlutarupphæð sína, heiti eg óbrigðulli þagmælsku með það, en ástand hverrar veiðistöðu, hvað fiskafla snertir, mun jeg láta sjást í blöðunum svo opt sem unnt er. Eyrarbakka 16. jan. 1868. Hjálmar Sigurösson. Jafnframt því, að við undirskrifuð tilkynn- um fjarstöddum vandamönnum lát okkar hjart- kæra föður og tengdaföður, Eyvindar Pálsson- ar, er deyði 2. þ. m„ þökkum við líka öllum þeim mörgu, er heiðruðu útför hans, fyrir inni- lega hlutdeild í sorg og söknuði okkar. Stafnesi, 13. febr. 1888. H. G. Eyvindardóttir. H. Eyjólfsson. (JAKKARÁVARP). Jeg fæ ekki bundizt innilegrar þakklætisvið- urkenningar til ýmsra manna, er líknað hafa mjer og bágstöddum börnum, einkanlega syni mínum Magnúsi, er neyddist til að leita sjer heilsubótar erlendis, fyrir tilstuðlun míns ó- gleymanlega fósturföður, síra S. B. Sívertsens R.Dbr. á Utskálum, er af sínum annálaða höfð- ingsskap gaf honum til þess 180 kr„ en fóstur- börn hans 24 kr„ sonur haus Helgi ásamt konu sinni húsfrú Steinunni 60 kr„ frú Duus í Kefla- vík 50 kr., Jón bóndi Helgason í Kothúsum 20 kr., frú Sigríður Magnússon frá Cambridge 90 kr. Enn fremur greiddi Dr. J. Jónassen götu hans bæði hjer og erlendis með mestuvel- vild og umhyggjusemi. |>á eru hin nafnkunnu höfðingshjón Dr. Jón forkelsson rektor og frú hans Sigríður, er meðal annara velgjörða mjer til handa tóku að sjer dóttur mína sjúka í hálft missiri, og fóru með hana eins og beztu foreldrar. Gerðum í Garði, 1. febr. 1888. Eyvör Snorradóttir. (þAKKARÁV.). Sem ágóða af söngskemmt- un og upplestri, sem auglýst var í ísafold 15. þ. m„ að haldin yrði laugardagskvöldið 18. s. m., hafa mjer verið afhentar 200 krónur. Hin- um mannkærleiksríku forgöngumönnum og framkvæmendum þessarar skemmtisamkomu, og öllum þeim fjölda manna, sem tóku þátt í henni, í því skyni að rjetta mjer bágstaddri bjálpar- hönd, votta jeg mitt innilegasta hiartans þakk- læti, og bið guð að minnast þeirra, eins og þeir hafa minnzt mín í raunum mínum. Reykjavík, 21. febr. 1888. Sigrún Einarsdóttir. Til sölu eða leigu stórt og vandað tvíloptað hús við Hlíðarhúsa- stíg. Lysthafendur snúi sjertil verzlunarstjóra Jóh. Hansens i Reykjavík. Passíusálmar fást á afgreiðslu- stofu ísaf. í ein- földu bandi, á 1 kr.; í materíu á 66 au. Sálmabókin fyrir 1 kr. til 1 kr. 40 aur. 1)^. ím's konar, skrifbækur, peun- -T ar, blek o. fl. ágæt ritföng fást á afgreiðslustofu ísafoldar, allt með mjög góðu verði, meðal annars : Póstpappír : 24 arkir fyrir 10 a. Umslög : 40 a. hundraðið af mikið góðum um- slögum hvítum, meðalstærð. Fjögur brjefaefni vönduð (þ. e. pappír og umslög) ásamt þerripappír, allt í einu umslagi, fyrir 8 a. Vasabækur, með prentuðu registri, á 50 a. Skrifbækur á 5, 10 og 20 a. (12—44 blöð). Skrifpappír venjulegur, á 25 a. bókin. Nærsveitismenn eru beðnir að vitja nísafoldar“ á afgreiðslustofu henn- ar (í nýja húsinu tnilli Austurvallar og Austurstrætis). Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.