Ísafold - 17.03.1888, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.03.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis S kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa i ísafoldarprentsmiðju. XV 13. Reykjavik, iaugardaginn 17. marz. 1888. 49. Innl. frjettir. Útl. frjettir. 51. Sauðþrá. Verðlaunadómur. Ysulóðin (niðurl ). 62. Auglýsingar. Reykjavík 17. marz 1888. Póstskipið Laura (kapt. Christian- sen) hafnaði sig hjer í morgun. Með því kom aptur konsúll W. G. Spence Pater- sou, læknaskólakandídat Oddur Jónsson og kaupm. C. Knudsen frá Newcastle. Verzlunarfrjettir frá Khöfn, dags. 28. febr. Saltfiskur. Afli mikill í Nor- egi til þessa, og fiskur talsvert vænni en í fyrra um sama leyti. Ekki mikið óselt af fiski hjer (o: 1 Khöfn). Vestfirzkum fiski óhnakkakýldum, hinum bezta, er haldið í 60 kr., en ekki boðnar nema 55. Sunn- lenzkum hnakkakýldum haldið í 52 kr., boðnar 50. Hálfverkaður hnakkakýldur fiskur, sern kom með síðasta póstskipi, seldist á 44 kr. skippundið. Ull. Hvít vorull sunnlenzk og vestfirzk í 58 a., og norðlenzk í 62. Haustull í 46 a. Lýsi. Fyrir ljóst og hreint hákarlslýsi grómlaust má fá 35—36 kr., dökkt 28—30. Harðfiskur er boðinn f.yrir 64 kr. skip- pundið, en hann er hjer um bil hættur að seljast til annara landa. Lítur illa vít með sölu á því sem koma kynni á þessu ári. Sundmagar í 65—68 a. eptir gæðum. Hrogn. Vegna mikils fengs af þeim í Noregi má bvíast við lágu verði á þeim. I Noregi er uppkveðið 19 kr. verð á tunn- unni fyrir nr. 2, er samsvarar íslenzkum hrognum. Sauðakjöt á 45—50 kr. tunnan, auk í- látsins. Biigur 3 kr. 80 a. til 3 kr. 90 a. 100 pd. Evvgmjöl 4 kr. 45 a. Bankabygg kr.6,80— 7,00. Kaffi 60—65 a., lœkkandi. Kandís 22 a. Hvítasykur 19 a. Brennivín 13— 14 a. pt. 8°. Brauð veitt. Hinn 14. þ. m. hefir landshöfðingi veitt Kolfreyjustað síra Jón- asi Hallgrímssyni á Skorrastað, hjeraðs- prófasti í Suðurmúlasýslu, samkvæmt kosn- ingu safnaðarins á fundi 21. jan. þ. á., með 44 atkv. af 58, er á kjörfund komu, en 68 höfðu kosningarrjettí sókninnialls, karlarog konur. Af konum þeim 5 í sókninni, er kosn- ingarrjett höfðu — búandi ekkjur —, komu á á kjörfund, og kusu allar síra Jónas. Ný lög. Staðfest 10. f. m. þessi lög frá síðasta alþingi: 20. Lög um Söfnunarsjóð Islands. 21. Lög um veitingu og sölu áfengra drykkja. (Isaf. f. á. bls. 147). Lagasynjan. Tvennum lögum frásíð- asta alþingi synjað staðfestingar : um stofn- un lagaskóla, og tölu þingmanna í efri og neðri deild. Útlendar frjettir. Khöfn 29. febr. Evrópa (veðráttufar og tíðinda). Vetr- arveðrinu lítið enn brugðið, netna í syðstu löndum álfu vorrar, og harðindakennt held- ur á öllurn uorðurhluta hennar og hinum eystri. Víða sagt af snjóskriðum, sem hafa orðið bygðum og járnbrautum að spelli. »Friður á jörðu !« hefir um tíma verið texti Bismarcks og bandamanna hans (Kal- nokýs, Tirzu og Crispís), og má vera, að svo hrífi á sem látið. Til aó eyða tortryggni manna gagnvart þýzkalandi og Austurríki, ljet hann birta fyrir skömmu þann sam- bandssáttmála, sem gerðist með þeitn ríkj- um 7. október 1879. Hjer reyndar allt sjer í lagi stílað á móti friðrofi og árásum af Kússlands hálfu, en síðan Italía varð þriðji þáttur friðarreipsins, má nærri geta, að nú sje varnagli sleginn á móti Frakk- landi. Bandamenn segja : »Allir geta nvt sjeð, að ekkert er ráðið nema af forsjálni og friðarást, ekkert til að hnekkja annara rjettindum eða bera þeirra hlut fyrir borð«. Hinum (Bússum og Frökkum) þykja sjer þó heldur getsakir gerðar fyrir sakleysi; en Rússar bæta við, að sjer mundi ekki orsakalaust, að gruna suma um gæzku í Bolgaramálinu, þó Bismarck margvitni til hreinskilni sinnar gagnvart Eússlandi í því máli. Bæði þeir og fleiri segja, að bráð- um skuli sjást, hver hugur fylgir viualeg- um ummælum Bismarcks til Rússa og keisara þeirra; því svo er nú sagt, að Rússar hafi beiðzt að vita, hvernig stór- veldin vilja gegna kröfum Rússaveldis á Bolgaralandi, þeim er standa á stofni Ber- h'narsáttmálans. Hvað þeir láta sjer lynda, veit enginn að svo stöddu; en fyrst og fremst munu þeir krefjast, að Ferdínandi fursta verði vísað út úr landinu. Nóg er eptir af ágreiningsefnunum þar eystra, þó þetta hyrfi. Að sínu leyti vita Frakk- ar, að sambandið við Ítalíu er beinast sjer á nvóti, eða sem bandamenn kalla það : á móti friðrofi af Frakklands hálfu. Flest- um er kunnugt, að Bismarck þykir sem þýzkaland megi aldrei um frjálst höfuð strjúka fyr en Frakkar hafa gefið upp þjóðhefndirnar eða endurvinningu land- anna, sem þeir misstu 1871. »Og svo eru þjóðhefndamenn og sumir garparnir vinstra megin farnir að daðra við Rússann !«, segja þýzku blöðin. 1 þessu er mikið hæft, og það bætir ekki um. Allt um það heldur Bismarck, að friðurinn haldist þetta áriðv og, ef til vill, eitt eða tvö á eptir, því í raun og veru sje engir fullbúnir til styrj- aldar—nema þjóðverjar, svo sje guði fyrir að þakka. Að svo komnu þurfi engin þjóð við þá að reyna ; þeir hafi tvær miljónir hermanna til taks, aðra mót auatri, hina mót vestri, en hina þriðju afgangs, ef vel sje fyrir hugað og í fleiri horn verði að líta. Um þetta fræddi hann landa sína fyrir skömmn á alríkisþinginu, þegar hann beiddist leyfis að lána 280 miljónir marka til nýs herauka (700,000 manna). Fram- lögurnar veittar mótmælalaust, já með fagnaðarópi þingsins. Frönsk og Rúss- nesk blöð hafa, sem nærri má geta, and- æpt stæringaryrðum Bismarcks, og sagt að hann hafi ekki skotið neinum þann skelk í bringu, sem þjóðverjar haldi. Hins- vegar talið sjálfsagt, að nú verði þó fleiri að hyggja svo fyrir ráði sínu og frið- inum, sem þjóðverjar. þess skal þó geta, að ónafngreindur maður — súmir geta til, að það sje greifinn af París — hefir nýlega í tímaritinu tBevue des deux Mondest beðið landa sína í hamingjunnar nafni, að gjalda varhuga við ófriði og ófriðarsambandi við Rússa. Danmörk. Allir spyrja : »Til hvers dreg- ur með fjárlögin, til samkomulags með þingdeildunum eða til sömu endileysu og fyrirfarandi ár?« Vinstri menn segjast hafa seilzt það lengsta þeir gátu, þó víða væri drjúgt sniðið af kröfum frumvarpsins, og við þriðju umræðu var enn í mörgu slakað til við stjórnina. En það eru gjör- ræðisverk stjórnarinnar — «próvísóríin» —, eða fjárkvaðirnar, er af þeim stafa, sem á milli standa; því þeim hefir stjórnin skotið inn í fjárlagafrumvarpið. það er þessi ásteytingarsteinn, sem landsþingsdeildin muti enn eins ófús til að taka úr götu og áður. í langan tíma þingstapp og deilur f blöðum og á fundum um allt land út af

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.