Ísafold - 17.03.1888, Side 2
50
nýgerfingssmjörinu, eða þvi viðbiti, sem nu
er búið til eptir smjöri úr ýmissi feiti.
þetta mál hefir næstum komið öllum flokk-
um í glundroða. Lýðsinnar og verkmanna
vinir hlynna að viðbitinu, en margir vinstri
skörungar fylgja stórbúendum og öðrum
bændum, sem segja, að su vara ódrýgi
smjörið og spilli smjörkaupunum á Eng-
landi, en þangað mest flutt af smjöri frá
Danmörk — rneira t. a. m. en frá þýzka-
landi eða Hollandi.
Sýningarhöllin í Höfn (á Hálmtorgi) er
langt komin, eða nær því búin. Hún er
bæði fögur og reisuleg. Sýningin sjálf
byrjar í miðjum mafmánuði. I annari höll
minni, á hægri hönd þegar út er gengið
til Yesturbrúar, verða sýnd frönsk lista-
verk, og hana kostar með öllu, auk flutn-
ings þeirra frá og til Parísar, ölgerðar-
maðurinn Jacobsen hinn yngri.
Af látnum mönnum skal nefna Irminger
aðmirál, sem dó 7., febr. 86 ára að aldri.
Hann var í fylgd Friðriks sjöunda, þegar
hann á prinsárum sínum ferðaðist á ír-
landi. Annars nýtasti maður og vel að
sjer í alla staði. — þann 24. s. m. andað-
ist Kierkegaard biskup, 824 árs að aldri,
bróðir hins nafntogaða rithöfundar. Hann
stóð hálfs árs tíma fyrir kirkju- og kennsiu-
málum, og þótti í sinni röð afburðamaður
að mörgu leyti, og einn hinn merkari af
Grundtvígs flokki.
Nobegue. Nú svo farið, sem lengi hefir
verið við búizt, að samband vinstri manna
á þingmálum hefir slitnað — «hreina» hlut-
ans, eða Steens-liða (rektors og forseta
stórþingsins), og Oftedæla. því hefir og
fylgt, að þrír af ráðherrunum, þeir sem
næstir stóðu hinum fyrnefndu, sögðu sig
úr ráðaneytinu (17. febr.) og nú um fleiri
talað sem þeim vilja fylg]a. Sem mörgum
mun kunnugt, vilja Oftedælir koma á
8afnaðaráðum, þar sem presturinn verður
höfuðið, eða sem [hinir segja, leggja laga-
braut fyrir klerkdóminn til höfuðforræðis
eigi miður í veraldlegum en andlegum
efnum. þeir munu nú verða höfuðstoð
Jóh. Sverdrúps, ef honum tekst að end-
urskipa ráðaneytið, en verða þá líka að
leggja lag sitt við hægri menn. Sumir
ætla annars tvísýni á, hvort honum tekst
að halda stjórninni þingtímann út, eða þá
til þess er hinar nýju kosningar eru um
garð gengnar.
Nansen heitir maður, sem gætir nátt-
úrumunasafnsins í Björgvin, en er afburða
skíðamaður. Hann hefir ráðgert að kanna
jökladyngju Grænlands í sumar komanda
og fara skíðskriði vestur yfir þann íssvörð
frá austurströndinni. Auk einhverra að
heiman ætlar hann að hafa með sjer skræl-
ingja úr austurbyggð Grænlands. Margir
Valla hjer á glæfraferð lagt, en til hennar
hefir danskur stórkaupmaður, Gamél að
nafni, gefið 5000 króna—sá hinn sami sem
kostaði ferð Hovgaards á Dijmphna aust-
ur með norðurströnd Asíu (1883).
Svíabíki. Sem til stóð, sagði Themptander
af sjer forstöðu stjórnarinnar um það er
þingið tók til starfa (18. janúar). I hans
stað kom Bildt fríherra, en 4 af hinum
fyrri ráðherrum sátu kyrrir, meðal þeirra
Ehrensvárd fríherra (fyrir utanríkismálum).
Allir hinir nýju mestu skörungar kallaðir.
Tollar þegar lagðir á aðfluttar kornvörur,
en slíkt allt sem kappsamlegast aðflutt áður
en lögin hlutu gildi. Líklegast talið, að þau
eigi sjer vart langan aldur, og að tollfrels-
ismenn verði ofan á við næstu kosningar.
það nýmæli að herma frá heimili kon-
ungs, að Óskar sonur hans hefir fest sjer
ótigna kona, þó hún sje af lendum mönn-
um komin. Hún heitir Ebba Munk, ætt-
uð frá Finnlandi(?), og hefir verið hirðmey
Sofíu drottningar, en er af öllum lofuð og
vel metin. Prinsinn hefir orðið að afsala
sjer og niðjum sínum ríkiserfðarjetti í
Svíaríki og Noregi, sömuleiðis hertoga-
nafninu, og kallast nú »prins Bernadotte«.
Hann hefir forustu í flotaliði Svía.
Jenriy Lind — söngkonan fræga — hefir
stórfje eptir sig Iátið. Testamenti hennar
ætlar 50,000 kr. hvorum háskólanna í
Lundi og Uppsölum, en mest af því sem
eptir verður, á að ganga til nýs barnaspí-
tala í Stokkhólmi.
England. Englendingar segja, sem að
venju, að þeir sje fyrir utan allan banda-
lagssamruna á meginlandinu, en Salisbury
og Fergusson undirstjóri hans í utanríkis-
málum hafa þó gefið í skyn, að England
mundi ekki liggja á liði sínu á móti þeim,
sem friðinn ryfi, og það vildi sömu stefnu
halda sem fyr, þar sem hagsmunir þess
yrði í veði á austurjaðri Evrópu. Blöðin
hafa fleygt ýmsu um sjerleg einkamál við
ítali, en bágt að segja hvað hæft er í.
þingið tók til starfa sinna 9. febr. í
umræðunum um andsvaraávarpið til drottn-
ingarinnar lenti flokkaforingjum saman sem
að venju, en öllum kom hjer á óvart, hve
stillilega, já mjúklega, Gladstone stillti
ummælum sínum um aðgjörðir stjórnar-
innar, og þó fjekk hann mörg hnýfilyrði
af Balfour, ráðherra írlandsmála. Sumir
geta þó til, að lygnumál hans sje ekki
annað en forboði nýrra bylgja á móti Tórý-
stjórninni. _ Hún lætur drjúgt yfir afrekum
sínum á írlandi, og kallar þar vottinn
sýnastan, er morðum og illræðum hafi svo
mjög fækkað. Sem fyr hefir verið á minnzt,
hefir hún látið setja þá inn af þingmönn-
um íra, sem hafa orðið brotlegir gegn lög-
boðum hennar á móti »landfjelagi« þeirra.
O’Brien er uú kominn út aptur, en ljet
hvorki kúgast til að fara í bandingjabún-
að nje vinna bandingjavinnu. Auk hans
eru þrír menn nefndir—meðal þeirra Sul-
livan borgarstjórinn í Dýflinni—, sem hafa
þeirri innivist mátt sæta. þegar þessir
menn vitjuðu þingsæta sinna í Lundúnum,
var nrikill mannsægur fyrir — 50 þúsundir
manna — að fagna þeim á járnbraut-
arstöðinni, og fylgdi þeim með fánum og
hljóðfæraslætti til Hyde Park, þar sem
talað var af 12 ræðuhjöllum um írska mál-
ið. þeim síðan stórveizla búin. — Gætu
ráðherrarnir vísað til, að slíku öllu væri
nú að slá niður á Englandi sjálfu, þá væri
allt öðru máli að gegna.
Duflerin lávarður hefir skilað af sjer
varakonungsembættinu á Indlandi, en um
þann mann er ávallt lofsorðum farið, er
hans er minnzt. Hann á nú að taka við
erindarekstri í Rómaborg, og þetta hefir
glætt geturnar um einkamálin, er svo er
til vandað um þá kosning.
þeir sprengingamenn, erindrekar Fenía í
Ameríku, sem getið var í seinustu frjettum
frá Kmh. til Isaf., eru nú báðir dæmdir til
15 ára betrunarvinnu.
Látinn er lögfræðingurinn Henry Maine,
65 ára að aldri, prófessor í lögfræði
við háskólann í Cambridge. Hann hefir
ýmsum öðrum embættum gegnt, t. d. í
Kalkútta og síðan í Indlandsráðinu í Lund-
únum. Eptir hann mörg rit og mikils
metin.
þízKALAND. Framan af febrúar komu opt
frá San Remo báglegar sögur af meinsemd
krónprinzins. Svo þrengdi einu siuni að
andrúminu, að læknarnir hlutu að gera
holstungu gegn um hálsinn til barkans.
þar svo skotið í gegn silfurpípu til andar-
dráttarins. Eptir það hefir prinzinn opt
verið heldur þungt haldinn, eu uú berast
aptur skárri frjettir af ástandi hans.
Sósíalistalögin lengd enn urn tvö ár.
Stjórnin ætlaði að gera þau mun harðari,
en fyr voru, en það tókst ekki. Hitt ætla
menn og farist fyrir, að lengja kjörbilið
til 6 ára, sem farið hefir verið frarn á.
I niðurlagi ræðu sinnar fyrir fjárkvöðun-
um til heraukans mælti Bismarck þau orð:
»Vjer þjóðverjar óttumst ekkert í veröldu,
utan guð almáttugan#! Nú eru Kölnar-
búar að efna til gjafar handa honum. það
á að vera silfurskjöldur, þar sem þessi orð
skulu letruð.
Fkakkland. Tirard og ráðaneyti hans
á sífellt í vök að verjast, en við að sjá
samblæstri af hálfu einveldissinna og frekju-
manna vinstra megin. Hinir meiri skör-
ungar í þjóðveldisflokkinum segja líka, að
landið þarfnist manna, sem hafi meira
bein í hendi, og þori að sýna einbeittni
móti frekju- og óaldargörpunum, bæði á
þingi og utan þings, og þó ekki sízt móti
borgarráði Parísar, þar sem ekki fáir sitja