Ísafold


Ísafold - 17.03.1888, Qupperneq 3

Ísafold - 17.03.1888, Qupperneq 3
51 þeirra manna, sem voru oddvitar í upp- reisn borgarlýðsins 1871. Menn segja líka, að Jules Ferry mundi hafa færzt meira í fang móti byltingamönnum, ef hann hefði orðið forseti, en Camot hafi hug til. Talað er og um, að vart muni komizt hjá þingslitum, en hjer þykir Carnot mikið í veði, því hann er hrædd- ur um, að einvaldsliðar eflist drjúgum við nýjar kosningar, eptir þá bletti, sem þykja komnir á sóma hins franska þjóðveldis við atburði síðustu tíma. Nú er verið að prófa fjebrögð Wilsons í dómi, og geta sumir til, að hjer verði nið- urfall á sökum. Að minnsta kosti hefir verjandi hans haldið því fram, að sakalög Frakka mæli ekkert fyrir um að hegna þeim, sem lætur sjer fjenast á að mæla fram með öðrum til virðinga. Nýlega fundið að því á þingi, að Frakk- ar hefðu slegið slöku við að efla flota sinn og hafnavarnir. Einn aðmírálanna sagði hreint og beint, að floti Frakka mundi hafa fullt í fangi með að taka á móti bryndrekum ítala. Italía. Engir atburðir eru með her I- tala og Abessyníumönnum. þeirra mun þó vart langt að bíða, því hitt er li'kast einber flugufregn, sem fyrir fám dögum var fleygt, að stjórnin hefði í hyggju að kveðja heim aptur leiðangursherinn. Viktor Emanúel, krónprinz ítala, hafa blöð sagt lofaðan Henríettu, bróðurdóttur Leópolds annars Belgakonungs. Austukríki og Rússland. Bismarck sagði í ræðunni löngu og snjöllu, að það yrði Evrópu mesta fyrirmunun, ef hún ljeti styrjöld rísa af Bolgaramálinu. Hing- að til hafa keisaraveldin austlægu horfzt í augu — »eins og grámyglur tvær«, liggur oss við að segja —, en nú gerir Bismarck sjer allt far um, að telja um fyrir þeim til samkomulags um Bolgaramálið. Hann styður Bússa í Miklagarði, er þeir skora á soldán að óhelga völd og vist Ferdínands fursta á Bolgaralandi. »Við slíkt má vel sæma« segja blöðin í Vín og Pesth, »en hvað á svo að ráða?« Svarið enn í skauti ókomins tíma. FkA Sínlandi. Að hjer hafi komið ó- venjulegt hlaup í þá á, sem Hóang Hó heitir (Gulafljótið), er nú sannfrjett, en um mannskaðann hefir sögnum ótrúlega hvikað, er munurinn hefir leikið milli þús- unda og miljóna. Viðbætir. Kh. 2. marz 1888. Lyktiro- ar á máli Wilsons urðu þó verri, en við var búizt. Hann var dæmdur I tveggja ára varðhald, en skal vera í 5 ár sneiddur þegnlegum (»borgara!egum og pólitiskum«) rjettindum. SATTÐþRÁI er viðbrugðið, jafnvel í skepnum sem ekkert gengur að, hvað þá hinum. Fám mun koma á óvart, þó enn sje í ónefndu blaði þrætt fyrir hlutdeild þá, som síra Helgi Sigurðsson átti í stofnun Forngripasafnsins. Sá sem einu sinniliikar sjer ekki við að segja, að 2 og 2 sjeu 5, hann heldur því áfram jafnt eptir sem áður, hvað margir aðrir sem segja það vera 4, eins og eðlilegt er; því vitundin um, að 2 og 2 sjeu 4, er ekki glöggari eptir en hún var áður, og þegar henni er einu sinni traðkað, þá eru engar sveiflur á því framar. — þar er heldur ekki gerð nein hin minnsta tilraun að hrekja skýrslu ísafoldar um stofnun Forn- gripasafnsins, — af þeirri einföldu orsök, að það er enginn vegur til þess; eins og enginn ber við að hrekja það, að 2 og 2 sjeu 4: sá, sem talar móti betri vitund, segir bara hinseginn, að 2 og 2 sjeu 5, eða 6, eða 7, eða hvað sem honum nú sýnist. Fyrir sig ber þessi höf. það eitt, að maður nokkur, sem Sig. heit. Guð- mundsson málari bjó hjá lengi, hafi sagt ein- hverstaðar (og einhverjir eptir honum), að hann (o: Sig.) hafi verið stofnandi Forngripasafnsins. það er eflaust svo að skilja, að þetta, sem aðrir hafa sjeð og heyrt: að Forngripa safnið var stofnað með stiptsyfirvaldabrjefi 24. febr. 1863, eptir tillögum og ráðum síra Helga, án þess að Sig. málari kæmi þar nokkra vitund nærri, það eru tómar sjónhverfingar. þessi maður, sem vitnað er til í „þjóð.“, hann sá, sjónhverfingalaust, Sigurð heit. málara taka sig til einhvern góðan veðurdag annan, og stofna Forngripasafnið, svona eins og maður setur upp kotru eða býr sjer til „fidibus“! Sjálfur hefir Sig. heitinn málari skýrt svo frá, eins og aðrir, að safnið hafi verið stofnað 24. febr., og með margnefndu stiptsyfirvaldabrjefi (sjá Forngripasafnsskýrsluna). En hann hefir náttúrlega haft sjónhverfingar, þegar hann samdi hana(!) Og sömu sjónhverfingarnar hafa meira að segja forgöngumenn afmælishátíðarinnar haft; því annars hefðu þeir ekki farið að dagsetja hana þennan dag. þeir neyðast því til að gera bragarbót, lýsa þetta nýlega afstaðna afmæli markleysu, og dagsetja nýtt afmæli, þegar þeim kemur vitneskja um, hvenær það sje, þ. e. þeg- ar þessi húsráðandi, sem einn veit það og eng- inn annar, lætur svo lítið að gera öðrum kunn- ugt, hvenær hinn leyndardómsfulli atburður skeði. Ja, fyr má nú vera „neglingur“ en svona margfaldur „geirneglingur !“ „Áfrýjað verðlaunanefndardómi“. í dá- lítilli klausu í „þjóð.“ í gær ber síra E. Ó. Brim af sjer, að hann hafi nokkurn tíma viljað gera sig að yfirdómara verðlaunanefndarinnar af „gjöf Jóns Sigurðssonar“ í fyrra, sbr. ísaf. XIV. 60. Að öðru leyti minnir hann, að það, er verðlauna var beiðzt fyrir og hann fann að, hvernig dæmt hafði verið, hafi verið miklu lengra en ritstj. ísafoldar og aðra nefndarmenn minnti að það hefði verið. En það er naum- ast ómaksins vert, að þrátta um annað einsj og óþarflega djarfleg getsök er það, að dóm- nefndin hafi eigi kynnt sjer vandlega hina um- ræddu verðlaunagrein, þó að hún muni ekki glöggt, þegar langt er um liðið, hvað mikil hún var fyrirferðar. Hitt mun óhætt mega ráða af svari síra E. Ó. Bríms, að hann sje því sam- dóma, að „Gjöf Jóns Sigurðssonar nái því að eins tilgangi sínum, og að minning hans sje því að eins í heiðri höfð, að ávöxtur gjafa- sjóðsins sje varið til að örva og sæma vísinda- lega viðleitni, sem eitthvað dálítið er í varið“; enda er slíks von um jafngóðan aögu-menntar- mann og síra E. Ó. Br. Ýsulóðin. iii. (N'iðurlag). þegar formenn og hásetar hafa skipt afla sínum af færunum og slægt hann, þá gengur hver að sínu landverki; en þó komið sje að landi um eða fyrir hádegi ti haustin með lóð- arafla, engu meiri en af færunum, þá geta skipverjar ekkert annað verk gert það sem eptir er dagsins og kvöldvökuna með (fyrir utan að slægja aflann), en að búa sig undir næsta dags lóðarróður, með þvl að beita lóð- ina aptur, snúa tauma og bæta á hana öngl- um, sem tapazt hafa. En komi það óhapp fyr- ir, sem ekki svo sjaldan ber við í Garðsjó, að menn missi nokkuð af lóðinni, eða hana alla, þá verður skipið, ef til vill, að vera í landi næstu 2—3 daga, á meðan sótt er efni í kaup- stað í nýja lóð og hún „sett upp“. Aður en farið var að tíðka hjer ýsulóða- brúkun á haustin (fyrir hjer um bil 25 árum), var það venja, að allir útvegsbændur Ijetu vinna heima hjá sjer, eða hjá nábúum sfnum þann hamp, sem þeir þurftu i öll sin net, bæði þau, sem notuð voru við þorsk og grásleppu- veiðar, og var það ekki lítill atvinnuauki fyrir fátæklinga, sem gerðu þetta milli þess að þeir stunduðu sína færaróðra. Nú, síðan lóðabrúk- unin komst almennt á, er mestallur hampspuni keyptur af útlendum þjóðum ; það eru ekki nærri allir útvegsbændur, sem láta nú spinna svo mikinn hamp heima, að það nægi í þau grásleppunet, sem þeir þurfa; menn hafa ekki tíma til þess, þegar lóðarróðrar eru stundaðir. Um hvað margar þúsundir króna munu ekk\ kaupstaðarskuldir hafa aukizjt við þessa ný- breytni? J>ó hampvinna sje ekki arðberandi vinna, af því hvað hún er seinleg og í samanburði við það illa borguð, þá hafa líka sum undanfarin haust ekki verið betri aflabrögð á lóðina en 8vo, að mönnum hefði verið eins þarft eða þarfara að sitja rólegur við rokkinn sinn, en að slíta skipum, skinnklæðum og veiðarfærum fyrir þann afla, sem á hana hefir fengizt. |>ess utan má opt á baustin stunda ýmsa aðra miklu arðsamari landvinnu en hampvinnuna. J>að ekki óhugsandi, að einstoku útvegsmenn taki með tímanum upp þá nýbreytni, að nota ýsulóð til fiskiveiða um sjálfa vetrarvertiðina, og þá kemst fyrst lagið á!! Vel getur svo farið, að sú veiðiaðforð yrði aflasæl fyrstu dag- ana ; en að hún yrði happasæl fyrir færafisks- göngur, þarf enginn að ímynda sjer. En af þvi við þessu má búast á hverri ver- tíð hjer eptir, þá ætti sýslunefnd Kjósar- og Uullbringusýslu að láta það hvetja sig til að

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.