Ísafold - 21.03.1888, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.03.1888, Blaðsíða 2
54 Stjórnarskrármálið og þingvallafundur. Til þess að drepa niður getsökum þeim, að þjóðinni sje ekki alvara að hafa fram stjórnarskrárendurskoðunina, ættu nokkrir hinir helztu menn úr hverju kjördæmi landsins að koma saman á þingvelli við Öxará rjett fyrir þing 1889 og árjetta þar málið kröptuglega. — Ejett fyrir þing : þvi þá verður árjettingin áhrifamest. þessi þingvallafundur ætti að vera fjöl- mennari en nokkuru sinni áður, síðan stjórn- arbótarbaráttan hófst, af kosnum mönuum, öðrum en þingmönnum. Sumir áhugamenn hafa stungið upp á, að alþingismenn sætu ókeypis aukaþing þau, eitt eða fleiri, er nauðsynleg kynnu að verða til að hafa fram stjórnarskrár- endurskoðunina. þó það kunni að þykja öllum þorra þingmanna um rnegn, þá er hitt engin vorkunn, að sækja þingvalla- fund alveg ókeypis. það er lítil alvara í mönnum, ef þeir telja það á sig. A þessum þingvallafundí ætti ekkcrt annað mál að taka til meðferðar heldur en stjórnarskrármálið. Fundurinn þarf að vera eingöngu þess vegna stofnaður. þjóð- in þarf að sýna, að hún hafi meira við það mál en önnur landsmál, sem nix eru á dagskrá. Síra Stefán Jónsson, dáiun 9. febr. 1888. Lokuð voru augu — lá þar á hjarni hvers manns hugljúti, ef sjer heilum nam; fjell fyrir voða, en vinir harma látprúðan ljúfling og lista-gáfur. Lokuð voru augu — legurúmið gaddur, húm og helstormur hvílutjöldin voru. Glúpnað hafði blóðdrekkur, skriðið í bergskoru ; svalt dýr drösull drottinlaus á heiði. Lokuð voru augu — ljósin blásala, augun hin eilífu, — ógn stóð af jörðu, ógn stóð af himni; engi maður vissi; fár veit feigs götu ;• farið hafði af vegi.— Lokuð voru augu — lesið gott höfðu saklaus og sofnað smábörn í ranni. Umdiog dundi; ein í salkynni svaf og svaf ekki; sorg stóð á Ijóra. Lokuð voru augu — lýsti dagstjarna árskúrir augna ekkjix brennheitar ; barna brádaggir ; brúna regnhiminn, fjúki fárgróinn, föður og móður. Ein vöktu augu — einan sáu á heiði, augun, sem til elsku alheima laða, horfa mót helstjörnum, hita nákulda, glæða gaddhjörtu, gefa líf dauða. Opin eru augu —. Upp þjer, sofendur, skíniGuðs augu gegnum yðar hjarta ! Ef þau eigi lýsa, opnast náheima, verða úti veraaldir.— Vituð er enn eða hvað /L Matth. Joch. Fáein orð um vesturflutninga. Isafold hefur flutt nokkrar greinir um ástand íslenzlcra landnámsmanna í Ame- ríku, en þó einkum í Norður-Dakota. I greinum þessum er því haldið fram, að íslendingum vegni þar miður vel. það er mjög trúlegt, að íslendingum vegni þar eigi vel, að minnsta kosti fyrst í stað. Norðurjaðar Dakota (þar í Pern- bína-sýsla og Eauð-árdalur) liggur norð- ur við Manitoba-fylkið í Canada. Lopts- lagið er því sama og í Manitoba, heitt á sumrum, en mjög kalt á vetrum. þessi umskipti á miklum hita og miklum kulda eru auðvitað mjög óþægileg og jafnvel óholl mörgum. A hinn bóginn hefir hinn langi vetur, sem teppir atvinnu margra um 4—5 mánaða tíma, auðskiljanlega slæm áhrif á efnahag fátækra landnema, sem helzt þyrftu að geta stundað vinnu árið um kring. Fátækir landnámsmenn ættu helzt að setjast að þar, sem veðrátta er mild, líkt og sumstaðar á Kyrrahafsströndinni vest- an á Ameríku; en hið háa fargjald þangað 1) Sbr. Völuspá. (um 260 kr.) er sá þrepskjöldur, sem fáir íslenzkir vesturfarar geta yfirstigið. En þó Islendingar ekki geti flutt sig vestur á Kyrrahafsstrendur, þá gætu þeir setzt að hjerna megin á Ameríku, því þar er töluvert mildari veðrátta en í Dakota og Manitoba og öðrum miðbiks-fylkjum hins ameríkska meginlands. Að nóg land megi fá austanvert á Ameríku, má sjá af því, að í kanadisku austurfylkjunum voru t. d. í sumar: óbyggðar ekrur byggðar ekr. í Nova Scotia1 5,935,000 7,446,000 - New Brunswick 11,347,000 6,046,000 - Quebec . . 102,145,000 18,600,000 - Ontario . . 42,611,000 23,500,000; og líkt stendur á í sumum austurfylkjum Bandaríkjanna, t. d. Virginíunum og víð- ar. Mikið af þestu óbyggða landi er eins- gott og landið vesturfrá og sumt betra. En um þessi óbyggðu lönd nálægt Atlanz- hafi þegir Kanadastjórnin, máske af því, að hún álítur, að þeim geti hún fremur komið út til hvers sem er. En hvers vegna hafa Islendingar helzt sezt að í Manitoba og Dakota? Kanadastjórn mun hafa lagt fyrir agenta sína að leiða Islendinga til Manitoba, en þaðan (og frá Nýja-íslandi) fluttust svo- nokkrir suður til Dakota. Jeg þykist vita, að Kanadastjórn hafi gott álit á þessu svæði fyrir Islendinga, og hið sama álit mun herra agent Baldvin láta í ljósi við íslenzka vesturfara. En herra Baldvin mun einnig bezt standa sig við að hrósa landinu kringum -Wiuni- peg og þar vestur af, því í auglýsingu um- boðsmanns Kanadastjórnai-innar á Eng- landi, útg. í janúar 1886, stendur: »— Kanadastjórnin borgar nú til allra agenta 5 dollara (18 kr. 65 a.) í auka- laun fyrir alla vesturfara frá Evrópu (að Engl. undanskildu), senx flytja til Manitoba eða Norðvesturlandsins, und- ir eins og mennirnir eru komnir til Winnipeg. þessi laun verða að eins goldin fyrir menn, sem áreiðan- lega ætla að setjast að í Manitoba eða Norðvestur-Kanada, en ekki fyrir þá, sem ferðast gegnum Winnipeg til Dakota eða Montana (í Bandaríkjum), og ekkert er borgað fyrir þá, sem eru yngri en 18 ára. þessi aukalaun koma ekkert við launum þeim, er gufuskipafjelög og járnbrautarfjelög gefa, og ekki mega vesturfarar fá neinn ferðastyrk af þessu fje...« Umboðsmaður Kanadastjórnarinuar skrif- aði mjer i haust (2. nóv. 1887), að Kan- í) Tölurnar ern teknar úr: rIramigration and Settleraent, by l’rimann B. Auderson“.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.