Ísafold - 21.03.1888, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.03.1888, Blaðsíða 3
adastjórn greiddi agentum þessi sömu laun framvegis, og er það auðvitað, að herra Baldvin — sem er agent Kanadastjórnar- innar, sbr. »Heimskringlu« — fær þessa borgun eins og aðrir agentar Kanadastjórn- ar1; því ekki veit jeg til að herra Sigfús Eymundsson hafi fengið þetta fje, og ekki hefi jeg fengið neitt af því, enda skrifaði áðurnefndur umboðsmaður Kanadastjórn- ar mjer til New-York í sumar leið, að jarðyrkjustjórnardeildin í Ottawa afgreiddi allt viðvíkjandi íslenzkum vesturförum, en frá þeirri stjórnardeild mun herra Baldvin hafa umboð sem einka-umboðsmaður (sole agent) á Islandi. Jeg get þessa eigi herra Baldvini til vansa, heldur til þess að menn sjái, að það er eðlilegt, þó hann hrcsi Norðvestur- Kanada, og hvetji menn — gegnum agenta þeirrar »línu«, sem hann vinnur saman við — til að skrifa undir skuldbindingar- seðla um að setjast að í Manitoba eða Norðvesturlandinu; því fari menn eigi svo langt vestur sem Winnipeg, eða fari menn suður yfir landamærin til Bandaríkja, þá er það honum hreinn og beinn skaði. Af þessu hefir það víst verið, er frjettist í fyrra, að margir (um 200 menn) af Bald- vins-fólki, sem ætluðu að staðnæmast í Winnipeg, voru fluttir nauðugir til Brandon. Herra Baldvin hefir nefnilega vitað, að ekki var til vinna fyrir þessa menn í Winnipeg, og hefii' því búizt við að missa nokkra þeirra til Bandaríkja. Hann flutti fólkið því til Brandon, og þar fjekk það vinnu. Kanadastjórn hefir eigi að óþörfu tekið það til bragðs, að greiða þetta fje fyrir vesturfara, því áður fluttust að tiltulu mjög fáir til Kanada. A árunum 1881 —1885 fluttust til Kanada að eins 169,000 menn, en til Bandaríkja 3,008,000, og borga þó Bandaríkin agentunum ekkert fyrir að leiða fó'k þangað. Áþessu er svo að sjá, sem aðrar þjóðir hafi betra áiit á Bandaríkjun- um en á Kanada. — En það er auðvitað, að það sem nú getur með rjcttu hœnt ís- lenzka vesturfara að Manitoba, er aðstoð sú, er þeir fá, þegar þangað kemur, af löndum sínum, setn þegar eru þar búsett- ir, og tala sama máli. Beykjavík, í febrúar 1888. Sigm. Guðmundsson. 1) þessi laun lierra Baldvius eru auövitaö eigi tekiu fir vasa isienzkra vesturfara, heldur úr sjnói Oanadastjórnar. ,.Á siðustu forvöðum1. írska málið. (Frá frjettaritara ísaf. á Englandi, 2. marz). Allt er við sama og fyrri í Norðurálf- unni; friður órofinn, en herbúnaður dag- leg tíðindi. þýzkaland og Austurríki hafa birt á prenti, Itússlandi til »þægilegrar eptirrjettingar*, sambandsmáldaga sinn, sem tilskilur, að hvort ríkið hjálpi öðru, með öllutn herafla sínum, ef Rússland skyddi ráðast á annaðhvort, eða skyldi ganga í lag með Frakklandi, þá er ófriður kynni að rísa með þjóðverjum og Frökk- um. þetta kváðu stjórnarblöð ráðs tekið til að spekja Rússa og hepta hersafnað þeirra vestur að landamærum þýzkalands og Austurríkis. Engar fara sögur af því, að Rússar hafi látið sjer segjast; en mikl- ar af því, að saman gangi vinátta Rússa og Frakka miklu greiðar en fyrri, þó enn þyki ólíklegt, að nokkuð sje fastráðið í undirmálum þessara ríkja. Rússland hef- ur nú skorað á stórveldin, sem að Berlín- ar-samningnum standa, að lýsa yfir því, að Ferdinand Bolgaraprinz sitji ólöglega þar eystra að ríki, og á soldán að setja hann af. Stórveldin flest kváðu hafa látið uppi, að þýðingarlaust sje að stíga þetta spor, sem Rússland beiðist, fyr en þau viti, hvað Rússland ætlist til að eptir fari. Soldán kvað hafa beðið Rússakeisara að gæta þess, að ef hann yrði við áskorun- inni að setja Ferdinand af, þá væri Bolg- aramál orðið sjerstakt innlent mál ríkis síns, sem engum út í frá bæri rjettur til að blandast í. Við þetta situr nú sem stendur. Öll þessi mál fara að sinni fram með miklu meiri varúð og viðsjá en ella væri, ef sjúkleikur Friðriks keisaraefnis á þýzka- landi værx ekki í vegi. Síðan læknar neyddust til að gera honum barkaskurð (tracheotomi), nú fyrir lökum mánuði, hefir honum elnað mein hans alvarlega, og þykir nú naumast tvísjeð, að það stafi af krabba, sem leiða muni til eins enda áður en langt utn líður. Drúpir nú þýzka- land mjög, því prinzinn er eptirlæti þjóð- ar sinnar; faðir hans er d stðustu forvöðum lífs síns, en son han, Vilhjálmur prinz, sem næst stendur til ríkis, hyggur mest á hernað og vopngengi þýzkalands, og stendur þjóðinni og Norðurálfunni yfir höf- uð uggur mikill af stjórnendaskiptum á þýzkalandi, sem tiú geta að borið á degi hverjum. Irska málið horfir æ vænlegar við sjálf- stjórn á Trlandi. Við allar aukakosningar fjölgar óðum atkvæðum þeirra megin, er með sjálfstjórn íra standa, og kúgunarlög Torýa eru fyrirdæmd hvaðanæfa. Loks hafa nú prestar um allt England kveðið upp fyrirdæminguna i löngu og gagnorðu ávarpi til Gladstones. Meiri hluti Torýa hefir rýrnað mjög í þinginu, og það þótti saga hjer um daginn, að Hartington lá- varður, foringi hins svonefnda einingar- flokks (Cnionists), greiddi atkvæði móti stjórninni, í fyrsta sinn síðan hann klofn- aði með förunautum sínum úr frelsisflokkn- um í hitt eð fyrra. Öll tímanna tákn þykja benda beint til þess, að við næstu almennar kosningar, ef ekki fyrri, verði yfirgnæfandi meiri hluti þingmauna fyrir því, að veita Irum sjálfstjórn. AUGLYSINGAR I samfeldu máli meðsmáletri ko«ta 2 a. (þakkaráv. i a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útf hönd. Að hús Helya Hclgasonar snikkara liafi ekki átt að standa í auglýsingu bæjarfógetans í ísa- fold 17. þ. m. meðal þeirra húsa, er seld yrðti fyrir óloknum brunabótagjöldum, og að það einungis hafi komið af misskilningi miili min undirskrifaðs og Helga Helgasonar, það aug- lýsist hjer með eptir beiðni. Skrifstofu bæjarfóg. í Reykjavík, líl. marz 18S8. Asmundur Sveinsson, fm. Að Björn múraii Guðmundsson hafi sýnt mjer kvittun póstmeistara O. Finsens fyrir brunahóta- gjaldi til hinna dönsku kaupstaða frá '/10 1887—s,/.i 1888 af húsi Olals þorvaldssonar við V'egamóta- brú, og að kviitun þessi hati veiið dagsett t. okt. f. á., það vottast hjer með. Bæjarfógetinn í Reykjavík tq. marz 1888. Halldór Daníelsson. Jóhannes Teitsson i Fjelagshúsi hefir nú sýut kvittun fyrir brunabótagjaldi því, er tekið var lögtaki hjá honum 10. þ. m. og hús hans er auglýst til sölu fyrir 17. s. m. Bæjarlógetinn í Reykjavík 20. marz 1888. Halldór Daníelsson. Samkvcemt lögum 12. apríl 1878 og op. br. 4. jan. 1861 er hjcr mcð skorað d alla þá, sMti til skulda eiga að telja í dánarbui muður okkar sál., tíuðnýjar Jóhannesdóttur frá Flateij á Breiðafirði, er andaðist 10. septbr. f. á., að gefa sig fram og sanna kröf- ur sínar fyrir oss undirskrifuðum myndug- um einka-erfingjum hinnar látnu innan 6' mán- aða frá síðustu birtingn auglýsingar pcssarar. Flatey 14. febr. 1888. Jónas Bentsson. Jón Bentsson. Uppboðsauglýsing. Miðvikudagana 11. og 25. april og 9. maí þ. á. verður hálf jiirðin Sel við Reykja- vik með hjáleigunni Bráðræði og öllum hvs- um að rjettri tiltölu á Seli og íbúðarhúsi og heyhlöðu og hjalli á Bráðræði, boðin upp og seld hcestbjvðanda eptir kriifu yfir- rjettarmálfcerslumanns Guðl. Guðmundsson- ar og samkvamt opnu brjefi 22. april 1817 og lögum 16. desbr. 1885, að undangengnu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.