Ísafold - 28.03.1888, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.03.1888, Blaðsíða 2
58 öll hjól sjeu liðug og ekkert geti bilað, þó hvassviðri beri að höndum. Að stýra vel opnum bátum, er alls ekki vandalaust, og er vissulega íþrótt, sem seint eða ef vill aldrei verður fullnumin, en lær- ist smátt og smátt með æfingu og ná- kvæmri eptirtekt. Jeg ímynda mjer, að ekki sje hægt að gefa neinar fastar áreið- anlegar reglur eptir að breyta í stjórn ; það eru ýmsar skoðanir með stjórnarlagið; það sýnist sitt hverjum um stjórnina, og hefir, ef til vill, sína stjórnaraðferðina hver formaður; en — aðalvandinn er, að verja skipið áföllum eða verja því, að sjórinn keyri skipið í kaf; sumir — mjer liggur við að segja — gapalegir formenn, hafa það fyrir aðalreglu í hvassviðri, að sigla sem mest að skipið getur framast þolað, svo að talsverður sjór er sigldur inn í skipið. Slíka siglingu álít jeg hæði gapalega, hættulega og gagnslausa; auk þess sem það, ef tals- verður sjór er sigldur inn í skipið á hlje- borða í hliðarvindi, dregur skipið niður í sjóinn, þá tefur það talsvert gang skipsins. Aðalreglan, og eflaust sú rjettasta, er, að sigla aldrei sjó inn í skipið til muna; en ekki tek jeg til, þó lítið eitt freyði inn ámilli keipa í hvassviðri. |>að er orðið nokkurn veginn reynt, og sannað af reynslunni, að hættumesta sigl- ingin, þegar stórsjó og ofsaveður ber að höndum, er undanhaldið, sökum þess, að þá vilja sjóirnir gleypa skipi. Alít jeg þá betra og rjettara til að verja skipið áföll- um, að sigla talsvert skáhallt með vindi, einkum ef stórsjóar eru; því bæði er það, að stjórnarinn á mjög óhægt með að sjá brot- sjóa, er skipið kann að þeytast fram í, og sjer síður, hvað stórsjónum líður fyrir apt- an skipið ; aptur á hinn bóginn, þegar siglt er nokkuð flatt með vindi, sjer stjórnar- inn stöðugt út frá skipinu á vindborða, hvar og hvernig stórsjóarnir rísa; ríður þá mjög mikið á stjórnaranum, að hann hafi stöðugt gát og vakandi auga á stórsjónum, sem að skipinu stefnir, til að verja skipið áföllum. Aður en brotsjórinn kemur svo nærri skipinu, á stjórnarinn að vera búinn að fullráða það með sjer, hvernig hann ætlar að verjast því og því stórriði: hvort hann ætlar að sigla fyrir stórsjóinn, snið- hálsa hann, eða þá í þriðja lagi að láta stórriðið ganga fyrir framan skipið ; og skal jeg nú leitast við að skýra þetta nokk- uð betur. Alla þá brotsjóa, sem maður sjer, að skipið getur ekki siglt fyrir og er ekki viss um að geta siglt af sjer án þess að ofbjóða skipinu af ofmikilli siglingu, er að minni ætlan bezt að forðast með því móti, að minnka ganginn hæfilega á skipinu (sem ætíð er hægt), og láta sjóinn brjóta sig fyrir framan skipið, eða þá, eptir því sem á stendur, að sjeu það ekki stærstu sjóir, þá að sniðhálsa sjóinn með hægum gangi; því það má með engu móti vera nema hægur gangur á skipi, er menn sniðhálsa stórrið, sökum þess, að skipið getur auð- veldlega gengið undir riðið, einkum ef bát- urinn er viðtakalítill framan, eins og all- margir sunnlenzkir bátar eru. Auðvitað er, að stjórnaranum ríður á eptir fremsta megni að stýra jafnt og lið- lega, hafa nákvæmar gætur á öllum sjó- um, sem að skipinu koma eða á það stefna, smáum og stórum, hvar og hvernig stór- riðin ganga, og á hverju einu utanborðs og innan. Sjerstaklega ríður á að forðast að látaskipiðrenna ofan í djúpu lautirnar, held- ur ætla því að smjúga eptir hærri bárunum. þetta má vel með lagi og æfingu. Menn ættu að æfa sig, einkum ungir formenn, í nokkru hvassviðri, svo menn gætu tekið til slíks stjórnarlags, þegar slæmt veður og vondan sjó ber að höndum. Hver sá formaður, sem stýrir opnum bát í stórsjó og vondu veðri, mun fljótt komast að raun um — ef honum annars er annt um, að stjórnin fari í lagi —, að hann verður að hafa fastan og óskiptan hugann við stjórn- ina, og öll þau verk, er honum ber að segja fyrir um sem formanni. þegar svo ber við, að stórrið eða brot- sjór rís mjög nærri skipi, og stjórnarinn sjer, að óumflýjanlegt er, að sjórinn muni brjótast inn í skipið, virðist eina úrræðið, að hleypa skipinu sem allra fljótast upp í vindinn og ætla stórsjónum sem allra-apt- ast á skipið, helzt aptur af skutnum, sök- um þess, að á mitt skipið eða framan til á miðju skipsins má brotsjórinn með engu móti koma, einkum ef skipið er flatt við stórsjónum ; annars er, ef til vill, háskinn vís. A þessu ríður stjórnaranum að hafa vakandi auga eða stöðugt gát. Stundum ber það við, að menn fá ofsa- rok á sjó, svo naumast er annars kostur, en að láta renna á reiðanum eða sigla með litlum bleðli, sem verður þá að vera þjett niður við skipið, svo það verði fastara fyrir í sjónum. I slíku ofsaveðri eru engin önn- ur úrræði en að láta skipið hafa sem mest- an ganginn, án þess þó að ofbjóða skipinu eða sigla sjó inn í það til neinna muna, og mun þá vera hagkvæmast, að bera sig að sigla lítið eitt sniðhalt með vindinum. Er þá einkaráríðandi fyrir stjórnarann, að hleypa ekki skipinu ofan í djúpu lautirn- ar, heldur láta það, ef unnt er, þræða eptir hærri bárunum. Annars mun jþað optast, er slík ofsarok her að höndum, að brot- eða stórsjóar eru minni á rúmsjó. f>að virðist eins og stórsjóarnir komist ekki upp fyrir afli vindarins, og sjórinn verð sljettari. Að ofhlaða skip, er hinn mesti og voða- legasti háski, er menn stofna sjer í vís- vitandi, og ætti aldrei að eiga sjer stað. f>egar menn hitta fyrir brimlendingar eða verða að lenda þar sem eru stórbrim, þá er það vanaleg aðferð — að minnsta kosti var það venja í Dritvík og á Hjalla- sandi — að forrnaðurinn lætur hásetana reyna að halda skipinu kyrru fyrir framan lendinguna, meðan hann er að taka eptir, nær ólagið gengur á land. Eins og flestir sjómenn vita, er ólagið þrjár bárur eða grunnskaflar, sem ganga hver eptir aðra á land, en síðan verður sjór talsvert sljettari á eptir. |>á er tek- inn brimróðurinn, þegar þriðju og síðustu báruna brýtur á land. Er þá einkaráríð- andi fyrir stjórnarann, að hann sje svo viss í stjórninni, að láta grunnbáruna koma beint aptan á skutinn á skipinu, til þess að grunnriðið renni því alvegbeint á land. Komi grunnskaflinn öðrum meginn á kinnung skipsins, snýst skipið í sama vetfangi og verður flatt; er þá mikil hætta búin. —Jeg hefi þannig í fám orðum drepið á, hver mjer hefir reynzt bezt aðferð að stýra opnum bátum, ekki af því, að jeg þykist kunna betur til stjórnar en aðrir, og allrasízt betur en æfðir formenn, held- ur af því, að jeg hefi hvergi sjeð á prenti ritgjörð um þetta efni, sem jeg verð þó að ætla, að ekki muni vanþörf á að hafa fyrir sjer einhverja leiðbeiningu um. Vona jeg, að viðvaningar í stjórn gætu haft nokkur not af greininni, ef þeir lesa haDa með athygli, og nota þá stjónnarað- ferð, er hjer hefir verið á vikið. „Fáein orð um vesturflutninga". Herra ritstjóri Isafoldar ! I blaði yðar 21. þ. m. hefir herra Sigm. Guðmundsson birt »Fáein orð um vesturflutninga», ogþar með sagt, að jeg fái 5 dollara ( = 18kr. 65 a.) fyrir hvern fullorðinn mann (yfir 18 ára að aldri), sem flytur frá Islandi og sezt að í Manitoba eða Norð-Vesturlandi Canada. Af þessu dregur hann þá ályktun, að það sje mjer hreinn og beinn skaði, ef það fólk, sem hjeðan flytur, ekki setjist að í ofan- greindum landsplássum. Jeg skal nú leyfa mjer að taka það fram, að þessi framburður Sigm. er með öllu ó- sannur. Engan slíkan samning, sem Sigm. talar um.hefi jeg gjört við stjórnina í Canada, og hvorki borgar hixn mjer meira éða minna fyrir það, hvort margir eða fáir setjast að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.