Ísafold - 28.03.1888, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.03.1888, Blaðsíða 3
59 í Canada. — Jeg. vinn ekki fyrir hausa- borgun. Hvað viðvíkur því,að jeg hrósi meira Norð- vesturlandinu en öðrum pörtum Canada, þá er það af því, að jeg er af reynslunni með veru minni í ríkinu síðan 1873 fylli- ~ lega sannfærður um, að þar er að öllu sam- töldu hinn hentugasti aðseturstaður fyrir íslenzka vesturfara, sem enn þá hefirr fund- izt fyrir vestan haf. Viðvíkjandi hinum margumgetna nauð- ungarflutningi á íslenzkum vesturförum síð- astliðið sumar, skal jeg geta þess, að jeg átti þar engan hlut að máli annan en þann, að útvega þeim 77 manns, sem þannig voru fluttir, góðan kveld- og morgunverð ásamt rúmum þann tíma (tæpan sólarhring), sem fólkið dvaldi í Brandon, og farbrjef fyrir allan hópinn til baka til Winnipeg daginn eptir, vesturförum að öllu leyti kostnaðar- laust. Jeg veit ekki til, að nokkrum manni hafi dottið í hug að kenna mjer um þenn- an nauðungarflutning, nema Sigm. Guð- mundssyni einum. Jeg hefi neyðzt til að geta þessa opin- berlega, af því mjer er annt um að mínir mörgu vinir hjer á landi og í Ameríku, og allt eins hinir, sem ekki þekkja mig, ekki , fái þá röngu hugmynd, að jeg vinni fyrir »höfuðpeninga» eða án sannfæringar. Jcg skal svo ekki tala frekar um þetta mál, því mjer liggur í ljettu rúroi, þótt því sje iðulega [?] og að orsakalausu [? ?] beint að mjer í blaði yðar, að jeg sje að flæma fólk af landinu. Jeg álít nógan tíma til að við hafa blaða- deilur um íslenzka vesturflutninga, þegar sá timi kemur, að af því verði tjón fyrir landið og landsmenn. En útflutningar hjeðan frá landi eru enn þá í bernsku, og það er að eins tímaspursmál fyrir fslend- inga í Ameríku, að fá svo mikinn peninga- legan krapt, að þeir geti náð vinum og vandamönnum sínum og hverjum öðrum, er komast vill hjeðan, án tillits til þeirra hindrana, sem kunna að verða settar í veginn fyrir útflutninga frá Islandi. [«Miklir erum við, Hrólfur minn!*]. Reykjavík, 22. marz 1888. B. L. Baldvinsson. . 1 svari sínu upp á grein mína í ísafold, 21. þ. mán., reynir herra B. L. Baldvinsson að neita því, að hann fái laun sín greidd á sama hátt og aðrir agentar Canadastjórn- ar, þ. e. ákveðið gjald fyrir mann hvern, eins og jeg benti á í grein minni að hann hbjti að fá. Jeg held hinni sömu sannfær- ing eptir sem áður, sökum þess : 1., að jeg veit eigi til, að neins konar agentar fái öðruvísi borgun en »fyrir stykkið» (pr. stk.), hvort heldur er dautt eða lif- andi, t. d. mann- eða sauðkindur; 2., að herra Baldvinsson hefir engin rök fært fyrir því, að ályktun mín sje röng; 3., að jeg hefi í mínum vörzlum — og hefi sýnda ritstjóra þessa blaðs — auglýsingu (og brjef) frá erindsreka Canadastjórnar, þar sem einmitt »höfðaborgun» er heitið, en engri annari. En væri nú svo, sem herra Baldvinsson gefur í skyn, að hann fengi föst laun, þá kémur það náttúrlega í sama stað niður; því hann hefir auðvitað krafizt svo hárra launa, að hann biði eigi skaða við það, að afsala sjer »höfðaborguninni», og sú borgun hlýtur þó að hafa staðið honum til boða. Að öðru leyti skiptir það eigi miklu, hve há laun herra Baldvinsson fær, eða á hvern hátt þau eru honum goldin. það, að herra Baldvinsson álítur (af reynslu), að Manitoba sje hentugt fyrir ís- lendinga, er samkvæmt tilgátu minni, og hefi jeg því þar við ekkert að athuga. En — einmitt af reynslunni — hafa einn- ig aðrir góðir og gildir menn skýrt svo frá, að í Manitoba, Dakota, Nebraska, Kansas og jafnvel Minnesota, Iova og víðar ímið- lendi Ameríku komi opt grimmdarfrost, sterkjuhitar og fellibyljir1. Jeg sagði eigi beinlínis hr. Baldvinsson þess valdandi, aðíslendingar voru nauðfluttir til Brandon. Má vel vera það hafi verið ráð stjórnarinnar eða járnbrautarfjelagsins; en líklegast er, að það hafi verið gjört í þeim tilgangi, er jeg benti á, nefnil. að halda fólkinu kyrru í Manitoba. Jeg skal hjer taka það fram, að mjer er alveg sama, sem útflutningsstjóra, hvort menn setjast að í Canada eða Bandafylkj- unum; en annað er það, að það er mín persónuleg sannfæring, að miðlendið í Ame- riku sje stcerri og fleiri ókostum búið en ríkin nær ströndunum. Jeg skal játa það, að jeg hefi heyrt að hr. Baldvinsson leiðbeini vesturförum frem- ur vel vestra; enda hefi jeg líka heyrt, að það sje skylda hans gagnvart stjórninni, að leiðbeina öllum Islendingum, sem vilja setjast að í Manitoba, með hvaða »línu» sem þeir flytjast vestur; en á ýmsum aug- lýsiugum hefir verið að sjá, að hann álíti sig að eins »patron» Allan-farþegja. Revkjavík, 24. raarz 1888. Sigm. Guðmundsson. 1) í frjettapistli frá New-York til „National- tid.“ 28. jan. |>. á. stendur: „í Dakota og Minnesota er hungursneyð í nokkrum kauptúnum vegna kaffennis allt um- hverfis“. Ritstj. Útvalin prestakosningarsaga.—Herra rit- stjóri! í 52. tölublaði ísafoldar, 9. nóv. f. á. stendur dálítil hugvekja með yfirskriptinni: „Svívirðing foreyðslunnar (standandi) í helgum stað“. Af þessari grein má það ráða, að blaðið vill skipta sjer af því, hvernig söfnuðirnir hag- nýta sjer þann rjett, sem þeim er veittur með prestakosningalögunum, og er það vel ogheið- arlega gert; þvi ekki mun veita af því, að hafa nákvæmt eptirlit með þessu, svo að hægt verði að gefa bendingar og ámir.ningar í blöð- unum um það, er aflaga fer í því efni. það er hvorttveggja, að þjóðin er enn í bernsku gagn- vart lögum þessum, sem að eins eru ársgömul i framkvæmdinni, enda mun með timanum eigi verða skortur á því, að sumir kunni „að láta tæla sig af óhlutvöndum mönnum til að neyta kosningarrjettar síns eins og þeim hagar bezt, en þörfum safnaðarins gegnir verst ; eða neyta hans þvert um geð sjer af ístöðuleysi eða þræls- ótta“. Svo fer betur, að það mun vera satt, að sú litla raun, sem enn er orðin á því, hvernig almenn- ingur hagnýtir sjer kosningarrjett sinn, beri vott um, að liann hafi heldur verið notaður vel en illa. En af því að hjer nálægt hefir ný- lega komið fram tilraun til hins gagnstæða á prestakosningarfundi, þá sýnist mjer það mátu- legt, að draga það fram í dagsbirtuna, svo bæði veitingarvaldið og söfnuðirnir geti sjeð, hvað gerist í þeim efnum, og væri gott, að það yrði ætíð gert að umtalsefni í blöðunum, hve nær sem vart verður við tilraunir í slíka átt. Á kosningarfundinum kom það fram, að hinn yngsti af þeim 3 prestum, er veitingarvaldið hafði útvalið til kosninga, mundi hafa verið tekinn með eingöngu [?] af þeirri ástæðu, að einn af sóknarmönnum, sem er sýslunefnd- armaður, og, ef mig minnir rjett, safnað- arfulltrúinn fyrir prestakallið (sem ekki er nema ein sókn), hafði ritað landshöfðingja beiðni (eða ósk eða áskorun) um, að ryðjaekki þessum unga presti frá því að komast að á kosningarfundinum, sem haldinn yrði, vegna þessþaðværi vilji flestra sóknarmanna, að kjósa hann fyrir prest sinn. Undir þetta erindi hafði safnaðarfulltrúinn fengið einn heiðvirðan sókn- armann, sumir segja sjálfan hreppstjórann, til að skrifa nafn sitt með. fegar nú lijeraðspró- fastur, sem fundarstjóri, las brjef þetta upp fyrir fundarmönnum, því landshöfðingi hafði sent það með umsóknarbrjefunum, þá komu kjósendur upp úr kafi; því fáum sem engum af sóknarmönnum hafði nokkurn tíma komið það til hugar, að kjósa þennan unga prest. fað varð því augljóst á fundinum, að brjef þetta var gabb eitt við veitingarvaldið, á laun við flesta ef ekki alla sóknarmenn. Mælt er, að sjálfum hreppstjóranum, sem flækzt hafði með nafn sitt undir brjefið, hafi ekki litizt á blikuna, og gengið undan merki unga prestsins, í lið með þeim prestinum, sem flestir kusu ; hann átti svo hægt með það karlinn, ef nafnið hans hefir staðið neðarlega á kjörskránni, afþví það byrj- ar á þ-i. Afdrifin urðu nú þau, að ungi prest- urinn fjekk með hörkubrögðum 6 — sex—at- kvæði af nál. 60!, og þessir 6 voru að sögn ná- komnir hver öðrum, með safnaðarfulltrúanum í broddi fylkingar. Orð leikur á því, að fleiri brögðum, sem eigi eru fcgurri, hafi verið reynt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.