Ísafold - 02.05.1888, Side 1
Kemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlímán.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útg. fyrir l.okt. Afgreiðslu-
stofa I ísafoldarprentsmiðju.
XV 20.
Reykjavík, miðvikudaginn 2. maí.
1888.
77. Innl. frjettir. Útlendar frjettir.
79. Hitt og þetta. Auglýsingar.
80. Auglýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—"
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 1—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 11—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3
Söfnunarsjóður Rvikur opinn 1. mánud. i
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganirí Reykjavík, eptir Dr. J.Jónassen
april mai Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
ánóttu um hád. fm. em. | fm. em.
M.25. + 2 + 4 30,1 30,1 S h d Sv h d
F. 26. 0 + 4 29,8 20,6 S h d Na h d
F.27. + > + 5 >9,8 29,7 0 d Na h d
L. 28. +- 3 + 1 29,1 29, t N hv d N hv b
S. 29. +- 4 0 29, t 29,2 N hv b N h b
M.30. -7- 2 + 7 29,2 29,3 A hv b A h d
P. 1. O + 2 29,3 29.3 V hv d V hv d
Fyrsta dag vikunnar var sunnanátt með regni
en gekk til útsuðurs eptir hádegi; daginn epiir
logn og dimmur og sama veður næsta dag, en 28.
gekk hann í norður bálhvass og sama veður 29.;
30. var landnorðan, nokkuð hvass fyrri part dags;
hinn 26. var hjer alhvítt af snjó snemma morguns
og hafði snjóað mikið i öll fjöll um nóttina; h. 27.
var ofanhrtð allan seinni partdagsog allt til þessa
hefir snjó ýrt úr lopti allan daginn við og við og
orðið aihvitt tutta stund í dag I. mal er vestan-
hroði með snjóhryðjum og kaldur.
Reykjavík 2. maí 1388.
Póstskipið Laura (kapt. Christjan-
sen) kom hingað í gær. Komst til Khafnar
og af stað aptur á rjettum tíma (19.); var
]pó ís í Eyrarsundi svo mikill, að seglskip
komust engin af stað frá Khöfn hingað til
lands fyr en 3 dögum eptir að póstskipið
fór eða 22. apríl. Sama ísteppan í hinum
sundunum döusku.
Með póstskipinu komu kaupmenn ýmsir
og verzlunarmenn (|>orl. O. Johnson, J.
Coghill, W. Ó. Breiðfjörð, D. Petersen,
D. Thomsen ; Jón Jónsson frá Borgarnesi;
N. Chr. Gram, á leið til verzlana sinna
fyrir vestan; Sigurður E. Sæmundsen).
Enn fremur 4 lslendingar frá Améríku,
sumir alkomnir aptur (Vilhjálmur frá Stóra-
Hólmi). Enn fremur frá Pæreyjum sænsk-
ur ingenieur, er Bloom heitir og er einn
af for8töðumönnum hins enska auðmanna-
fjelags, er hefir verksmiðju mikla í f>órs-
höfn til sjófangsnytja aliskonar (Normal
Company; stofnfje 4J milj. kr.), og kvað
vera að hugsa um að færa út kvíarnar
hingað til lands.
Tíðarfar er kuldasamt nokkuð hjer
um slóðir. Hafís var fyrir norðurlandi í
miðjum f. mán., á hrakningi inn eða út
af fjörðunum, haldinn ekki mikill eða sí-
byrt af honum.
Aflabrögð eru enn góð hjer við flóann.
Austmfjalls sömuleiðis, en stirðar gæftir.
Austur í Mýrdal komnir 1000 fiska hlutir,
er síðast frjettist.
Drukknan. Laugardaginn 28. f. m.
drukknuðu 3 menn á bát frá Vatnsleysu
í Gullbringusýslu, örskammt frá landi.
Voru að vitja um hrognkelsanet. Formað-
ur Guðsteinn Sigurðsson, bónda á Vatns-
leysu Jónssonar, ungur maðurog efnilegur.
Útlendar frjettir.
Khöín 17. apr.
Norðurálfan (höfuðtíðindi og veðrátta).
Svo má kalla, að hjer sje höfðingjaskipti
orðin, er Vilhjálmur f>ýzkalandskeisari er
látinn (9. marz), en við tign og völdum
hefir tekið son han3, sem nefnist Fnðrik
keisari hinn þriðji. Síðan Prússakonungi
tókst fyrir kjark sinn og áræði, fyrirhyggju
og snild vitringa sinna, en herskapar-af-
burði liðs og foringja, að endurreisa hið
þýzka keisaraveldi á nýjum og þjóðlegum
stofni, hefir sá höfðingi og ráðsnillingur
hans Bismarck verið öndvegishöldur Ev-
rópu í flestum málum hennar. J>eir eru
nú fæstir, sem ætla að til betra skipti, ef
úr því horfi skyldi þoka.
Víðast hvar um allt meginland álfu vorr-
ar — og hins sama getið frá Spáni — þrá-
viðri með frosti og snjókomum til skamms
tíma. Spell og slys á mörgum stöðum af
snjóhríðum í fjallbyggðalöndum, en af stór-
hlaupum í ám, er til leysinga snerist, en
þorp og bæir hafa eyðzt af flóðganginum.
Af þessu mest frjett frá Ungverjalandi og
þýzkalandi — einkum austur- og nörður-
hluta Prússaveldis.
Danmörk. 8. þ. m. varð konungur vor
sjötugur að aldri, og var því fagnað við
hirð hans, sem til stóð, með veizluhaldi
og annari dýrð, en ýmissi viðhöfn og gild-
um í höfuðborginni og í öllum bæjum
landsins. Sjerleg minningarhátfð fór fram
í hátíðarsal háskólans 12. þ. m. með nýj-
um söngljóðum eptir þá skáldið Ernst v.
d. Recke og ljóðlagameistarann J. P. E.
Hartmann.
þinginu slitið 1. apríl, en við fjárlaga-
leysi. Upp á síðkastið var svo freistað
samkomulags, að sáttboð fóru á milli vinstri
manna og hægri, og seinast til stjórnar-
innar. Um þetta mjög þrefað í öllum
blöðum, hvaðan upptökin komu, hvað boð-
ið var hvorrar handar, o. s. frv., en höfuð-
atriðið mun hafa verið, að veita 6 miljónir
kr. til áframhalds virkjagerðarinnar um
Kaupmh., en á móti því skyldi koma af-
nám óheimildarlaganna, sjer í lagi laganna
um aukalið lögvörzlunnar. Um þetta svo
rætt á fundi vinstrimanna, þar sem 19
fjellust á þau forspjöll sáttanna, 26 nei-
kvæddu þeim, en 18greiddu ekki atkvæði.
A þessu svo tekið jafnvel í sumum blöð-
um vinstrimanna, að fylking þeirra hafl
hjer sundrazt í þrjá hluti, en í öðru sagt,
að hjer sje engu spillt og allt muni enn
komast í samt lag. Má vera, að svo tak-
ist til, en þess má þó geta, að forustu-
menn sósíalista hafa nýlega kveðið svo upp
úr, að nú væri fullreynt um samvinnu við
vin8trimenn. J>eir segjast við litlu bú-
ast framvegis af þeirra skörungskap, og
kjósa því sínu fram að fara, þeim með öllu
óháðir.
Af þeim nýmælum (38), sem náðu fram-
göngu, má nefna lögin um viðbitið nýja.
Nafn þess á dönsku er »margarinc», og
lögin mæla margt fyrir til að harnla smjör-
fölsun, eða að það spilli fyrir mjólkursmjör-
inu, eða verðrgri það — »ódrýgi» er prent-
villa í frjettunum síðustu. Smjörlit má því
ekki gefa, og stjórnin hefir áskilið sjer
rjett til að banna útflutning þess, ef þurfa
þykir.
I vetrarhörkunum varð fátækt fólk mjög
bjargþrota í höfuðborginni, og urðu Hafn-
arbúar enn afar-greiðbúnir til hjálpar. það
með öðru til fundið, að búa til snæfrúr,
snæineyjar og snjókappa með sem mestri
list, festa þeir guðskistu við belti eða í
bandi, þar sem fólkið lagði í líknarskerfi
sína. Með þessu móti safnað yfir 20,000
króna til bjargarframlaga.
Til sýningarinnar norrænu í Höfn koma
sýnismunir frá flestum löndum Evrópu.
Nýr sjónarleikur leikinn á *konungsleik-
húsinu» eptir Hostrúp, sem heitir »Under
Snefog (í fjúki)», og margir kalla ígildi beztu
leika hans frá fyrri árum.
Nokegur og Svíaríki. Eptir útgöngu
•hinna óflekkuðu* vinstrimanna úr ráða-
neytinu sló í harða rimmu á þinginu, en
þeir fóru allir halloka fyrir Sverdrúp gamla,
sem við hann þreyttu, og nú hefir hann