Ísafold


Ísafold - 03.05.1888, Qupperneq 2

Ísafold - 03.05.1888, Qupperneq 2
82 þingmannskosti sem þeir annars höfðu sjer til ágætis. Og jafnaðarlegast voru hin nýu þingmannaefni látin lýsa því yfir, að þau skyldu framfylgja breytingunum á stjórnarskránni til þrautar. þar sem nú hverjum skynberandi manni hlaut að vera ljóst, að þeirri stjórnardeilu, sem þá var hafin, mundi með engu móti geta orðið lokið á einu þingi, lýsir það lítilli hrein- skilni hjá hlutaðeigendum, að trana sjer fram til kosninga, og hafa bak við eyrað, að fylgja ekki þessu langmesta áhugamáli þjóðarinnar nema aðeins á næsta þingi. það er því auðsætt, að engin samvizku- samur þingmaður gat horfið frá þeirri stefnu, sem fylgt hafði verið í málinu, nema kjósendurnir hefðu skýlaust lagt svo fyrir. Að vísu báru einstakir þingmenn það fyr- ir, sjer til afsökunar, að kjósendur þeirra vildu eigi láta halda málinu til streytu; en eptir því sem næst varð komizt, höfðu þær yfirlýsingar frá kjósenda hálfu litla þýðingu. þannig var sagt, að einir 7 menn í Gullbr. og Kjósarsýslu hefðu sótt und- irbúningsfund þann, sem þingmennirnir hjeldu á undan alþingi 1887, og að frá einum hefði þessleiðis yfirlýsing komið. En á kjörfundinum í nefndum sýslum 1886 voru nærfellt 200 kjósendur, sem nálega í einu hljóði skoruðu á þingmennina að framfylgja breytingunum á stjórnarskránni til hins ýtrasta. Hvort gat nú yfirlýsing þessara 7 manna ónýtt eða upphafið á- skorun hinna 200 frá árinu á undan ? Ekki skil jeg það. Sá orðrómur ljek og á, að 3 prestlingar í Arnessýslu hefðu skekið allan hug og dug úr þingmönnunum þaðan; en að tillögur þeirra hafi getað vegið upp á móti eindregnum áskorunum hinna mörgu kjósenda í Arnessýslu frá ár- inu á undan, er torvelt að skilja. En til hvers er að vera að fárast um þetta. það er of seint að byrgja brunn- inn, þegar barnið er dottið í hann. Málið er komið sem það er komið, og sú aðal- spurning liggur nú fyrir þingi og þjóð, hvemig með það skal fara eptirleiðis. En þá vil jeg fyrst spyrja: eru þær orsakir horfnar, sem knúðu menn til að leggja útí þessa stjórnarbaráttn? Hefur stjórnarskrá- in nokkuð batnað síðan 1885, eða hefur henni verið fylgt 1 frjálslegri stefnu? Hvor- ugt þetta mun eiga sjer stað. Stjórnar- skrá vorri hefir með rjettu verið líkt við hrátt skinn, sem stjórnin og þingið era að togast á um. þennan hráskinnsleik hefir nú stjórain og þingið elt í 13 ár, og hefir sú raun á orðið, sem vænta mátti, að sá sem aflið hefir meira hefir öll yfirtökin, en sá sem er minni máttar hlýtur að lúta í lægra haldi. það kann vel að vera, að stjórnarskráin væri brúkleg í höndum frjálslyndrar og velviljaðrar stjórnar; en í höndum ófrjálslyndrar og ókunnugrar stjórn- ar er hún skaðræðis-gripur. þetta ætla jeg að reynslan hafi sýnt, og sýni enn, og þarf eigi langt að leita að rökum fyrir því. Jeg skal að eins benda á Fensmarksmálið, sem ljósasta vott þess, hverja vernd stjórn- arskráin veitir oss gegn óhlutvendni ein- stakra manna, og afglöpum og hirðuleysi í yfirstjórn landsins. Amtmennirnir eru álitnir sýknir saka í því máli, sökum þess, að þeir eru ábyrgðarlausir. Landshöfðinginn er og saklaus, af því hann er ekki annað en undirtylla ráðgjafans, sem einn hefir ábyrgð á gjörðum hans. En þegar svo rekur að ráðgjafanum, kemur það upp úr köfunum, að hann liefir aðeins áhyrgð á hreinum og beinum brotum á stjórnarskránni. En það er svo sem ekki talið stjórnar- skrárbrot, þó fje þessa fátæka lands sje vísvitandi látið fara forgörðum, svo tugum þúsunda skiptir, og það einmitt þá, þegar harðæri og hungursneyð gengur yfir landið, svo halda verður lífinu í fólki með halláer- issamskotum og hallærislánum. Engu betur erum vjer farnir, þegar til fjárráðanna kemur. f>að er látið svo heita, að þingið hafi fjárráð vor handa á milli; en hvað verður svo úr því þegar á skal reyna ? þingið fær því ekki framgengt, að fækkað sje einu eða tveim óþörfum em- bættum í landinu, til ljettis fyrir landssjóð. Ekki er upp með það komandi, að rýra laun hinna hálaunuðu embættismanna um eina krónu, þó allir verði að játa, að sum þau laun eru hóflaus, einkum síðan allar lífsnauðsynjar lækkuðu svo mjög í verði. það liggur einnig í grun manna, að fje það, sem ætlað er í hinum nýu fjárlögum til lögsóknar í Fensmarksmálinu, muni ekki hggja laust fyrir, þegar til á að taka. Og hvað er þá varið í fjárráð þingsins, ef það fær ekki að verja nokkrum hundruð- um króna til að reka rjettar vors út af hirðuleysi og ódugnaði í stjórn landsins? Meining málsins er, að fjárforræði þingsins er sem stendur einber skuggi, sem hverfur eins og reykur þegar á skal reyna. En þótt þessu sje nú svona háttað er^ eigi um það að kvarta, ef þjóðin lætur sjer; það lynda, og er róleg yfir því, eins og allt ' af er verið að telja mönnum trú um. Yilji menn ekkert á sig reyna eða í sölurnar leggja til að fá frjálslegra og tryggara fyr- irkomulag á stjórn vorri, erum vjer ekki verðugir fyrir annað betra. Enda er þá snjallasta ráðið að leggja árar í bát, og láta stjórnarbótamálið eiga sig, í því skúma- skoti, sem efri deild alþingis stakk því inn í í sumar sem leið. Og þá er eigi annað fyrir oss að gjöra, en taka hverju því mögl- unarlaust, sem hin danska stjórn lætur koma fram við oss. . En sje nú þar á móti — sem jeg verð að ætla að öllu óreyndu — meginhluti þjóðarinnar óánægður með þau málalok, sem urðu á alþingi í sumar, tjáir eigi annað en hefjast handa að nýju og taka stjórn- arbótarmálið fyrir aptur á næsta alþingi. það hefur litla þýðingu, þó verið sje að nöldra f blöðunum um ófarir málsins, ef ekkert er gjört til að bæta úr þeim. |>að dugar heldur ekki, þó einstakir menn berj- ist um, ef þjóðin í heild sinni stendur aðgjörðalaus hjá og lætur málið sig engu skipta. |>að mun víst, að meiri hluta hinna þjóðkjörnu þingmanna er annt um málið, og það mun ekki standa á þeim til ötullar framgöngu, ef öruggt fylgi ekki vantar. þingmennirnir þurfa að hafa ör- uggt og eindregið fylgi kjósenda sinna í hverju máli sem er, en allra helzt í þessu allsherjarmáli. f>að veitir þeim djörfung og hugrekki, þrek og þol, til að sigrast á hverri þraut, sem fyrir þá kemur á þingleið- inni. Vjer eigum nix að nota vel tímann til næsta þings, til að búa oss undir að taka stjórnarbótarmálið aptur fyrir með sameinuðum kröptum og fylgi. En til þess er nauðsynlegt, að alþingismenn og hinir beztu menn þjóðarinnar gangist fyrir almennum fundahöldum í hverju kjördæmi landsins, á næsta vori eða sumri, til að leita álits og tillaga hinna skynsömustu manna um málið. Ef sú skoðun verður nú almennt ofan á, að taka skuli málið fyrir að nýju, er nauðsynlegt að hafa sam- eiginlegan ; fund fyrir allt landið á f>ing- velli, eða annarstaðar þar sem bezt þætti haga, til að taka höndum saman til nýrrar framsóknar í málinu, og undirbúa það svo sem föng eru á. Mega menn ekki horfa í þann kostnað og þau ómök, sem af þessu leiðir, ef menn á annað borð vilja vinna málinu í hag. Að endingu skal jeg geta um þá grýlu, sem ótæpt var otað að þingmönnum í sumar, og sem mjer virtist hafa veruleg áhrif á suma þeirra: að ef stjórnarbótar- málið næði fram að ganga á þinginu, þá leiddi af því ný þingrof og nýjan kostnað fyrir landið, sem almenningi mundi ekki ljúft að taka upp á sig. Jeg skal fúslega játa, að það er neyðarúrræði að verða að íþyngja landssjóði með nýjum aukakostnaði nú, þegar tekjur hans ætla ekki að hrökkva fyrir útgjöldunum; en hvað skal segja, þegar stjórnarhögum vorum er komið í svo mikið óefni? Eins og nú stendur, verð jeg að álíta þingrof ekki að eins æskileg, heldur bráð-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.