Ísafold - 09.05.1888, Page 1

Ísafold - 09.05.1888, Page 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlimán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg.fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa i ísafoldarprentsmiðju. XV 22. f Reykjavík, miðvikudaginn 9. maí. 1888. 85. Innl. frjettir. Nýmæli um þurfamenn og þurrabúðarmenn. 86. „Orðabókarrithöfundurinn“. 87. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—'1 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. I"!—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J.Jónassen mai Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu[umhád. fm. em. | fm. em. M. 2. - 2 + 4 29,3 29,3 V h b N h d F. 3. - 2 + 3 29,5 19,4 N h b 0 b F. 4- - 3 + 3 29,4 29,5 0 b 0 b L. 3. - 3 + 3 29,7 29,7 0 b 0 b S. b. - 2 + 4 29,6 29,3 Na h b Na h d M. 7. - 3 o 29,5 29,8 N hv d Nv hv d Þ. 8. - 4 + « 29,8 30,3 N h b N h b Alla þessa viku hefur verið norðanvindur, stund- um all-hvass, stundum hægur að minnsta kosti að kveldi; snjór hefur fallið talsverður einkum h. 7.; gekk hann til vesturs-útnorðurs og var ofanhríð rjett allan daginn með kulda rjett sem væri á mið- þorra. í dag 8. hægur á norðan bjart og fagurt veður og bræðir sólin nú óðum aptur allan snjóinn. Beykjavík 9. maí 1388. Hæstarjettardómar. Máiið um log- viceti erfðaskrdr jporsteins Daníelssonar á Skipalóni, milli lögerfingja hans annars- vegar og erfingja jpórðar prófasts j>. Jón- assens hins vegar, var dæmt í hæstarjetti 6. jan. þ. á. og erfðaskráin metin ógild, með því annar vitundarvotturinn (J. P. Havsteen amtmaður) var dáinn og varð því eigi eiðfestur, þegar til kastanna kom um erfðarjettinn. Landsyfirrjettur hafði komizt að sömu niðurstöðu, en í hjeraði verið dæmt hinn veginn. S. d. dæmdi hæstirjettur í einu sauða- pjófnaðarmálinu úr Arnessýslu frá í hitt eð fyrra, Halldórs Halldórssonar frá þórð- arkoti í Selvogi og Vigdísar Valgarðsdóttur: staðfesti landsyfirrjettardóminn að hegn- ingunni til, sem sje 1 árs betrunarhús fyrir Halldór og 2 daga fangelsi við vatn og brauð handa Valgerði fyrir hylmingu. Tíðarfar. Veðrátta köld og stirð það sem af er sumrinu, og í fyrra dag kaf- aldsbylur af norðri einhver hinn mesti, sem dæmi eru til hjer sunnanlands um þennan tíma árs. Jörð alþakin fönnum. Hafís sagður kominn allt suður undir Vestmannaeyjar; fullt fyrir öllu austur- landi. Skipströnd. Fiskiskúta frönsk strand- aði undir Eyjafjöllum 17. f. m., og önnur 2. þ. m. við svonefnda Keflavík, rjett fyrir utan J>orlákshöfn. A hvorugu varð mann- tjón. Hin þriðja fannst að sökki komin úti í hafi, milli Færeyja og íslands, fyrir mán- uði, og var mönnunum bjargað af annari skútu franskri og fluttir til Vestmannaeyja og þaðan með póstskipinu hingað. Fjórar aðrar franskar fiskiskútur hjer við land eru alveg taldar frá; hefir ekkert til þeirra spurzt, og áttu þó að hafa gert vart við sig hjer fyrir löngu. Af þeim 70 skipum af fiskiflota Frakka, er hafa leitað hafnar hjer í Rvík í vor, höfðu týnzt 11 af einni, þar á meðal skipstjóri, og af annari skipstjórinn við 9. manu. Herskipin frönsku komu hingað bæði þessa dagana, frá Skotlandi og Færeyjum, annað 5. þ. m. og hitt 7. Danska her- skipið Fylla kom og 7. þ. m. frá Fær- eyjum. Brauð veitt. Hjaltastaður 5. þ. m. cand. theol. Magnúsi Bjarnarsyni, eptir kosningu safnaðarins. Prófastur settur í gær í Norður- Múlaprófastsdæmi síra Sigurður Gunnars- son á Valþjófsstað, í stað síra Jóns Jóns- sonar á Hofi, er lausn fekk eptir beiðni. Nýmœli um þurfamenn og þurrabúðarmenn. Nýmælum í lögum, sem almenning varð- ar öðrum fremur, er að vísu veitt nokkur eptirtekt meðan þau eru í smíðum, um og eptir þing, það er að segja af þeim, sem hafa nokkra hugsun á að gefa gaum al- mennum landsmálum. En svo kemur þetta tímabil, sem þau eru eins og milli heims og helju, meðan beðið er eptir staðfestingu stjórnarinnar, eptir því, hvort henni þókn- ast að setja þau á vetur eða ekki. það er nærri því eins og tímalengdin og óviss- an afmái þau aptur úr huga manna; og þó að þess sjáist svo einhver tíma getið um í blöðunum, seint og síðar meir á stund- um, að þessi og þessi lög, með þeirri og þeirri fyrirsögn, sjeu nú heimt af fjalli aptur, þ. e. hafi öðlazt staðfestingu kon- ungs, þá vekur það í hæsta lagi einhverja óljósa endurminningu, en engan veginn neina skíra meðvitund um, hvað það er, sem öðlazt hefir gildi eða öðlast á gildi að 12 vikum liðnum (fr ábirtingardegi í Stjórnar- tíð. B.), — hvaða breyting á lögum og hög- um þjóðarinnar þar með er gengin í garð. það mun ekki margur hafa veitt því eptir- tekt, að fyrir hálfum mánuði gengu þau í gildi um land allt, hin nýju þurfamannalög, dags 12. jan. þ. á. og birt hjer 31. s. m., eða því, sem við bar fyrir rneira en tveimur mánuðum, 22. febr., að lögin um sveitar- styrk og fúlgu gengu í gildi —þau voru staðfest 4. nóv., og birt hjer 1. des. f. á. Lög þessi hvorutveggju eru góðra gjalda verð tilraun til að hnekkja ein-u tilfinnan- legu þjóðmeini voru: örbirgð þeirri og óblessun, sem stafar af ómennsku og ljett- úð í að liggja uppi á öðrum. Lögin um sveitarstyrk og fúlgu eru á- vöxtur af ítrekaðri viðleitni þingsins til að auka vald og rjett sveitarstjórna gagnvart þrjózkum og heimtufrekum eða kærulaus- um þurfamönnum. þingið hafði meðal annars viljað ganga svo hart að þeim, að það mætti þröngva þeim til að vinna af sjer þeginn sveitarstyrk. það þótti stjórn- inni of nærri gengið persónulegu frelsi manna og koma í bága við hugsunarhátt vorra tíma. A það sanzaðist og þingið nú síðast, með því líka að stjórnin var stefnu þingsins i þessu máli fyllilega sinn- andi að öðru leyti; hún var meira að segja á því, að beita fátíðri hegningu til að þröngva þurfamanninum til hlýðni við sveitarstjórnina, meðan hann þiggur af sveit, sem sje líkamlegri refsingu; en þar skák- aði meiri hluti þingsins stjórnina aptur frá með sama leik og hún hafði við vinnu- þvingunaruppástunguna : sagði, að það væri þó hálfu andstæðara mannúðar-hugsunar- hætti tímans, að beita líkamlegri refsingu við fullorðna menn, fyrir óhlýðnisbrot við sveitarstjórmr, þar sem slík hegning væri úr lögum numin jafnvel fyrir svivirðileg- ustu glæpi. Lög þessi segja fyrst og fremst með berum orðum, að þeginn sveitastyrk sjeu þurfa- menn sjálfir skyldir að endurborga eins og hverja aðra skuld. Til að ná skuld- inni þarf ekki lögsókn, heldur má taka

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.