Ísafold - 30.05.1888, Side 2

Ísafold - 30.05.1888, Side 2
98 skoðaði hann þar nýtt brúarstæði, er hon- um leizt miklu betur á en hin bæði, —á milli þeirra—, einkum vegna landsins að ánni beggja vegna og straumlagsins í ár- farvegum. það er að vísu óráðið enn, hvort eða hvenær þjórsá verður brúuð. En ekki er ólíklegt, að það mál komi að minnsta kosti til íhugunar á næsta þingi, bæði vegna þess, að ekki eru öllu meiri en hálf not að annari brúnni, meðan hina vantar, og eigi síður hins, að það er ef til vill einum 12.000 kr. dýrara að brúa árnar sína 1 hvert skipti, heldur en ef það yrði gert samsumars ; þá mætti nota hið sama verka- fólk við báðar brýrnar, einkum yfirsmiðina, með þeirra mikla kaupi og ferðakostnaði, áhöld ýms hin sömu, og þar fram eptir götunum. Brjef frá Ameríku. Herra ritstjóri! Eptirfarandi brjef frá landa einum 1 Ame- riku, er þangað fór í fyrra sumar hjeðan af suðurlandi, sýnist mjer jafngott þó að birtist á prenti, hvert sem »vesturfarapost- ulum« líkar það nú alls kostar vel eða ekki. Frumritið hef jeg í höndum, til sýnis hverjum sem vill. Reykjavík í maí 1888, yðar (nafnið). það er það fyrsta, sem jeg ætla að segja þjer, þú skalt aldrei far til Ameríku og ráddu öllum frá því, sem þú átt tal við, í það minnsta ekki hjer til Manitóba. f>eir sem taka hjer land, ríkir bændur að heiman, t. a. m. J. frá B . . . og hann frá A- hrauni, þeir vildu víst vera báðir komnir heim eitthvað ljelegasta kotið í G . . ., hvað þá hin þau betri ; þeir skrifa náttúrlega það bezta af sjer, eins og aðrir, sem setja sig niður í J>ingvalla-nýlend- unni, þó það sé ekki nema vatnið kolmórautt af skft eða réttara sagt eins og leðja. J>að er eins og sannleikurinn moltni úr þeim, þegar þeir koma i þessa sælu, sem þeir eru í komnir. J>egar þeir koma þar vestur, grafa þeir holu niður i jörðina, eins og refar, og repta svo yfir með skógarhrfslum, heyi og skft. J>eir, sem bezt eru efnum farnir, gjöra sjer logga-hús, hafa sljett þak, sletta svo skít f og heyi Og bera skít f brest- ina á hliðum hússins eða rjettara sagt byrgisins og liggja svo innanum veggjalúsina ; það eru nokkurs konar trjepöddur, líkar sauðalús. Er það lukka! J>að eru allir að þjóta vestur undir haf.--------- Arabar komu til Quebec i vetur. f>egar þeir komu á land, spurðu þeir, hvar gullið væri, sem tína mætti og verða svo stórrikur á nokkrum dögum! Agent hefir komið til þeirra, greyjanna, eins og til íslands. |>að er bezt fyrir........að vera við sinn „leista“, heldur en að vera að narra landa sína af góðum jörðum. Leiðrjetting. f>eir sem drukknuðu með Ofeigi Guðmundssyni um daginn voru Steinn nokkur, og Jón Eiríksson frá Sólheimum — ekki Jón, hálfbróðir formannsins; hann komst f. Aflabrögð og ýsulóð, eptir síra Jens Pálsson. (Framh.) f>egar jeg var nýkominn hingað, yfrir l'/2 ári síðan, varð margur til þess að fræða mig um ýms atriði fiskiveiða vorra, og flestir þeirra er mig fræddu sönnuðu kenningar sínar með þessum og því líkum ummælum : „f>að er sannreyndur hlutur,, og „það er margreynt“. Jeg trúði fastlega í fyrstu; en smám saman tók jeg eptir því, að kenningarnar voru mjög sundurleitar og opt gagnstæðar hvor aunari, þótt allar væru rjettlættar með þessum sömu rökum : „f>að er sannreyndur hlutur", og varð mjer brátt ljóst, að hæpið mundi, að taka alla þessa tilvitnuðu sannreynslu og „margreynslu11 fyrir algildan sannleika. Menn hlaupa í í- myndunar-smiðjuna, taka sleggjuna og búa sjer til svonefndar skoðanir, gripnar úr lausu lopti, og slá þeim rannsóknarlaust föstum. Ofan á sleggjudóma þessa er svo hispurslaust byggt heilt hrúgald af staðlausum ályktunum. Glöggt dæmi þessa er sá sleggjudómur, er hefur haft allmarga fylgismenn til síðustu tíma, að þorsk- ur sá, er í net veiðist, sje annað kyn eða önnur tegund en hinn, er veiðist á færi. Heilt registur yfir engu betri sleggjudóma hef jeg á reiðum höndum, nær sem til þarf að taka. J>ótt mjer fyrir ári síðan þegar væri ljóst orðið, hve háskalegt væri að eiga löggjafar- valdið í fiskiveiðamálum vorum að nokkru leyti undir þeim almenningi, sem eigi hefir sjálf- stæðar rökstuddar skoðanir á málunum, en er gagntekinn af hleypidómum, sem opt eru smám saman lamdir inn í hina lítilsigldari af stór- bokkunum, þóttist jeg eigi þá þegar fyrir ó- kunnugleika sakir geta ritað um málið, en kaus að bíða næsta vetrar, veita fiskiveiðunum nákvæma eptirtekt, og þá fyrst vita, ef reynsla vetrarins yrði með öllu gagnstæð ’kenningum þeim, er tíuðmundur í Landakoti hefur mest á lopt haldið hin síðustu ár, en sú hefur nú raun á orðið. Að dómi G. G. í ísaf. XV. 11. eiga þessi 4 atriði að gjöra fiskilóðir „úferjandi“ frá l.janúar til 14. maí. 1. óþarfur útgjörðarkostnaður, en það sje þó ekki aðalatriði, 2. lóðin sje veiðarfæri það sem sje á reki um sjóinn, og undan því veiðarfæri hljóti sá fiskur að hörfa, sem ekki veiðist, 3. að við (Strandarmenn ?) höfum undanfarin ár mátt venjast því, að veiða á lóðina það smælki, sem varla sje dæmi til að festist á haldfærum, og 4. að lóðirnar siðspilli mönnum, gefi tilefni til rána og þjófnaðar. J>að er til 1. atriðisins kemur, þá er lóðar- útgjörðar-kostnaðurinn því að eins óþarfur, að lóðaraflinn sje eigi meira virði, að frádregnum koatnaðarauka þeim, sem lóðin hefur í för með sjer, en haldfæraaflinn á sama tíma. En það er einmitt sannfæringin um, að lóðin sje miklu aflasælli en haldfærin, sem hefur komið útvegs- mönnum hjer til þess að leggja til lóðir, og það án alls sjerstaks endurgjalds, þar sem menn annarstaðar, þar sem lóðir hafa verið uppteknar, eins og t. d. í forlákshöfn, hafa á skilið hlut fyrir þær. f>etta er hin hezta sönnun fyrir því, að menn álíta lóðakostnað þenna eigi óþarfan, enda er hann alls eigi tilfinnanlegur, sjeu lóðir skynsamlega notaðar, eins og hjer er gjört, en eigi óskynsamlega, eins og almælt er að tíðkist á Vatnsleysuströnd. Hjer ætla menn 100 öngla fyrir hlut og grýta rækilega, leggja optast að eins eitt kast á degi, og einungis um liggjanda, þegar stórstreymt er; og fiska mæta vel. Aptur á móti er mjer sagt að almennt sje á Strönd að hafa 150 öngla og jafnvel meira fyrir hlut, og hafi þannig hvert fi manna far 12—16 hundruð öngla lóð; þegar menn svo leggja þessa óhóflega löngu lóð í einu lagi, grýta opt eigi vel, og hirða eigi um að taka tillit til sjávarfalla, er mjög líklegt, að menr. lendi opt í lóðarflækjum. Tækju Strand- armenn upp háttu Garðbúa í þessu efni, mundi þeim verða það sparnaður. Jeg hef lagt til lóðir fyrir 10 hlutum frá veturnóttum til kyndilmessu, en síðan fyrir 14 hlutum á vetr- arvertíð, þangað til nægileg beita fjekkst á haldfærin, svo að jeg hef nokkra reynslu í þessu efni. Annars mun eðlilegast, að hver og einn sje sjálfráður um, hve miklu fje hann kostar til að reka lögmæta atvinnu sína, og ofraun er það, að binda slikt við verðlag það, er kaupmenn setja á fiskinn, eins og bent er til í grein G. G., enda er verðlag þetta mjög hvikult. — Jeg vil loks benda á, að auðvelt er að komast hjá því, að festa lóðir á hrauni, og slíta þær og missa fyrir þá sök; ráðið er, að hafa litla korktölu á hverjum öngli, eins og sjera Oddur á Stað hefur gjört núna á vetrar- vertíðinni. |>á er næst að líta á annað atriðið, sem G. telur lóðunum til áfellis, að þær sjeu á reki um sjóinn, og undan þeim hljóti sá fiskur að hörfa, er ekki veiðist. Eins og þegar er bent á, er það undir útbúnaði og aðferð manna að mestu komið, að hve miklu leyti lóðir verða á reki; en þótt þær þokuðust meira eða minna úr stað, þá er alls eigi þar með sjálfsagt, að fisjíurinn hörfi undan þeim. F.ða fyrir hverja sök ætti hver sá fiskur, sem ekki veiðist, að hörfa undan, þótt fleiri eða færri fiskar, af öllum þeim milljónum, sem um fiskimiðin ganga og á þeim eru, sjái nokkra smá-öngla, hulda beitu, líða mjög hægt fram hjá sjer. Hvar er sönnun fyrir því, að þorsknrinn verði svona skelkaður við þessa sjón? Eitt er víst, að öll hin fjöl-mörgu för, bæði innan vers og utan, er gengið hafa til fiskiróðra í Garðsjó síðan, hafa eigi í haust og allt fram á páska notað önnur veiðarfæri en lóðir, — nema hvað ein- stakir hafa gjört árangurslausar tilraunir með haldfæri eptir frátök, — og hefir afli hvergi verið stöðugri en einmitt hjer, því svo má að kveða, að hjer hafi haldizt nægur fiskur og optast mikill allan þennan vetur. Fiskurinn í Garðsjónum í vetur hefur þannig verið undan þeginn þeirri reglu, að hljóta að hörfa undan lóðunum ; og sýnir það, að þessi regla er eigi algild. J>á kemur þriðja atriðið, að við höfum undan- farin ár mátti venjast því að veiða á lóðina það smælki, sem varla sjeu dæmi til að festist á haldfærin. Jeg er of ókunnugur til þess, að geta sagt um það, hvort þetta hefir átt sjer stað annarstaðar en hjer i Garðsjó hin fyrir

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.