Ísafold - 30.05.1888, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.05.1888, Blaðsíða 3
99 farandi árin; en hjer hefir hið gagnstæða átt sjer stað tvær næstliðnar haustvertíðir; hjer hefir aflazt miklu vcenni fiskur á lóðir en hald- færi, og aðeins mjög lítið af smáum fiski að tiltölu við |)orsk ogstóran stútung. Að þessu hef jeg verið sjónarvottur, og í haust ljet jeg mína menn þreyskjast við haldfærin oflengi mjer til mikils tjóns; jeg hlaut að kaupa öll veiðarfæri af nýju og horfði í kostnaðinn, en afleiðingin varð, að mínir formenn urðu að sætta sig við það í viku, að fá í hlut 10—20 smáþyrsklinga eina saman, en þeir er lóðirnar höfðu fengu sömu dagana almennt 20—40 1 hlut, sem var að mestu vænn stútungur og lítið eitt af fullgildum þorski og smáfiski með. Á vetrarvertíðinni hefir jafnvænn fiskur aflazt á lóðir sem færi; á því verður eigi munur gjörður, euda notuðu menn bæði veiðarfærin um tíma alveg jöfnum höndum, og öfluðu hvor- irtveggja (færamenn og lóðamenn) mjög vel. Loks segir ö. G., að lóðirnar siðspilli mönn- um ; það hafi viðgengizt árlega í Garðsjó, „að menn hafi stolið og rænt þar afla og veiðar- færum“. Mjer þykir nú kynlegt að eg skuli ekki hafa heyrt menn hjer í kringum mig gjöra orð á ófögnuði þessum; þvert á móti hafa ýmsir merkir menn látið mjer í ljósi ánægju sína yfir þvi, hve gripdeildarlítið og friðsamlega fiskiveiðarnar hala gengið í vetur yfir höfuð að tala. En sje því að skipta, þá munu þorskanet og hrognkelsanet eigi síður freista til misverknaðar en fiskilóðirnar; og ætlast þó höf. liklega ekki til, að öil þessi veiðarfæri sjeu hönnuð þess vegna. Lóðarbannsfrumvarpið fjell nú í haust, af því að það er skoðun mikils fjölda manna, að þær reglur, sem þar eru samdar, hefti ranglega atvinnufrelsi manna og spilli atvinnu fjölda fólks. Skyldi eigi bæði reynsla umliðins vetrar og ritgjörð G. G. styrkja þessa skoðun hjá fleirum en mjer? Með þessu er því þó ekki neitað, að fiskiióðabannið muni að ímvndun Strandamanna og nokkurra Hafnfirðiuga eiga að miða til að „vernda og tryggja“ atvinnu þeirra, en ósannað er, að þessi minni hluti fiskimanna næði þessu augnamiði, þótt bannið gengi fram. f>essum mönnum tókst með ein- kenuilegri lagkænsku, að gjöra oss Garðbúum miklu lægra undir höfði með þorskasamþykkt- inni, heldur en ölium öðrum Faxaflóabúum. Ættu þeir því að álíta nóg aðgjört að sinni. J>ví næst neitar G. G. því, að „takmörkun“ sem vel að merkja er fólgin i því, að hanna lóðanotkun um alllangan og opt arðsaman fiskiveiðatíma, dragi dug úr sjómönnum. En eg fullyrði, að hvenær sem treglega gengur að afla á haldfæri, dragi það dug úr fiskimönnum að mega eigi reyna og nota, ef dugar, það veiðarfæri, sem er aflasæila en færin, alveg á sama hátt og það mundi draga dug úr sláttu- manninum, að vera lögneyddur til að slá með bitlitlum samsuðuljá, af því að lögbannað væri að bera skozkan ljá í gras. — Máli sínu til sönnunar segir G. G. að þuifi miklu meiri dugnað, þol og þrek til að stunda rækilega haldfæri en lóð ; og svo hefir hann þau endaskipti á rök- leiðslu sinni, að hann telur heztu kosti fiski- lóðanna þeim til áfellis, og tekur fram að með lóð sjeu menn miklu styttri tima á sjónum, að eins 3—4 klukkustundir, og sæti miklu minni vosbúð; ailir sjeu með þurrar hendur nema formaður. En geti menn með lóðum á 3 klst. aflað meiri fiskjar með minni fyrirhöfn og á þægilegri hátt, en með færum á 6—9 klst., og fyrir þá sök róið með góðum árangri margan dag, sem ekki væri á sjó farið með haldfæri, hvaða vit er þá í því, að banna þær? Tökum dæmi þessu til skýringar: Setjum að einhver, finni upp hagkværaa sláttuvjel á tún vor, og að með henni vinnist meira verk og með hægara og þæglegra móti, en venjulegum hand- slætti á sama tima, Eptir kenningum G. G. ætti að gjöra slíka vjel landræka, af því að meiri dugnað, þol og þrek útheimtist til að standa við orfið, en nota hana; húu mundi draga dug úr sláttumönnum vorum. (Niðurl.) Fyrirspurnir. 1. Jegar sýslumönnum ber að borga ein- hverjum sýslubúa sínum einhverja peningaupp- hæð, getur hann þá skyldað þennan sýslubúa sinn til að senda sjer kvittan (o: viðurkenningu) fyrir fram, áður hann telur út peningaupphæð þessa, eða að öðrum kosti neitað að borga hana, þegar þessi sýslubúi hans býr í 5 tii 6 mílna fjarlægð frá skrifstofu hans og hefur beðið hann að senda sjer peninga þessa með pósti, og þegar enn fremur þessi sami sýslu- maður krefst þess, að sjer sjeu sendir peningar og gjöld, sem hann á að veita móttöku, heim til 8Ín á skrifstofu sína, og neitar að gefa viðurkenningu fyrir fram, eða fyrri en hann hefur tekið á móti peningaupphæðinni og talið hvort rjett sje ? 2. Eru þeir kaupmenn, sem reka verzlan langt frá sýslumannssetrinu, skyldir til að senda sýslumanni á sína ábyrgð og sinn kostnað, hvort sem póstur gengur milli þessa kaup- staðar og sýsiumannssetursins eða ekki, alla þá tolla og gjöld, sem þeim ber að greiða, i hvert skipti, sem þeim ber að greiða þau, eöa eru sýslumenn ekki skyldir til að hafa einhvern umboðsmann fyrir sig á hverjum verzlunarstað, þegar þeir eiga þar ekki heima sjálfir, til þess að veita þessum gjöldum viðtöku fyrir þeirra hönd og kvitta fyrir? 3. |>egar ný lög frá þinginu, sem hafa hlotið staðfesting konungs, tiltaka ekkert um það sjálf, nær þau öðlast gildi, og þegar sýslumaður lætur þeirra að öllu ógetið á þingaferðum sínum, nær ber manni þá að fara að hegða sjer eptir þeim, eða nær ná þau gildi ? (4. spurning, um vistarráð, er svo óskilmerki- leg, að ekki er hægt að vita, hvað spyrjandi á við). 5. J>egar presti er veitt brauð að haustlag, og hann tekur við þvi siðast í nóvembermán- uði, en prestlaust hefir verið síðan vorið áður, að fyrverandi prestur sagði af sjer, bera hon- um þá full ársgjöld fyrir það fardagaár, eins og hann hefði þjónað brauðinu alit árið ? 6. Sje það ekki, er eg þá skyldugur að borga nokkuð fyr en hann hefir gefið mjer rjettan reikning yfir, hve mikið það sje, sem eg í raun og veru á að gjalda? 7. Varðar það ekki við lög,ef embættismaður reiknar sjer og heimtar mikið hærri gjöld en honum í raun og veru ber ? 8. Mjer hefur borizt í hendur nýmóðins óan/ca-seðill, er á stendur: „pessi seöill gildir tuttugu og fimm krónur upp l fargjald meö Allan-Línu“, ásamt R. & D. S. o. fl. stássi í hornunum. Er þetta löglegur hankaseðill, eða hvað ? * * * Svijr: 1. f>að er af og frá, að sýGumaður geti heimtað i kvittun fyrir fram, allra sfzt þegar hlutaðeigandi óskar sjer peningana senda með pósti, enda firrir póstkvitlunin hann allri hættu. 2. Sýslumenn hafa viða i kauptúnum, þar sem þeir eiga ekki sjálfir heima, umboðsmenn, löggilta af amtmanni, til að skrifa á skipaskjöl (sbr. o. br. S8/ia 3^) og veita tollgjöldum viðtöku. En eigi er sýslumönnum skylt að hafa slíka umboðsmenn nema þar sem er að fá áreiðanlegan og óvilhallan mann til shkra hluta ; og þar sem enginn umboðsmaður er, og kaupmaður hefir eigi komið sjer saman við sýslumann um aðra ráðstöfun, ber að greiða gjöld- in á skrifstofu sýslunnar. 3. Lög og lilskipanir öðlast giidi 12 vikum frá þeim degi, að birt er í B-deild Stjórnartiðindanna, að þau sjeu út komin (I A-deildinni), nema öðru- vi-i sje fyrirmælt i sjálfum lögunum eða tilskipun- inni. Sjá lög 24. ágúst 1877. (*•) 5. Já, ef í veitingabrjefinu stendur, að það sje veitt frá fardögum næst á undan ; en borga verð- ur hann þá þjónustu brauðsins það sem af er far- dagaárinu. 6 Rjettan reikning er presturinn skyldur að gefa hvort sem er. 7. Jú, ef það er gjört í sviksamlegum tilgangi. 8. Bankaseðiller þaðauðvitaðekki; en sje hannund- ir-krifaður af agent Allan-linunnar, er það eins gilt og hverönnur,,handskript“ gagnvartþeirri linu, enöðrum ekki, þ e. seðiliinn er ekki gjaldgengur fyrir öðru en fargjaidi (til Amerlku) með þessari einu línu (Allan-línunni; öðrum ekki). Stafirnir R. & D. S. eiga líklega að merkja R. & D. Slimon og tákna samband þeirrarar verzlunar (Coghills) við Allan- lfnuna. AUGLÝSINGAR i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu amtmannsins í norður- og austuramtinu fyrir hönd tandssjóðs og að undangenginni fjárnámsgjörð hinn 28. f. m,, verða 9,15 hndr. i jörðunni Syðri-Kárastöð- um í Kirkjuhvammshreppi hjer í sýslu, á- samt tilheyrandi húsum, með hliðsjón af fyrirmalum i opnu brjefi 22. apríl 1817 og samkvœmt lögum 16. desember 1885 seid við 3 opinber uppboð, sem haldin verða, 2 hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar að Kornsá í Vatnsdál mánudagana 18. júní og 2. júlí nastkomandi, en hið þriðja á jörðunni sjálfri mánudaginn hrinn 16. júli þ. á., til lúkn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.