Ísafold


Ísafold - 13.06.1888, Qupperneq 1

Ísafold - 13.06.1888, Qupperneq 1
Kemur ót á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendisSkr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bnndin við áramót, ógil4 nema komin sje til útg. fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa i ísafoldarprentsmiðju. XV 27. Reykjavík, miðvikudaginn 13. júni. 1888. 105. Innl. frjettir. Útl. frjettir. 107. Sjningin í Khöfn. 108. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 11—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2 — 3 Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J.Jónassen júni Hiti (Cels.) Lþmælir | Veðurátt. ánóttu um hád. fm. em. | fm. em. M. 6. + 6 + 12 3°, jo, 1Sa hv d S h b F. 7- + 5 + 1' 24,9 29,910 b O b F. 8. -t 7 + 12 29,7 29,5 Sa h d Sa hv d L. 9. + 6 + 4 29,5 29,5 |0 d O b S. io. + i + 11 29,6 29,6 S h b O b M.ii. + 5 +13 29,5 29,4 A hv b O b f>. 12. + 10 + U 29,4 29,5 | A hv b O b Fyrsta dag vikunnar hjer hvass landsynning- ur (Sa.), en daginn eptirlogn og fagurt veður; síðan hægur landsynningur með úrhellisrigniugu aðfaranótt h. 9. og eins þaun dag allt fram að hádegi, er hann gekk til útsuðurs með kalsa og krapahríð, svo hjer varö alhvítt niður á bæi hjer í nærsveitinni og öll fjöll til að sjá hvít sem um há-vetur; 10. logn og fagurt veður; 11. var hjer hvasst á austan frá því kl. 4 um morguninn til kl. 10 f. m. er hann lygndi og gjörði hljjasta veður (13 stiga hiti um hádegið og 10 stiga hiti kl. 10 um kvöldið). í dag 12. hvass á austan i morgun, lygn síðari part dags. Beykjavík 13. júní 1338. Verzlunarfrjettir frá Khöfn, 1. jání. Búizt við álíka verði á ull og í fyrra, kringum 60 a. Saltfiskur, sem kom nú með póstskipinu til Khafnar, um 800 skpd., seldist á 65—64 kr. vestfirzkur ó- hnakkakýldur, og bezti sunnlenzkur jakta- fiskur 62—60 kr. skippundið. Markaður- inn var tómur fyrir; þetta var nóg um hríð, og talið vonlaust um, að eins mikið fáist fyrir það sem næst kemur. 1 Spán- verjum mikið dauft hljóð; þeir hafa að svo stöddu ekkert boð viljað gera í farm frá Yestmannaeyjum, er hafður var á boðstólum og álti að sendast af stað í júnímán. Hinn framúrskarandi afli í Norvegi þokar verðinu niður, og það annað, að ekki hefir komizt á verzlunarsamningur milli Frakklands og Ítalíu, og fara því Frakkar með allan sinn sölufisk til Spánar. Er því helzt útlit fyrir, að ekki fáist einu sinni eins mikið verð fyrir íslenzkan Spánarfisk eins og í fyrra, og má búast við, að ekki fáist nema 36—35 ríkismörk (32—31 kr.) fyrir skpdið. Fyrir smáfisk sunnlenzkan hafa fengizt 47—48 kr. og 50 kr. fyrir vestfirzkan, en það verð er ekki heldur í vændum lengur, með því að ekki fást nema 40 kr. fyrir útfluttan fisk. Á Ítalíu selzt ekki stærri fiskur en 16 þuml. Stór fiskur, er sendur var þangað pieð gufuskipi til reynslu, 'varð að sendast aptur til Barcelona, með að ekki var hægt að koma honum út á Italíu. — Harðfiskur, sem eptir var frá því í fyrra, hefir selzt sinátt og smátt fyrir 40 kr. skippundíð. Gengur mjög illa út til annara landa, vegna norska fisksins. — Lýsi, sem kom með póstskipinu, seldist á 38 kr. bezta sjálfrunnið hékarlslýsi ljóst, og pottbrætt gróinlaust 36—33J kr. (210 pd.). Dökkt hákarlslýsi 27 kr. Dökkt þorskalýsi 24 kr. Eptir þessa sölu frjettist frá Norvegi, að þar væri verð á öllum lýsistegundum 1 kr. lægra, og stendur þetta verð því ekki lengi. — Sundmagar, vel þurkaðir og vel verkaðir, í 55 aurum. Hrogn, í lágu verði í Norvegi; 70 tunnur, sem komu til Khafnar frá Færeyjum, urðu að sendast til Noregs, og er verðið þar nú 15 kr. tunnan fyrir nr. 2, sem samsvarar ís- lenzkum hrognum. Póstskipið »Laura« kom hingað í fyrri nótt, frá Khöfn. Með þvf komu kanpmennirnir Bryde, Lefolii, H. Th. A. Thomsen, Fr. Fischer o. fl., einn norskur vegavinnumaður, og frá Ameríku prófessor Ch. Spragne-Smith í New-York, með konu sinni, — ætlar að dvelja hjer um tíma. Thyra. strandferðaskipið, kom hingað aptur 9. þ. m., vestan af Jsafirði, eptir 2 árangurslausar tilraunir til að komast norð- ur fyrir Horn. Hjelt síðan suður fyrir land, ef vera kynni að komast mætti að Austfjörðum, sem litlar eru líkur til, fyrir ísnum. Hafísinn er sagður svo mikill fyrir norðurlandi, að eigi muni hafa meiri verið 1882, ísárið mikla; en fyrir suðurströnd landsins var landföst hella vestur að Dyr- hólaey fyrstu dagana af þessum mánuði, og þaðan hrannarís til Vestmanneyja og suðvestur í haf. Aptur á móti var Land- eyjasund autt. Hinn 3. þ. m. gátu kaupskip ekki lagt út af höfninni í Vest- manneyjum fyrir fs. Hinn 7. sást hann frá Loptstöðum f Árnessýslu suðvestur af Vestmanneyjum, og kaupskip, sem kom til Eyrarbakka 8. þ. m., hafði verið að hrekj- ast í ísnum 8 daga frá Dyrhólaey og gat loks komizt fyrir hann langt suður í hafi. — Stúdent ÍJikulás Runólfsson, úr Rangár- vallasíslu, útskrifaður í Khöfn fyrir nokkrum, árum, hefir fengið aðstoðarkennara-stöðu við fjölfræðingaskólann (polytechnisk Læreanstalt) í Khöfn, með 800 kr. launum. — Dr. Finnur Jónsson er fyrir íslands hönd tilkvaddur meðritstjóri hins norræna málfræð- ingatímarits „Arkiv for nordisk Filolagi“, er stofnað var fyrir nokkrum árum, og Dr. (íustav Storm, háskólakennari í Kristjaníu, hefir verið aðalritstjóri fyrir, en meðritstjórar sinn af hverri þjóð, Svíum og Dönum. Nú er docent A. Kock í Lundi orðinn aðalritstjóri, og rjeð hann því, að íslendingar skyldu líka eiga full- trúa í ritstjórn tímaritsins. — Ut af (rfiminning Jóns Sigurössonar, á ensku, er getið var hjer í blaðinu nýlega, er löng grein í hinu sænska stórblaði ööteborgs Handels- och Sjöfarts-Tidning (ritstjóri Dr. S. Hedlund), með ýtarlegri ljsing á Jóni Sigurðs- syni og ,æfistarfi hans, og einstaklega þelgóð til hinnar islenzku þjóðar. — Dáinn hjer í bænum 2. þ. m. öldungur- inn Loptur þorkelsson, fyrrum bóndi á Kleppi, 92 ára gamall. Útlendar frjettir. Khöfn 1. júní. Nobðurálfan. (Vantraust á friði). Fyrst að telja ný dylgjumæli með þýzkum og rússueskum blöðum, og sumt gersakafullt af hálfu hinna síðarnefndu. Tilefnið sjerí- lagi nýjar tollstíflur, sem þjóðverjar hafa gert móti kornflutningi frá Rússlandi til þýzkalands. f>ar næst, að þjóðverjar líta nú hvassari augum en fyr til granna sinna fyrir handan Rín, og frá Frakklandi er engum leiðin leyfð austur yfir landamær- in, nema hann hafi það leiðarbrjef með sjer, sem hann hefir áður sýut sendiherra þjóðverja í París. Hjer bar það til, að fjórir stúdentar þýzkir höfðu brugðið sjer yfir landamærin og gist Belfort. Bæjar- lýðurinn kallaði þá bæði þýzka njósnara og mörgum nöfnum verri, og svo urðu þeir fyrir harðhnjaski og barningum. þeir skunduðu þá aptur út á járnbrautarstöðina, og þar ljet umsjónarmaðurinn þá njóta hælis, unz af stað var farið. — Nýlega

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.