Ísafold


Ísafold - 13.06.1888, Qupperneq 2

Ísafold - 13.06.1888, Qupperneq 2
106 bætti það heldur ekki um, að Tisza, stjórn- arforseti Ungverja, tók því fjarri, að stjórnin hlutaðist til um munasendingar til allsherjarsýmngarinnar í París að ári, eða tæki að sjer neina áhyrgð, og sagði lönd- um sínum ráðlegast, að draga sig hjer í hlje með öllu. Ástæðurnar voru, að allt væri svo á hverfandi hveli á Frakklandi, og engin kynni fyrir að sjá að svo stöddu, hvenær þjóðarfriðurinn yrði rofinn. — Eng- lendingum hefir þótt forsjállegast, að efla kastala sína og varnir á Malta, Gibraltar og við Calais-sundið, en aukið framlögur til hers síns bæði á sjóog landi. Frá Balkanslöndunum mörgum kvitt fleygt um ókyrð og ólgu og þær undiröldur, sem rísa af leyniráðum Bússa. Sannfrjett þó kallað, að þeir hafi sent erindreka til Aþenubotgar, og látið þar frammi hafa fylgisfortölur og hin fegurstu heit við Grikki (ávæning um Miklagarð?). þetta og því um líkt kynnu sumir að kalla »grýlu« og skráveifur, eða niðrunar- fýsi við blessaðan Bússann. — En »sínum augum lítur hver á silfrið*. „Nú er mikiö um sólskin og sunnanvind — ok Sörli ríör í garö. Ljósvetningas. Danmökk. Svo gæti maður nú gert Höfn upp orðin, en biðill hennar yrði þá Silfri að heita. Lengi hefir á allra vör- um leikið: »Nú kemur miljónin!«, og lengi hefir svo verið við búizt, að henni skyldi allar dyr opnar standa. f>að fer nú sam- an, veðurgæði og aðsókn góðra gesta og ríkra. Hins vegar finnur fólkið til gleði og hreifings af því, að allt hefir tekizt hið bezta tilmeð sýninguna, og að allt mælist hið bezta fyrir erlendis, og viðurkennt, að hún slagi hátt upp í stórsýningar í öðrum löndum. f>að er sem Danir láti pólitíkina heldur f þagnargildi, sem stendur, er við svo mörgu skemmtilegu — og þar með fjár- föngunum — er að líta. Allt um það er kvittur á ferðum um nýja tilraun af hálfu hægrimanna að binda þá — og fleiri þó — einkamálum um samkomulag, sem í vor voru svo langt leiddir. Að því búnu skyldi þing kvatt til aukasetu og þar fjárlögin fyrir umlíðandi fjárhagsár samþykkt, eptir tilhliðrun af beggja hálfu í þeim málum, sem mest ber á milli. Svo skal þá kon- ungi auðnast, að sjá allt* hjá sjer í laga- stellingum 15. nóv., 25 ára afmælisdag ríkis síns. Hvað hjer er hæft í, eða hvað úr rætist, verður tíminn að sýna. Sjötíu ára afmæli Hostrups (skáldsins) bar upp á fyrsta í hvítasunnu. Honum var þá færð í heiðursgjöf silfurskál með 6500 króna. Viku síðar veizla honum haldin af vinum og kunningjum á Skyde- banen; þangað kom til hans stúdenta- prósessía með kyndlum um kveldið, en í þeim kveikt í Begensgarðinum. Látizt hafa: landi vor Gisli Brynjólfsson dósent við háskólann, eptir margra ára vanheilsu, og skáldið Chr. K. F. Molbech (f. 1821). Eptir Molbech liggja, auk ljóðmæla- safns, ýms leikrit, og sum þeirra talin með snildarverkum. Mestu sæmd hafði hann og af þýðing sinni á stórfrægðarljóðunum eptir ítalska skáldið Dante, sem heita: »La divina commedia« (eins konar leiðarsaga um vistir annars heim — helvíti, hreins- unareldinn og paradís). Nokeguk og Svíaríki. Afmælisdag rík- islaganna (17. maí) ýms hátíðarhöld í Kristjaníu og ræðufundir. Björnstjerne Björnsson var þann dag í verkmannafylk- ingu, og hjelt eina af jötunmóðsræðum sínum, þar sem fram var haldið almenn- um kosningarrjetti, en málinu sneri til harðvítugustu atgöngu gegn stjórninni og forustu hennar, Jóh. Sverdrúp. Kjarkur hans, vitsmunir og afreksvek á fyrri og fyrirfarandi árum, til þess yfir lauk með konungi og þingi — allt viðurkennt að vísu og lofsamlega um talað. En þar sem kom til frammistöðunnar síðustu árin, gaf afstyrmi eitt að líta. Líkt svo við Móses, að Sverdrúp hefði náð að sýna Norð- mönnum fyrirheitisland frelsisins og sjálfs- forræðisins, en megnað ekki að leiða þá þar inn. Á þessu misjafnt tekið, og í blaði Hedlunds í Gautaborg (»Haudels- och Sjö- farts-tidning«), einu bezta blaði á Norður- löndum, er svo að orði komizt, að þeir dragi sig sjálfa á tálar, sem nú veita Sverdrúp hörðustu átölur, eða treysta því, að Steen og Qvam eða aðrir reynist þeir forustubetrungar, sem þeir ætla, þó þeir nái sæti Sverdrúps. Annars er nú fleygt, að Sverdrúp hafi sagt sjer einráðið að fara frá stjórninni með haustinu. — Tveir af ráðherrunum, Bichter og Sören- sen, hafa nýlega sagt sig úr ráðaneytinu. Svíakonungur nú á heimsiglíngu frá Frakklandi, en kemur við á Englandi. Snemma í mánuðinum stóð grein í blaði Hedlunds, sem fyrr var nefnt, um »Dan- mörk og lsland«. Hjer sýnt fram á, að Dönum geri glámskyggni, ef þeir geri ekki sem bráðastan bug að þeirri breytingu stjórnarskrárinnar, sem íslendingum geðj- ast að. |>að hljóti að eins á hið verra að vita, ef deilan lengist úr því, sem komið er. Að hlynna að og gegna öllum sann- gjörnum kröfum íslands, verði stjórninni til sæmda, sættir og samkomulag hvorum- tveggju til gagns og góða, en hitt viti á vanzaveginn, að beita íslendinga harðræði eða traðka á þjóðrjettindum þeirra. Dan- ir megi ekki gleyma, að þeir eigi hjer um mikið að bæta. Látins er að geta þess prófessors í heim- spekingadeild háskólans í Kristjaníu, er Pontus Vikner hjet. Hann var sænskur og einn af lærisveinum Boströms, heim- spekingsins sænska. Jafnt á lopt haldið lærdómi hans og ritsnilld, sem rit hans um fagurlista- og heimspekileg efni bera vott um. Á andlegt fjör hans og atgerfi lagði þar að auki bjarma af heitri og óbif- andi trúrækni. Virtur og elskaður af öll- um, sem hann þekktu. England. Hjeðan fá tíðindi flutt, sem stendur. Blöðin tala um tvær sýningar— aðra í Glasgow, iðnaðar- eða verknaðar- og landbúnaðarsýning, stórfengilega, en hina í Kensington í Lundúnum. Um hina síð- ari vitum vjer, að hún er kölluð ensk og dönsk, og var henni lokið upp fyrir gest- um 19. f. m. J>ar sýnd listaverk, upp- drættir og fagursmíði frá Danmörk, ásamt ýmsum þjóðkennilegum atbúnaði (t. d. Amagerbúa) og búningum. J>ví, sem hjer ber til gróða, verður varið til að auka þann barnaspítala, sem prinsessan af Wales hefir stofnað í Lundúnum. Á fundum Ira mest rætt um páfabrjefið, og þó forvígismenn þeirra tali um það með varhygð, mótmæla þeir því sem fastlegast, að páfinn eigi neina heimild á að hlutast til baráttunnar fyrir landsrjettindum Ir- lands, og þá sízt að gera hana erfiðari en hún hefir verið frá öndverðu. Látins er að geta frægs manns, Charles Brights að nafni. Hann varð 56 ára að aldri. Hann lagði hina fyrstu frjettalínu yfir Atlanzhaf, en margar fyrri og síðar landa á milli. J>ÝZKALAND. Keisarinn virðist nú vera í stöðugri apturbata, en fyr hefir merki sjezt til, og síðustu rannsóknir Virchows láta vel yfir ástandi hálskirtlanna. Lækn- unum þykir sem fyr, að hann leggi of mikið á sig af stjórnarönnum, og það get- ur verið næðisins vegna, að hann hefir fallizt á að flytja sig til hallargarðsins Friedrichskron við Potsdam. Nýlega (20. f. m.) var hann við brúðkaupsvígslu yngsta sonar síns Heinrichs og Irene prinsessu af Hessen. Frelsismenn á J>ýzkalandi fagna hverju einu, sem eflir traust þeirra á frjálslyndi keisarans. Svo þótti vott gefa fyrir skömmu, er keisarinn hafði staðfest lögin um lengingu kjörbilsins, og hann ritaði brjef til ráðherra innanríkismálanna (Putt- kamers), þar sem hann leggur ríkt við, að nú verði það í móti að koma af hálfu stjórn- arinnar, að hafa dyggan og grandgæfilegan

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.