Ísafold - 20.06.1888, Síða 1

Ísafold - 20.06.1888, Síða 1
Kemur út í miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir I,,okt. Afgreiðslu- stofa i ísafoldarprentsmiðju. —— XV 28. --—- Reykjavík, miðvikudaginn 20. júní. 1888. 109. Innl. frjettir m. m. Avarp til H. Kr. Frið- rikssonar (kvæðí). 110. Um bráðafárið. Aflabrögð og ýsulóð. 111. Auglýsingar. 112. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóður Rvikur opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganirí Reykjavík, eptir Dr. J.Jónassen júní Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu|umhád. fm. em. fm. em. M.13. + 4 + ‘4 29,5 «9,5 A h b A hv b F. 14. + 8 + 12 29,5 «9,5 A hv b A hv b F. >.S. + 6 + 7 29,5 «9,5 S hv d S hv d L. 16. + 7 + 10 29,8 3°, S hv d S h d S. 17. + S + 10 3°,« 30,2 S hv d S h d M.18. + 7 + n 30,2 3o,t S h d S hv d P. 19. + 9 + u 30,« 30,i S hv d S hv d Alla þessa viku hefir vindur blásið ýmist frá austri eða suðri, optast hvass og dimmur, við og við með nokkurri úrkomu; stundum hefir hann gengið um tima til útsuðurs (Sv) með nokkru brimi, en fljótt aptur í suðrið hjer inntlóa. En í dag 19. er sama sunnanáltin og sama dimmviðrið, hvass með hryðjum. fjingvallafundarboð. Eptir samkomulagi við ýmsa samping- þingismenn vora leyfum vjer oss undir- skrifaðir að boða almennan fund að þing- völlum við Öxará mánudaginn 20. ágúst- mánaðar næstkomandi, til þess að ræða sjer i lagi um síjórnarskipunarmálið og önnur þjóðmál vor. Skorum vjerá kjós- endur i kjördæmi hverju, að senda á fund- inn 1 til 2 fulltrúa, er eigi sje alþingis- menn; enda teljum vjer vist, að þeir sæki fundinn eigi að siður. Ritað í maímánuði 1888. B- Kristjánsson, B- Sveinsson, fingm. Suður-fingeyinga. 2. þingm. Eyfirðinga. Jón Sigurðsson, (1. þingm. Eyf.). Reykjavík 20. júní 1388. Fóstskipið Laura fór hjeðan til Vestfjarða 14. þ. m. og er væntanlegt aptur 22. þ. m. Xjandshöfðingi, amtmaður, landlæknir og póstmeistari fóru vestur með Laura í embætt- is-skoðunarferð,— amtmaður jafnframt til að halda amtsráðsfund i Stykkisliólmi. Gufuskipið „Copeland11, þeirra Slimons og hans fjelaga, komhingað í gærkveldi frá Skot- landi og fór aptur í dag til Stykkishölms og ísafjarðar. Með því komu allmargir ferðamenn enskir. Talsvert á 2. hundrað vesturlara fóru með því hjeðan, þar á meðal allmargir norðan úr Húnavatnssýslu, með því að vonlaust var um að skipið gæti komið á Borðeyri. Af almæltum tíðindum frá útlöndum barst fátt með þessari ferð, nema það, að keisaranum þýzka var nú að þyngja aptur og lífið líklega þegar á þrotum. Hafísinn fyllti alla firði fyrir norðan nú fyrir vikutíma og sá ekki út vfir af yztu annnesjum. En „Copeland“ komst inn á Fáskrúðsfjörð fyrir 2 dögum og var ísinn farinn að lóna frá Aust- ijörðum; „Copeland“ hitti hann 20 mílur und- an landi. Afiabrögð framúrskarandi við ísafjarðardjúp, er póstur fór þaðan siðast. Fyrir norðan engin afli, sem nærri má geta, fyrir ísnum, nema dá- lítið reitzt á Eyjafirði, er lónað hefir þar frá, svo að koraizt hafi orðið þar fram úr fjörunni, og mjög mikið fjekkst þar af spiksíldi vor inn á Pollinum hjá Akureyri ; „var það sannarleg happasending, því að síðan 1869 hafa menn eigi verið jafnilla staddir með matbirgðir og nú“. — Hjer sunnanlands heldur aflinn enn áfram, mikið góður allt af, þegar á sjó gefur, nema í Höfnunum ; þar hafa báðar vertíðir brugðizt nær algjörlega. Bjargarskortur nyrðra nokkur sumstaðar, með því að matbirgðir eru á þrotum í kaup- stöðum þar vegna siglingaleysisins, einkanlega á Akureyri. í öðrum kaupstöðum hefir feng- izt úrlausn til þessa, þar á meðal bæði á Borð- eyri og Blönduós (þar sem sagt var orðið mat- vörulaust á áliðnum vetri í einhverju blaði). Út Patreksfirði skrifað 21. f. m.: „Bjargarleysi í langmesta lagi, enda einar 15 tunnur af mat- vöru hingað komið enn i vor, með Laura“. Jafnaðarsjóðsgjald 1888: i suðuramtinu 4 a,; í vesturamtinu 5 a. Mannalát og slysfarir. Hinn 2. f. m. fórst bátur frá Látrum vestra (( Rauðasandshreppi) á uppsiglingu úr róðri með 5 mönnum. Formaður var Dagbjartur Gfslason, giptur bóndi á Látrum, tengdasonur Árna Thoroddsens þar, valinkunnur maður og hinn duglegasti, um fertugt, en hisetar 2 ungir og mannvænlegir synir Arna Thoroddsens og 2 vinnumenn frá Einari bróður hans í Vatns- dal ( sömu sókn. Skipskaðinn, er sagður var úr Patreks- firði i ísafold 18. april þ. á., eptit fiskimönnum er þaðan komu, er ranghermdur ; skipið kom fram og mennirnir allir heilir á hófi. Unglingspiltur frá Lambastöðurn á Mýrum, Guð- mundur að nafni, sonur Elfasar bónda þar, var með byssu að veiða fugla í vor skömmu eptir hvitasunnu og fannst örendur; hafði haldið ó- gætilega á byssunni og skot riðið af henni á hann á hol. „Á hvitasunnudag, 20. maí, andaðist að Illuga- stöðum á Vatnsnesi öldungurinn Jón Árnason, á 71. ári. Hann hafði lengi búið þar rausnarhúi og var þó jafnan hinn öflugasti styrktarmaður sveitarfjelags síns. Hann var maður vandaður og mörgum góðkunnur. Avarp í s 1 a 11 d s við Halldór Kristján Friðriksson, yfirkennarara og riddara, á hans 40 embættisára júbíldegi hinn 2. júní ár 1888. Gægist gullfögur Hefir nú ára úr geimi skýja eygló árrisin yfir aldar svæði. Sér hún svipmikla sitja á tindi fjallkonu fornum faldi búna. f>á kvað það hin aldna og æsku-prúða — elli því hana aldregi sigrar: Sit eg á snjóköldu segulskauti, ísar og jöklar á eldhraunum. Er þjóð mín þrautum orpin, hyggur nú al' mér heimsku vafin — tælir vesæl varmenna fjöld opt ósvinna frá óðaltorfu. Eru þó margir arfar mínir mér umandi þótt mögur sé — ómar úr ljarska að eyrum mér bölva bergmál yfir breiðar öldur. Sé eg þar einn sona minna tryggan og trúan og tírgeðjaðan — hjarta heitt undir hraungrýti brást mér aldrei þótt brygðist aðrir. Ei þótt að gengi úr áttum mörgum leið lastyrði löðurmenna — öfund illgjarnra er þeir eigi fengu jafnfætis honum í heimi staðið. ástmögur tryggur fjóra tigi fyrir mig unnið. og þó enn lengur ef allar telda’g æsku stundir árborinnar. Máli og menntujs og megindáðunx lífgað land og lýða mengi, huggað í hörmum, hjálpað i raunum, stoðað í stríði fyrir ströndum frammi. Né einn er arfa minna honum fremri né hraustari — nú er grjótpáll minn grár fyrir hærum, og þó allflestum úngum snæfri. Gaf honum gæfa góða brúði, og gleði marga af góðum börnum, hagsæld heimilis og hollvini, og ánægju yudis að njóta. Fám veit eg fegri fengna giptu, fjör og friðsælu fremsta í heimi, þvi mun eg fríðan á fegins degi sveig honum snúa að silfurhárum. tíulli glæstara af tílasis lundi fengi eg honum frægðar merki þakklætis míns og þjóðar minnar fyrir lángt starf í stundarheimi.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.