Ísafold - 20.06.1888, Síða 2

Ísafold - 20.06.1888, Síða 2
109 Sú er ósk mín að aldurdaga megi enn margra njóta, fremdar og fagnaðar ! friðar skauti brúðar og barna uns bilar æfi. Svo kvað hin aldna en undir tóku landvættir allar og lengi kváðu — gladdist gullfögur í geimi skýja eygló árrisin yfir Halldóri. B. G. Um bráðafárið. Eptir landlœkni Schierbeck. Út af dálítilli athugasemd um bráða- pestina í Fjallk. 8. maí þ. á. skal jeg leyfa mjer að koma með eptirfarandi skýringu. Jeg álít það líka fært, eins og höf. at- hugasemdarinnar í Fjallk., að koma bráða- sjúkri kind lifandi til Reykjavíkur, ef mað- ur vill endilega; en jeg áleit það nú ekki nauðsynlegt, er jeg byrjaði rannsóknir mínar, og álít það ekki heldur nauðsynlegt nú; jeg hef látið mjer nægja að útvega mjer blóð og innýfli úr nýdauðum eða ný- slátruðum skepnum, og er jeg enn þeirrar skoðunar, að jeg geti notað það til rann sókna minna. Jeg skal samt ekki neita því, að fyrst, þegar mjer brást það, að geta framleitt bráðapestina í heilbrigðum skepnum með því að spýta inn 1 blóðið 1 þeim bakteríum þeim, er jeg hafði ræktað, þá kenndi jeg því mest um, að lopt hafði komizt að blóðinu og innýflunum. |>ó að það nú gjöri mikið til að því er snertir bakteríurnar sjálfar, þá getur það samt ekki riðið baggamuninn, þar sem það er fullreynt, að það getur heldur ekki valdið bráðapest í heilbrigðum skepnum, þó að blóði úr sjúku fje sje spýtt inn í þær eða eitthverjum bita af innýflunum skotið inn í hold þeirra. Sönnunin fyrir því, að eitthvert sóttnæmisefni eða baktería sje hin eigin- lega orsök einhverrar sýki, er, eins og menn vita, í því fólgin, að veiki þessa má framleiða á heilbrigðum skepnum með því að flytja sóttnæmið eða bakteríuna inn í líkama þeirra, og jafnframt, að veikin verður ekki framleidd á annan hátt en með þessu sóttnæmi. þessa sönnun hef jeg ekki getað útvegað enn ; árangurinnaf öllum mín- um tilraunum síðan 1885 með að spýta inn bráðasjúku blóði eða holdfesta bita af bráða- sjúkum innýflum hefir hingað til ver- ið sá, að engin sýking hefir af hlotizt. blóðinu og innýflunum, einkum vinstrinni, hef jeg fundið bakteríur ýmislega lagaðar ; en þessar ýmislegu bakteríur hafa hingað til orðið allar stafmyndaðar, er þær voru ræktaðar. Að mjer hafi sjezt eitthvað yf ir við ræktunartiíraunirnar á þessum bakt eríum, er naumast efamál, þó að jeg hafi eigi komizt fyrir það enn. Eins og þegar er á vikið, þá ollu þessar ræktuðu bakteríur alls engri bráðapest, er jeim var spýtt inn í blóðið. Jeg gerði þá ýmsar tilraunir með að spýta blóði úr bráðasjúku fje inn í heilbrigðar skepnur og eins að rista fyrir á hörundinu og smeygja sar inn smábitum af innýflum úr bráða- sjúku fje; furðaði jeg mig enn meira á 5VÍ, er eigi tókst að heldur að framleiða sjúkdóminn með því móti. Herra Einar B. Guðmundsson á Hraun- um, er hefir mikinn áhuga á þessu máli, hefir fyrir mín orð og með aðstoð hjeraðs- læknisins (Helga Guðmundssonar) líka spýtt inn bráðapestarblóði í 2 kindur, en jað hefir enga verkun haft, heldur en hjá mjer. Nú í vor hef jeg enn gert 2 tilraunir til að framleiða bráðapest í heilbrigðum skepnum, með því að gefa þeim inn blóð og innýfli úr bráðasjúku fje, hrært saman við mjölhrat; en enga verkun hefir það haft fremur en hitt. Frá herra Einari B Guðmundssyni, sem jeg hefi beðið um að gjöra nokkrar tilraunir á þennan hátt, hefi jeg ekki fengið neitt svar enn þá. Með síðasta póstskipi fekk jeg prentaða skýrslu frá dýralækni ívari Nielsen í Berg- en. Á þeirri skýrslu sjest, að hann héfir einnig fundið bakteríur í blóðinu, en að honum hefir eigi heldur lánazt að fram- leiða bráðapest í heilbrigðum skepnum, hvorki með því að spýta inn blóði nje með því að holdfesta bita af innýflum, er hafa að geyma áminnzta bakteríu, og ekki held- ur með því að gefa þeim inn kjöt eða blóð úr bráðdauðu fje. Eptir þessu virðist svo sem fengin sje sU niðurstaða nú í bráðina, að bráðafárið sje sjúkdómur, er ekki geti flutzt í heil brigðar skepnur með því að spýta inn í þær blóði úr bráðasjúku fje eða hoidfesta í þeim bita úr skrokknum af því fje nje heldur með því að gefa þeim þess konar inn (um munninn). En jeg ítreka það aptur hjer, að oss getur yfirsjezt í svo mýmörgu þessu viðvíkjandi, að ekki tjáir að fullyrða það afdráttarlaust að svo stöddu, að bráða- fárið geti ekki flutzt í heilbrigðar skepnur á neinn þann hátt, er hjer hefir verið á vikið. það er í því eigi ófróðlegt að lesa það í Fjallk. 8. maí, að bóndi einn í Dala- sýslu hefir verið svo heppinn með fóðrun- artilraunir sínar, að hver kind, sem var gefinn inn biti af bráðdauðri skepnu, drapst eptir fáar klukkustundir. það er fjarri mjer að vera svo stór upp á mig, að vilja rengja þetta, sem Fjallk. segir frá; en hitt er það, að jeg get ekki að mjer gjört að vera nokkuð vantrúaður á það. Með því að þetta atvik er þannig , allfróðlegt, eins og nú á stendur, og jeg fyrir mitt leyti er og hefi jafnan verið mjög þakklátur fyrir að fræðast af öðrum, vil jeg biðja hlutaðeiganda að gera mjer mnn greiða, að útvega mjer nákvæma skýrslu um þetta mikilsverða atvik, er meðal annars gæti líka, eins og bent er á í Fjallk., orðið til þess, að þeir sem fást við að rannsaka veiki þessa, ættu hægt um vik eptirleiðis, að útvega sjer nýtt blóð í því skyni. Dýralækni Ivar Nielsen í Bergen heldur, að reynandi væri að brúka kamfóru og kalómel við bráðapestinni, og getur það auðvitað engu í spillt að reyna það. Jeg fyrir mitt leyti er hræddur um, að naumast muni takast að finna öflugt meðal við bráðapestinni, þegar hún er einu sinni komin í skepnuna. —það á eptir þessu langt í land, að geta afstýrt veikinni með bólusetning eða þess konar. þar á móti er það bersýnilega rmjög mikik vert, að bráðdautt fje sje sem fljót- ast grafið djúpt í jörðu niður eða því gjöreytt til agna t. d. með því að brenna það. Jeg er sannfærður um það, að það mætti taka alveg fyrir bráðapestina, ef öllum skepnum, sem bráðapest fá, væri gjöreytt til agna tafarlaust (brenndar), svo sem í tuttugu ár í röð, til þess að ekk- ert sóttnæmi frá þeim gæti falizt í jörðunni og frjóvgast. það getur að minni hyggju mikið vel verið, að bráðapestar-sóttnæmið leynist og dafni annarstaðar en í skepn- unum sjálfum, ef til vill í einhverju því líki, er vjer höfum eigi hina minnstu hug- mynd um að svo stöddu. það ríður þess vegna á, að vera mjög gætinn og vanfærinn gagnvart þessum óþekkta óvin og halda rólegur áfram rannsóknunum. í því skyni vil jeg biðja alla þá, sém þekkja til veiki þessarar, að senda mjer skýrslur þær þar að lútandi, er þeir geta í tje látið, helzt fyrir lok októbermán- aðar. Jeg vil ekki að svo stöddu tiltaka neina fyrirmynd fyrir þessum skýrslum, til þess að fyrirmuna mönnutn ekki að koma fram með hverja þá hug- mynd um sjúkdóminn, er þeir kunna að hafa. Aflabrögð og ýsulóð, eptir síra Jens Pálsson. (Niðurl.) Loks er tekið fram, að sá annmarki sje á lóðunum, að til þeirra gangi mikill tími á landi, þetta er rjett, en hitt er út í bláinn talað, að að gjöra almennt ráð fyrir svo miklu fyrir- hyggjuleysi, að setja þurfi skip í landi, og þurfi að senda í kaupstað eptir efni í lóð, ef eitt- hvað kynni að missast af henni í sjóinn. þá er bent á hampspuna sem atvinnu í stað'

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.