Ísafold - 20.06.1888, Síða 3

Ísafold - 20.06.1888, Síða 3
111 lóðarróðra. Getur verið að það borgi sig að „spekúlera“ í helminganetunum, að halda svo dýrar spunavjelar, sem vinnumenn með hamp- rokka; en þau hverfi hjer ytra með 700 ibúa, er stunda lóðarafla í Garðsjónum, þurfa eigi á þorskanetagarni að halda ; og þó að Vatnsleysu- strandarmenn af einskærri velvild vildu setja þessa hjeraðsbræður sína alla saman við hamp- rokka, þá er húið væri að svipta þá háðum veiðarfærunum, netum og lóðum, þá efast eg um, að þeim væri unnt að borga svo ríflega fyrir spunann, að jafnmargt fólk gæti lifað á daglaununum. jporskanetalínan yrði þá að gefast þeim betur, en í vetur sem leið. far næst minnist G. G. á væntanlega lóðar- brúkun á vetrarvertíð, spáir illa fyrir og skreytir orðin háðsmerkjum. Viti menn! Allir notuðu hjer lóðir um lengstan hluta vertíðar, og sumir til loka; og hvernig fór? Prýðisvel. Menn öfluðu einungis á lóðir til sumarmála og síðan jöfnum höndum bæði á færi og lóð til vertíðarloka; gekk þó fiskur eigi einasta inn að línu, heldur inn á Mjarðvíkurbrúnir og á sinum tíma alstaðar á grunn. Eu i þetta skipti voru fiskigöngur mjög hægfara, þar eð hvorki gekk síld nje annað sýli með þorskin- um, og hafði hann því ekkert hraðfara æti að elta. J>að er þannig langt frá því, að ræzt hafi sá spádómur G. G., að lóðir mundu aflasælar iyrstu dagana, en óhappasælar fyrir færafisks- göngur. Reynslan hefir þenna vetur gengið beint á móti kenningum hans í þessu sem öðru. Eptir þessa staðlausu rökleiðslu gegn lóðun- um knjesetur G. G. loks sýslunefndina, og leggur fyrir hana hvað hún eigi að gjöra í þessu roáli, og segir að það hafi einungis verið gert af kurteisi og fjelagsanda, að vera að taka Keykjavík og Seltjarnarnes með. Nú þurfi þess ekki framar, þar sem allflestir útvegsbændur innan Garðsskaga vilji láta banna sjer lóðirnar frá jólum eða nýjári. En hvað sem hann hefur fyrir sjer í þessu, þá veit eg ekki til þess, að nokkur útvegsbóndi hjer í Garðinum vilji láta fara svo með sig, ekki heldur nokkur einn í hálfum Miðneshreppi, en þaðan eru reknar fiskiveiðar fyrir innan Skaga allt til vetrarvertíðar, og kemur þessum hjer- aðshluta því mál þetta við. Hitt þarf víst engrar skýringar við, að samþykktin verður tvöföld óhæfa við það, að sleppa fjölmennum hjeraðshluta, Seltjarnarnesi og Keykjavík, úr. G. G. álítur, að með lóðabanni sje stígið veru- legt spor fiskiveiðunum til framfara, en eg ætla, að með því sje stigið háskalegt spor fiski- mönnum til apturfara. Loks skal hjer við bætt nauðsynlegri athugasemd við þau ummæli G. G., að bezt hafi Njarðvíkingar og Keflvíkingar í haust fiskað þorskinn á haldfærin. Hjer er hálfsögð saga, því undan er fellt að geta um, að hafsíldarhlaup kom í Keflavík og Njarðvíkur í haust. Nægtir voru af síldarbeitu og fyrir því hlaðfiski á haldfærin, en síðan ekkifframar. í sama móti er það steypt, þegar látið er lík- lega i blöðunum um haldfæraveiðar, er spillt sje með lóðum, út af því, ef eitt skip fær nokkra í hlut á kjöt af nýskotnum fuglum. eins og allur almenningur ætti kost á slíkri beitu! í>að er ógætilegt að segja hálfa sögu ókunnugum mönnum, þvi það kann að villa þeim sjónir. Sannleikurinn er 'sá, að færa- veiðin með vanalegri beitu hefir í allan vetur hjer syðra reynzt ýmist árangurslaus eða sár- lítil, allt þangað til hrognkelsabeita fjekkst seint á vetrarvertíð. Eptir það fiskuðu þeir, er hana höfðu, vel á færin, en hinir ekki; þeir hjeldu þá áfram með lóðirnar og gafst það vel. Útskálum 16. maí 1888. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Uppboðsauglýsing Eptir kröfu Sigurðar Sigurðssonar í Brœðraborg verður að undangengnu fjár- námi 24. f. m. samkvœmt op. brj. 22. apríl 1817 og lógum 16. des. 1886 eign Jóhönnu Magnúsdóttur, jörðin Erókur í Biskups- tungnahreppi í Árnessýslu, að dýrl. 5 hndr. eptir gömlu mati, seld við 3 opinber upp- boð, sem haldin verða 2 liin fyrstu á sknf- stofu Árnessýslu, föstudagana 22. þ. m. og 6. júlí, og hið 3. á jörðinni sjálfri föstu- daginn 27. júli, til lúkningar veðskuld til uppboðsbeiðandans með vöxtum og kostnaði. Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi og verða söluskilmálarnir birtir á uppboðunum. Skrifstofu Arnessýslu 1. dag júním. 1888. Björn Bjarnarson settur. Proclama. Samkvœmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjeú 4. janúar 1861 er hjermeð skor- að á alla þá, er telja til skuldar eptir Stein Jonsson, tomthúsmann frá Bakka við Bcykja- vik, sem drukknaði 22. f. m., að lýsa kröf- um sinum i dánarbúi hans og sanna þcer fyrir undirskrifuðum skiptaráðanda í Beykja- vik áður en 6 mánuðir liða frá siðustu birtingu þessarar innköllunar. Bæjarfógetinn í Reykjavík 5. júni 1888. Halldór Daníelsson. Proclama Samkvœmt lögum 12. april 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hérmeð skorað á alla þá, er telja til skuldar eptir Úfeig Guðmundsson, tómthúsmann frá Bakka við Beykjavik, sem drukknaði 22. f. m., að lýsa kröfum sínum í dánarbúi hans og sanna þœr fyrir undirskrifuðum skiptaráð- anda í Beykjavík áður en 6 mánuðir liða frá síðustu birtingu þessarar innköllunar. Bæjarfógetinn í Reykjavík 5. júní 1888. Halldór Daníelsson. Verzlunarhús til sölu. Föstudaginn 22. fúnímánaðar nœst- komandi verður opinbert uppboð haldið á verzlunarhúsi mínu hjer í bænum, ásamt áföstu geymsluhúsi, og verður pað selt hœstbjóðanda, ef viðunanlegt boð fœst. Uppboðið, sem framfer í húsinu sjálfu, byrjar kl. 12 á hádegi. Söluskilmálar verða nákvœmar aug- lýstir. þar eptir verða seld ýms verdunar- áhöld, svo sem: vigtir, lóð, mælar, börur, vagn o. s. frv. Enn fremur eldtraustur peninga- og bókaskápur úr járni. M. Johanncssen. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu landsbankans og að undan geruginni fjárnámsgjörð 16. þ. m. vcrður hús Bunólfs Sigurðssonar snikkara á Stuðlakots- lóð i Beykjavik með hliðsjón af opnu brjefi 22. april 1817, og samkvæmt lögum 16. des. 1885, 15. gr., selt við 3 opinber uppboð, sem haldin verða, 2 hin fyrstu á skrifstofu bæj- arfógeta miðvikudagana 4. og 18. júlí þ. á. og hið þriðja í húsinu sjálfu 1. ág. þ. á. til lukningar 2200 kr. skuld með 5°/° vöxt- um frá 1. okt.f. á. og öllum kostnaði. Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi nefnda daga, og verða sölusilmálar til sýnis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið 1. uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 19. júní 1888. Halldór Daníelsson. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu landsbankans og að undan- genginni fjárnámsjórð 16. þ. m. verður hús Benedikts gullsmiðs Asgrimssonar við Hlíð- arhúsastíg hjer í bænum, með hliðsjón af opnu brjefi 22. apríl 1817, og samkvæmt lögum 16. des. 1885,15. gr., selt við 3 opin- ber uppboð, sem haldin verða, 2 hin fyrstu á skrifstofu bæjarfógeta i Beykjavik mið- vikudagana 4. og 18. júli þ. á. og hið 3. í húsinu sjálfu föstudaginn 3. ág. þ. á. til lúkningar 1400 kr. veðskuld með 5j° vöxtum frá 1. okt. f. á. og óllum kostnaði. Söluskilmálar verða til sýnis hjer á skrif- stofunni degi fyrir hið 1. uppboð. Uppboð- in byrja kl. 12 á hádegi ofannefnda daga. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 19. júní 1888. Halldór Daníelsson. Uppboðsauglýsing. Bær Jóhannesar Pálssonar i pingholtum við Beykjavík, sem hefir verið tekinn fjár- námi til lúkningar sakamálskostnaði, verðnr boðinn upp í fjórða sinn og seldur hœst- bjóðanda, ef viðunanlegt boð fæst, laugar- daginn 30. þ. m. kl. 12 á hádegi. Uppboðið verður haldið á skrifsofu bæjar- fógeta, og vcrða söluskilmálar fyrirfram birtir. Bæjarfógetinn, í Reykjavík 18. júní 1888. Halldór Daníelsson-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.