Ísafold - 25.06.1888, Page 3

Ísafold - 25.06.1888, Page 3
115 auganu fram með mæninum, er eins og í eintóma möskva sjái, þar sem rjáfrið er svo hátt frá jörðu og sperrur allar boga- dregnar, negldar saman af borðum, en milli þeirra ganga í geisla krosstrje og niður á bitahöfuðin. þakið er allt úr gleri. Ejett fyrir neðan bitahöfuðin eru veggsval- ir alla leið, og er afþiljað við hvert bita- höfuð, svo að þar verða ótal stafgólf, og kemur sjer það vel fyrir sýningarmenn, þar sem hver fær svo sína kompu. |>ai' er mest sýndur saumaskapur, heim- ilishannyrðir og handbrögð unglinga í skól- um, uppdrættir o. fl., sem seinna skal getið. Til beggja hliða við aðalskálann standa svo þverskálar, og er gerðin þar hin sama, en þar út í frá ýms sýningarhús önnur, og má helzt tilnefna listaverkaskálann, sem ef til vill ber beztan vott um smekkvísi yfirsmiðsins, M. Nyrops, svo vel sem þar fer á öllu, byggingarlagi, litum og trjá- skurði, enda telja margir trjásmíði þetta með turni og skálum bera langt af öllu smíðinu. þá verður mörgum starsýnt á sýningarhöll Eússa; hún blasir við miðs vegar í húsalengjunni. Bússakeisari hefir látið reisa hana, og ætlar tengdamóður sinni að gjöf, þá er sýningunni er lokið; á Lovísa drottning að hafa hana að skemmu fyrir sonardætur sínar eða skemmtiskála, og verður höllin því flutt til Fredensborgar og reist þar aptur. Höll þessi er öll gerð úr ólituðu trje, en hver spýta skygð svo, að skín við gulgljáandi. Veggirnir eru úr i álnar gildurn sívölum bjálkum, en fyrir ofan tekur við sem víravirki úr trje, allt útflúrað, og lagið líkast því, er algengast er a indverskum hofum. þótti Dönum yndi mikið að horfa á, meðan Eússar þeir, er keisarinn hafði sent hingað til að gera dvergasmíði þetta, voru að vinnu sinni, og varð starsýnt mjög á, er það sýndi sig, hvað gera má með nafar, öxi, hefli og sög, ef höndin er hög; önnur áhöld höfðu Bússar ekki. þá eru enn fleiri einkennileg sýningar- hús, svo sem bóndabær sá, er reistur ertil þess,aðgeymaheimilis-hannyrðirDana;stæl- ing eptir Nikulásarkirkju, er Jacobsen ölgerð- armaður hinn ungi hefirsmíðalátiðjo.fl. Enn- fremurer þarölflaska ein (hús í ölflösku líki) gríðarstór, nálægt 40 ál. á hæð. Inn í henni er lyftingarvél, sem ber mann ókeypis upp í stútinn, og er þaðan víðsýni mikið og fag- urt yfir Höfn og sýningarsviðið. þá er enn fjöldi af smærri húsum ýmisskonar, sýnis- horn [úr ýmsum áttum. Eitt er t. d. gert eptir því sinði, sem tíðkast í Vestur- heimseyjum: St. Croix og St. Thomas, ný- lendum Dana; það er alhvítt utan, byggt í ferhyrning; eru þar inni svertingjar 2, er sýna mönnum afurðir eyja þessara; það er mest romm og sykur. Frá aðalsýningarsviðinu liggur brú boga- hvelfd yfir stræti fyrir sunnan það (Ny- Vesterg. Forlæng.) og tekur þá við hinumegin viðhanaá vinstrihönd sýningarskáli herlið- sins; má þar sjá mörg morðvopn og dýr, sprengikænur o. fl.; en hægramegin er hinn voldugi vjelaskáli; þýtur þar og gnauðar allan daginn, þar sem prentvjelar, vefnaðar- vjelar o. s. frv., vinnafyrir augum manna; er þar urg og ólhljóð mikil og sannefndir ó- friðarstaðir. A einum stað þar er grafin laug allstór; þar sýnir köfunarmaður list 8Ína, og smíðar neðansjáfar, drekkur öl o. s. frv. I vjelaskálanum er magnvjel sú, er fram leiðir rafmagnsljós það, er á hverju kvöldi ber birtu yfir allt sýningarsviðið, svo að varla sjer mun dags og nætur; hvergi er ljós haft í sýningarskálanum, því heldur þykir eldnæmt efni í veggjum og viðum, og hvergi má reykja inni; varð- ar það brottrekstri, ef uppvíst verður, og er þess öll von, því að mikið er í veði. Hús það er hefir að geyma allt það, er að fiskiveiðum lýtur, er að nokkru frábrugð- ið öðrum sýningarhúsunum bæði að lit og lögun; það er sem skáli í lögun, með höllu þaki; eptir endilöngum mænirásnum eru útskornir höfrungar úr trje, en fornar skipa- myndir dregnar á framhliðina, og fiski- menn með færi myndaðir á gaflana. A framveggjunum eru stórir gluggar, en fyrir innan þá greypt í vegginn vatnsheld ker, og hafast þar við ýmsir lifandi fiskar; má sjá alla atburði þeirra gegnum glerið. Fyrirspurnir. 1. Um vínveitingalögin nýju, 10. febr. þ. á., er öbluöust gildi 13. júní. Kaupmaður einn, sem hefir haft mikla bjór- verzlun, en þykir hin nýju lög, er hanna að selja minna en 10 hálfflöskur í einu, gera sjer hvumleiðan hnekki, hefir látið kenua sjer það þjóðráð, ef náungann langar í 1 bjór frá hon- um, að „skrifa“ hann þá fyrir 10, með hans levfi, og geyma svo fyrir hann hina 9. þetta mun vera óbrigðult þjóðráð, eða hvað ? * * Svar : Nei; brigðult verður það efalaust. Með því að slík „geymsla11 getur að öllum jafnaði alls ekki haft neinn skynsamlegan tilgang, mun verða svo álitið, er til dóms kemur, að alls eng- in kaup hafi gerzt um þessa 9 bjóra, heldur að eins um þann 1, er afhentur var undireins, og að kaupmaður hafi með þeirri sölu (á 1 bjór) brotið lögin (25—250 kr. sekt). 1. Mega kaupmenn gefa hina svonefndu „ferð- pela“, eptir að lög um veiting og sölu áfengra drykkja 10/2—88 náðu lagagildi, og sje svo, mega þeir þá gefa minna en 3 pela í einu? 2. Mega kaupmenn gefa í staupinu eða veit* vin á skrifstofunni (Contoret) eða öðrum þeim herbergjum, sem tilheyra búðinni, án þess þó að vera vörugeymsluhús ? 3. (Iretur kaupmaður komið ábyrgð fram & hendur þeim, sem drekkur í forboði hanB 1 búðinni, eða er sá, sem þrjóskast við for* boð hans, ábyrgðarlaus ? 4. Er kaupmanni leyfilegt að reka þá út úr búðinni, sem drekka þar í forboði hans, eða hve langt má hann ganga til að gjöra „al/t sem í hans valdi stendur“ til að fyrir- byggja það ? * * * Svör: 1. Hinar venjulegu „ferðapela“-gjafir eru í rauninni ekki annað en kaupbætir, og því rjettnefnd sala, en ekki gjöf. Má því eptir hinum nýju lögura fráleitt gefa minna á ferða- pela en 3 pela x einu. 2. það er hætt við að dómstólarnir líti svo á, sem orðin „sölubúð eða vörugeymsluhús11 nái ekki eingöngu yfir aðal-afhendingarherbergi verzlunarinnar (búðarherbergið sjálft) og úti- hús þau, er varningurinn er geymdur í, heldur einnig aðrar þær vistarverur, er kaupmaðurinn notar beinlínis til að reka atvinnu sína, verzl- unina, enda virðist það og í sjálfu sjer ekki geta gert neinn mun, hvort hann ritar i verzl- unarbækur sínar frammi í sjálfu búðarherberg- inu, eða liann hefir til þess klefa eða stofu þar innar af, auk þess sem þar (í skrifstofunni) ger- ast jafnaðarlega ýmisleg kaup, og það helzt hin meiri háttar; líka er opt geymt þar eitt- hvað af vörum. Verður því forsjálast, að gefa ekki í staupinu þar heldur: það getur eptir þessu kostað kaupmanninn 25—250 kr. útlát, þótt hann geri það ekki nema alls einu sinni, og helmingi hærri sektir m. m., ef hann gerir það optar. 3. -4. Samkvæmt húsbóndarjetti sínum í búðinni er kaupmanninum, eða þeim sem geng- ur í hans stað, heimilt að reka þá út með valdi, er eigi vilja hlýða tjeðu banni, og má hann meira að segja búast við, að hann verði ekki álitinn hafa gert „allt sem í hans valdi stóð“ til að afstýra nautn hins áfenga drykkjar í sin- um húsum, ef hann vanrækir það eða annað, Bem honum er innan handar að gera í því skyni. Að öðru leyti liggur engin sjerstakleg ábyrgð á þeim sem þrjóskast. 11. Um 'próf við l'eknaskólann. það hefir orðið hljóðbært, að til þess að „sitja yfir“ læknaefnunum meðan þeir leystu af hendi hinn skriflega hluta embættisprófs síns við læknaskólann í Reykjavík nú fyrir skemmstu, hafi verið tekinn maður, sem eigi einungis hefir verið samtiða þeim öllum í skóla, heldur lags- maður þeirra síðar, og hefir nú auk þess verið árum saman sambýlismaður og fjelagi eins þeirra, og það þess, sem búizt var við að prófið kynni að ganga einna örðugast. Er það nú rjett eða leyfilegt, að haga þessu vali þannig ? Og mundi það verða til þess að auka traust á stofn- un þessari og embættismönnum þeim, er þaðan koma ? — X. V

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.