Ísafold - 18.07.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlímán.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útg.fyrir I.okt. Afgreiðslu-
stofa i ísafoldarprentsmiðju.
XV 33.
Reykjavík, miðvikudaginn 18. júli.
1888.
129. Innl. frjettir.
130. f Einar fórðarson prentari (kvæði).
Stjórnarskrármálið (niðurl.).
131. Útlendar frjettir. Hitt og þetta. Augl
132. Auglýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 4—6
útlán md„ mvd. og ld. kl. 6—7
Söfnunarsjóðuiinn opinn I. mánud. i
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðuratlmganirí Reykjavík, eptir Dr. J.Jónassen
Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
júli ánóttu umhád. fm. em. fm. em.
M. 11. + 7 + 12 30+ 29,9 A h d O d
F. 12. 4-10 + H 29,9 29.9 O d O b
F. 13. -t 10 4-l8 29,9 29.9 O d 0 b
L. 14. + 11 + 16 3°, 29,9 0 b O b
S. 15. + 12 + 16 29,9 29,9 O d O d
M.16. + 11 + 15 29 0 29,9 O d O d
Þ. «7- + 11 + 14 30, 3°, O d O d
Umliðna viku hefir verið mesta hægð á veðri
rjett logn alla vikuna, optast dimmur og stundum
með svækju-rigningu. I dag 17. logn og dimmur.
Reykjavík 18. júlí 1888.
Strandferðaskipið Thyra (skipstj.
Boldt) kom hingað í gærmorgun, sunnan
um land, vegna hafíss fyrir austfjörðum.
Hafði að eins komizt inn um rifu á Seyðis-
fjörð, — ísinn náði lengra suður eptir og
var allmikill, heldur að aukast. Inn á
Berufjörð komst það líka. |>að fór jafn-
harðan af stað hjeðan vestur fyrir land og
ætlar að komast þeim megin á norður-
hafnirnar.
Gufuskipið Copeland kom hingað
í gærdag frá Skotlandi, og fór aptur sam-
dægurs til Stykkishólms með vörur til pönt-
unarfjelaganna þar vestra. Kemur aptur
ingað í kvöld eða á morgun að taka hesta,
og fer þá til Skotlands beint.
|>að komst ekki á neinar norðurhafnirn-
ar á ferðinni hjeðan um daginn, fyrir ís,
— ekki einu sinni á Sauðárkrók.
Ný lög- fessi tvenn lög frá síðasta
þingi hefir konungur staðfest 19. f. m.
22. Lög um bátfiski áfjörðum (orðrjett í
ísaf. 1887, bls. 157).
23. Lög um síldveiði fjelaga í landhelgi
(ísafold 1887, bls. 148).
Lögin frá síðasta alþingi voru 28 alls.
Tveimur hefir þegar verið synjað staðfest-
ingar (um stofnun lagaskóla, og breyting
á tölu þingmanna í deildum alþingis).
Eru þá 3 eptir óstaðfest, sem sje: um
brúargjörð á Ölvesá, um uppeldi óskilget-
inna barna, og viðaukalög við útflutninga-
Iögin.
Landsbankinn. Landshöfðingi hefir
veitt bankastjórninni heimild til um tveggja
ára tíma að víkja frá fyrirmælum 23. grein-
ar í reglugjörð bankans um að ekki megi
veita lán úr bankanum um lengri tíma en
10 ár. Hafði bankastjórr.in skýrt frá, að
ákvörðun þessi hafi reynzt mjög óhagkvæm,
einkum síðan landsbankinn tók við spari-
sjóði Beykjavíkur, þar sem bankinn hafi
neyðzt til að láta leggja sjer út hús og
jarðir, er að veði hafi verið fyrir lánum í
sparisjóðnum, en hafi átt örðugt með að
losast við eignir þessar aptur vegna greindr-
ar ákvörðunar.
Skaðabætur til vesturíara. Lands-
höfðingi hefir með úrskurði 25. f. m. dæmt
vesturförum þeim, er urðu að bíða í fyrra
sumar á Borðeyri eitthvað 6 —7 vikur
eptir útflutningaskipi Allan-línunnar, 9090
kr. skaðabætur frá »línu« þessari. Segir
svo í úrskurðinum (í Stjtíð.):
«Skjöl málsins bera með sjer, að út-
förum þeim, sem hjer ræðir um, hafi ver-
ið lofað fari með gufuskipinu Ca'noens,
sem Allan-línan notaði sem útflutningaskip
sumarið 1887, á 2. ferð skipsins hingað til
lands það sumar, og eptir ferðaáætlun
sinni átti það að korna til Borðeyrar 3.
júlí, en af því að það tafðist vegna íss á
1. ferð sinni, komst það ekki á stað frá
Granton í 2. ferðinni fyr en 2. júlí. Eptir
ferðaáætlun sinni átti útflutningaskipið að
fara 2. ferðina beina leið frá Granton til
Borðeyrar, en í stað þess fór það til
Beykjavíkur og kom þar 7. júlí, þaðan fór
það til Stykkishólms, Dýrafjarðar og Isa-
fjarðar, en sneri aptur á Isafirði til Beykja-
víkur og fór þaðan beina leið til Skotlands.
Eptir árangurslausa tilraun til að komast
til Borðeyrar á 3. ferð sinni komst Camo-
ens þangað loks 23. ágúst og flutti þá
þaðan útfara þá, sem höfðu beðið þar fars
frá því 3. júlí. Fyrir þessa bið sina á
Borðeyri krefjast útfararnir skaðabóta af
hendi Allan-línunnar, 1 kr. á dag fyrir
hvern mann, sem átti að greiða fullt far-
gjald, og 50 aura fyrir hvert barn með £
fargjaldi, frá 8. júlf, er útflutningaskipið
að þeirra hyggju hefði getað komið til
Borðeyrar og flutt þá, og til 23. ágúst, er
loks var tekið þar við þeim til flutnings
eða samtals fyrir 202 útfara með fullu far-
gjaldi í 45 daga 9090 kr.
Með því að það verður að álítast sannað
og því er ekki mótmælt, að kærendunum
hafi verið heitið fari til Vesturheims með
útflutningaskipi Allan-línunnar, gufuskipinu
Camoens, frá Borðeyri 3. júlí f. á. eða svo
fljótt eptir þann dag, sem auðið væri;
mcð því að það ennfremur er skýlaust
viðurkennt af yður [Sigf. Eym.] sem að-
alumboðsmanni Allan-línunnar hjer á landi,
að útflutningaskip línunnar hafi á 2. ferð
sinni frá Skotlandi til Islands, sem það
byrjaði 2. júlí frá Granton, ekki gjört neina
tilraun til að komast til Borðeyrar, heldur
hafi það verið ákveðið, áður en skipið
lagði á stað frá Granton, að það á þeirri
ferð skyldi ekki fara lengra en til ísafjarð-
ar, sem einnig styðst við vottorð 2 brezkra
farþegja með skipinu og við það atvik, að
skipið skildi eptir í Granton vörur þær,
sem þaðan átti að flytja til Borðeyrar;
með þvi að þannig engin sönnun er kom-
in fram fyrir því, að útflutningaskipið
Camoens hafi ekki getað komizt til Borð-
eyrar 8. júlí, hefði það farið þangað beina
leið á 2. ferð sinni, því síður sem önnur
skip um sama leyti fóru hindrunarlaust
fyrir Horn inn á Húnaflóa og skip kom
frá útlöndum til Borðeyrar 11. júlí;
með því loks að skaðabætur þær, sem
krafizt er eptir áðursögðu, virða3t vera
sanngjarnar, og tala útfara þeirra, sem til
bóta telja, kemur heim við skýrslu yðar,
þá úrskurðast hjermeð samkvæmt löguin
um tilsjón með flutningum á þeim mönn-
um, sem flytja sig úr landi í aðrar heims-
álfur, dagsettum 14. janúar 1876, 14. gr.:
Útflutningastjórunum James & Alex-
ander Allan í Glasgow eða aðalumboðs-
manni þeirra hjer á landi, Sigfúsi
Eymundssyni, fyrir þeirra hönd, ber að
greiða útförum þeim, sem fluttir voru með
útflutningaskipinu Camoens frá Borðeyri
23. ágúst f. á. áleiðis til Vesturheims, í
skaðabætur 9090 kr.
Jeg skal bæta því við, að jeg hef gjört
ráðstöfun til þess, að framangreindar skaða-
bætur, að frádregnum 2020 kr., sem þjer
borguðuð optnefndum útförum síðastliðið
sumar, eða 7070 kr. verði greiddar af veði
því, sem Allan-línan hefur sett og geymt
er í »Privatbanken« í Kaupmannahöfn*.