Ísafold - 18.07.1888, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.07.1888, Blaðsíða 2
130 Verzlun. Með »Copeland« frjettizt, að það sem kom með Laura til Khafnar snémma í þ. m., 600 skpd. af saltfiski, seldist þar á þessa leið: góður vestfiskur fiskur ó- hnakkakýldur 42—50 kr., hnakkakýldur 42—43 kr., smáfiskur 38 kr. Hafði hann lækkað talsvert frá því að Thyra kom, hálfum mánuði áður; því sá fiskur 3eldist á 50—55 kr. vestf. óhnakkakýldur en 47 hnakkakýldur vestfirzkur og sunnlenzkur, og smáfiskur 42—40 kr., og ýsa 38 til 35 kr. Óselt var í Khöfn í mánaðarlokin 300 skpd. Fyrir lýsi var þá gefið 34 kr., fyrir ljóst hákarlalýsi gufubrætt, og pott- brætt 31-J, en dökkt hákarls- og þorska- lýsi 26—29 kr. Fvrir sundmaga boðið 45—50 a., en farið fram á 65. Saltfiskur frá Norvegi er sagt að nemi þetta ár nál. 300,000 skpd., og er það 30/« meira en í fyrra. þar af var búið að senda um 40,000 skpd. til Spánar um mánaða- mótin, og hafði það hleypt niður verðinu þar um 15°/». Hæsta boð þar í júlífarma 40 rm. (tæpl. 36 kr.), og í ágústfarma vænt- anlega 36 rm. (= 32 kr.). Á Englandi hafa selzt nokkrir farmar af Spánarfiski frá suður- og Yesturlandi, hinir sunnlenzku á 16 £ smálestin (=46 kr.skpd.) af stórum fiski og 15 £ (=43 kr. skpd.) af smáum, en vestfirzkur 17 (49 kr.) og 16 £, að meðtöldum öllum kostnaði þangað. En nú ekki búizt við meiru en 14 £ (= 40 kr. skpd.) fyrir smáfisk þar og 12 £ (= 344 kr. skpd.) fyrir ýsu. Hjer í Kvík halda kaupmenn áfram með 38 kr. fyrir saltfiskinn, eins eptir sem fyrir 15. júlí, nema einn (J. O. Y. J.) gefur 40. Sama verð er í Keflavík og Hafnarfirði (nema þ. E. þar 40). A Akranesi gefa aptur allar verzlanir nú 40 kr., nema við Thomsens verzlun að eins 38 látnar uppi. í Borgarnesi eru viðstöðulaust gefnar 40, og þar eru allar matvörur með lægra verði en í Keykjavík eða á Akranesi. Mannalát. Síra Sveinn Skúlason, prestur að Kirkjubæ í Hróarstungu, and- aðist 21. maí þ. á. Hann var fæddur 12. júní 1824, útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1849, sigldi samsumars til háskólans og stundaði þar lög nokkur ár, var um tíma skrifari í íslenzku stjómardeildinni, kom hingað til lands aptur 1856 og tók að sjer ritstjórn »Norðra» á Akureyri og forstöðu prentsmiðjunnar þar, er hann hjelt til 1862. þá fluttist hann til Keykjavíkur og dvald- ist til 1868, er hann tók prestsvígslu 14. júní, samkvæmt konungsleyfi 2. ágúst 1865, þótt hann hefði eigi géngið á prestaskól- ann. Hann þjónaði Staðarbakkabrauði 1868—1884, og Kirkjubæ síðan til dánar- dægurs. Hann var alþingismaður fyrir Norður-þingeyjarsýslu á þingunum 1859— 1867. Hann var kvæntur Guðnýju Ein- larsdóttur, systur H. E. Helgesen skóla- stjóra ; missti hana fyrir nokkrum árum. Eptir þau lifa 3 börn, einn sonur (ískóla) og tvær dætur. Síra Sveinn sál. var gáfumaður góður og vel að sjer. Blaðamennska fór honum vel úr hendi, og á þingi þótti hann allvel máli farinn og tillagagóður. Einar pórðarson prentari andaðist 11. þ. m., að Hálsi í Kjós. Hann var nær sjö- tugur, fæddur 23. des. 1818, að Skildinga- nesi við Reykjavík, sonur þórðar bónda Jónssonar. Hann var forstöðumaður lands- prentsmiðjunnar í 24 ár, frá 1852—1876. þá keypti hann prentsmiðjuna og hjelt henni til þess um vorið 1886, að hann seldi hana aptur og hætti prentiðn fyrir elli sakir og heilsubrests; hafði þá ftngizt við það starf í 50 ár, frá því 1836, er hann komst fyrst í læri í Viðeyjarprent- srniðju. Hann var mörg ár í bæjarstjórn Reykjavíkur, og annar stofnandi handiðna- mannafjelagsins í Reykjavík. þríkvæntur var hann; missti síðustu konuna vorið 1882. Fjögur börn hans eru á lífi.—Hann var jarðaður hjer í Rvík í dag. Einar heit. prentari var fjörmaður og atorkumaður mikill, meðan hann naut sín heilsunnar vegna, kappsamur, kjark- mikill og framgjarn. Hann komst í góð efni, en varð öreigi síðustu ár æfi sinnar, enda mjög þrotinn á sál og líkama. f Einar þórðarson prentari. (Úr grafskript hans). Hann stóð í broddi lífsins með sterkum framahug var stórvirkur og framgjarn og sýndi þrek og dug, og gæfan honum brosti, hann safnaði auði’ og seim og sigurópi fjöldans og virðing hjer í heim.— Hann stóð á aptni lífsins sem einstæðing- ur ber, með æfifjörið þrotið og harm að baki sjer: hans lífs-strit varð allt gagnslaust, hans auður öskufok, og ellimóður horfði’ hann á gæfu sinnar lok. Svo varð hann barn eitt aptur, sem æsku fyrstu stund, með angurværan svipinn og veika bernsku lund, meðraunastimpil lífsins á sálarkraptinn sinn, með sólglatt bros og tárin á víxl nm elli-kinn. Og svo kom loksins dauðinn með fegins- friðinn sinn, og felldi markið bleika á öldungsbarminn þinn, hann slökkti kyndil lífsins og lokaði aug- um hljótt, og ljetti öllum raunum og sagði: Hvíldu rótt. Nú sumarblíðan unga sinn hlýja breiðir hjúp, um helgan kirkjureitinn; þar bíður gröfin djúp. Nú tekur mjúkri hendi í mildi-sælan rann vor móðurfoldin góða hinn þreytta, gamla • mann. G. P. Stjórnarskrármálið. Eptir pórarinn Böðvarsson. III. Hvað d nú að gera í stjórnarskrármálinu ? (Niðurlag). A samt að byrja nýja stjórnarskrárdeilu ? Er þá von um sigur, er nokkur von um ávinning að svo stöddu ? Hjer er að ræða um frumvarp í sömu stefnu og það, sem samþykkt var á þinginu 1885. Um frum- varp þetta hefir konungurinn í konunglegri auglýsingu frá 2. nóvember 1885 lýst yfir því, að hann muni með engu móti geta staðfest það, af því Island verði með því leyst úr öllu sambandi við ríkið, eins og þegar hafi verið tekið fram í konunglegri auglýsingu frá 23. maí 1873, en það fari í bága við hina gildandi skipun ríkisins ; af því, að ef frv. yrði staðfest, þá mundi það verða til að efla þá röngu skoðun, er hið ráðgefandi alþingi (meiri hlutinn) hjelt fram 1871, að stöðulögin 2. jan. 1871 væru eigi bindandi fyrir ísland ; af því hans hátign með auglýsing 14. febr. 1874 hafi látið í Ijós, að hann áliti, að með stjórnarskránni 5. jan. 1874 (sem verið er að ræða um breytingu á) sje stjórnarskipunarmál lands- ins að fullu og öllu til lykta leitt, og að í stjórnarskránni sje tekið það tillit til óska landsbúa, sem frekast megi verða og sam- rýmzt geti hinni gildandi stjórnarskipun rík- isins ; og ræður hans hátign að síðustu frá, að eyða tíma, kröptum og fje landsins í á- rangurslausa stjórnardeilu og endurnýjaða baráttu til að koma fram kröfum, sem sjeu gagnstæðar einingu ríkisins, en býður að hinu leytinu hvöt og aðstoð til að vinna að því, sem landinu er til blessunar. Er það skynsamlegt, að tala og breyta eins og þessi orð frá þeim, sem öll hefir ráðin, sjeu að engu hafandi? Lýsir það heil- brigðri skynsemi, að ætla, að hinn sami konungur fog sami ráðgjafi segi, og það innan skamms : við játum nú, að þetta, sem við sögðum 2. nóv. 1885 er ekki nema rugl ? Menn segja : það eru þó sumir valdsmenn stjórnarinnar á þessu, og munu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.