Ísafold - 08.08.1888, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.08.1888, Blaðsíða 2
142 verður því spurningunni um tíundarskyldu hverrar jarðar sem er, eigi svarað beinlín- is með tilvitnun til ákvæða statútunnar. En jafnframt konungsbrjefinu og alþingis- dóminum um tíundarskylduna fór venjan þegar snemma að ryðja sjer til rúms 1 ýmsum hjeruðum landsins, og er til henn- ar vitnað í konungsbrjefi 8. maím. 1739, og þar sem í skilmálunum fyrir sölu Skál- holtsstólsjarða 27. aprílm. 1785, 18. gr. segir svo: »að þær jarðir, er engar jarðar- tíundir goldið hafa, skulu og framvegis engum tíundum lúka, þó þær hjeðan af verði bændaeignir«, þá virðist hjer með öllu fremur vera vitnað til venjunnar (sbr. orðin: »hingað til goldið hafa«), en til hinna fornu tíundarlaga. I skilmálunum fyrir sölu Hólastólsjarða, 13. marz 1802, er engin tilsvarandi á- kvörðun um tíundarskylduna, og er þó um eina þessara jarða, er seld var 1805, með skírskotun tíl venjunnar, dæmt af hæsta- rjetti hinn 16. febrúarm. 1859, að hún skuli vera laus við að greiða konungstí- und. Samkvæmt því, sem hjer er tekið fram virðist það nú eigi nægja, þegar skera á úr um tíundarskyldu einhverrar jarðar að skírskota eingöngu til tíundarstatút- unnar, og að dæma hverja jörð tíundar- skylda samkvæmt henni, er eigi sje lögð til guðsþakka, en að í þessu efni beri og að taka tillit til sannaðrar og stöðugrar venju, en hún hefir verið frábrugðin í hin- um ýmsu hjeruðum landsins, og ber því að rannsaka hana með tilliti til hverrar einstakrar jarðar. Að því er sjerstaklega snertir jörðina Arnarnes, sem hjer er 8purning um, þá hefir hún upprunalega orðið að vera tíundarfrjáls, svo sem lögð til guðsþakka (klausturjörð) samkvæmt tíundarstatútunni. þegar jörðin eptir siða- skiptin var ásamt öðrum klausturjörðum lögð undir konungssjóð, hjelt hún þessu tíundarfrelsi og hefir haldið því stöðugt síðan, án þess að tíundarfrelsi þetta hafi verið heimilað með tíundarstatútunni eða með öðrum ótvíræðum lögum, og án þess að ástæða sje til að segja, að jörðin hafi notið tíundarfrelsis eingöngu af þvi að hún hafi verið opinber eign, heldur er það venjan, sem hefir við haldið tíundarfrelsi hennar.— Með því nú, að ekkert skilyrði var sett um það, þegar jörðin var afsöl- uð hinum stefndu frá landssjóðnum, að hún skyldi missa tíundarfrelsi það, sem hún hafði haft um margar aldir, og þeir þess vegna höfðu fulla ástæðu til að álíta, að hún væri seld þeim með þessu tíund- arfrelsi, þá ber að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð. Málskostnaður virðist eptir at- vikum eigi að falla niður. pvi dœmist rjett að vera : Hinn áfrýjaði fógetarjettarúrskurður á að vera óraskaður. Málskostnaður falli niður. Málstaður minnihlutans. (Niðurl.). Ekki er það óhugsandi, að einhverjir þeirra, sem komu fram með málamiðlun þá á þinginu 1873, er gat af sjer stjórnarskrána frá 1874, hafi ætlazt til, að fyrirvarinn um endurskoðun á 4. þingi skyldi vera ekki annað en nokkurs konar tálbeita fyrir aðra þingmenn, til þess að laða þá til að leggja málið í konungs- vald; að uppástungumennirnir hafi með öðrum orðum hugsað með sjálfum sjer, að undir eins og gerð væri tilraun til að end- urskoða stjórnarskrána á 4. þingi, þá væri skilyrðinu fullnægt, og að hafa skyldi stjórnfrelsi það, er konungur kynni að miðla landinu í afmælisgjöf 1874, hvort sem það yrði mikið eða lítið, til frambúðar umtalslaust, svo framarlega sem tilraun þessi fengi ekki framgang þegar í stað eða von bráðara. f>að getur verið, að þetta hafivakað fyrir uppástungumönnum, og að þeir hafi skoðað fyrirvarann eins og ein- tómt kænskubragð. En líklegt er það samt ekki. Hitt er miklu líklegra og jafnmerk- um mönnum samboðnara, að fyrirvarinn hafi að þeirra tilætlun sem annara átt að þýða það, að stjórnarskrá sú, sem kon- ungur gæfi í minningu þjóðhátíðarinnar, og allir gengu að vísu um, að ekki mundi nándarnærri fullnægja kröfum vorum, skyldi að eins látin duga til bráðabirgða. því að eins afsalaði þingið sjer að sinni í bendur konungs allri hlutdeild í skrásetning sjálfr- ar stjórnarskrárinnar. |>ví kom ekki til hugar að ætla landinu til frambúðar þau stjórnarlög, er alþingi hafði ekki átt þátt í að semja grein fyrir grein og orð fyrir orð. f>ess vegna áskildi það, að »endur- skoðuð stjórnarskrá, byggð á óskertum landsrjettum Islendinga, skyldi lögð fyrir hið 4. þing» o. s. frv. f>á átti að fara að semja þá stjórnarskrá, er hafa skyldi til frambúðar. Og til skrásetningar þeirrar stjórnarskrár átti stjórnin sjálf að hafa upptökin. f>að var hún, sem átti að leggja nýtt stjórnarskrárfrumvarp fyrir 4. þing. Henni voru þessi skilyrði sett, og hennar var að fullnægja þeim. Sjálfu sjer þurfti þingið ekki að setja nein skilyrði, enda hlaut það að gera ráð fyrir tíðkanlegum endurskoðunarfyrirmælum f stjórnarskrá þeirri, er konungur setti, þar sem þinginu væri í sjálfsvald sett að taka fyrir endur- skoðun, þegar því litist t sem og varð (61. gr.).J f>að er með öðrum orðum, að hinn sjer- staki fyrirvari um endurskoðun á 4. þingi, er stjórnin sjálf skyldi vera frumkvöðull að, þýddi það, að þingið vildi að eins nota »konungsgjöfina» til bráðabirgða. f>að var hið sama sem að þingið segði við stjórn- ina : »Við skulum láta okkur lynda þetta í bráðina, heldur en ekki neitt, en með því skilyrði, að þú komir svo með endur- skoðað frumvarp, sem við yfirförum svo sjálfir rækilega, og gerum upp úr því fulln- aðarlög um stjórnarskipun landsins». f>etta er hugsunin, áþreifanleg og sjálfsögð. f>ar sem nú svona liggur í málinu, þá er fjarstæða að hugsa sjer, að undir eins og hin þannig ráðgjörða og áskilda endur- skoðun nær eigi fram að ganga þegar f stað, þá skuli allt þar ineð búið, og bráða- birgðafyrirkomulagið þar með orðið að fullnaðarlögum. Hafi þingið 1873 skoðað það sem hina ýtrustu tilslökun frá sinni hálfu, að bráðabirgðafyrirkomulagið mætti standa 8—9 ár, þá hlaut það líka að ætl- ast til, að úr því skildi með engu móti við það una, heldur útvega landinu þá það stjórnarfyrirkomulag, er þjóðinni þætti sjer haga til frambúðar, og hætta eigi fyr en það væri fengið. f>að er framkvæmd þes3arar fyrirætlun- ar eða tilætlunar þingsins 1873, sem nú stendur yfir. Að hættaviðþá framkvæmd í miðju kafi, »ef ekki fellur trje við fyrsta högg«, það er vafalaust gagnstætt tilætlun þingsins 1873; það er gagnstætt allri hugs- un með hinum margnefnda fyrirvara, eins og nú hefir lýst verið. Hitt er allt annað mál, að sumir kunna að segja, að þing og þjóð sjeu ekki bund- in við tilætlun þingsins 1873. f>að er satt. En ef þjóðin tjáir sig samdóma þinginu 1873 í þeirri grein, og telur endurskoðun þá, er það ráðgérði, allsendis nauðsynlega, þá virðist svo sem þingið hafi enga á- stæðu til að vanrækja hana. Að atkvæði þjóðarinnar hafi farið ein- dregið í þá átt með kosningunum 1886, um það eru hjer um bil allir samdóma. Og að það atkvæði hafi ekki þýtt annað en að ekki skyldi fella á aukaþinginu þá um sumarið frumvarpið frá 1885, þann skiln- ing mun naumast nokkur maður hafa lagt í kosningarnar þá, þegar þær fóru fram ; hann mun vera tilbúinn eptir á, eptir að þurfti að fara að verja gjörðir minni hlut- ans á þinginu í fyrra. f>að er enginn efi á því, að flestir, ef ekki allir kjósendur á landinu hafa skilið spurningu þá, er fyrir þá var lögð þessu máli viðvíkjandi með því að Iáta þá kjósa fulltrúa til 6 ára vorið 1886, svo sem hún hljóðaði þannig: »Yilj- ið þið hafa þetta stjórnarfyrirkomulag, sem þingið fór fram á 1885?«. Við þessari spurn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.