Ísafold - 08.08.1888, Blaðsíða 3
143
ingu kveða þeir já, afdráttarlaust og skil-
málalaust. Hefði þetta já ekki átt að
gilda lengur en sumarlangt, þá hefði
vissulega þurft að taka það beinlínis fram,
með því að það hefði verið sjerstak-
lega og undarlega lagaður kjósenda-
vilji; en það var hvergi nokkurstaðar gert.
Enginn þingmaður gat þess vegna skilið
erindi það, er honum var í hendur fengið ^
í þessu máli af kjósendunum 1886, öðru-1
visi en svo, að því ætti hann að framfylgja
sinn kjörtíma. Komi einhver kjósandi fram
með það eptir á við þingmann sinn, að hann
hafi aldrei ætlazt til, að hann gerði nema
bara að greiða atkvæði með málinu 1886,
þá hefir þingmaðurinn fyllsta rjett til að
svara : »f>að nefndir þú aldrei; jeg get ekki
tekið það neitt til greina ; þú kauzt mig
af því, að jeg vildi halda málinu áfram,
og það geri jeg minn kjörtíma, af því að
það er nú mín sannfæring, að það sje hið
eina rjetta, og eptir henni á jeg að fara,
en ekki eptir því sem þú kemur með svona
eptir á».
f>etta hik, sem kom fram í sumum kjör-
dæmum á undirbúningsfundum undir al-
þingi 1887, og mótstöðumenn endurskoð-
unarinnar leggja svo mikla áherzlu á, hefir
enga þýðingu gagnvart hinu formlega at-
kvæði kjósendanna árið áður, og gagnvart
þeirri reglu, að úr því að þingmaðurinn
hefir einu sinni hlotið kosuingu, þá ber
honum að fara eptir sinni sannfæringu og
ekki annara.
það er naumast þörf á að eyða mörgum
orðum að þroskaleysis-viðbárunni eða því,
að landsmönnum standi nær að vinna sem
mest að framförum atvinnuveganna o. s.
frv., heldur en að eyða tíma og kröptum
í nýja stjórnarskrárdeilu. f>að er ekki ný
hugsun, enda margsvarað áður. f>að er
nóg að taka það fram eitt skipti fyrir öll,
að hagfelt stjórnarfyrirkomulag er ekki
verðlaunagjöf fyrir verklegar framfarir,
heldur skilyrði fyrir því, að þær geti geng-
ið sem bezt. En hvað kostnaðinn snertir, af
aukaþingunum, þá er annaðhvort um það,að
þjóðin metur nokkurs þessa stjórnarbót,
sem nú er barizt fyrir, eða ekki. Svo sem
9000 króna útgjalda-auki á ári í nokkur ár
er svo sáralítið, að svo framarlega sem
nokkur skynsamleg von er um, að vjer
sjeum nær takmarkinu fyrir það en ef vjer
leggjum málið á hylluna, þá er sannarlega
ekki í það horfandi. Búskapur landsins
heimtar nýja tolla hvort sem er.
Persónulegur vilji konungs eða óskir í
þessu máli getur naumast haft mikil áhrif
á það, eptir þeim reglum, sem beitt er í
meðferð meiriháttar mála í allri ríkisstjórn-
inni, þar sem meiri hluti ráðherranna ræð-
ur úrslitum, en ráðaneytið er jafnan skip-
að eptir því, sem forsætisráðherrann vill
vera láta, en hann velur konungur eðlilega
eptir þvf, hvernig hann lítur á dönsk mál.
f>að sem vjer hljótum einkanlega að byggja
vonír vorar á, er, að undir eins og
frjálslyndir menn komast í ráðaneyti kou-
ungs, þ. e. konungur finnur ástæðu til að
taka sjer ráðaneytisforseta úr flokki frelsis-
og framfaramanna, sem tekur aptur með
sjer sína flokksmenn, þá muni þeir eigi
sjá neina agnúa á því, aðveita ossþaðsem
vjerförum fram á,með þvímótiað vjerhöfum
þá til þess unnið með þreki og staðfestu,
meðan bardaginn stóð. En bregðist þau
umskipti eða dragist von og úr viti, þá
er samt sem áður af tvennu til miklu lík-
legra, að vjer vinnum svig á mótspyrnunni
með því að vera einbeittir og fastir fyrir,
þrautgóðir eða jafnvel þrálátir, heldur en
ef vjer erum allt af að slá úr og í, og
gefa hinum undir fótinn með að ímynda
sjer eða látast ímynda sjer, að þjóðinni
sje engin alvara í máli þessu. Bæði vjer
og aðrir hafa haft það fram á endanum,
sem stjórnin hefir þverneitað um hvað of-
an í annað. Yjer hefðum meira að segja
alls eigi fengið það sem vjer fengum 1874,
ef vjer hefðum eigi verið búnir þá að þreyta
bardagann hjer um bil látlaust í meira en
í 20 ár. Eða mundum vjer hafa fengið
þetta ríkissjóðstillag, sem vjer fengum með
8töðulögunum 1871, ef Jón Sigurðsson
hefði ekki verið jafnharður í kröfum og
einbeittur í fjárhagsmálinu og hann var,
svo sem honum var legið á hálsi fyrir
það ?
Aths. Tilvitnunin í síðasta bl. í orð J.
S. í Alþingistíð. 1853 er misgánings-villa,
en raskar samt ekkert því sem í greininni
stendur um fylgi hans og þráleitni við
stjórnarbótina.
Hitt og þetta.
Maður kom á bæ með horaða bikkju fyrir
akneyti, í köldu veðri, og bað um heytuggu
handa hestinum og væna ábreiðu yfir hann,
meðan hann stæði við. Vinnumaður á bænum
segir, að það sje naumast gustuk að demba
þessu á skepnuna; hún risi naumast undir
svona þungri ábreiðu. „Jeg geri það bara til
þess að heyið fjúki ekki út á milli rifjanna á
henni“, segir eigandinn.
Málafærslumanni varð sundurorða við dóm-
ara fyrir rjetti; loks suýr hann bakinu við
dómaranum, og gengur út að glugga og horfir
út. „Á það svo sem að vera til að sýna •jett-
inum fyrirlitningu opinberlega“? segir dómarinn,
og gerði sig byrstan. „Nei, herra sýslumaður;
það er þvert á móti; jeg er að reyna til að
dylja hana“.
Engin sál er svo smávaxin og þröng, að
ekki sje þar rúm fyrir stórvaxna hleypidóma.
Ungur málafærslumaður vann mál fyrir lag-
lega stúlku unga, en ekki sjerlega efnaða.
Hann sendi henni æði-háan reikning fyrir ó-
makslaunum .sínum. Daginn eptir kemur hún
að máli við hann og spyr hann, hvort honum
sje alvara að biðja sín.
„Biðja yðar? Jeg hef alls ekki beðið yðar,
blessaðar yerið þjer!“
„Fyrst þjer l'arið fram á, að jeg láti yður fá
þetta lítið sem jeg á til, þá hugsaði jeg að
þjer ætluðust til að jeg slæddist.með sjálf. það
er vant að verða samferða, eigurnar og eig-
andinn“.
Sumir menn hugsa sig um langa stund, áður
en þeir segja nokkurn hlut, og segja þó aldrei
neitt, sem hlustandi er á.
það er líkt háttað um auð og ást: það
hylur hvort um sig fjölda synda.
Siggi litli kemur þangað sem ljósmóðirin átti
heima og spyr eptir henni. flonum var sagt,
að hún væri ekki lieima. Hann sagðist þá
biðja að heilsa henni og skila við hana, að
koma undir eins heim til pabba og mömmu
og hirða það sem hún hafi skilið þar eptir i
fyrri nótt; hann geti enga hentisemi haft fyrir
því, og allt af sje það að emja og væla.
AU GLY SIN G AR
1 samfeldu máli með smáletri kosta i a. (þ.ikkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.ítí hönd.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu landsbankans og að undan-
genginni fjárnámsgjörð 21. f. m. verður
jörðin Hjarðarból í Eyrarsveit 11.5 hndr.
að dýrleika n. m., með hliðsjón af opnu
brjefi 22. apríl 1817 og samkv. lög. 16.
desbr. 1885, 15. gr., seld við 3 opinber upp-
boð, sem haldin verða, 2 hin fyrstu á skrif-
stofu sýslunnar í Stykkishólmi þann 1. og
14. ágúst þ. á. og hið 3. á jörðinni sjálfri
5. septbr. þ. á., til lúkningar 300 kr. veð-
skuld með ógreiddum vöxtum frá 11. des.
1884, 2°f dráttarvöxtum og öllum kostnaði.
Söluskilmálar verða til sýnis á skrifstof-
unni frá 1. uppboði. Uppboðin byrja kl.
12 á hádegi ofannefnda daga.
Skrifstofu Snæfellsness og Hnappadalssýslu,
Stykkishólmi þann 7. júlí 1888.
Sigurður Jónsson.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu landsbankans og að undan-
genginnt fjárnámsgjörð 4. þ. m. verður jörð-
in J Haukatunga í Kolbeinstaðahreppi, með
hliðsjón af opnu brjefi 22. apríl 1817 og
samkv. lög. 16. desbr. 1885., 15. gr., seld
við 3 opinber uppboð, sem haldin verða 2
hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar i Stykkis-
hólmi þann 1. og 14. ágúst þ. á., og hið 3.
á jörðinni sjálfri 1. sept. þ. á., til lúkn-
ingar 200 kr. veðskuld með vöxtum frá 1.
oktbr. f. á. og öllum kostnaði.