Ísafold - 05.09.1888, Blaðsíða 2
161
handvinnu má segja, að það sje fyrir flestu
frá hinum. Hjá þeim líka fleiri og eldri
fjelög og skólar slíku til frama og eflingar.
Sá vefnaður varð ofur-happafengur verð-
launadaginn. Fyrir tveim árum fóru Dan-
ir að leggja meiri stund á hann, og nú á
nýtt fjelag 60 vefstaði til þeirrar vinnu.
Klæði Svía og fatnaðardúkum er mjög á
lopt haldið, sömuleiðis papírsgerð og bók-
bandi. Skinnavara og feldir Svía og Norð-
manna eru og afburðamunir. Slíkt má og
öllu fremur segja um prjónles Norðmanna
(vetlinga, sokka og nærföt), enda var þar
hver einasti hlutur útgenginn þegar jeg
sá það. Hjer yrðum við víst að taka okk-
ur enn fram, ef Norðmenn ættu ekki að
standa skör ofar. þó liggur mjer við að
taka hjer aptur orð mín; því í dag sá jeg
tvenna vetlinga, sem komu frá Islandi með
síðustu ferð. þeir hera af *öllu, og sýna
hversu hátt okkur mætti og ætti að bera
í þessari atvinnu.
þar sem til smíðisins kemur, er nokkuð
jafnt með þeim þremur þjóðum á komið,
þó óhætt muni að segja, að Svíar beri
heldur af hinum báðum. Fyrirtaksmunir
þeirra flest af járni og stáli, pottar, járn-
hlóðir, ofnar, hnífar, skæri og vopn. Nokk-
uð á sama reki er járnvarningur Norð-
manna. En hjer fundið, sem við flestar
aðrar smíðar Svía, að hjá þeim kenni sjer-
legs brags, einkenna frá fyrri öldum, sem
þeir hafa komið framar og framar í fegurð.
Svo er um gullsmíði þeirra og silfursmíði.
Fagursmíði Dana er á háu stigi f öllum
greinum, en hjer fjörlegar til breytt eptir
brag annara landa, en af þjóðlegum eða
norrænum tilþrifum, —þó sumt megi undan
skilja (t. d. 2 silfursmíði: »Dagmararkrossa»
og ef til vill, drykkjarhorn). Forn brag-
ar á gullskrúði norskra kvenna, einkum
í sveitunum, en það þykir hafa staðið í
stað. þar á móti hafa Norðmenn fegrað
svo silfursylgjur sínar og haft hjer þá til-
breytni, að hinir eiga fátt á móti þeim
snotrum. Nær því hið sama að segja um
skurðarlist þeirra, hvort sem um trje eða
aðrar efnistegundir er að ræða. Hvað
hljóðborð og organsverk snertir, má vera,
að Svíar sje hinum ífremri, þó Danir eigi
hjer meistaramuni að sýna. Hverir muni
vera öðrum jafnfætis, þar sem kemur til
gripa og gagna af leir, gleri og postulíni,
en þó má hjer postulínsofna Svía undan
skilja og til ágætis meta.
I höfuðskálanum eru sendingar frá þýzka-
landi, Frakklandi, Rússlandi, Englandi og
Ítalíu. Nokkuð frá ■Ungverjum og Jap-
ansmönnum. Jeg nefni að eins helztu teg-
undir, einstaka gripi og gögn.
Frá þýzkalandi: dýrindisvefnaðir af öllu
tagi (af ull, baðmull og sílki), leðurvarn-
ingur og fágætis-smíði í öllum greinum (af
gulli, silfri, kopar, berghalli, en margt sett
allskonar gimsteinum), og skal af silfur-
og gullsmíði nefna þann borðbúnað Vil-
hjálms keisara annars, sem hann fekk að
brúðhjónagjöf 1881; er þar á meðal stór
bikar af gulli.
Frá Frakklandi : Góbelínsvefnaður
(veggjatjöld, ábreiður o. s. frv.), dýrindi
af silki og flugjeli, alls konar ísaums-og
gullsaumsflúr; munir af hinu veraldar-
fræga postulini frá Sevrés, dýrindasnúðar
af steintegundum, fílabeini, gulli og öðr-
um málmum (borðbúuaður, skálar, ker o.
s. frv.) og fjöldi smeltiflúrsgripa (d. Em-
aljearbeider).
Frá Rússlandi (og Finnlandi): ágætustu
dýrindamunir í vefnaði, leðurvörum, skinna-
skrúði og safala. Gullsmíði, steinsmíði og
demantagripír Rússa með fágætum og
kynjagripum sýningarinnar. Eptir því dýr-
leiki steinanna og gimsteinagripanna.
Postulínssmíði Rússa og Finna mestu
kostamunir. I viðarsmíðasafni Rússa eru
hljóðborð af íbenholti. Einn af íþrótta-
gripum þeirra er eptirmynd pentskriptar
(fundur Krists og Júdasar í grasgarðinum),
sett saman af eintómum litsteinum, og
verður öllum á hana mjög starsýnt.
Frá Englandi: Eptirgerð djásna og dýr-
inda frá fyrri og seinni öldum (veldissprot-
ar, drykkjarhorn, krúsir, fontar, bikarar,
kaleikar, skálir, borðbúnaður o. fl.) frá
Windsorhöll, Kensingtonsafninu, Cambridge
og Oxford, og mest af gulli og silfri—einn-
ig frumsmíði—frá drottningunni og ýms-
um öðrum.
Frá Ítalíu : Ymislegt fagursmíði af trje
postulíni og steini, inngreypingarmunir,
myndir og annað af marmara og mjólkur-
steini (alabasti), brendum leír (terra cotta),
mikið af perluskrúði og smeltiflúrsnistum,
Munina fáa frá Ungverjum og Japans-
mönnum leiði jeg hjá mjer að nefna. Frá
hinum fyrnefndu allt samkynja því, sem
kom frá þeim löndum, er nú eru talin, en
í safninu japanska (sent frá manni í Par-
ís) er trjesmíði og fleira með gljákvoðu;
flest smælki nema líkneski Buddhu (frá
musterinu í Kioto) og hermannslíkan.
þess skal sjer í lagi eða í einu lagi get-
ið, að frá þjóðum vorrar álfu, sem sýn-
ingarmuni hafa hingað sent, fylgja þeim
uppdrættir lista- íþrótta- og iðnaðarmuna
og smíða, o. s. frv., sem sýna kennsluað-
ferð og námsframa 1 allskonar skólum æðri
og lægri. Mestu furðu má það allt vekja
sem kennt verður blindum, vönuðum og
fávita unglingum. Jeg nefni eitt dæmi frá
Kaupmannahöfn: það er piltur aflvana
með öllu í höndum, sem með munni og
tönnum bregður tágasetur í stóla.
Sálmabókin nýja.
Eptir
síra Stefán M.Jónsson á Auðkúlu.
(Framh.) II.
Ótal fleiri lög mætti telja, sem að eins 1 eða
örfáir sálmar eru undir, og jeg efast um, að
sum hinna nýju laga í bókinni, samsvari betur
tilganginum en þessi, en það er víst, að hin
nýju auka nú vandræði, kostnað og tefja fyrir
að bókin verði notuð. Enn fremur sakna jeg
algjörlega úr bókinni laganna: „Upp, upp allt
hvað guð hefir gjört“. Jónas Helgason segir
reyndar, að þeim lagboða sje ofaukið í eldri
bókina, jeg veit ekki hvort hann meinar, að
sálminum undir því sje einnig ofaukið, eða að
annar lagboði eigi að vera við sálma þess lags
(sbr. formála fyrir Kb. J. H.), sem þá ætti að
vera lagboðinn á Nr. 97 í Kb. hans. En þá
sakna jeg stórum i hans bók lagsins: „Bænin
má aldrei bresta mig“, sem er í Kb. P. G. og
er mjög fagurt iag. „Ó drott. allsvaldandi“
sem mjer þykir með fegurstu sálmalögum; „Ó'
hvað ept hef jeg aumur gert“, það var kostað
upp á að prenta það í sálmab. 1871, en nú má
það eigi heyrast framar. „Upp til himins horf-
um vjer“ einnig þá prentað. „Hátið öllum
hærri stund er sú“ sömuleiðis. Að vísu erþað
vandasamt lag í fleirrödduðum söng, en meiri
vandi er þó að syngja þann sálm, sem lagið
þekkist ekki við. Sálmur og lagið horfið, eu
lagið er sönn lagaprýði. Mörg slík lög mætti
telja, sem virðast að hefðu sómt sjer vel. Sum
þessara algjörlega horfnu laga hafa íslending-
ar margkeypt áður, sum í báðum bókum P. G.
sum í sálmab. 1871 og öll nema 2 í Kb. J. H.
Nú er þeim fyrirmunað að syngja þau við guðs-
þjónustu sina, eptir lagboðunum að dæma, þó
þeim þyki þau fögur, en eigi nú að syngja i
stað þeirra lög, sem þeir hafa aldrei heyrt, og
geta ekki heyrt, nema með nýjum kostnaði.
Sum þeirra laga sem eptir eru, hefðu að mínu
áliti fremur mátt missa sig: t. d. „Vjer trúum
allir á einn guð“; „In dulci jubilo“; „Margt er
manna bölið“, sem er við 5 sálma. „Far heim-
ur, far vel“; „Faðir á himna hæð“, sem 2 sálm-
ar eru undir, verulega Ijótt lag, því er gjört
jafnt undir höfði sem: „Á guð alleina“. Jeg
hefði eigi haft á móti þessum lögum, ef önnur
betri hefði eigi verið að ræða, en sem sleppter.
Enn fremur álít jeg of mörgum sálmum
hrúgað undir sama lagið, þó fögur sjeu, má of
mikið af öllu gjöra. J>annig eru undir laginu:
„Jesú þínar opnu undir“ 31 sálmur, og undir
laginu: „Hjartað þankar hugur sinni“ 32 sálm.
Með því rajög er algengt að syngja hvorutveggja
sálmana að eins með öðru hvoru þessara laga
sama kveðandi), má syngja nær ’/io bókar-
innar með sama lagi. Undir lagi: „Faðir vor,
sem á himnum ert“, eru 17 sálm. „Hver sem
ljúfan guð lætur ráða“ 15 sálmar og er sama
kveðandi á sálmum þessara laga, sem margra
annara. Jeg get ekki ímyndað mjer, að nefnd-
armenn hafi ekkert minnzt á sálmalögin á
fundum sínum, fyrst starfi þeirra var að útbúa
sálma-sönýs-bók, og gegnir það furðu, ef þeir
hafa eigi fundið ráð til að gjöra meiri jöfnuð
á þeim, en nú er, án þess að þeir, sem skáld,
settu anda sinn í óþægileg bönd. í nefndinni
voru þó sumir vel söngfróðir menn, og vissi