Ísafold - 12.09.1888, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.09.1888, Blaðsíða 2
166 ins erlendis dálitlir vöruslattar, auk þess er fjelagið hafði pantað. J>essa vöruslatta gátu eigendur þeirra selt hverjum sem vildi, og hefir borgari J. Hálfdánarson í vottorði, er hann hefir gefið eptir áskor- un mótpartsins, skýrt frá, að hann hafi átt kost á að fá fyrra slattann, en það hafi ráðizt svo á fundi á Einarsstöðum í Beykjadal, að fjelagið fekk hann til um- ráða, og hið sama hafi átt sjer stað með hinn vöruslattann, sem kaupræðismaður fjelagsins A. Zöllner kom með, án þess hann hefði ákvarðað, hver þær vörur skyldi fá. þessu viðvíkjandi tók umboðs- maður fjelagsins það fram fyrir fógeta- rjettmum, að af tjeðum vöruslöttum hefði hver fjelagsmaður pantað eptir á eptir vild sinni, en ekkert af því verið selt neinum manni utanfjelags, og hafi nokkur rekið verzlun með þær vörur á Húsavík, þá sje það A. Zöllner og enginn annar. J>ar eð kaupfjelagið keypti þessar vörur handa fje- lagsmönnum, en eigi til að selja þær öðr- um, verður eigi sagt, að það hafi gert þessi kaup til að verzla með vörúrnar. þó nú starfsemi fjelagsins sje verzlun í víðari skilningi, eins og þegar sagt er um bændur, að þeir fari í kaupstað til að verzla, virðist ekki vera ástæða til að á- líta, að kaupfjelagið reki sjerstaka atvinnu og telja það meðal hinna svonefndu föstu verzlana, og virðist því fjelaginu eigi bera skylda til að greiða sveitarútsvar, án þess að það í þessu máli komi til álita, hvort fjelagið eigi heimilisfang í Húsavík«. Landsyfirrjettur felldi því lögtaksgjörð- ina úr gildi og dæmdi hreppsnefndina til að skila aptur hinum lögteknu vörum ó- skemmdum (»100 pd. kaffi og 16 kassar franskt kaffi malað 100 pd.«) eða að svara verði þeirra með kr. 206,56, og í máls- kostnað 120 kr. »A hinn bóginn virðist eigi ástæða til að dæma fjelaginu bætur fyrir trausts-spilling*. Sálmabókin nýja. Eptir síra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu. n. (Niðurlag). Ný sálmabók, með líku fyrirkomulagi sem þessu, er jeg nú hefi getið, hefði vissulega komið sjer vel, og getað undir eins orðið innleidd, þar sem þessi, af sögðum ástæðum, er þýðingarminni en ella, og mun víða eiga örðugt inngöngu í kirkjur og heima- hús, meðan svona stendur. En í öllu þessu máli þykir mjer eitt einna eptirtektaverðast, og það er, að Jónas Helgason skyldi ekki láta öll hin nýju sálmabókarlög koma út í Kóralbók sinni. Nei, hún kemur út í hitt eð fyrra, sálmabókin ári síðar, en þá finnst þar ekki nein hjálp í vandræðunum, ekki eitt einasta af hinum nýju lögum (sbr. lagboðana). Kóralb. P. G., sem kom út löngu áður en þessi sálmabókar- hugmynd kom npp, hefir þó sum þeirra og hjálpar því betur. Jónasarbók er því mest- megnis til að geta sungið eldri bókina og er auðsjáanlega gefin út til þess eptir orðum hans sjálfs í formálanum, en hefir ekki minnsta tillit til þess, að hún er gamla fatið, sem á að af- leggjast, er nýtt þá nærri fullgjört. Jónas er þó sá maður, sem hefir sýntí verkinu, að hann ann söngvísindum og framför söngs á landinu; og þar sem þessi sálmabók var eins lengi í smíðum, sem hún var, og Jónas einmitt á sömu árum var að útbúa Kirkjusöngsbók, virtist eðlilegt, að samvinna hel'ði verið milli hans og nefndarinnar, hefði þetta verið, þá hefðu menn vitað, hvar fáanleg var þekking á hinum nýju lögum, og það hefði sparað mönn- um kostnað; bók Jónasar hefði þá komið að verulegum notum og haft praktiska þýðingu fyrir landsmenn og hann sjálfan, því hún hefði þá flogið út; en nú er engin meiri ástæða til að kaupa hana en eldri sálmabókina, því þær eru 2 hlutar af einni heild En nú er svona komið, bókin er komin út og bókin þarf að verða notuð öll. Eins og jeg hefi áður sýnt mátti hún koma að gagni undir eins ef fyrir því, hefði verið sjeð í tíma og gætu sumar bendingar mínar um þetta átt við þegar bókin yrði gefin út aptur. En, hjeðan af verður ekki komizt hjá töluverðum kostnaði, og er í því betri hálfur skaði en allur, svo að hin þráða von um nýja sálmasöngsbðk verði þó að uppfyllingu. í fyrra kom út boðs- brjef frá S. Eymundssyni og annað frá J. Helga- syni til útgáfu á hinum nýju lögum bókarinnar. Sigfúsar fyrirtæki hefur eigi heyrzt nefnt síðan, en heyrt hefi jeg, að J. H. væri að gefa þau út í viðbæti við sína Kóralbók. Hjeðan af er þetta eini vegurinn, þó dýr sje fyrir fátæka alþýðu, en af því að þetta fyrirtæki hvors þessara manna sem er hlýtur að verða þeim til mikils hagnaðar, munu þeir láta lögin verða svo ódýr sem unnt er. Sálmabók Sigfúsar og Kb. Jónasar verða fyrir þetta útgengilegar bækur. En af því að eigi er óliklegt, að beðið verði um styrk úr landssjóði til fyrirtækisins, væri eigi óeðlilegt, að landshöfðingi áskildi sjer rjett til, að hafa afskipti af verði lagbók- arinnar, áður en peningunum væri ávísað. 111. þetta, sem nú er sagt, er hið helzta, sem mjer finnst athugavert við sálmalögin, en þó finnst mjer engan veginn þýðingarlaust, að í sumu öðru tilliti virðist kenna ónógrar vand- virkni á hinni sönglegu hlið. Víða er t. d. vísað til hinna nýju laga aptur fyrir sig, þannig, að sá sálmur, sem lagboðinn er tekinn úr, stendur opt aptarlega í bókinni, þó upphaf hans standi mikið framar. T. d. er við Nr. 4 lag: „Ætti jeg að láta linna“, sem er upphaf sálmsins Nr. 37. Eðlilegast og villuminnst hefði verið, að setja fyrir ofan Nr. 4: „Með sínu lagi“, en setja þá yfir Nr. 37: „Dýrð sje guði á himna hæðum“, því lagið ætti að vera nefnt með upphafi þess sálms, sem það er fyrst haft við; úr því lagið hefir áður ekkert nafn haft og er óþekt, virðist óþarfi að sækja nafnið aptur fyrir sig á nýjan sálm, sem kominn er á undan. Eptir lagboðanum verða menn fyrst að þekkja lagið, og hinn eilífi lagboðahringlandi er mjög villandi. þessa kennir víða í bókinni t. d. Nr. 45; lagboðinn er upphaf sálmsins Nr. 258, og er jeg engu nær að þekkja lagið á Nr. 45, þó það sje nefnt: „Hjartkæri Jesú af hjarta eg þrái“, heldur en þó yfir því stæði: „Með sínu lagi“ (o: upphaf sálmsins sjálfs), og þá yfir Nr. 258: „Eilífi faðir. sem alheim stýrir“; en næst því að geta sungið það hefði margur verið, ef sett hefði verið yfir þessa sálma og Nr. 263: „Hvert er farin hin fagra og blíða“; það er þjóðkunnugt lag, og sómdi sjer vel sem sálmalag þó jeg viti, að það sje eigi meint með lagboðanum. Óþarft er að tína fleiri dæmi þessari ónákvæmni til sönnunar; en mörg eru til. Á stöku stað er lagboðinn á annan hátt villandi; t. d. stendur yfir Nr. 59 o. fl. sálmum lag: „Hversu mig leysast langar“. J>að vill til, að þessi sálmur er áður flestum kunnur, svo menn vita, með hvaða lagi sálmar með þeim lagboða geta sungizt, en þetta getur villt hina yngri, því nú er nefnil. gamli sálmurinn: „Hversu mig 1. langar“, breyttur, og byrjar þannig: „Ó hve mig leysast langar“, eníeldri bókinni er ekki bent á neitt lag með orðun- um: „Hversu mig 1. l.“, en sálmurinn með því upphafi í eldri bókinni Nr. 382 er með lagboðanum: „Guðs son var gripinn höndum“, Hafi verið ástæða til að fella það lag burt, sem jeg get eigi sjeð, hefði verið rjettara, að setja yfir sálmana Nr. 59 o. s. frv. lag: „Allt eins og bl. eina“, það gat engan villt; enda virðist eigi, að hefði verið ofsett á slíkt lag þð fleiri en 9 sálmar hefðu verið til undir því í bókinni. Nákvæmara hefði og verið vegna lagsins, að láta sálm Nr. 98 vera á eptir sálmi 110, og var því sjálfsagðara, sem þeir eru í sama flokki; sama er að segja um Nr. 433 og 442. Hví er eigi lagið á sálm. Nr. 368: „Kom hjer mín sál og kynntu þjer“, 'reldur en „með sínu )agi“? í eldri sálmabókinni og í Kb. P. G. er sálmurinn: „Ó dr. kær hvað veiztu vel“* hvergi „með sínu lagi“, heldur með lagboðan- um: „Kom hjer mín sál“ (sjá eldri bók Nr. 450 og P. G. Kb. 54). Jónas hefirbreytt þess- um lagboða, að mínu áliti alveg að óþörfu. Í>ó sálmur þessi eptir J. J>. sje alkunnur, svo menn viti áður lagið við hann, álít jeg rangt að vera að breyta eða burtnema gamla laga- boða, nema mikil braglýti sje á þeim, en það er ekki hjer. Jeg vil geta þess hjer, að vel hefði átt við, að fleiri en þessi eini sálmur væri undir þessu fagra lagi. Yfir sálmi Nr. 42 (Kirkja vors guðs er gam- alt hús) stendur: „Með sínu lagi“ „(— Lifandi guð eg leita þín)“, þetta skil jeg svo, að lagið: „kirkj. vors guðs e. g. h.“ sje = „Lif. g. e. 1. þ.“, enda er það alveg sama lagið, en að eins munurinn að lagboðinn: „kirk. vors g. e. g. h.“ er útlendur í ísl. búningi, en áður ókunnurís- lendingum, en: „Lif. g. e. 1. þ.“, er innlent og áður kunnugt. Jeg álít því enga framför fyr- ir lagfræðina í þessari breytingu, en hún er villandi; af öðrum lagboðanum sjest undir eins hvert lagið er, en af hinum ekki. Menn kunna nú að segja, að margt af þessu sje afsakanlegt, og það kann satt að vera; en ftest af þessu eru þó þeir gallar, sem betur hefðu ekki verið, og hljóta að mínu áliti, að gjöra bókina óaðgengilegri; en væri þeir eigi,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.