Ísafold - 12.09.1888, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.09.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5kr. Borgist fyrirmiðjan júlimán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg.fyrir l.okt. Afgreiðslu- stofa i Austurstrœti 8. XV 42. Reykjavik, miðvikudaginn 12. sept. 1888. 165. Innl. frjettir. 166. Sálmabókin nýja (niðurl.). 167. Hitt og þetta. Auglýs. 168. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 4—6 útlán md„ mvd. og ld. kl. 6—7 Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganirí Reykjavík, eptir Dr. J.Jónassen sept. | Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu|umhád. fm. em. | fm. em. M. 5. + 9 + 12 29+ 29,8 N h b N h b F. 6. + 5 + 9 3°, 30,1 N h b O b F. 7- -t 1 + 11 30,2 3°. Sa h d Sa hv d L. 8. + 8 + 11 30, 29,9 S h d S h b S. 9. + 5 + 8 29,9 29,9 Sv hv b Sv hv d M.io. + 7 + 10 29,8 29,7 Sv hv d S hv d I>. 11. + 9 + 11 29,5 29,5 S h d S h b Fyrstu daga vikunnar var hjer norðanátt, hvass til djúpa, hægur innfjarða ; h. 7. var hjer logn og dimmviðri að morgni, gjörði svo landsynning, hvass, siðari part dags; hefir siðan verðið við þá ált og rignt ákaflega mikið dag og nótt síðustu tvo dag- ana. Hin.i 9. sló fyrir á útsunnan með haglhryðj- um og bálhvass með köflum. í dag 11. hægur á sunnan, dimmur, með skúrum. Reykjavík 12. sept. 1388. Póstskipið Laura fór af stað hjeð- an aðfaranótt hins 7. þ. m. til Seyðisfjarð- ar og þaðan til Khafnar, og með því marg- ir farþegjar: til Seyðisfjarðar frú Soffía Einarsdóttir frá Valþjófsstað og Jón Vída- lín kaupmaður; til Englands frú Sigríður Einarsdóttir frá Chambridge og þau hjón prófessor Sprague Smith frá New York og kona hans, er höfðu dvalið hjer sumar- langt — hafði hann ferðazt hjer víða um land og kynnt sjer tungu vora og lands- siði—; til Khafnar frú Halberg, frú Zim- sen, D. Petersen verzlunarmaðr með konu sinni, Thordal kaupmaður, Jón Gunn- arsson verzlunarmaður frá Keflavík, og Eiis verzlunarmaður frá Isafirði o. fl. A sýninguna í Khöfn fóru og með þessari ferð Lauru 5 menn, tneð þeim í- vilnunarkjörum, er stjórn gufuskipafjelags- ins bauð í vor: Björn Guðmundsson múrari frá Bvík, Hallgr. hreppstj. Jónsson frá Guð- rúnarkoti, Helgi Helgason snikkari í Bvík, Jón Ólafsson útvegsbóndi í Hlíðarhúsum, og þorsteinn Tómasson járnsmiður í Bvík. Hafði fjelagið látið eptir, að tíminn til ferðarinnar, sem upphaflega var miðaður við júní—júlí, væri færður þetta, eptir betri hentugleikum þeirra, er kynnu að vilja fara, og eins fallizt á, að aðrir en fátæk- lingar mættu njóta ívilnunarinnar, er því var tjáð, að þeir mundu eigi treysta sjer að heldur. Brauð veitt. Otrardalur 5. þ. m. prestaskólakand. Jósepi Kr. Hjörleifssyni, samkvæmt yfirlýsing sóknarnefndar, enda sóttu eigi fleiri. þingmennsku hefir sýslumaður Ein- ar Thorlacius lagt niður (1. þingm. Norð- ur-Múlasýslu). Landsyfirrjettardómur. Landsyfir- rjettur dæmdi í fyrra dag í máli milli »Kaupfjelags J>ingeyinga« og hreppsnefndar- innar í Húsavíkurhreppi, um sveitarútsvar, er hreppsnefndin hafði lagt á kaupfjelagið fyrir árið 1886/87 og fengið gert lögtak fyrir með fógetaúrskvirði 31. janúar þ. á., í vörum, er námu rúmum 200 kr., með því að heimfæra yrði starfsemi fjelagsins undir verzlun í víðari skilningi, eptir lög- um þess, og þar sem í þeim væri líka á- kveðið, að heimili fjelagsins skuli vera í Húsavík, þá yrði að álíta það fasta verzl- un, er búsett sje á Húsavík, og hlyti þess vegna að hvíla á því hin almenna skylda verzlunarmanna í hreppnum til að greiða fátækraútsvar, eptir 10. gr. í fá- tækrareglugjörð 8. janúar 1834. — I lög- um fjelagsins, frá 1882, var talað um »kaupstjóra (auk 2 meðnefndarmanna), er hafi í vörzlúm sínum og ábyrgð allt það, er fjelagið á eða kann að eignast í hús- um, hirzlum, áhöldum o. s. frv.; hann gjörir alla kaupsamninga fyrir fjelagsins hönd og annast um allar vörupantanir með ráði meðnefndarmanna sinna. Hann tekur á móti allri pantaðri vöru og sömu- leiðis öllum borgunareyri« o. s. frv. Var því eðlilegt, að hann væri búsettur á Húsavík, þar sem fjelagið hafði svo kallað vöruskiptahús og áhöld til að mæla vör- urnar inn og út, og að talið væri að fje- lagið hefði þar heimili á hinum sama stað. »En þess er að gæta« — segir landsyfir- rjetturinn — »að frumlög fjelagsins frá 1882 fjellu úr gildi við það, að ný lög voru samþykkt fyrir fjelagið 10. febr. 1883; þau eru lögð fram í yfirdóminum, og sjest af þeim, að kaupstjórastaðan er afnumin, 3 manna nefndin hefir að eins yfirumsjón á framkvæmdum fjelagsins og semur við einhvern verzlunarmann um pöntun á vör- um fyrir fjelagsmenn m. m. Er hann kallaður kaupræðismaður; hann fær borg- un fyrir starf sitt, semur reikninga og gjörir full skil gjörða sinna. Jafnframt er sú breyting gjörð á 2. gr., að Húsavík er eigi talin heimili, heldur að eins upp- skipunarstöð fjelagsins; hvert hlutabrjef veitir eiganda rjett til 200 kr. vörupöut- unar. Af þessu verður nú eigi annað sjeð en að kaupfjelag þingeyinga sje vörupöntun- arfjelag, þannig, að hinn svonefndi kaup- ræðismaður þess kaupir hinar pöntuðu vörur erlendis og lætur flytja þær hingað til lands; fjelagið sendir aptur búsafurðir fjelagsmanna og lætur selja þær utan- lands. það er eigi að sjá á lögum fjelagsins, að ætlazt sje til, að nein kaup eða sala fari fram á uppskipunarstaðnum. f>að er eigi heldur komin fram nein átylla fyrir því, að fjelagið hafi selt mönnum utanfjelags neitt af vörum þeim, er því voru sendar eða færðar frá útlöndum. Að vísu er fram lagt vottorð prestsins á Húsavík um, að formaður fje- lagsins hafi selt honum 2poka með mjöli, en því er mótmælt, að mjölið hafi tilheyrt fjelaginu ; enda virðast engin líkindi til, að fjelagið hafi pantað 2 poka af mjöli til að selja þá. Enn fremur hefir það verið tekið fram, að Jakob borgari Hálfdánar- son á Húsavík, er hefir undanfarin 5 ár staðið fyrir móttöku allra vörusendinga til fjelagsins þangað á staðinn frá útlöndum og afhendingu þeirra til fjelagsmanna, hafi á Akureyri beinlínis selt ýmsar vörur, er fjelaginu voru sendar haustið 1884, af því að hann hafi eigi getað fengið þær upp- skipaðar á Húsavík; en, eins og mál- færslumaður fjelagsins hefir tekið fram, var það neyðarsala, til að verja vörurnar skemmdum, og firra fjelagsmenn, er vör- urnar höfðu pantað, þar af leiðandi tjóni, og getur því eigi álitizt verzlun í eiginleg- um skilningi. Loksins er það upplýst, að sumarið 1886 komu með 2 skipaferðum til Húsavíkur frá kaupræðismönnum fjelags-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.