Ísafold


Ísafold - 29.09.1888, Qupperneq 4

Ísafold - 29.09.1888, Qupperneq 4
180 gæft, að eins stríð færafisksganga hafi komið þar hver eptir aðra og nú í vetur; að likindum ekki síðan 1875. |>ar á móti efast jeg um, að mikill munur hefði orðið á afla færa- og lóðarskipa, ef hvorutveggja hefði verið stundað með jöfnum dugnaði; því skip, sem fóru þangað hjeðan að inn- an með færi, hlóðu þar á stuttum tíma, innan um hin skipin, sem hlóðu á lóðirn- ar, og hefðu að líkindum getað fengið þar fleiri en einn farm á dag, ef þau hefðu átt heima í Garðinum, eða viljað aflerma þar. það er ástæðulaust af Garðbúum að berja við beituleysi fremur á færi en lóð, því þeir hafa sömu beitu og við eptir ný- árið, maðk og rekabeitu, og á færi þarf venjulega minni beitu en á lóðina. »Ný- skotna fugla» ættu þeir að geta haft engu síður en við hjer, það er að skilja: þeir, sem hafa byssu og kunna að skjóta, því fuglmergð er þar optast engu minni en hjer. Að fiskur gekk á grunn í ár, þrátt fyrir lóðaveiðina í Garðsjónum, þakka sjó- menn frátökunum, sem veðráttan olli, skömmu eptir páskana. Dagana 9.—15. apríl gerði hjer fyrst vestan-brimhroða og siðan norðanveður, svo mönnum gaf ekki að leggja lóðirnar fiskigöngunni til tálmun- ar, og eptir þau frátök var fiskurinn geng- inn á grunn. Astæður prestsins fyrir hans »rökstuddu skoðunum» eru í stuttu máli þessar: af því það varð ekki ljóslega sjeð með óræk- um dæmum, að ýsulóðanotkunin í Garð- sjónum spillti þar fiskiveiðum síðastliðinn vetur, þá hljóta allar röksemdir fiskimanna gegn lóðabrúkuninni þar að vera ástæðu- laus hugarburður og hjegilja. En hvern rjett hefir hann til að ve- fengja þannig framburð meiri hluta þeirra fiskimanna, sem hafa rekið fiskiveiðar í Garðsjó undanfarin ár? — Jeg leyíi mjer að segja meiri hluta, því á Hafnarfjarðar- fundi þeim, sem haldinn var síðast, þegar lóðamálið kom þar til umræðu, voru fleiri atkvæði með en móti lóðabanninu, þó at- kvæðamunurinn næði ekki hinni lögboðnu tölu. — Með sama rjetti gæti síra Jens sagt : af því aflabrögð í sunnanverðum Faxaflóa hafa heppnazt vel síðan jeg flutti suður, þá hljóta allar þær sögur, sem það- an hafa borizt um aflaleysi fyrirfarandi ár, að vera tilhæfulausar. Síra Jens þykir það, sem vonlegt er, djarft af mjer, að benda sýslunefndinni á þau ráð, sem jeg álít tiltækilegust til þess að hrinda lóðamálinu í það horf, sem hún hefir verið að berjast við að koma því í, mörg undanfarin ár, og kallar það að »knjesetja» nefndina. Jeg skal fúslega játa það, að þeir eru flestir í sýslunefndinni, sem ekki þurfa að sækja ráð til mín, hvorki í þessu nje öðrum málum; en samt grunarmig,aðísýslunefndinni sitji menn inn- an um hina, sem í fishiveiðamálum eru litlu upplýstari en tveggja ára gömul börn, ef þeir miða skoðanir sínar eingöngu við eigin reynslu og eptirtekt, og þessir menn álít jeg að mættu þiggja með þökkum þær upplýsingar, sem lítt menntaðir útvegs- bændur og fiskimenn geta gefið þeim, við- víkjandi veiðarfærum og aflabrögðum; þær upplýsingar, sem ekki eru byggðar á bók- lestri, hleypidómum nje hugarburði, held- ur á margra ára reynslu og nákvæmri eptirtekt. Landakoti, í júlímánuði 1888. Guðmundur Guðmundsson. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd. Proclama. Eptir lögum 12. april 1878 og opnu br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á þá, sem til skulda telja í fjelagsbúi Sveinbjarnar pörðarsonar í Sandgerði og látinnar konu hans Guðrúnar þorsteinsdöttur, að tilkynna kröfur sínar og sanna þcer fyrir undirskrif- uðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Með sama fresti innkallast hjermeð erf- ingjar hjöna þessara til að gefa sig fram við mig. Skiptaráðandinn i Kjósar- og Gullbringusýslu 20. sept. 1888. __________Franz Siemsen. Á 8 opinberum uppboðum sem fara fram, 2 hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar mánu- dagana 1. og 15. október nœstk. og hið priðja á eigninni, sem selja á, mánudag 29. s. m., verður bcerinn Miðsýrupartur á Skipaskaga ásamt lóð og lendingu, tilheyr- ándi þrotabúi Sigurðar Sigurðssonar sama- staðar, boðinn upp til sölu. Söluskilmálar verða til sýnis hjer á skrif- stofunni degi fyrir hið fyrsta uppboð og verða birtir á uppboðunum, sem byrja kl. 12 á hádegi. Skrifst. Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 3. sept 1888. Sigurður í»órðarson. Uppboðsauglýsing. Húseignin nr. 3 í pingholtsstræti hjer í bœnum, tilheyrandi þrotabúi Gunnlaugs kaupmanns Stefánssonar, verður seld við 3 opinber uppboð, sem haldin verða 2 hin fyrstu á skrifstofu bœjarfógeta laugardagana 13. og 27. oktöber nœstkomandi og hið 3. í húsinu sjálfu laugardaginn 10. növember þ. á. Húsið er tvíloptað með eldavjelum og ofnum og kjallara undir. Upploðin byrja kl. 12 á liád. ofannefnda daga, og verða söluskilmálar til sýnis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta upp- boð. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 28. septbr. 1888. Halldór Daníelsson. „STAFROF SÖNGFRÆDINNAR1', eptir Björn Kristjánsson, síðara hepti, er komið á prent, og kostar bókin öll 1 kr. 10 a. (fyrir á- skrifendur 90 aura). Lagasafn handa alþýðu, útgefendur Magnús Stephensen landshöfðingi og Jón Jensson landritari. Kemur út í 3 bindum, um 20 arkir hvert. Verð: 3 kr. bindið í einf. bandi (gylt á kjöl), 3 kr. 25 a. í betra bandi. II. bindi (1841—1872), og III. bindi (1872—1866) eru bæði út komin og til sölu hjá útgef- anda Isafoldar, sem er kostnaðarmaður safnsins (Austurstræti 8), og hjá bóksölum víðs vegar um land. GOTT ÍSLENZKT SMJÖR og mislitt fið- ur fyrir borgun út í bönd selur G. Zoéga. NOKKRIR HESTAR AF TÖÐU óskast til kaups. Ritstj. vísar á kaupanda. HERME S. þetta segja hinir háttvirtu Good-Templarar. þetta segja hinir ungu menntamenn hinna lærðu skóla. þetta segja hinir heiöruöu borgarar höfuðstaðarins: Hvergi í Reykjavík er eins vel uppljómaður og skemmtilegur veitingasalur eins og HERMES; þar koma menn einkum saman á kvöldin til þess að lesa dagblöðin, bæði þau innlendu, ensku og dönsku, og viðhalda hinu opinbera fjelagslífi með samræðum um öll þau mál, sem eru á dagskrá. — þar fást jafnan, sem fyrri, Gingerale, Limonade, Hot Tom, Zoedone, Montserrat, Oaffi, Ohocolade og vindlar. Sam- hliða er herbergi út af fyrir sig, þar sem hið nýja spil Bagatelle er leikið á hverju kvöldi. — Skáktafl og spil, ef menn óska. Reykjavik 29. septbr. 1888. J>orlúkur 0. Jolmson. Frímerki. íslenzk frímerki eru keypt fyrir hátt verð og peninga út í bönd eða í skiptum fyrir útlend frímerki, ef þess er óskað. Brjef með tilboð- um og frímarkjum sendist til F. Seith, Nansensgade 27. Kjöbenhavn K. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.