Ísafold - 17.10.1888, Síða 2

Ísafold - 17.10.1888, Síða 2
190 haldinn á Korpúlfsstöðum 28. ág. 1886. Eitt af því fáa, sem rjett er í skýrslu hinna 16, er það, að jeg setti í fundar- boðið, að þeir, sem ekki mættu á fundin- um, mættu búast við, að atkvæðum þeirra yrði bætt við atkvæði meiri hlutans. Var það tilraun til að fá sem fjölmennastan fund, og fá að vita vilja sem flestra með- lima safnaðanna. En þrátt fyrir þetta mættu af 57, sem höfðu atkvæðisrjett í safnaðamálum, að eins 35. Höfðu þeir fáu, sem verulega voru á móti málinu, að sögn »smalað« sem bezt þeir gátu, en hin- ir, sumir hinir mestu fylgjendur málsins, mættu ekki, að sögn af þeirri ástæðu, að þeir þóttust vissir um, að það yrði sam- þykkt. Var það því af hinum helztu mönnum borið upp á fundinum, að leita atkvæða þeirra, sem ekki höfðu mætt, og var það samþykkt opinberlega, en ekki »smalað« með neinni leynd, og varð þann- ig meira en helmingur safnaðanna á ný eindregið með sameiningunni. því næst var mál þetta á ný eptir fyr- irmælum landshöfðingja borið undir hjer- hjeraðsfund 10. sept. 1886 með öllum þeim skjölum, sem að því lutu. »Fund- urinn hjelt fast við það atkvæði, sem hann hafði gefið 1884 og óskaði i einu hljóði (ekki »meiri hluti 5—6 manna«) fyrir sitt leyti, að sameiningunni yrði sem allra fyrst framgengt, þar sem líka fundurinn hafði eigi heyrt nokkrar ástæður frá mót- mælendum í brjefum þeirra til landshöfð- ingja (þau voru lesin upp), sem veikt gætu því síður ónýtt hina sterku og almennu ósk safnaðanna, sem kom fram 1884. Og eins og málinu nú horfir við, þykir fund- inum til fullra vandræða horfa, geti sam- einingin nú eigi komizt á«. Undir þetta er, meðal annara, skrifaður annar safnað- arfulltrúi hlutaðeigandi sókna. Lagði lands- höfðingi fullnaðarsamþykki á sameiningu hinna nefndn kirkna og að byggja f þeirra stað eina kirkju að Lágafelli, með brjefi 21. september 1886. Atti þá þegar að fara að efna til hinnar nýju kirkju; en það drógst þangað til á síðastliðnu vori, var þá byggður grunnur undir hina sameiginlegu kirkju. Einmitt þegar búið er að byggja grunn fyrir um 700 kr. undir hina sameiginlegu kirkju á Lágaíelli og panta frá útlöndum efni til hennar, skrifa hinir ótrauðu forgöngumenn mótmælanna, bændurnir G. Gíslason í Leirvogstungu og þorlákur Jónsson í Varmadal, mjer 20. júlí brjef þess efnis, að að Mosfellskirkja fái að standa og bjóða til þess höfðinglega en heimildarlítið að gefa eptir af sjóði Mosfellskirkju yfir 1000 kr.! «Vænta þeir, að það landshöfðingja- brjef, sem leggur fyrir að leggja niður kirkjurnar að Mosfelli og Gufunesi, en byggja eina kirkju í þeirra stað að Lága- felli, sje þessu ekkert til fyrirstöðu«! I svari mínu mæltist jeg alúðlega til, að þeir, þar sem málinu væri svo langt komið, að ekki væri hægt aptur að snúa, reyndu til að koma á samkomulagi í þá átt, að allir legðust nvi á eitt í því, að byggja sem sæmilegast guðshús fyrir báða söfnuð- ina. Benti þeim að hinu leytinu á, að ef breyting ætti að verða á þessu máli, þá yrðu báðir söfnuðirnir að óska þess, hjer- aðsfundur að samþykkja það ofan í tvær samþykktir sínar, biskup að álíta það ó- gjörlegt, sem hann áður hafði álitið ráðlegt, og landshöfðinginn að taka aptur sitt samþykki. í stað þess að sinna þessu og senda bónarbrjef frá báðum söfnuðunum eða hin- um sameinaða söfnuði, skrifuðu hinir sömu menn hjeraðsfundinum, sem haldinn var 11. f. m., að þeir segja, »fyrir hönd meiri hluta Mosfellssóknar», og beiðast þess af hjeraðsfundinum «að Mosfellskirkja megi standa á sínum stað«, og er stungið upp á nýjum takmörkum á sókninni. »Fundur- inn lýsti yfir því, að hann með engu móti gæti sinnt þessu máli«. I brjefi þessu voru ýms ósönn, röng og miður sæmileg ummæli; stakk einn hinna merkustu fund- armanna upp á þvf, að þau væru sett í fundarskýrsluna, brjefriturunum til van- virðu, en jeg eyddi því að svo stöddu. Vonaði jeg enn, að augu þessara manna mundu opnast og þeir láta af þessari blindu þrákelkni, en gjöra það, sem sæmilegast var að gjöra og það eina sem gjört varð, ekki að tefja fyrir kirkjubyggingunni, held- ur styðja meðbræður sína í söfnuðinum og sveitunga í því, að koma henni sem fyrst og bezt upp. Jeg var þá búinn að leyfa sóknanefndunum að taka Mosfellskirkju niður, til þess að notað yrði úr henni það sem óskemmt var 1 hina nýju kirkju. I stað þess, að láta þessa von mína rætast, hafa þeir nú tekið það síðasta og versta úrræði, að gefa blaði ranga skýrslu um málið, og láta í ljós, að rjettur þeirra hafi verið fyrir borð borinn; en það hefir eng- inn gjört nema hafi þeir gjört það sjálfir. Hitt varð að vera þeim ljóst, að það hlaut að vera árangurslaust fyrir málið, eins og því nú er komið, að skýra frá því í blaði, og að heiður þeirra gat með því sízt orð- ið að meiri. Hin einu lagaákvæði, sem eptir er að fara þegar slík mál skal útkljá, eru þessi orð f 4. grein laga nr. 3, 27. febrúar 1880: »Ef hjeraðsfundur samþykkir tillögu um breyting á takmörkum sókna eða brauða, svo og ef hann samþykkir, að kirkju megi niður leggja, færa úr stað eða upptaka, þá er landshöfðingja rjett með ráði biskups að veita leyfi til, að svo skuli vera«. það er ljóst, að í þessum orðum er áherzlan öll lögð á, að hjeraðsfundur, prestur og beztu menn safnaðanna í hjeraðinu, og biskup álíti breytinguna hagkvæma og samþykki hana. Löggjafinn hefir án efa ætlað, að á öllum tímum í öllum söfnuð- um mundu vera til eigingjarnir menn, sem vildu láta lítið óhagræði fyrir sjálfa sig vega meira en hag safnaðarins alls, og sjervitrir og þrálátir menn, sem ekki vildu láta af uppteknum hætti, hvort sem vit væri f því éða ekki. »Tillaga« kom fram frá öllum sóknarnefndarmönnum hvoru- tveggja safnaðanna og með henni skjöl um fundahöld, sem sýndu, að meiri hluti safnaðanna var á þessu máli; meiri hluti safnaðanna samþykkti breytinguna í ann- að sinn; hjeraðsfundur samþykkti hana, ekki einu sinni, heldur tvisvar með öllum atkvæðum, og biskup einu sinni eða tvisvar. Er það þá ekki Ijóst, að það er rangt eða ósatt, að rjettur nokkurs hafi verið fyrir borð borinn í þessu máli? jpað er og rangt eða ósatt, aðy málið hafi verið «miður löglega eða rjettlátlega undirbúið«; það er enn ósatt, að málið hafi verið sam- þykkt á hjeraðsfundi «af meiri hluta 5—6 manna»; það er enn rangt, að því hafi nokkurn tíma verið «snúið í öfuga átt«. Jeg skal ekki deila um það við «Isafold», hve «valinkunnir» þeir eru, sem hafa sent henni skýrslu um þetta mál; hitt er ljóst, að meðan málið var fyrir, voru allir sóhna- nefndarmennirnir og báðir hreppstjórarnir hinir helztu flytjendur þess. það hefir verið samþykkt á 2 hjeraðsfundum með öllum atkvæðum, og má af því ráða, að safnaðafulltrúarnir hafi og verið méð. Jeg verð að mótmæla því, að Mosfell sje nú í «hálfgerðu eyði». Hitt er rjett, að jörðin er góð, en erfið og því hentugri fyrir gildan bónda en efnalítinn prest.. það er og rjett, að Mosfell er gamalt beneficium, en nærri lá, að svo yrði ekki 6. jan. 1774, þegar það með konungsbrjefi var látið fyrir Lágafell og Kálfakot; átti þá að setja kirkju fyrir báðar sóknirnar á Lágafelli. En það konungsbrjef var apturkallað 7. júní 1776, af því að Mosfell varð ekki leigt fyrir eins mikið afgjald og Lágafell með Kálfakoti, svo sjóður konungs bar eigi jafnmikið upp. það er þá, að jeg ætla, nægilega ljóst, að mótmælendur þessa máls hafa notið hins fyllsta rjettar. En hvaða ástæðu hafa peir til þessa mótþróa? Er breyting þessi óhagkvæm fyrir söfnuðina yfir höfuð.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.