Ísafold - 07.11.1888, Blaðsíða 5

Ísafold - 07.11.1888, Blaðsíða 5
209 sagt hagfeldust fyrir dala- og fjallalöndin; en undirlendin fá eigi nægilega ræktun fyr en nautpeningnum fjölgar; sauðfjár- ræktin gerir menn miklu háðari öðrum löndum og verzluninni en kúabúin; og hvað er svo keypt fyrir ullina og kjötið ? |>að hrekkur ekki til að borga munaðar- vöru og ónýtar ljereptspjötlur; ef naut- peningsræktin yrði meiri og væri stunduð með atorku, þá mundi hún líka gefa af sjer verzlunarvöru. J>ví ætli íslendingar gætu ekki selt smjör og osta til Englands, eins og aðrir? f>að sjest vel hjer í Beykja- vík, að grasræktin getur borgað sig; hjer hafa á stuttum tíma stór tún verið grædd upp úr urðum, klöppum og melum; þessi tún borga sig ágætlega, og þó leggjast á þau stórmikil gjöld og meiri vinnukostn- aður en í sveitinni. það er þó fleira en tún og engjar, beit- arlönd og úthagar, sem menn hafa sjer til uppeldis á Islandi. Síra Jón Bjarnason gleymir alveg sjónum og fiskunum, og þó er Island eitt hið fiskauðgasta land í heimi; það þyrfti þó líka að nefna fiski- veiðarnar, þegar talað ér um hvað landið sje óbyggilegt. þó að allur jarðvegur fyki burt, þá kæmi þó þorskurinn eins fyrir það. Frakkar senda hingað árlega 2—300 skip með 4—5000 mönnum, og fiska árlega fyrir 5—6 miljónir króna; erþó ótalið allt það, sem Englendingar, Belgar, Ameríku- menn, Norðmenn og Færeyingar fiska við strendur landsins. þessir útlendu fiski- menn verða að reka fiskiveiðar sínar með miklu meiri fyrirhöfn og kostnaði en vjer íslendingar, og þó fjölgar þeim árlega. Færeyingum þykir meiri hagnaður að leita til íslands heldur en að fiska heima hjá sjer. Mjer hefir þótt það skrítið, þegar eg hefi farið kringum landið, að sjá menn hópum saman á leið til Ameríku sökum atvinnuleysis (!), og að sjá um leið Færey- inga hundruðum saman leita á sama tíma til sömu hjeraða, sem hinir voru að fara frá, til þess að fá sjer atvinnu; og samt eru Færeyingar vel ánægðir með árangur- inn. Norðmenn veiddu í sumar við Vest- firði 82 hvali (eflaust 200 þúsund króna virði); á því sjest sem öðru, að Island er ekki gæðasnautt, ef duglega er eptir sókt. Svo hefir líka síldin stundum verið til stórmikils hagnaðar, eins og þegar Norð- menn haustið 1883 öfluðu á Eyjafirði á fáum vikum síld fyrir nærri 2 miljónir króna. |>að er nú reyndar satt, að síldveiðin í stórum stýl opt er sannkallað lukkuspil, því kostnaðurinn er mikill og áhættan og verðið mjög mismunandi; þó gæti síldveiði í smáum stýl( eflaust opt verið til mikilla búbóta fyrir íslendinga. |>ví geta íslend- ingar ekki borðað síld, eins og Bússar, Svíar og þjóðverjar? f>ó hún sje ef til vill notuð sumstaðar hjer á landi til mann- eldis, þá er hún þó ekki orðin nærri eins algeng fæða eins og í öðrum löndum. Sjórinn kringum ísland er ótæmandi auðsuppspretta, svo að þótt Islendingar færu alhr til Manitoba, þá mundu Frakkar eða aðrar þjóðir eflaust setjast óðara f breiðrið. f>að er mest komið undir því í hverju landi, hvað menn eru duglegir, hagsýnir og sparsamir; frjóvsemi landanna hefir miklu minna að þýða fyrir efnahag þjóð- anna enþessir eiginlegleikar,—landskostirnir minna að þýða en mannkostirnir. f>að mun víst engum detta í hug að segja, að Suður-Italía sje ófrjótt land eða óbyggilegt ; það er þvert á móti eitt hið fegursta og blómlegasta land í heimi; þó eru þar stórar landspildur ónotaðar og í órækt, og gæti þó hver blettur framleitt gnægð korns og aldina; en samt hefi eg hvergi, þar sem eg hefi farið, sjeð eins mikla fátækt og eymdarskap meðal alþýðu eins og þar; þaðan fara líka margir skips- farmar af fólki til Ameríku á hverju ári1. Eitt af hinu fyrsta, sem maður rekur augun í, þegar maður kemur frá öðrum löndum til íslands, er það, hve hjer sjást lítil mannvirki. I öðrum löndum hefir hver kynslóðin fram af annari ræktað landið, reist stórhýsi, borgir o. s. frv. En hvað hafa okkar frægu forfeður gert, þessar þolgóðu og þrautseigu hetjur, sem síra Jón Bjarnason lofar svo mjög? f>eir hafa — svo eg haldi mjer við orð og anda Jóns Bjarnasonar — skilið okkur, aumingja ættlerana, eptir á nagaðri þúfunni; þar verðum við að sitja, sorgbitnir og kvein- andi, og horfa yfir svívirðing foreyðslunnar, ! eins og síra Jón á melhnausnum hjá Kálfafelli eða Scipio á rústum Kartagó- borgar. Síra Jón segir, að Islendingar sjeu mjög gefnir fyrir nýungar. f>ví er nú ver og miður, að þetta er líka missögn hjá hinum heiðr. höf. f>eir eru einmitt langt of lítið gefnir fyrir nýungar. Annars mundi ýmis- legt í búnaði og iðnaði landsins vera farið að lagast meira en er. Og þó má sjá framför í ýmsu, þrátt fyrir harðindi og Ameríkuferðir. Húsagjörð er víðast miklu betri en fyrir 10—20 árum. Fjárrækt er betri og arð- samari en fyrr. Töluverðar jarðabætur hafa verið gerðar. Yegabætur líka, brýr og vörður á fjallvegum. Hreinlæti hefir stórum aukizt o. s. frv. f>ó að þetta sje í smáum stýl enn þá, sem von er, þá ber 1) Heill skipsfarmur af ítölskum vesturförum var í sumar (1888) gerður apturreka frá New- York, af því þeir voru allslausir (National- tidende). það þó vott um vaknandi áhuga og sóma- tilfinningu þjóðarinnar. En það er svo óteljandi margt, sem enn þarf að gera. f>jóðarbúskapurinn þarf að lagast, einkum hvað snertir verzlunina. f flestum þjóðfjelögum er kaupmannastjettin helzti máttarstólpinn I öllum stórum og gagnlegum fyrirtækjum; en hjer gengur allur arður verzlunarinnar annaðhvort beinlínis til Kaupmannahafnar, éða óbein- linis til Gyðinga í Hamborg. Sparsemi og sparneytni þyrfti að aukast og hagsýni með efni sín. Menn þyrftu að hugsa miklu betur um að sníða sjer stakk eptir vexti og hafa reglu á reikn- ingum sínum. Margt er líka látið ónotað, sem þarft er og gagnlegt. Jeg nefni að eins eitt dæmi: þangið og fiskislorið við sjóinn ; af því mætti framleiða margan arðberandi blettinn. Tíminn er heldur ekki allstaðar notaður sem skyldi, t. d. við sjóinn þegar gæftir eru litlar; heimavinna gæti stórum aukizt, svo menn þyrftu ekki að kaupa utan á sig eintómt rusl frá útlöndum o. s. frv. Mjer dettur ekki í hug að efast um, að sumum íslendingum líði vel í Ameriku; en sumum lfður náttúrlega illa; svo hlýtur það að vera þar eins og allstaðar annars- staðar í heiminum. En hitt er eg líka sannfærður um, að mönnum getur líka liðið vel á Islandi, og það engu síður en í Canada, og öllum þorranum betur, ef hjer væri notað það sem náttúran býður. f>að er þó líka skemmtilegri tilhugsun fyrir íslendinga, að vaxa og dafna í sínu föður- landi, heldur en innan um útlendar þjóðir og nýja siði, missa svo þjóðernið fyr eða síðar og hverfa eins og dropi í sjónum. f>að er heldur ekki til neins fyrir ein- staklinginn að eltast við að ná í ánægju og hugarró í einu landi fremur en öðru; slíkt er meira komið undir sálareðli hvera eins en ytri kringumstæðum. íslendingar hafa til þessa hirt lítt um kynna sjer náttúruna í sínu eigin landi, og þó ætti þekking á Iandinu og afurðum þess að vera hið fyrsta, sem öll framför er byggð á. Margir útlendir vísindamenn, sem hjer hafa komið t. d. C. Vogt, Milne o. fl. kvarta undan því, hvað íslendingar gefi náttúrunni lítinn gaum. Hin verklega þekking og hagsýni hlýtur þó stórum að aukast með rjettri alþýðu- menntun, og er vonandi að þing og þjóð geri henni allt til framfara, sem unnt er. En ef hagsýni og sparsemi eykst í landinu, og ef stjórn og löggjöf er hagað eptir þörfum landsmanna, þá þurfum vjer íslendingar ekki að bera neinn kvíðboga fyrir framtíðinni. f>ví enn þá er táp og dugur í íslendingum, hvað sem hver segir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.