Ísafold - 07.11.1888, Blaðsíða 6

Ísafold - 07.11.1888, Blaðsíða 6
210 „Misklíð út af kirkjuflutningi.“ pótt jeg s;'e yður, hein ritstjóri, samdóma um, a5 mál þetta, um sameíning kirkjna í Mosfells- sveitinni, sje orðið langt, álit jeg mig neyddan til, að biðja yður, að gefa rojer rúm í blaði yðar, til að mótmæla því, sem yður er rangt borið og rangt ályktað. pað er ásökun, sem er eins al- varleg og hún er rörg. að í máli þessu hafifram farið „bersýnileg lögleysa", og vænti jeg, að yð- ur þyki sanngjarnt, að jeg fái að bera hana af mjer og öörum, sem áttu við mál þetta. par «em hjer er líka að ræða um skilning laga þeirra, sem þar að lúta, er það nauðsynlegt, að hinn rjet.ti skilningur komi fram, svo aðrir leiðist eigi í villu af því, sem rangt er. Jeg hefi aldrei ámælt yður fyrir að taka svari andmælenda; jeg játa þvert á móti, að hefðu peir sktrt yður rjett frá, þ i hefði það verið skylt •og rjett að taka svari þeirra, og þó að þeir hufi skýrt yður rangt fiá, þá er jeg yður samdóma um, að það er betra að þeir komu með það á prenti, svo kostur var á að hrekja það í heyr- anda hljóði, en að láta ósannindin læðast hins- eginn mann frá manni. En jeg hefi sagt, og segi enn, að allt, sem yð- ur hefir verið borið og lýtur að því, að mál þetta hafi verið ranglega eða ólöglega undir búið, er sumt meira og ranghermt, sumt með ðllu ósatt, ■og að þessu vil jeg loiða rök. pað er i rauninni rangt, að „málið hafi tvívegis verið búið undir úrskurð landshöfðingja". Undir- búningurinn var í rauninni e i n n, sá sem fram fór 1884, og að öllu löglegur, eins og jeg áður befi tekið fram, og mundi landshötðingi ekki hafa hikað við að leggja fullnaðarúrskurð á, hefðu eigi, einmitt er að því var komið, komið fram mót- jnæli frá mörgum sóknarmönnum í Mosfellssveit. Einmitt t'yrir þessi mótmæli var það ekki að lands- höfðinginn „vísaði málinu heim til löglegri undir- búnings1'. heldur skaut hann því í brjeti frá 1 6/i2 85 til biskups, „hvaða tillit bæri að hafa til mót- mælendanna“. Biskup bað mig aptur, í brjefi frá 10. s. m., að „láta í ljósi álit mitt um, hvaða tillit bæri að taka til nefndra brjefa og skaut pvi jafnframt til mín, „hvort eigi mundi ástæða til, með tilliti til sundurlyndis þess, sem nú sje farið að bóla á í Mosfells- og Gufuness-sóknum, að kveðja til almenns fundar til þess að vita, hvort eigi væri unnt að koma betra samkomulagi á“. Hjer var því alls eigi um „heimvísun'* að Tæða, heldur að eins um sáttatilraun, og hún var undir mjer komin. og mjer, eins og biskupi og landshöfðingja, þótti miklu skipta, að samkomu- lag gæti náðzt, þó málið væri að öllu ,,löglega“ undirbúið. pessa sáttatilraun fól jeg, eins og áð- ■ur heti sagt, af því að um hávetur var, sóknar- prestinum og sóknarnefndarmönnunum. Sú til- raun varð árangurslaus, eins og kunnugt er. En pó jeg fúslega gengi inn á, að reyna þessa sætta- tilraun, þá leiddi jeg í brjeti mínu frá 27. apríl 1886, rök að því, að málið væri fullkomlega „lög- lega“ undirbúið. Einmitt af sömu ástæðum, sjerstaklega til að reyna að koma á samkomulagi, var það, að stofn- að var til fundar af nýju á Korpólfsstöðum. landshöfðinginn hjelt, sem sje, að mjer kynni að vinnast að leiða menn til samkomulags á al- mennum fundi. pað varð og að nokkru, en eigi almennt samkomulag, og bar það til, að fylgÍR- menn málsins sóttu fundinn sljólega, en mótmæl- endur komu sfnilega með föstum samtökum á fundinn. Að hinu leytinu þótti landshöfðingja, biskupi og mjer Jróölegt að fá á ný vissu um, hve almennur vilji safnaðarins sameiningin væri, þótt það væri þegar kunnugt. Brjef sóknarnef'nd- arinnar, einmitt í Mosýellssókn, til hjeraðsfundar- ins 1884, dags. 7. sept. s. á„ byrjar sem sje með þessum orðum : ,,par eð það er orðinn almennur áhugi manna í Mosf'ells- og Gufuness-sóknum, að fá breytt kirknaskipan þeirri, sem hjer hefir ver- ið til þessa, og sameina Mosfells- og Gufuness- sóknir, og byggja eina kirkju að Lágafelli", þá“ o. s. frv. petta er undirskrif'að af sóknarprest- inum og tveirn sóknarnefndarmönnum í Mosfells- sókn. Samkynja skjal, dags. 9. s. m„ undirskril- að af öllum sóknarnefndarmönnum Gufuness-sókn- ar og sóknarprestlnum var framlagt; segir í því, að tillaga þessi byggist á „almennum vilja sókn- armanna, eptir þvi sera fram hafi komið á al- monnum fundi 9. júní s. á. í báðum skjölunum breytingunni talið allt til gildis: 1. „fleiri messu- gjörðir“. 2. „uppfræðing barna betri“. 3. „ferða- lög fyrir prestinn hægri“. 4. hægra að halda við einni kirkju en tveimur. 5. að fjelagsskapur aukist í veraldlegum efnum“. 6. „hægra að koma kirkjusöng í gott og sæmilegt horf með því að útvega harmóníum'1. Jeg vil nú biðja, að hjer- aðsfundinum sje virt til vorkunnar, þó hann tæki slik brjof til greina og áliti þau nægilega og „lög- Iega“ sönnun fyrir því, að málið væri nægilega undirbúið í sóknunum, ogaöþað væri peirra vilji. Hefðu og þessi óhappa.mótmadi eigi koinið, þá hefði landshöfðinginn án efa lagt fullnaðarúrskurð á málið, eins og pað var; að minnsta kosti hafði hann enga ástæðu til annars. En ofan í þessar yfirlýsingar helztur manna safnaðanna, komu mótmæli frá 17—25 búendum; það er eigi gott að ákveða töluna með vissu, því hún var ærið á reiki. Var þá tekið þetta ráð : fyrst að láta hlutaðeigandi prest og sóknarnefnd- ir reyna að koma á samkomulagi, og síðan, að jeg reyndi það sjálf'ur, og, ef sáttum yrði eigi komið á, þá að leiða að nýju i ljós, að þettá væri vilji safnaðanna í þessu máli petta átti að vinn- ast á Korpúlfsstaða-fundinum. En úr því að menn sóttu hann svo sljólega, gat það enki orðið með öðru móti en þvi, að samþykkja þá uppá- stungu nokkurra hinna helztu manna á fundinum, að „að afkvæði þeirra, sem ekki mættu, væru send landshöfðingja í því skyni, að hann tæki þau til greina“. pað, sem „sumir“ segja, að þetta hafi ekki verið samþykkt, fyr en búið var að slita fundi“, er, eins og yfir höfuð allt. som framborið er, mishermt. Eptir að þessi samþykkt var skrásett. komu 2 búendur og greidiu atkvæði móti málinu, og „þá var fundi slitið“. Hefði jeg mótmælt þessu, og viljað berja fram, að ummæli mín í fundarboðinu skyldu gilda, hvort sem þau nú voru svo, að tölu þeirra, sem ekki kæmu „yrði“ bætt við, eða „að við því mætti búast“‘— jeg deili ekki um það, af því jeg hefi ekki eptir- rit af fundarboðinu — mundi það þá hafa verið talið „löglegt“ og ekki miklu fremur gjörræði ? Sannindin í því að „smalað“ hafi verið atkvæðum eptir fundinn, koma eigi vel heim við það, að þeir 15 búendur, sem eigi mættu, skrifuðu lands- höfðingja allir eitt brjef, tjá honum frá, að þeir hafi verið hindraðir frá að sækja fundinn, og beið- ast virðingarfyllst. að hann taki gilda þá brjeflegu yfirlýsingu, að þeir eindregið greiði atkvæði með því, að lagðar verði niður Mosfells- og Gufuness- kirkjur, en byggð verði i þeirra stað ein kirkja á Lágafelli'1. pað er hvergi í ákvæðum, sem snerta slík mál, að þau í sóknum skuli útkljást á ýundi. pað átti og ekkert skylt við heimvísan, að mál- ið var aptur borið undir hjeraðsfund 1886; jeg leyfi mjer þvert á móti að ætla, ab það hati ver- ið mest af hendingu. Jeg hitti landshöfðingja fyrir fund fundardaginn, og nefndi hann þá að eins munnlega við mig, fyrst svona stæði á, að hjeraðsfund ætti að halda, að bera málið með öll- um skiölum þess undir fundinn að nýju, jeg vil segja til að fá fullvissu um, að hjeraðsfundurinn sæi enga ástæðu til að breyta því ýullnaöarsam- pykki. sem hann hafði getið tveim árum áður. Og fundutinn „hjelt fast viö paö sama atkvæöi, sem hann áöur haýöi geýiö", í annað sinn í einu hij >ði Sýnir þetta að eius, hvaða varhyggð var viðhöfð. pað er því ljóst, að hjer fór engin eiginleg heimvísan fram. Er þá éptir að athuga hinar í- mynduðu ástæður til hinnar ímynduðu heimvís- unar. Segir þá : „Sameiningin mun aldrei hafa verið samþykkt af sóknarnefndinni í Most'ells- sókn“. Málið var fyrst borið upp fyrir mjer 9. júlí 1884 af 4 helztu mönnum Mosfellssóknar ; veit jeg veit jeg eigi betur en að 3 þeirra væru 8óknarnefndarmenn; undir brjefið til hjeraðsfund- arins frá7. sept. 1884 voru skrifaðir, raeð prestin- um, 5 sóknarnefndarmenn.og—28. nóv. 1885skrifa allir sóknarnefndarmenn beggja sóknanna, fyrir Mosfellssókn þessir, með eigin hendi: G. Gíslason [i Reykjakotij, Sigurður Oddsson og Finnbogi Árna- son, landshöfðingja, og biðja hann að samþykkja, „að kirkjurnar á Mosfelli og Gulunesi verðilagðar niður, en í þeirra stað byggð ein kirkja að Lága- felli samkvœmt tillögum hjeraösýundar 1384“. Er samt ekkert misborið í þvi, að samoiningin hafi aldrei verið samþykkt nema af annari sókn- arnefndinni ? Að nokkur sóknarnefndarmaður hafi haft nokkurt „skilyrði" fyrir atkvæði sínu, hetir eigi fyrir mín augu eða eyru komið, og verð jeg því að álíta það, með svo mörgu öðru, ósatt framborið, eins og mjer var hulið, að nokkur verulegur ágreiningur væri um málið, meðan það var undirbúið 1884. En nú koma ímyndanir, sem eru alvarlegri en þær, sern byggðar eru á ósannindum úr Mosfells- sveit; það eru ímyndanir og ásakanir um, að lög þau sem lúta að máli þessu, liafi verið brotin. pað hefði verið ærið sljóft af mjer, sem var for- maður í þeirri nefnd, sem haf'ði önnur löuin til meðferðar í þinginu, svo flutningsmaður hinna, etjeghefði eigi skilið þau rjett. En hvað er það, að ætla mjer slíkt, og biskupi, sem ekki erum lagamenn, hjá því, að gera jafnskörpum laga- manni og landshöfðinginn er, þá gersök, að hann hafi inisskilið lögin eins herfilega og ísafold ætl- ar, og fyrir þá sök vísað málinu heim, og þó ekki

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.