Ísafold - 21.11.1888, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.11.1888, Blaðsíða 2
222 smekklegur, svo almenningi þótti hin mesta prýói aó, er hœtt vió aó hinn sanni tilgangur „Fjallk.“ meó því aó eigna hann honum rang- lega náist samt ekki, og því hefði verió snjall- ast fyrir hana að segja eins og var, úr því að henni þótti þetta frásöguvert: að sá, sem fyrir þessu gekkst, var konsúll Guðhr. Finnbogason, er hafði verið til þess kjörinn af bæjarstjórn- inni ásamt Dr. ,T. Jónassen að sjá um þessa hátíðar-uppljómun, og að aðalaðstoðarmaður þeirra í því var Helgi snikkari Helgason. "það er því þeim að þakka, hvað uppljómunin á Austurvelli tókst vel. fó að þeir fengju ljós- kerin tilbúin í bókbandsverkstofu ísafoldar- prentsmiðju, þá getur ritstj. ísafoldar ekki lát- ið eigna sjer neina frægð fyrir það. Hann kann ekkert til bókbands. Annar viðburður, er „Fjallk.“ hermir úr höf- uðstaðnum þennan dag, er það, að innan um lúðraganginn við Austurvöll „hafi heyrzt ofan frá latínuskólanum annar hljómur11; „þar höfðu skólapiltar safnazt saman“, segir hún,„og sungu „íslendingabrag". Eins og getið var í ísafold, hjeldu um 30 skólapiltar danzleik á hótel ísland um kvöldið. í minningu dagsins. Af hinum voru margir að skemmta sjer með söng og kaffidrykkju m. m. upp í skóla, og höfðu fá- einir af þeim einhvern tima um kvöldið látið gabba sig af 1—2 frelsis-snæljósum af presta- skólanum (skólabræðrum þeirra) til að fara út fyrir dyr og kyrja þar meðal annars „íslend- ingabrag", en án þess að því væri veitt noklc- ur eptirtekt af öðrum en þeim sem þar voru nærstaddir; og verður slíkt meinlaust drengja- gaman naumast talið tíðindum sæta. Hallærissaga frá Ameríku. »Sorg- leg hallærissaga hefir oss borizt úr fylk- inu Dakota í Bandaríkjunum, er liggur milli Kanada og Nebraska. I síðastliðn- um ágústmánuði gerði afarmikið frost, öllurn á óvart. Afleiðingin af því var sú, að hveitiuppskeran ónýttist að mestu leyti. Ofan á þessa óhamingju bættist, að eldur kviknaði í hinum víðlendu grassljettum (Prairies), og hefir hann geysað með dæmalausum ofsa um allt Dakota-hjerað undanfarandi mánuð. Hann sópaði í burtu húsum, hlöðum, kornbúrum og ná- lega öllu því, sem til viðurværis heyrir. Fjölskyldnr standa uppi svo hundruðum skiptir alveg bjargarlausar undir veturinn, og ef óhætt er að reiða sig á spádóma veðurglöggra manna, eru allar líkur til, að hann verði venju fremur harður. Svo géigvænlegar eru skýrslurnar, að þegar hefir verið efnt til samskota um öll Banda- nkin til þess, að veita þessu bágstadda fólki fæði og föt. Hinar ýmsu samskota- nefndir hafa sent mann, herra J. Harp- mann,, til þess að grennslast eptir ástand- inu. í skýrslu sinni segir hann, »að kjör fólksins sjeu í raun og veru bágbornari en svo, að hægt sje að lýsa þeim. Karl- menn, konur og börn ganga í tötrum og eiga ekki svo mikið sem einn eyri í eigu sinni. Uppskera þeirra er algjörlega ó- nýtt«. Hann skýrir enn fremur frá, að akuryrkju-áhöld þeirra sjeu öll veðsett. Svo virðist sem að smáborgin Cleveland, er liggur í norðurhluta fylkisins, og að mestu leyti er byggð af Gyðingum, sje verst stödd, ef annars er hægt að segja, að eitt sje öðru verra í þessari hryllilegu ógæfuraun. »Frá því um föstudagskvöldið þangað til á sunnudaginn*, segir herra Harpmann, er hann talar um Cleveland, »gekk jeg húsa á milli og hughreysti menn og lofaði hjálp. Konur og börn voru grátandi, og karlmennirnir gengu um ber- fættir og í ræflum*. Eitt af þeim húsum, sem herra Harpmann heimsótti, var hús prests eins, er nýlega var kominn frá norðurálfu; þegar hann kom, sögðu íbú- arnir honum, að hann skyldi ekki stað- næmast hjá þeim, með því að þeir gætu ekki goldið honum. Hann svaraði þeim, að hanngæti ekki komiztburtu fyrir fjeleysi og yrði því að vera kyrr og búa við sama kost og þeir. Heimili hans var að eins eitt herbergi, og bjó hann þar með konu og tveimur ungum börnum. Annað þeirra var vafið inn f sæng til að halda því heitu, en hitt var blátt og skjálfandi af kulda og horað af sulti. þar var enginn eldiviður, nema ögn af þurri mold. Svona er ástand heimilanna í Dakóta, sem þykj- ast vel haldin, ef þau geta fengið þurra brauðskorpu að leggja sjer til munns. 011 hús þeirra skortir ekki að eins þau þæg- indi, sem nú tíðkast í húsum, heldur og hinar brýnustu lífsnauðsynjar. »Vjer borð- uðum sex«, segir Harpmann, »miðdegisverð í húsi hins eina manns, er bjargað hafði nokkrum hluta af uppskeru sinni, og urð- um vjer allir saman að notast við einn hníf, þrjá gafla og þrjár matskeiðar#. Hann skýrir frá, að menn hafi lifað á kartöplum síðan í ágústmánuði, en nú er sú björg einnig þrotin. Seinast segir herra Harpmann í skýrslu sinni, að fólkið muni verða hungurmorða, nema því verði send hjálp hið bráðastac. — Grein þessi stendur meðal annars í »Liverpool í!cho«, 6. nóv. (þ. m.), og er hún greinileg staðfesting þess, sem þeir Ben. Gröndal og þorvaldur Thoroddsen hafa tekið fram um loptslag og veðráttu- far í þeim byggðarlögum 1 Ameríku, þar- sem íslendingar hafa fléstir tekið sjer ból- festu. Eins og kunnugt er, eru þeir fjölda margir í Dakóta, þar sem þetta mikla á- fall hefir komið í sumar, og er það ríki þó sunnar en Manitoba, hvað þá heldur Norð-Vesturlandið. Að safna og spara. Fátækt þessarar þjóðar er miklu síður því að kenna, að hún afli minna en aðrar þjóðir, sem betur vegnar, heldur en hinu,. að henni er lítt lagin sú mikil3verða list, að kunna að safna og spara. Vjer kunnum almennt ekki að safna. Stöku menn kuuna það og kunna það vel. En sumir, sem við það fást, gjöra það af slíkri fákænsku, að það er lítið betra en ógjört, og stundum verra. T. d. þegar maurapúkar taka upp á því að safna matvælum handa sjálfum sjer til margra ára í einu, sem skemmast svo eða verða ónýt, auk þess sem véxtir glatast algjörlega af því fje, sem varið er um þörf fram í vistaföng löngu áður en neyta skal. — Hitt er þó algengast, að menn hugsa alls eigi um að safna, heldur láta hverjum degi nægja sína þjáning, hugsa varla lengra fram en til næsta máls. Skrælingjar of- fylla sig, þegar þeir afla vel, en svelta svo heilu hungri tímunum saman þess á milli. Vjer stöndum þeim að vísu langtum fram- ar; en aptur hjer um bil jafnlangt á baki vel siðuðum framfaraþjóðum og ráðdeildar- sömum. Ar eptir ár, mann fram af manni og öld eptir öld drepum vjer búpening vorn í hor. Vjer kunnum ekki að safna næg- um fóðurbirgðum handa honum, og tekst því ekki að safna föstum og öruggum bú- stofni. Vjer brennum hann í annan end- ann jafnt og stöðugt. Ekkert bústofns- safn — ekkert auðsafn í landinu; því bú er landsstólpi. Hinn aðalatvinnuveginn, fiskiveiðarnar, stundum vjer almennt með sama hætti og tíðkaðist á bernskuárum mannkynsins. Vjer öflum til næsta máls, á óvátryggðum smá- fleytum og með óvátryggðum áhöldum og vinnukröptum optast nær. Vilji slys til, er sá fjárstofn glataður gjörsamlega og þar með tekið fyrir fjársafn af þeim stofni. Hýbýlagjörð vor er víðast eins og tjald- að sje til einnar nætur að svo má kalla : efni og tilhögun þannig, að endingin er engin. Allt hið mikla auðsafn, sem í öðr- um löndum er fólgið í rammgjörvum hús- um og öðrum mannvirkjum, sem endast öldum saman, er að kalla má óþekkt hjer. Svona er í srnáu og stóru. Hvað margt efnalítið fólk hjer á landi hugsar um að safna til elliáranna, til þess að þurfa ekki að vera upp á aðra komið þá ? Eða hvað margt af ungu vinnufólki hugsar almenmlega um að safna og draga saman í búið síðar meir? Ætli hitt sje ekki algengast, að kaup- ið, hvort sem það er mikið eða lítið, smá-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.