Ísafold - 21.11.1888, Blaðsíða 4
224
minnsta kosti. Ættu hinir betri menn í
hverju sveitarfjelagi að neyta allra góðra
ráða til að koma almenningi á fastan rek-
spöl með það.—|>að atriði mœtti minnast
betur á síðar.
„MISKLÍÐ ÚT AF KIRKJUFLUTNING1“.
Rúmsins vegna í blaðinu má til að láta duga
stutt ágrip af vörn þeirri, er prófasturinn í
Kjalarnesþingi hefir enn sent Isaf. fyrir sinum
málstað, að geymdum rjetti hans til lagfæringar,
ef honum þykir rangt skýrt frá 'efni varnar-
skjals þessa.
Hann telur það rangan áburð, að hann hafi
viljað svipta söfnuðinn atkvæði um kirkjuflutn-
inginn, með skýringunni á 4. gr. prestakalla-
laganna; hann hati frá upphafi einmitt ætiazt
til, að siðari hluti greinarinnar væri skilinn eins
og ísaf. heldur fram (undirskilið orðið „safn-
aðar“), enda hafi skyrsla sin um málið í ísaf-
einmitt stefnt mest að því, að sýna fram á, að
atkvæðis safnaðanna uin þetta mál hefði verið
leitað afdráttarlaust og það fengizt á löglegan
liátt fyrir sameininguuni.
þessi orð prófasts ber ekki að rengja, og er
þá misskilningurinn sá, að Isaf. hefir lagt of
mikla áherzlu bæði á það, að prófastur sleppti
að vitna í fyrra kafla 4. greinar, þar sem neftid
er eigi einungis sameining brauða, heldur líka
sókna, og einkum á þau orð prófasts í grein-
inni i 48. tbl., þar sem stendur, að áherzlan
sje i lögunum „öll lögð á, að hjeraðsfundur,
prestar og beztu meun safnaðonrta í hjeraðinu11
[almennt, ekki hlutaðeigandi safnaða sjerstak-
Jegaj, „og biskup álíti breytinguna hagkvæma“
o. s. frv. þetta og fleira í greinum prófasts
lá vissulega beinast við að skilja svo, sem
prófastur áliti hlutaðeigandi söfnuði ekki hafa
atkvæðis-r;eff í þessu rnáli, en að það hafi verið
gjört að ein8 upp á betra samkomulag, að
reytta að leita atkvæðis þeirra. það er full-
kornið óviljaverk, hafi ísaf. haft prófast fyrir
rangri sök í þessu atriði; og mikið má það
vera, ef ekki hafa flestir lesendur greina
hans skilið hann alveg eius og Isafold.
Skilning sinn á 12. gr. safnaðarstjórnarlag-
anna ver prófastur einkanlega með því, að ef
hin umþráttuðu orð ættu að þýða alla, sem í
hjcraðsnefnd eru, þá hefði orðið „allra“ átt að
standa þar, enda vanti í lögin fyrirmæli um,
hvað margir þurfi að vera á hjeraðsfundi, til
þess að hann sje löglegur, sem og eðlilegt sje,
Jtar sem hjer sje fremur um rjett að ræða en
skyldu (ekkert þingfararkaup o. s. írv.). Segist
hann skjóta því óhræddur til allra hinna beztu
lögfræðinga, sem lesið hafa ísaf., að smn skiln-
ingur sje rjettur.— þetta virðist ekki gefa til-
efni til frekari útlistunar eða andsvara en áð-
ur er komið.
AUGLÝSINGAR
ísamfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útí hönd.
Eptir kröfu amtmannsins í Vesturamtinu
fyrir hönd landssjnðs, að undangenginni
fjárnámsgjörð hinn 27. þ. m., verður jörðin
Miðskógur í Miðdalahreppi í Dalasýslu,
9,5 hndr. að dýrleika, með hliðsjón af
fyrirmœlum í opnu hrjefi 22. april 1817 og
samkvæmt lögum 16. desemher 1885, seld
við 3 opinher uppboð, sem haldin verða, 2
hin fyrstu á skrifstofu Dalasýslu að Bœ í
Hríitafirði laugardaginn 17. nóvember og
laugardaginn 1. desemher nœstkomandi,
og hið 3. á jarðeigninni sjálfri laugardaginn
15. sama mánaðar, til lúkningar veðskuld
til landssjóðs að upphæð 600 kr., auk vaxta
og alls kostnaðar.
Uppboðið byrjar kl. 12 á hádegi fyrnefnda
daga og verða skilmálar fyrirfram birtir á
uppboðsstaðnum.
Á embættisferð að Hjarðarholti í Dölum
28. október 1888.
S. E- Sverrisson
settur.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu amtmannsins yfir Suðuramt-
inu og að undangengnu fjárnámi hinn 9.
þ. m. verður húseign kaupmanns John
Harmitage nr. 2 í Kirkjustrœti hjer í bœn-
um (gamli spítaiinn) samkvœmt lögum 16.
desembr. 1885 með hliðsjón af opnu brjefi
22. april 1817, seld við 3 opinber uppboð,
sem haldin verða 2 hin fyrstu á skrifstofu
bæjarfógeta miðvikudagana 28. þ. m. og 12.
desembr. næstkomandi og hið 3. í húsinu
sjálfu föstudaginn 28. desembr. þ. á. til
Lúkningar veðskuld til viðlagasjóðs 3600 kr.
með vöxtum og öllum kostnaði.
Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi ofan-
nefnda daga; söluskilmálar verða til sýnis
hjer á skrifstofunni degi fyrir hið 1. upp-
boð.
Bæjarfógetinn í Reykjavík, 13. nóvember 1888.
Halldór Daníelsson._________
Proclama.
Samkvœmt opnu brjefi 4. jan. 1861 og
Lögum 12. apríl 1878 er hjer með skorað á
alla þá, sem telja til skulda í dánarbúi
Olafs Olafssonar, er dó á Hrólfsstöðum í
Akrahreppi 3. febr. þ. á., að gefa sig fram
og sanna kröfur sínar innan 6 mánaða
fyrir undirrituðum skiptaráðanda. Sömu-
leiðis er skorað á erfingja hins látna, sem
helzt munu vera systkini, að gefa sig fram
innan sama tíma.
Skrifstofu Skagafjarðarsýslu 22. oktbr. 1888.
Jóhannes Ólafsson.
Bazar og Tombóla.
Eins og kunnugt er hjelt Thorvaldsens-
fjelagið Bazar og Tombólu í janúarm. síð-
astl. til þess að fá fje til þess að byggja
nlaugahús« fyrir. Að nokkru leyti er nú
búið að koma upp tjeðu húsi, en kostnað-
urinn hefur orðið allt að því helmingi meiri
en ágóðinn varð af Bazarnum og Tomból-
unni. Fjelagið hefur því áformað á ný að
stofna til Bazars og Tombólu 8. og 9. des-
ember á hótel ísland og hefur pantað til
þess talsvert af góðum munum frá útlöndum.
j?ar eð þetta fyrirtæki varðar svo marga,
vonum vjer að bæjarbúar aptur vilji góð-
fúslega styðja oss með komu sinni og gjöf-
um, sem hver einstök í fjelaginu veitir
móttöku.
Thorvaldsensfjelagið.
Að fengnu leyfi skiptarjettarins til að
sitja í óskiptu búi eptir mann minn Jón
kaupmann Guðmundsson, hefi jeg gefið
hr. Birni Sigurðarsyni, er verið hefir við
verzlun mína síðastl. og líðandi ár, fullt
umboð til að ráða öllu því er lýtur að
fjárhag rnínum og eignum, föstum og laus-
um, innanlands og utan, eins og jeg sjálf
væri. Og leyfijegmjer því að biðja menn
að snúa sjer til hans í öllu þar að lútandi.
Flatey 29. október 1888.
Jófríður Guðmundson.
*
* *
I heimild ofanritaðra auglýsingar leyfi
jeg mjer hjer með að skora á alla þá, er
tjeðu búi eiga skuldir að lúka, að greiða
þær hið allra fyrsta eða semja v’ð mig
um greiðslu þeirra. f>ess skal getið, að
jeg, í öllum ritstörfum er búið snerta,
undirrita
p. p. J. Guðmundson
Björn Sigurðarson.
Ben. Gröndal kveðst aldrei hata gerzt áskrif-
andi að Fjallk. þetta er misminni; og hefi jeg
í höudum notarial-vottorð, sem sannar, að Grön-
dal hefir gerzt áskrifandi hennar með hinum
fyrstu lijer í Rvík.
Ekki hefi jeg samið um það við B. G., að
hann fengi Fjallk. ókeypis, enda hefi jeg látið
krefja hann; getur verið að fyrri útgef. blaðsins
hafi gefið honum upp andv. eiuhvers árgangs;
það kemur mjer ekki við. —Greinar B. G. í
Fjallk. eru flestar um hann sjálfan, persónuleg-
ar varnir gegn aðkasti annara blaða, og borgar
ekkert blað ritlaun fyrir slikar greinir.
Valdimar Ásmundarson
*
* . *
Hvort jeg hafi nokkurn tíma gjörzt áskrifandi
„Fjallkonunnar11 eða ekki, skal jeg ekki þrátta
um ; enda stendur það á litlu, úr því að rit-
stjóranum talaðist svo til við mig, að jeg ekki
skyldi borga hana, einsogjeg hef heldur aldrei
verið krafinn; og ef í reikuiug ætti að fara,
þá er það jeg, sem á hjá útgefaudanum, en
hann ekki hjá mjer; því allir sjá, að hvorki
þarf að rita margar eða langar greinar til þess
að þær sjeu tíu króna virði, og þó að ritstjór-
inn taki fram, að greinar mínar sumar snerti
mig persónulega, og láti þar rneð í veðri vaka,
að hann hafi gjört það sem velgjörning mín
vegna að taka þær, þá snerto þær engu að síð-
ur miklu meira en einn einstakan mann.
Ben. Gröndal.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.