Ísafold - 28.11.1888, Síða 3
227
í verstu kreppu. f>eir hafa orðið að hörfa
á burt við mannskaða frá flestum stöðum
sínum fyrir aðsókn landsbúa, og haldast
þar að eins við, sem þýzk herskip geta
stökkt árásarflokkunum frá ströndinni. það
eru höfðingjar Araba, er stýra atvígunum,
því þeir sjá, hver höpt færast á verzlun
Bi'na, einkum þrælaveiðarnar og mansalið,
við landnám kristinna manna. Nýlega
gjöreyddu þýzk herskip einum hafnarbæ
þeirra, með skothríð, og brenndu öll skip
þeirra sem þar lágu. Englendingar ætla
nú að leggjast á eitt með þjóðverjum að
banna útflutninga þræla frá austurströnd
Afríku, en hins letja þeir sem mest, að
ráðast með her á land til uppsókna, því þeir
segja, sem satt mun vera, að öllum kristn-
um mönnum og kristniboðendum um aust-
urhluta álfunnar muni þá dauðinn vís.
Auðvitað er, að Arabahöfðingjar mundu þá
fylkja sjer undir fána spámanns síns svo
hundruðum þúsunda skipti.
Feakkland. Astandið enn hið sama, og
enginn veit að hverju vill reka. |>ótt Carnot
ríkisforseti sje endurskoðun ríkislaganna
mótfallinn, hefir stjórnarforseti hans, Flo-
quet, borið hana upp á þinginu. Af nefnd-
inni, sem sett var, hafa 6 fallizt á hana,
en 4 mælt á móti. Hinir 6 fara líkafram
á, að nýmælin verði rædd og ráðin á nýju
og sjerstöku þingi. Nái sú uppástunga
fram að ganga, kemur til nýrra kosninga,
en ekkert getur Boulanger og hans liðum
betur líkað.
Trúin á þennan garp er nú aptur í mésta
uppgangi, og hræðsla hinna við hann að
sama hófi. Keisaravinir eru nú líka hans
eindregnir fylgismenn, hvernig sem það
verður launað. Mörgum skynberandi og
vitrum manni verður hjer um bil svo að
orði: »Hjer er allt á hverfanda hvéii, og
hver höndin uppi á móti annari, og því
skyldu þeir þá halda kyrru fyrir, sem
helzt vilja elta hamingjuna á röndum ?
f>eir menn þekkja eins vel og jeg landa
vora, og vita, að nýjungarnar ginna flesta
og að þeir eru enn af sama bergi brotnir
og þeir voru 1848».
Mikill krytur, sem svo tíðum fyr, í blöð-
um Frakka og grannanna fyrir austan og
sunnan. þjóðverjar höggva eptir hverju
orði, sem hrýtur málsmetandi mönnum af
munni á Frakklandi. I veizluræðu hjema
um daginn kvaðst Goblet, ráðherra utan-
ríkismála í París.vona, að Frakkland mundi
innan skamms tíma sitja í virðingarsæti
sínu meðal ríkjanna. |>etta var nóg til
texta fyrir þýzku blöðin. »Hvað býr undir?
Hvað á hann við ? Ætlar Frakkland að
rjetta hlut sinn á þýzkalandi ?» Meiri varð
þó hávaðinn þá, er franskur hershöfðingi
einn hafði þorað að láta þá von sína í ljósi
í Nancy, að austurtakmörk Frakklands
mundu ekki verða þau um aldir, sem nú
eru.
Bússland. f>ar er líf keisarans öllu
dýrara, en nú svo styttst frá að segja, að
hann var fyrir skömmu í dauðans hættu
kominn. Hann hafði ásamt drottningunni,
syni sínum og fleiri skyldmennum lokið
ferðum í Kákasuslöndunum og fleiri suður-
fylkjum ríkisins, og hjelt heim til sín á
járnbrautinni upp frá Ódessa. Hann var
kominn þann 29. okt. upp frá Charkóf og
í námunda við þann bæ, sem Borki
heitir. Lestin var á miklu ferðarflugi, en
hjer runnu vagnarnir út af brautarspöng-
unum, ultu út af og urðu að mikilli brota-
hrönn. Bjett í því bili sátu þau keisarinn
og fylgd þeirra í borðsal vagnarununnar
og drukku kaffi eptir morgunverð. Keis-
arinn og drottningin komust nær því
klaklaust úr voðanum, út um þakið á
vagninum, hann skeindur lítið eitt á fæti,
en hún á hendi, en sumt af stórmenni
fylgdarinnar lemstraðist stórum á ýmsa
vegu. Af þjónu8tuliði keisarans og braut-
arinnar fengu 21 bana, en 37 meiðingar
og limalemstran. Fjarri er því tekið, að
hjer hafi nein vjelaráð verið til sett, og er
haldið, að hjólás hafi bilað undir fremsta
vagninum, en brautin lá þar á háum garði
og bugða allsnörp á henni þar.
Serbía. Mílan konungur hefir nú tekið
meiri rögg á sig en flestir hafa trúað hon-
um til og færzt það djarfræði í fang, sem
bágt er enn að vita hvernig gefst. þegar
sýnódan eða klerkaráðið skoraðist undan
að slita hjúskap þeirra drottningar, bauð
hann erkibiskupinum í Belgrad að lýsa
skilnaðinum. Enn fremur hefir hann boðað
ný stjórnarlög og hvatt til þinggöngu.
Sagt er, að Nathalía drottning ætli ekki
að hlíta dómi þeirra konungs, en skjóta
máli sínu undir patríarkann í Miklagarði,
og, ef þörf gjörist, bera það undir þingið.
Grikkland. Afmælishátíð Georgs kon-
ungs byrjaði 30. október, þann dag er
hann stje á land á Píreus fyrir 25 árum.
Hátíðin | hin dýrðlegasta og stóð í 4—5
daga. Georg konungur getur horft aptur
á frægilegan [stjórnarferil, á framfara- og
þrifnaðarár Grikklands í öllum greinum.
Bíkið aukið að landeignum til með íóna-
eyjum og suðurhluta þessalín, og fólkstalan
vaxið fyrir það um 500,000 manDa. Árið
1863 var íbúatala Grikklands 1,200,000,
nú 2,200,000. Verzlun, iðnaður og öll
atvinna, fjölgun alþýðuskóla og mennta-
skóla, her og landvarnir, í stuttu máli allt
það sem talið er til þrifa og megins landa
og ríkja á vorum tímum, er nú í bezta
uppgangi á Grikklandi, en lá í hræðilegum
lamasessi, þegar hinn ungi konungur
settist við stjórnina.
Grænlandsför dr. nansens. þeir dr.
Friðþjófur Nansen og fjelagar hans voru
4. október komnir yfir jökulbreiðu Græn-
lands til kaupstaðarins Godthaab á vestur-
ströndinni, allir heilir á húfi. þessi tíðindi
bárust í hraðfrjett frá Farsund í Norvegi
sama daginn sem póstskipið fór frá Khöfn,
frá kapteininum á dönsku skipi (Fox), er
þangað var komið á heimleið frá Græn-
landi.
FKÆÐ8IiUSJÓBS-„HÚMBÚGIГ er nú
komiö undir verndarvæng'„þjóðólfs“foreIdranna,
og má nærri geta, að því muni J>á borgið (!)■.
ísafold er búin að lýsa fyrirtæki þessu svo
greinilega, að engum óhlutdrægum mun bland-
ast hugur um, hvernig það beri að dæma, enda
hefir „þjóð.“ ekki getað hrakið eitt einasta orð
ísafoldar um það mál. Einu úrræðin fyrirhon-
um eru að vanda að rangherma —herma óráð-
vandlega — og spinna svo þar út úr lítilfjör-
lega endileysu. Enginn hafði borið á móti því,
að dómkirkjupre8turinn hefði verið kosinn í
nefnd „Fræðslusjóðsins“: óráðvendnin í „þjóð.“
var sú, að hann nefnir prestinn sem einn í nefnd-
inni 2 dögum eptir að hann var búinn að af-
segja að vera í henni! þetta, að þegja um
afsvarið, gerði blaðið áþreifanlega í því skyni,
að halda áfram í lengstu lög að gylla fyrir-
tækið með hans nafni. Svo segist hann hafa
100 vitni að því, að presturinn hafi verið kos-
inn í nefndina! Hvað á að gjöra við lOOvitni
að þvi, sem enginn rengir ? það er eins og ef
„þjóð.“ skyldi hrópa upp og segja: „En sú
lygi, að fólk sliuii segja að jeg sje þunnur\ jeg
sem hef 100 vitni að því, að jeg er — /er-
kantaöur /“
það var þegar í greininni í ísafold 17. þ m.
tekið svo skýrt og greinilega fram, að hver
maður skilur, hvernig í þvi lægi, að þessi sjóðs-
stofnun væri „húmbúg“, þó að sjóðsstofnanir
annars væri harla nytsamlegar, þ. e. þegar þær
væri hyggilega gerðar og þar sem þörf væri á.
Annað er ómögulegt að fá út úr greininni
nema með því að „sítjera“ óráðvandlega, einsog
„þjóð.“ gjörir bæði við þá grein og við greinina
um „að safna og spara“ í síðustu ísaf.
Snjallasta ráðið til þess, að þetta „fræðslusjóðs“-
samskota-flan verði að einhverju liði, er, ann-
aðhvort að steypa þessu litla, sem inn er komið,
saman við fiskimannasjóöinn, eða verja því til
að hjálpa til að bæta hinum fátækustu skipa-
skaðann frá 22. þ. m„ eins og einn að minnsta
kosti af hinum nýju nefndarmönnum hefir
stungið upp á. þá yrðu líka samskota-Io/orðin
eflaust efnd.