Ísafold - 05.01.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.01.1889, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins {104 arka) 4 kr.jerlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir i.okt. Afgreiðslu- stofa í Austurstrœti 8. XVI 2. Reykjavík, laugardaginn 5. jan. 1889. í s a f o 1 d er landsins lang-ódýrasta Idaö: kostar tæpa 4 aura livert núrner (4 blaðsíður) par sem önnur blöð lijer á landi, sem eru öll miklu minni, kosta flest 7—10 a. númerið, og ekkert minna en 5 aura. I ð U 1111 I'aö sem eptir er af VI. bindi Iðunn- ar, verður sent út um land með næstu póstferð, ef færð leyfir póstum að flytja pað. Nokkur orð um sýningar. Eptir Helga Helgason. Að fara að lýsa sýningunni, sem haldin var í Kaupmannahöfn í sumar, eða fyrirkomu- iagi hennar, tel jeg óþarft, enda hefir það verið gert að nokkru leyti í blaði þessu. pað mun flestum lslendingum, sem á sýningu þessa komu, hafa þótt mjög óheppi- legt, hvað lítið og lítilfjörlegt það var, sem kom frá íslandi til sýningarinnar. jpað var sannarlega ekki til þess að hefja hina íslenzku þjóð í augum útlendinga, heldur hið gagnstæða. Mjer er þó óhætt að fullyrða, að hefðu menn viljað sinna því, að senda þá hluti á sýninguna, sem hjer eru bezt gerðir, þá hefðu þeir Islendingar, sem þar voru, haft meiri á- 'nægju af að vera þar. Hefði t. a. m. verið sent þangað annað eins og kom hjer á sýn- inguna í Keykjavík 1883, einkum kvennfólks- hannyrðir, útsaumur, vefnaður og prjónles, og þótt slíkir munir hefðu verið bornir sam- an við aðra af líkri tegund frá öðrum þjóð- um, þá hefðu þeir ekki staðið langt á baki þeirra. það er þó nokkuð almeunt hjer á landi, sem ekki er í öðrum löndum, að ullin ■er unnin, og úr henni gerðir dúkar og prjón- les, og búin til lagleg og skjólgóð föt, allt gert af sama fólki á sama heimilinu. En það er vitaskuld, að oss vantar góð verkfæri, til þess að ullarvinnan geti gengið fljútt og orðið arðsöm. Oss vantar spuna- ög kembingarvjelar. þótt vjer hefðum ekki uema kembingarvjelar, þá gengi spuninn miklu fljótara og bandið yrði jafnara, heldur en að spinna úr kembunni, eins og nú er almennt gert. Verkvjelarnar í öðrum löndum eru optast knúðar áfram með gufuafli; en hjer á landi hag- ar víða svo til, að nota mætti til þess bæði ár og læki, og á sumum stöðum, þar sem volgir lækir eru, gætu vjelarnar gengið viðstöðulaust mestan part ársins, og yrði því miklu kostn- aðarminna að nota það afl en gufuaflið. Allar vjelar, sem við hafa þarf til ullarvinnu, einnig saumavjelar, prjónavjelar og vefstaðir, gætu gengið fyrir sama afli í einu vinnu- húsi. En til þess, að íslenzkur vefnaður og prjónles gæti orðið að markaðsvarningi í út- löndum, þá þyrftu menn að afla sjer slíkra verkfæra, svo vinnulaunin á hinu unna yrði ekki of há. Flestir munu nú álíta, að þessu verði ekki framgengt, því efnin vanti. En jeg verð að halda, að einhuga vilji og sameinaðir krapt- ar ættu að geta komið þessu til leiðar. Og fátt gæti alþingi gert þarfara, en að styðja að því með lögum og fjáryeitingum, að inn- lendur iðnaður gæti tekið framförum. því seint mun það verða, að útlendir auðmenn setjist að hjer í landi, til þess að reka at- vinnu, svo að landsbúar hefðu verulegt gagn af því. í þeim hluta sýningarinnar í Kaupmanna- höfn, þar sem sýnd voru fiskiföng og fiski- veiðaáhöld, þótti mjer sjerstaklega eptirtekta- verð ýms sýnishorn af bátum. þar voru einnig bátar í fullri stærð, fiskibátar, björgun- arbátar og kappróðrabátar. f>ar var meðal annars sýnishorn af fiski- bát frá Norvegi, og var mjer sagt, að það bátalag væri helzt haft á fiskibátum norðar- lega í Norvegi, bæði inn á fjörðum og líka á djúpmiðum. Eptir því sem jeg hefi bezt vit á, ímynda jeg mjer, að þetta bátalag ætti vel við hjer á Eaxaflóa. Lagið er nokkuð líkt því, sem hjer gerist, nema hvað báturinn er þynnri neðan, bæði aptan og framan ; en útlagið eykst meira á báðum endum, eptir því sem upp eptir dregur, svo að slíðrin eru hring- bognari. f>etta lag gerir, að báturinn á hægra með að lypta sjer upp ábáruna. Einnig þegar aldanríður aptan undir hann, verhann sigbet- ur en bátur, sem er þunnur aptan og framan. Hliðin er nokkuð bein um hástokkana, svo báturinn liggur vel undir seglum. Líka var mjer sagt, að bátar þessir væru ljettir undir árum, eins og gefur að skilja, þegar menn hugleiða lagið. Undirstokkarnir voru lengri, og rísa ekki eins mikið og hjer tíðkast, ekki meira eu það sem kjalsíða og næsta umfar byrðir upp. Stefnin standa beinni, eða hall- ast ekki eins mikið. Samskeyti á undirhlut- um og kjöl voru með langri skör. Líka voru stefnin við undirhlutana skeytt á sama hátt. Bandaendar voru lagðir á misvíxl, hver við hliðina á öðrum, og hnoðnaglar í gegn um þáj en hvergi voru bandaendar á sama umfari. Skjólborð, lægra til stafnanna, var á innri brún hástokks. A báta þessa var mjer sagt, að hafa mætti hvort heldur vildi skauta- segl eða spritsegl. |>ó jeg vildi lýsa bátalaginu svo vel sem mjer væri hægt, þá mundi það ekki verða svo vel gert, að bátasmiðir gætu smíðað eptir þeirri lýsingu. Hygg jeg því að snjallast væri, að vel hagur maður færi til Norvegs, og lærði þar Mtasmíði til hlítar. Hann þyrfti líka að læra uppdráttarlist, eins og hver iðnaðarmaður þarf að kunna, til þess að geta gert sjer ljóst fyrirfram, hvernig hlutur- inn verður, þegar hann er búinu. Mörg voru þar veiðarfæri, net ogvörpur, háfar, sildarnet, haldfæri, laxafæri, lóðir o. fl. Jeg tók helzt eptir laxalóðinni, sem líklega mætti nota hjer víða við laxveiði; það er ó- dýrt veiðarfæri. j>að væri vissast fyrir þá, sem vildu reyna að búa hana til og nota, að fá lóðarstúf frá Norvegi eða Borgundar- hólmi, til þess að gera lóð eptir, og fá nákvæma lýsingu með, hvernig hún er þar notuð. jpað hefði verið mjög fróðlegt og gagnlegt fyrir bændur og bændaefni hjer á landi, að skoða þann hluta sýningarinnar, þar sem landbúnaður var sýndur, til dæmis kúabúið ; þar voru um 40 kýr í fjósi, allar mjög vel haldnar. Hirðingin á skepnunum, þrifnaður í húsinu og húsagerðin, einnig nýting á fóðr- inu, var efalaust ágæt fyrirmynd fyrir land- bónda. Enn fremur var mjólkurbúið eptirtektavert. þar gengu raunar flest áhöld fyrir gufuafli, við hreinsun mjólkurinnar og smjörgerðina ; en mörg af þeim mætti láta ganga fyrir hand- afli, og mætti því nota þau hjer á landi. j>að er sjálfsagt ekki af því, að mjólkin sje verri eða kostaminna hjer á landi en í öðr- um löndum, að smjörið þess vegna þurfi að vera verra. það hlýtur eifigöngu að vera af meðferð mjólkurinnar, óhæfilegum áhöld- um, vanþekkingu og óþrifnaði, að flest ís- lenzkt smjör heldur sjer ekki eins vel og út- lent smjer. A sýningunni mátti sjá ýmislegar húsa- gerðir úr timbri og steini. j>ar voru sýnis- horn af steinveggjum, úr höggnum steini og úr tigulsteini. Til þess að veggur úr höggnum steini verði traustur og endingargóður, er nauðsynlegt að steinarnir sjeu felldir vel saman, svo að kalk- ið á milli laganna þurfi ekki að vera þykkra en 1 eða § þumlungs, og að veggurinn sje vel bundinn, bæði þvert yfir og á langveginn. Ef jarðvégur er nokkur, þar sem byggt er, er nauðsynlegt að bræða asfalt yfir fyrsta lag fyrir ofan jarðveg, til þess að sporna við því, að rakinn úr jörðinni fari upp eptir veggnum, og ætti þá helzt að hafa sement á milli lag- anna í veggina niður í jörð og upp að því lagi, sem asfaltið er borið á. Timburhúsin sænsku og norsku voru mjög skrautleg utan og innan, lagið mjög marg- brotið, með skornum bustum og svölum á veggjunum; húsbúnaður fagur og traustur. þ>ar mátti sjá öll búsgöng, frá hinu minnsta í eldhúsinu til hins stærsta og skrautlegasta í íbúðarherbergjunum. Húsin voru bjálka- byggð, þiljuð innan, pappír í þökunum; þau voru helzt ætluð til sumarbiistaða. Eptir slíkum liúsum ættu smiðir hjer á landi að stæla, þegar lítil skrauthýsi ætti að byggja. Að fara að lýsa mörgum af hinum stóru og smáu verkvjelum, herbúnaði og vígvjelum eða öðrum iðnaði, sem aðrar þjóðir eru mjög auð- ugar af, yrði of langt mál. En til þess að fá hugmynd bæði um það og annað, er ef- laust bezt fyrir hvern þatin, sem því getur við komið, að koma á sýningar. f>að er fróðlegt að sjá, hvernig þjóðirnar, líkt og hver einstakur maður, keppast hver við aðra, að hafa alla hluti sem mesta, feg-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.