Ísafold - 05.01.1889, Qupperneq 2
6
ursta og sem bezt gerða, og sá bróðurhugur,
sem lýsir sjer við þessi tækifæri, er meiri en
vjer íslendmgar erum vanir við.
En þó vjer sjáum, og megum til að kann-
ast við, að vjer sjeum á eptir öðrum í flest-
um hlutum, þá er til lítils gagns að láta hug-
fallast eða leggja árar í bát, heldur gera að
annara þjóða dæmi, að reyna að komast sem
lengst áleiðis í öllum iðnaði, starfsemi, sparn-
aði og þrifnaði.
Sá sem kemur á aðra eins sýning og þessa,
sem haldin var i Khöfn í sumar, sjer glöggt,
að það eru ekki einungis bókleg vísindi, sem
fleygja þjóðunum áfram. það eru jafnframt
og ekki síður hinar verklegu íþróttir, sem
veita mönnum þekkingu og hvöt til þess að
nota þann auð, sem náttúran getur framleitt,
þegar verkleg þekking og hagsýni eru reynsl-
unni samfara.
En til þess að glæða áhnga og löngun til
starfsemi og framfara eru sýningar eflaust hið
bezta ráð. Menn fara að vanda vinnu sína,
þegar þeir vita, að margir eiga kost á að
skoða hana, menn geta borið saman hlutina,
og við samanburðinn sjá menn opt það, sem
er ábótavant, og eiga því hægra með að uin-
bæta og fullkomna hlutinn.
það er því mín sannfæring, og álit flestra
þeirra, sem á sýninguna fóru, sem jeg hefi
átt tal við, að mjög æskilegt væri, að í
Reykjavík yrði haldin sýning á alls konar
iðnaði, af öllu landinu, alþingisárið 1891.
Ættu því allir helztu menn í öllum sýslum
landsins að vekja menn og hvetja til áhuga
á þessu máli, og ef þingmenn yrðu á sömu
skoðun, þegar þeir koma saman á næsta þingi,
að þeir þá kysu menn í forstöðunefnd fyrir
sýninguna, og að þessi nefnd heföi fulla heim-
ild til, að ráða því íyrirtæki til lykta.
Reykjavík, í desembermán. 1888.
Læknishjálp smáskammtalækna og
skottulækna.
Eptir Iandlækni Schierbeck.
Til þess að svara síra Jakobs í ísaf. 19.
f. m., þarf jeg raunar ekki annað en vísa í
grein mína í blaðínu 31. okt. og 7. nóvbr. f>ó
ætla jeg fyrir glöggleika sakir að drepa á eina
eða tvær helztu villurnar í grein hans.
Versta villan er að vera að tala um vís-
indalega smáskammtalæknisfræði.
Læknisfræðin er vísindi, meðan hún
reynir með vísindalegri aðferð (-q [j.sflo5oc)
að öðlast þekkingu á því, er henni kemur
nánast við, finna rök fyrir því og heimfæra
það undir almenn lög eða grundvallarreglur;
með því að hún notar þannig einkanlega
hina »analytisku» aðferð, er hún kölluð reynslu-
vísindi. I öðrum greinum vísindanna er eink-
um notuð hin »synþetiska» aðferð. En hvor
aðferðin, sem höfð er í hverri vísindagrein,
og hvað svo sem það er, er liggur undir urn-
dæmi hverrar þeirra um sig, þá eru þær þó
allar ekki nema eins og kvíslir á einum stofni,
hinum einu vísindum, er hafa fyrir mark og
mið að komast til þekkingar á því, sem er,
með því »að vita». Vísinda-greinarnar mega
því til að vera í samræmi hver við aðra; þær
verða að hafa hönd í bagga hver með ann-
ari, bæta hver aðra upp og liðsinna hver
annari; það sem er viðurkenndur og rök-
studdur sannleiki í einni vísindagrein, það
hið sama getur eigi verið sannleikanum gagn-
stætt í annari; því það mundi verða vísinda-
leg mótsögn.
En »homöopaþían» ríður í bága við hið
allra-helgasta lögmál vísindanna ; hún kemur
fram með nokkurs konar dulspeki, sem bægir
frá sjer öllu vísindalegu eptirliti; hún traðk-
ar voðalega því lögmáli, að afl fer eptir efni;
hún skýrir það, sem fyrir henni verður, allt á
sinn hátt, eins og hún væri að gjöra að
gamni sínu, þvert ofan í hið viðurkennda
náttúrulögmál, og þvert ofan í reynsluna o.
s. frv. Hún segir sig þannig sjálf úr öllu
löguneyti við vísindin, eptir því sem þau hafa
verið skilin hingað til. Sje homöopaþían vís-
indi, þá getur það, sem hingaó til hefir verið
kallað vísindi, ekki heitið því nafni; því eng-
inn hlutur getur verið sjálfum sjer gagnstæður.
Homöopaþían hefir enga beimild til að kalla
sjálfa sig »vísindalega», þar sem það lýsingar-
orð hefir nú verið haft svo æva-lengi í allt
annari merkingu.
þessi einföldu atriði hefði síra Jakob átt
að vita og íhuga, áður en hann fór að rita
um vísindalega »homöopaþíu». En það er jeg
sannfærður um, að jafngáfaður maður og síra
Jakob Guðmundsson er, verður ekki lengi að
bæta upp það, sem honum er áfátt í þessu
efni, með rækilegri ástundun á að kynna sjer
undirstöðuatriði náttúruvísindanna, svo að
hann jafnvel að fám árum liðnum verði, ef
til vill, fær um að sjá, hve Ijelega grein hann
ritaði á sínum tíma í Isaf. XV. 59, og kom-
ast í skilning urn, að það er fyllilega rjett og
satt, sem jeg sagði: »En með því hún (læknis-
fræðin) er eindregin reynsluvísindagrein, þá
hlýtur hún að \ísa á bug hinum homöopa-
þíska hjegóma, sem sjer óviðkomandi táli».
þegar síra Jakob er svo langt kominn,
mun hann snvta sjer með andstyggð frá ho-
möopaþíunni, og þá mun hann geta látið
landa sína njóta góðs af hinum mikla fróð-
leik í allopaþiskri læknisaðferð, er hann hlýt-
ur að hafa til að bera ; því ekki getur það
verið fyrir hina ófullkomnu homöopaþisku
þekkingu hans, er honum hefir hlotnazt sá
óvenjulegi frami, að mega stunda lækningar
með fullu leyfi, þótt hann hafi ekkert lækn-
ispróf tekið.
Ekki get jeg orðið við áskorun síra Ja-
kobs um að láta setja í útlend blöð, að hinir
velmenntuðu homöopaþar sjeu eiutómir bófar
og illmenni; það kynni að varða mjer við
lög að segja slíkt, með því að jeg gæti með
engu móti sannað það, hvað feginn sem jeg
vildi. Jeg verð að láta mjer nægja að segja,
að »homöopaþarnir» sjeu annaðhvort bófar og
illmenni (ef þeir vita hvað þeir gjöra), eða
vankunnandi vesalingar, ef þeir vita ekki
hvað þeir gjöra. Tertium non datur, eða
öðru en því tvennu er ekki til að dreifa.
þannig lagað má síra Jakob fara með það
sem jeg sagði hvert á land sem honum þókn-
ast, utanlands eða innan.
Um verð á smáskammtalyfjum læt jeg
þess getið, að tunnan af þeim (120 pottar)
kostar 4—6 kr. meira en tunna af spiritus.
Með því að smáskammtalyf eru flutt til lands-
ins tollgjaldslaust, og með því að þau eru
mjög hentug til heimilisþarfa, smíða o. fl., er
spiritus er notaður til, þá er vissulega eigi
uggvant, að einhver ötull og sjeður kaup-
maður kynni að taka upp það snjallræði, að
ílytja hingað í einu lagi 1000 tunnur af smá-
skammtalyfjum, og baka landssjóði með því
um 60,000 kr. tollmissi, að ótöldum þeim dá-
væna ágóða, er kaupmaðurinn mundi hafa, ef
hann gæti selt síra Jakob nokkrar turmur á
meira en 10,000 kr. hverja (sjá grein :hans í
Isaf.XV.59). Verið getur samt, að háskinn fyrir
landssjóð sje ekki svo mikill; því búast má
við, að landssjóður kynni að ná í tollinn sinn
samt sem áður, með því að skynsamir menn
mundu sjálfsagt komast að þeirri niðurstöðu,
að smáskammtalyf sjeu ekki læknislyf, held-
ur spiritus.
þar með er lokið frá minni hálfu málinu
um smáskammtalækna og skottulækna í þetta
sinn. Komi fleiri andmæli gegn minni skoð-
un á þessu máli, þá vísa jeg til þessarar
greinar og hinna fyrri greina minna.
TÍMARIT UM UPPELDI OG MENNTA-
MAL. Útgefendur: Jóhannes Sigfússon, Jón
þórarinsson, Ogmundur Sigurðsson. Eyrsta
ár. Rvík 1888. 100 bls. ,
það er þarflegt og lofsvert fyrirtæki, sem
þeir hafa byrjað á, kennararnir við Elens-
borgarskólann, þeir Jón þórarinsson (skóla-
stj.) og Jóhanues Sigfússon, ásamt þriðja
kennaranurn, Ogmundi Sigurðssyni.
Svo hreyknir sem vjer erurn af því stund-
um, með fram fyrir oflof útlendra ferða-
manna, að íslenzk alþýða sje betur að sjer
á bókina að minnsta kosti en almennt gjör-
ist annarsstaðar, þá er þó satt bezt að segja
um það, að þessi «menntun» er opt látin
lenda við það eitt, að afla sjer áhaldanna
til þess að geta fengið bóklega fræðslu, sem
sje kunnáttu í lestri og að draga til stafs;
og að fæstir alþýðumenn hjer á landi hafa
heyrt uppeldisfræði nefnda á nafn, hvað þá
heldur meira. Eramfarir annara þjóða í
uppeldis- og menntamálum fara mjög svo
fyrir utan og ofan þessa þjóð.
þess vegna er tímarit þetta, «um uppeldi og
menntamáln, sjerlega þarflegt fyrirtæki.
I hinum fyrsta árgangi þess, sem nú er út
koniinn, eru sex ritgjörðir, allar eptir vitgef-
endurnar nema ein eptir Dr. J. Jónassen.
I fyrstu greininni, um lestur, eptir Jón
jþórarinsson, er fyrst skýrt frá ýmsri
aðferð til að kenna börnum að lesa.
Stöfunaraðferðiu, sem er elzt og tíðkuð hjer
á landi eÍDgöngu, er hiri «óeðlilegasta, seinleg-
asta, leiðinlegasta og örðugasta». Betri miklu
er Stefanis-aðferðin: stafa-hljóðin kennd á
undan stafa-nöfnunum. En bezt er þriðja að-
ferðin, sem er samsteypa af lestri og skript:
barnið er látið mynda stafinn, og um leið
og það skrifar hann,setur það á sig mynd
hans og hljóð. Barnið fær hjer verk að
vinna, sem því þykir gaman að, og hjálpar
það mjög til að halda áhuga þess vakandi,
en það er aðalatriðið við lestrarnám, eins
og allt annað nám. — I síðari kafla greinar-
innar er útlistað, hvað til þess útheimtist,
að le9tur geti heitið góður.
þá hefir annar af útgefendunum, Ögmundur
Sigurðsson, íslenzkað fróðlega skýrslu eptir
norska kennslukonu, A. Rogstad, um kenn-
araskóla á Einnlandi, «þar sem stendur að
mörgu leyti líkt á og hjá oss», og ritað fram-
an við lauslegt sögu-yfirlit um alþýðufræðslu
hjer á landi einkanlega. Einnar hafa 4 al-
þýðukennaraskóla, stofnsetta fyrir rúmum 20
árum, með 550 nemendum (árið 1885), körlum
og konum, og kosta til þéirra 364,000 kr. á
ári. Námið er bæði til munns og handa, —
smíðar á trje og járn, tóvinna, garðyrkja o.
s. frv. og meira að segja stúlkum kennd
verklega meðferð á ungbörnum — hafðar til
þess »barnastofur« við skólann.
það er laklega vandað orðfæri á þessari
grein, æði-dönskuskotið, t. d. »undir vissum
kringumstöðum«, »innifalin í hugsunarlausum