Ísafold - 05.01.1889, Síða 4
8
setið í embætti, sem ekki hefir kosningarrjett eða
kjörgengi, og sem stendur í skuld fyrir þeginn
sveitarstyrk handa óskilgetnu barni símx ? — Svar :
J>að er ekki á móti lögum, að hann haldi em-
bættinu fyrir pað.
8. Ber þessum presti ekki að borga tjeðan sveit-
arstyrk, ef krafizt verður? — Svar: Jií, sjálfsagt.
9. Hvernig ber að skilja 10. gr. í lögum 1878
um lausafjártíund, þar sem samtíund er heimiluð
foreldrum og niðjum, nefnil. þar sem þeir búa á
einni jörð, og hafa sitt mark á skepnum hvor, og
sína eldstó hvor, og hvor forsorgar sitt fólk, er
þeim heimilt að hafa samtíund? — Svar: Nei.
J>eir eiga ekki „bú saman“, þótt þeir búi á sömu
jörð, heldur hafa hjer einmitt sitt búið hvor.
10. J>egar börn eru hjá foreldrum sem hjú, og
eiga örfáar skepnur og nær ekki tíund hjá neinu
þeirra, ber þá ekki foreldrum að tíunda þær ? —
Svar: Nei.
11. Eiga ekki sóknarnefndir að sjá um, að ætíð
sjeu einhverjir, sem halda uppi eða stýra söng í
kirkjum ? — Svar: J>að er presturinn, sem á að
sjá um það.
12. Hafa sóknarnefndir ekki leyfi til, ef enginn
fæst til að stýra söng í kirkjum iyrir ekki neitt,
að semja við þann, sem þeir geta fengið, um borg-
un fyrir þann starfa, og jafna því gjaldi á sókn-
arbúa eptir efnum og ástæðum ? — Svar: Sókn-
arnefndir hafaekkert skattkvaðarvald.
13. Hafi verið samþykkt á safnaðarfundi, að
greiða umsamda þóknun þeim, er hjeldi uppi söng
í kirkjunni, hefir sóknarnefndin þá ekki vald til
að jafna því niður á sóknarmenn, og er það ekki
skylda hennar að innkalla það ? — Svar : Hafi
söfnuðurinn tekið aðsjerumsjón og fjárhaldkirkj-
unnar, og tekjur hennar virðast nægar til að bæta
á hana þeirr kvöð, að launa organista t. a. m.,
þá er sennilegt, að hjeraðsfundur, sem hefir æðsta
úrskurðarvald um árlega reikninga kirkjunnar,
muni ekki fara að ónýta slíka launaveiting. En
sjerstakar álögur á sóknarmenn í því skyni eru
heimildarlausar að lögum.
14. Á leiguliði engan rjett á því, þegar eigandi
ábúðarjarðar hans lætur ganga undan eignarjörð
sinni án dóms og laga, og hefir þó í höndum meir
en 300 ára gamalt kaupbrjef, sem til tekur landa-
merki jarðarinnar, og sem aldrei hefir verið á-
kært, þar til nú að nýju landamerkjalögin komu,
og eigandi er sj ilfur svo ókunnugur, að hann veit
engin örnefni á landamerkjum, sem kaupbrjefið
til tekur, og hefir heldur engan kunnugan með
sjer og ^kki ábúanda, og engau nema þann, sem
landið fær af honum og hans fylgdarmenn, — en
landið, sem undan gengur, skyldi nema 60 hesta
slægju árlega, fyrir utan töluvert af beitarlandi ?
Svar: Geti leiguliði sannað þær ávirðingar
landsdrottins, er liann til nefnir, og hafi land það,
er undan gekk, veríð innan þeirra landamerkja,
er til voru tekin í byggingarbrjefinu, mun leigu-
liði fá sjer dæmdar skaðabætur (landskuldarlinun)
frá landsdrottni; annars ekki: landsdrottinn byggir
það sem hann á og annað eigi.
15. J>ar sem aukapóstar eiga að ganga eptir
komu aðalpóstsins, má þá póstafgreiðslumaðurinn,
sem sendir aukapóstinn, draga það eptir beztu hent-
ugleikum tvo og þrjá daga ? — Svar: Nei, éngan
veginn, enda stendur jafnaðarlega í póstferðaáætl-
uninni, sem er skipun frá landshöfðingja, að auka-
pósturinn skuli leggja af stað ,,þegaru eptir komu
aðalpóstsins
16. Eiga ekki aukapóstar jafnt sem aðalpóstar að
hafa stundarseðil, er ritað sje á á hverjum póst-
afgreiðslu- og brjefhirðingarstað, er þeir koma á
(sbr. auglýs. 3. maí 1872, 5. gr.). — Svar : Jú,
sjálfsagt. {>að er áríðandi meðal annars vegna
þess, að ella væri endurskoðara landsreikninganna
ekki hægt að sjá, hvort aukapóstferðirnar hafa
verið farnar reglulega og prettalaust.
Hitt og þetta.
SLYSÁLEHT! J>au sátu út við gluggann og
hjeldu höndum saman og horfðu í leiðslu á kvöld-
roðann. Hún hallaði sjer broshýr og ástfegin upp
í fangið á honum. J>á er lokið upp horðinni. Inn
kemur yngsta systir hennar og kallar : „Emma, hún
Anna segir, að þú hafir tekið frá sjer tennurnar
sínar. Eú þarf hún að fá þær, því hún ætlar út,
svo þú mátt ekki hafa þær Iengur“.
Sumir menn eru svo hjegómlegir, að þeir í-
mynda sjer, að allir öfundi þá, þótt þeir hafi ekk-
ert það til að bera, er nokkur maður mundi geta
öfundað þá af, hvað feginn sem hann vildi.
VIÐ DRYKKJUSKAP eru rússneskir læknar
farnir að ráðleggja eiturtegund þá, er nefnist
stryknin. þeir láta 1 gran af eitri þessu renna
sundur í 200 rdropum af vatni, og er 5 dropum
af blöndu þessari „sprautað11 inn undir hörund
drykkjumannsins á hverjum degi einn vikutíma.
Eptir það hætti hann að langa í í staupinu; hann
fær góða matarlyst, honum Jbatnar svefnleysi o. s.
frv. Og fari hann að taka sjer neðan í því aptur
eptir nokkurn tima, þá verður lionum uniir eins
illt í höfði, hann fær hjartslátt og fleiri óþægindi,
svo að hann hefir enga lyst á að gjöra sig ölvað-
an aptur.
AUGLÝSINQAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu landsbankans að undangengnu
fjárnámi h. 17. f. m. verður \ eða 5 hndr. 42
áln. úr jörðinni Bjarnastöðurri'á Grímsneshreppi
i Arnessýslu með öllu tilheyrandi seld sam-
kvæmt lög. 16. des. 1885 með hliðsjón af opnu
brjefi 22. apríl 1817 við 3 opinber uppboð, sem
haldin verða 2 hin fyrstu á skrifstofu Árnes-
sýslu laugardagana 19. janúar og 2. febr. nœst-
kom., og hið þriðja á sjálfri jörðinni laugardag-
inn 16. s. m., tiL lukningar veðskuld til lands-
bankans, að upphœð 875 kr. auk vaxta og alts
kostnaðar.
Uppboðin byrja kl. 12. á hádegi ofannefnda
daga ; söluskilmálar verða til sýnis á skrifstofu
sýslunnar degi fyrir uppboðið og fyrirfram birtir
á uppboðsstaðnum.
Skrifstofu Arnessýslu, 1. des. 1888.
St. Bjarnarson.
Proclama.
Samkvœmt opnu brjefi 4. jan. 1861 og lögum
12. apríl 1878 er hjer með skorað á þá, sem
telja til sk ulda í búi 1. Halldórs Halldórs-
sonar frá þórðarkoti í Selvogshreypi ; 2. Páls
Stefánssonar frá Syðri-Gegnishólum í Gaul-
verjabæjarhreppi ; 3. Eyjólfs Eyjólfssonar frá
Beykjavöllum í Hraungerðishreppi, og 4. Lopts
Hannessonar frá Moshól í Hraungerðishreppi,
sem samkvæmt kröfum skuldheimtumanna eru
tekin til meðferðar sem þrotabú, að tilkynna
og sanna kröfur sínar fyrir skiptaráðanda Ár-
nessýslu á 6 mánaða fresti frá síðustu (3.) birt-
inga þessarar euglýsingar.
Skrifstofu Árnessýslu, 1, des. 1888.
St. Bjarnarson.
Undertegnede Repræsentant for
Det Kongelige Octroierede Almindelige
Brandassurance Compagni
for Bygninger, Varer og Effecter, stiftet 1798
i Kjöbenhavn, modtager Anmeldelser om
Brandforsikring for Syslerne Isafjord, Barda-
strand, Dala, Snæfellsnes og Hnappadal, samt
meddeler Oplysninger om Præmier ete.
N. Chr. Gram.
Að fengnu leyfi skiptarjettarins til að
sitja í óskiptu búi eptir mann minn Jón
kaupmann Guðmundsson, hefi jeg gefið hr.
Birni Sigurðarsyni, er verið hefir við verzl-
un mína síðastl. og líðandi ár, fullt umboð
til að ráða öllu því, er lýtur að fjárhag
mínum og eignum, föstum og lausum, innan-
lands og utan, eins og jeg sjálf væri. Og
leyfi jegmjer því að biðja menn að snúa sjer
til hans í öllu þar að lútandi.
Flatey 29. október 1888.
Jófríður Guðmundson.
, * ' *
1 heimild ofanritaðra auglýsingar leyfi jeg
mjer hjer með að skora á alla þá, er tjeðu
búi eiga skuldir að lúka, að greiða þær hið
allra fyrsta eða semja v:ð mig um greiðslu
þeirra. |>ess skal getið, að jeg, í öllum
ritstörfum er búið snerta, undirrita
p. p. J. Guðmundson
Björn Sigurðarson.
N o k k u ð n j 11
fyrir
nærsveitamenn
°g
Reykj avíkurbúa.
Með Lauru seinast fékk eg nýjar og ágætar
vörur frá einu
verzlunarhúsi á Englandi
sem ekki hafa enn verið á boðstólum.
þ>ær verða seldar við
opinbert uppboð
í GOOD-TEMPLARHÚSINU
fösiudag og laugardag 18. og 19. jan.
og eru ný ágæt Sirz (um 30 munstur),
ný ágæt Fóðurtau ný ágæt Svuntutau
ný ágæt Millumskirtutau i ný ágæt Ijerept o. fl.
Reykjavík 4. jan. 1889.
þo-tú 0. Boívnóon.
er því að eins
ekta,
að hver pakki sje útbúinn með eptirfylgjandi ein-
kenni:
Eldgamla ísafold.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. i—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—-2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3
Póstar fara norður og vestur 7. þ. m.
Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. i
hverjum mánuði kl. 4—5
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.