Ísafold - 09.01.1889, Blaðsíða 2
10
13. gr.—Kjörstjórnaroddvitinn skalsetjakjör-
þingið á hádegi. Er hann hefir lesið upp hið
konunglega opna brjef, eða þann úrskurð
landshöfðingja, er fyrirskipar kosninguna,
leiðir hann athygli kjósendanna að því, hver
tilgangurinn sé með kosninguna, og hve mik-
ilsvarðandi hún sje. Síðan les hann upp nöfn
og framboð þingmannaefna þeirra, er liafa
boðið sig fram, svo og meðmœlingar þeirra.
Kjósendur kjördæmisins hafa rétt til, að
mæla með og móti þingmannaefnunum. Odd-
viti skal stýra þeim umræðum, sem um þetta
efni verða. Hann skal og sjá um, að kjör-
þingið og öll kosningin fari fram í góðri
reglu.
Oddviti skal slíta umrœðunum 2 stundum
fyrir miðaptan, ef þeim er þá ekki lokið; síðan
skal skora á kjósendur að ganga til kosningar
með því að gefa atkvœði sitt einum, eða í þeim
kjördæmum, þar sem kjósa skal 2 alþingismenn,
tveimur af þeim þingmannaefnum, sem boðnir
hafa verið fram til kosningar. þótt eigi sje
fleiri þingmannaefni en kjósa skal í kjördæm-
inu, skal atkvæðagreiðsla samt fram fara.
14. gr. — Oddviti kjörstjórnarinnar á eigi
þátt í því, að taka við atkvæðum. Einn af
hinum, sem í kjörstjórninni eru, ritar, éptir
að hann hefir kannazt við kjósendurna, nafn
þess, eða í þeim kjördæmum, þar sem kjósa
skal 2 alþingismenn, nöfn þeirra tveggja þing-
mannaefna, sem kjósandi greiðir atkvæði sitt,
við hliðina á hans eigin nafni í sjálfri kjör-
skránni. Annar úr kjörstjórninni ritar á sjer-
staka atkvæðaskrá nafn kjósanda við hliðina
á nafni þess eða þeirra þingmannaefna, sem
hann hefir gefið atkvæði sitt. Aður en kjós-
andinn gengur frá, skal lesa upp fyrir hon-
um bæði hans eigið nafn og þess eða þeirra
nöfn, sem hann hefir kosið, til tryggingar
því, að rétt sé ritað á báðar skrárnar, og að
því beri hverju saman við annað.
Á miðaptni skal kjörstjórnin hœtta að taka
á móti atkvœðum til kosningarinnar, og þá
skulu kjörstjórar fœra inn atkvœði sjálfra sín
(ef þeir hafa atkvæðisrjett), og e* þá atkvæða-
greiðslu lokið.
Oddvitar kjörstjórnanna í Reykjavik, á Ak-
ureyri og á ísafirði skulu eigi á kjörþinginu
gefa nokkru þingmannsefni atkvæði sitt.
15. gr.—í kjörbókinni skal bóka það, sem
fram hefir farið á kjörfundinum, og skal kjör-
stjórnin skrifa nöfn sín undir hana, svo og
undir atkvæðaskrárnar. Síðan tekur kjör-
stjórnin afskript af því, sem bókað hefir verið
í kjörbókinni, og staðfestir það með undirskript
sinni. pá innsiglar kjörstjórnin ufskriptina,
atkvæðaskrárnar og framboð þingmannaefna og
meðmæli í einu lagi; og skal oddviti kjörstjórn-
arinnar senda mann með það til oddvita yfvr-
kjörstjórnarinnar eigi siðar en nœsta dag eptir
kjörþingið.
16. gr.—Eigi síðar en 8 dögum eptir hinar
almennu kosningar skal oddviti yfirkjörstjórn-
arinnar kalla á fund með sjer hina 2 meðlimi
yfirkjörstjórnarinuar; skal hann i viðurvist
þeirra brjóta innsigli atkvœðaskráa þeirra, er
sendar hafa verið frá hreppunum og bœjarfje-
lögunum. Skulu þá yfirkjörstjórarnir í sam-
einingu telja saman atkvœðin á atkvœðaskrán-
um. það þingmannsefni, eða þau þingmanna-
efni, þar sem kjósa skal 2 alþingismenn, er
flest atkvœði hafa ferugið, eru þá rjettkjörnir
alþingismenn fyrir kjördœmið. Nú hafa 2 eða
fieiri þingmannaefni jöfn atkvæði, og skal þá
oddviti yfirkjörstjórnarinnar gefa öðrum þeirra
eða einum þeirra alkvœði sitt, og er hann þá
rjettkjörinn alþingismaður fyrir kjördœmið.
I Reykjavík skal kjörstjórnin hafa hin sömu
afskipti af kosningunum og kjörstjórnir og yf-
irkjörstjórnir annarstaðar á landinu.
Heimilt er þingmannaefnum eða umboðs-
mönnum þeirra, ef þeir hafa skriflegt umboð,
að vera við upptalningu atkvæðanna.
17. gr.—Yfirkjörstjórnin fær hverjum þjóð-
kjörnum alþingismanni kosningarbrjef ; skal
það samið samkvæmt fyrirmynd, sem stjórn-
arráðið fyrir ísland segir fyrir um. Skal odd-
viti yfirkjörstjórnarinnar senda þingmanninum
það brjef, svo fljótt sem kostur er á.
Almennar ákvaröanir.
18. gr. — Alþingismenn fá í endurgjald 6
krónur um hvern dag, bæði fyrir þann tíma,
sem þeir þurfa til ferðarinnar til alþingis og
frá því, og fyrir þann tíma, sem þeir eru á
alþingi. Sömuleiðis fá þeir endurgoldinn
ferðakostnað eptir reikningi, sem nefnd kosin
af hinu sameinaða alþingi úrskurðar, og for-
seti í hlutaðeigandi þingdeild ávísar. þessi
útgjöld greiðast úr landsjóðnum.
19. gr. — Yfirkjörstjórar mega reikna sér
fæðispeninga og endurgjald fyrir ferðakostn-
að, samkvæmt tilskipun um sveitastjórn á
íslandi 4. maí 1872, 23. gr., þannig, að út-
gjöldin greiðist úr sýslusjóðnum. Annar kostn-
aður við kosningarnar, svo sem fyrir kjörbók-
um, sendiferðum milli yfirkjörstjórnarinnar og
kjörstjórnanna, auglýsingum o. fl. skal greidd-
ur úr sýslusjóði. I Beykjavík skal greiða
gjöld þau, sem síðast voru nefnd, úr sjóði
bæjarins.
20. gr. — Vanræki nokkur störf þau, sem
honum eru á hendur falin með lögum þess-
um, skal hann sæta 10—200 kr. sektum, ef
þyngri hegning eigi liggur við samkvæmt
lögum.
21. gr. — Með lögum þessum eru úr gildi
felldar 19. grein til 40. greinar í lögum um
kosningar til alþingis 14. scpt. 1877.
Lífsábyrgð.
Enn einu sinni leyfi jeg mjer að brýna
fyrir mönnum, hversu nytsamt og nauðsyn-
legt það er fyrir hvern forsjálan og hygginn
mann, að tryggja líf sitt og sjá með því sjer
og sínum borgið.
Með 16 kr. 90 a. iðgjaldi á ári hverju, sem
hjer um bil samsvarar sauðarverði, getur
bóndi, sem iiefir fimm um tvítugt, tryggt
sjer, að 1000 kr. verði borgaðar erfingjum
hans, nær sem hann deyr. Fyrir mann, sem
hefir fimm um þrítugt, kostar þetta sama 24
kr. 20 a. á hverju ári.
Hversu mikill styrkur er þetta ekki fyrir
erfingja manns, ef dauðann ber skyndilega
að höndum ?
Nýlega hefi jeg borgað blá-fátækri sjó-
mannsekkju 1000 kr; maður hennar hafði
tryggt líf sitt fyrir þessari upphæð rjett áð-
ur en hann dó, og var þá alls búinn að
borga 32 kr. 16 a. í iðgjald.
Allir vita, hve bágborin kjör margra prests-
ekkna eru. Nú gefst öllum prestum færi á
að sjá konuin sínum borgið eptir sinn dag,
með þvi að tryggja líf sitt, en sjerstaklega
er þetta áríðandi fyrir unga presta, sem eiga
fyrir fjölskyldu að sjá.
Sjómenn, söm hætta lífi sínu, ættu þó
helzt af öllum að sjá, hversu nauðsynlegt
það er fyrir þá að tryggja líf sitt. f>au fáu
ár, sem jeg hefi verið umboðsmaður lífsábyrgð-
arstofnunarinnar, hafa alls 5 sjómenn drukknað
af þeim, sem hafa keypt sjer lífsábyrgð, og
hefir erfingjum þeirra verið borgað út sam-
tals 6000 kr. Af þessum 5 hafði einn borg-
að 20 kr. 12 a. (úcborgað 500 kr.), einn 9 kr.
31 e. (útborgað 1000 kr.), einn 98 kr. 10 a.
(útborgað 2000 kr.), einn 35 kr. 89 a. (út-
borgað 1500 kr.), einn 32 kr. 16 a. (útborgað
1000 kr.), eða allir samtals borgað 195 kr.
58 aur.
Sjómenn ættu ekki að láta það dragast, að
kaupa sjer lífsábyrgð; því að bæði hækkar
iðgjaldið fyrir hana eptir því sem maður
eldist, og þó að stofnunin hingað . til hafi
ekki krafizt hærra iðgjalds af sjómönnum en
öðrum, þá er ekki víst, hversu lengi það
kann að standa, ef stofnunin heldur áfram
að bíða stórtjón af drukknun sjómanna.
J. JÓNASSEN
Tíðarfar. Nú hefir verið snjóasamt í
meira lagi hjer sunnanlands um tíma, síðan
fyrir jól. Eru komnar fannir allmiklar, og
gjörsamlegt jarðbann fyrir allar skepnur, enda
sjer varla nokkursstaðar á dökkván díla. —
Austanpóstur, sem fór af stað hjeðan 28. f.
m., lá úti heilan sólarhring örskammt frá
Kolviðarhól, á Bolavöllunum ; fann ekki bæ-
inn fyrir molviðrisbyl. Nú er sagt ófært yfir
Hellisheiði með lausan hest, hvað þá heldur
undir áburði.
Fjárhagsáætlun landsins 1889. Vit-
neskja um búskaparástand landssjóðs er ó-
missandi almenningi í þeim löndum, er eitt-
hvert sjálfsforræði hafa. Eins og allri al-
þýðu mun kunnugt, gerir löggjafarvaldið hjer
fyrir fram áætlun um tekjur og gjöld lands-
sjóðs fyrir 2 ár í einu, með lögum þeim, er
fjárlög nefnast, nú síðast árið 1887 ; en þótt
áætlun þessi standi prentuð bæði í Alþingis-
tíðindunum og Stjórnartíðindunum, er fáir
eignast-—• þótt reyfarakaup sje — og enn færri
lesa, mun almenningur henni lítt kunnugur,
og er því vafalaust engin vanþörf á að birta
hjer ágrip af henni, í hinu víðlesnasta blaði
landsins, til glöggvunar og leiðbeiningar á
hinu nýbyrjaða ári, — eptir áminnztum fjár-
lögum og lögum um linun í skatti á ábúð og
afnotum jarða og af lausafje, þar sein sá
skattur er færður niður um helming.
Aætlaðar tekjur landssjóðs þetta ár eru
samkvæmt lögum þessum nálægt 380,000 kr.
þetta eru helztu tekjuliðirnir, eptir stærð :
Brennivínstollur .................. 90,000 kr.
Árgjald úr ríkissjóði.............. 82,500 —
Fiskitollur ....................... 35,000 —
Leigur af innstæðufje viðlagasjóðs 31,500 —
Aukatekjur........................ 22,000 —
Tóbakstollur ...................... 18,000 —
Tekjur af póstferðum .............. 18,000 —
Lausafjárskattur .................. 12,500 —
Abúðarskattur ..................... 10,000 —
Tekjuskattur....................... 10,000 —
jpá eru nokkrir smærri tekjuliðir, svo sem
vitagjald 5,000 kr., húsaskattur 3,200, erfða-
fjárskattur 3,000, óvissar tekjur 3,000, gjöld
fyrir leyfisbrjef 2,000, gjöld af fasteignasölum
1000.
Útgjöldin var þá þegar, er fjárlögin voru
samin og samþykkt, búizt við að mundu verða
þetta ár miklu meiri en tekjurnar, rúmum
40,000 kr. meiri, er tekin er til greina linun-
iu í ábúðar- og lausafjárskattinum. Eu þar