Ísafold


Ísafold - 12.01.1889, Qupperneq 1

Ísafold - 12.01.1889, Qupperneq 1
r Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (lO^arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 4. Reykjavík, laugardaginn 12. jan. 1889. elclri, síö- asta útgáfa (frá 1884), sem enn er notnö mjög víöa um land bteöi í kirkjum og einkanlega í lieima- Hvort mundurn vjer fremur láta að orðum þess manns, er samninga þyrfti að gjöra við oss, sem sífelldlega reyndi að sverta oss í augum annara, og spáðí í eyðurnar, að allt mundi vera gjört í eigingjörnum tilgangi og af ófrelsisanda; eða hins, sem segði oss kurt- eislega þörf sítia og reyndi að sannfæra oss w , .x , , „ ’ run, hvað sjer stæði það á miklu, að vjer USUIU, ei tll sölll a afgieiöslusto U sa- meg 0„ hjálpuðum honum til að fá foldar (Austurstræti 8) meö mjög n i ö u r s e 11 u veröi, meira en til helm- inga. Hún kostar nú í shirtingsbandi sterku . 1 kr. í — og gylt á kjöl 1 — 20 a. i skinnbandi...............1 — 20 - í — og gylt á kjöl 1 — 40 - Buröargjald aö auki með póstum 18 aurar á hvert exemplar. Með illu eða góðu ? —„Hvit.ir“ og „rauðir“. Eptir Te. Gunnabsson. Ekki er hjer farið hyggilega að ráði sínu— segi jeg stundum við sjálfan mig, þegar jeg hefi lesið og lagt frá mjer »|>jóðólf<( og »þjóð- viljann« ísfirzka, með öllum getsökunum og gallinu um ráðgjafann og æðstu embættis- menn landsins. (»Fj.konunnar« get jeg að engu sem pólitisks blaðs). Sannarlega er það ó- trúlegt, að ritstjórarnir sjeu svo ungæðislegir, að þeár ímyndi sjer, að þeir gjöri með þessu nokkurt gagn málefni því, er þeir eru að berjast fyrír, eða að þeir geti hrætt stjórn- endur landsins til að láta undan með illu. það eru lyddur og lítilmenni, sem gangast fyrir illu, en skynsamir menn og vel innrætt- ir láta undan sannfærandi röksemdum og þýðlegum orðum um þörf þess, er vanhagar um eitthvað. f>að ber sjaldan við, að blöð þessi flytji eigi annaðhvort skammir, háð eða tortryggni um gjörðir ráðgjafans, eða tilraun til að vekja hatur og tortryggni hjá alþýðu á gjörðum hans, og svo fá, af og til, landshöfðingi og ýmsir aðrir embættismenn landsins og hinir konungkjörnu þingmenn mola með, sem detta af borðum hinna ríku ritstjóra,—ríku af slík- um krásum. Væn jeg í flokki þeirra, sem vildu sem fyrst fá framgengt marg-umþráttaðri stjórn- arskrárbreytingu, þá mundi mjer falla mjög illa þessi framkoma þeirra; hver sanngjarn maður hlýtur að sjá, að þetta kemur einung- is af stað illu einu, og verður til þess að tefja fyrir greiðum framgangi málsins. Eáðgjafinn og embættismenn landsins, sem mikið geta ráðið því, hvort málinu miðar seint eða greiðlega áfram, hafa mannlega náttúru, alveg eins og hver annar af oss. f ess vegna má ekki ætlast til meira af þeim, heldur en vjer viljum sjálfir af sjálfum oss heimta. vilja sínurn framgengt, og ef hann svo segði sem svo, að væri eitthvert atriði oss þvert um geð, þá vildi hann heldur sleppa því í bráð, til þess að hann þá í öllum höfuðat- riðunum gæti fengið þörf sinni fullnægt, í von um, að tímarnir breyttust svo, að það, sem hann sleppti í bráð, fengizt síðar, ef reynsl- au sýndi, að það væri honum ómissandi ? Hvernig gengur til á því heimili, þar sem einn eður fleiri af heimilismönnunum leggvrr það í vana sinn, að rægja húsbændurna við vinnuhjúin, leggja allt út á verra veg fyrir þeim, og koma ríg og ivlfúð á milli allra á heimilinu? Slíkir menn eru kallaðir heimilis- djöflar ! Eða er ekki svo ? Yerður sú sveitarstjórn árvakrari að gjöra skyldu sína og hafa nákvæmt eptirlit og fyr- irhyggju fyrir öllu í sveitinni, sem sífellt er vanþakkað, og flest sem hún gjörir er fært til verri vegar, heldur en þegar gott sam- kotnulag og samvinna er á báðar hliðar? Hvernig ætli enda ritstjórarnir sjálfir mundu verða í svörum og samningum við þann mann, sem allt af væri að ónotast við þá eða gjöra þeim rangt til ? Dæmi þessu til skýringar mætti til tína svo mörg, sem dagar eru í árinu. Jeg bið lesendur að taka »þjóðólf«, og eink- um »þjóðviljann«, oggæta að, hvort jeg rang- hermi, að þar sjeu greinar, sem auðsjáanlega eru til þess gerðar, að vekja úlfúð og tor- tryggni á milli þjóðar og stjórnar. En hvað er svo unnið með því? Getur það á nokk- urn hátt stutt málstað landsinanna og hag landsins, að alþýða beri hatur og tortryggni til stjórnarinnar, og á hina hliðina, að stjórn- endur landsins hafi kala til þeirra manna og þeirra málefna, sem þeir eiga yfir að ráða? Alþýða er minni máttar, hinir hafa völdin ; er það ekki sjaldgæft, að sá minni máttar geti hræt-t og skammað þann, sem vfirhönd- ina hefir, til að láta undan ? Er eigi hitt tíðara, að hinn vanmáttkari vinnur það með lagi og góðu samkomulagi, sem ekki tekst með hinni aðferðinni. Jeg get því nærri, að hú rísa ritstjórar þessir og fleiri upp á apturfótunum og segja, að þarna sje nú Tr. G. lifandi kominn! Nú sje hann tekinn til enn þá einu sinni að verja ráðgjafann og embættismennina, og lík- lega á móti betri vitund! jpeir um það. En sannleikurinn er sá, að mjer kemur ekki slíkt til hugar. þeir háu herrar eru færir um að gjöra það sjálfir, ef þeir nenntu og vildu. En—mig tekur sárt til lands míns og þjóð- ar, hvað sem blöðin svo ségja, þegar jeg álít henni hættu húna af rangri stefnu, sem þess ir nýmóðins ímynduðu frelsismenn eru að blása í alþýðu gegnum blöðin, og álít skyldu mína, að leiðrjetta þær skoðanir, sem mjer finnst skaðlegar, og að reyna til að fá alþýðu til að líta að minnsta kosti á þær skoðanir, sem mjer finnast rjettari. Jeg álít landinu skaðlégt, livort heldur sem litið er til stjórn- arskrármálsins eða annara stærri mála, að kveikt sje hatureða tortryggni á milli stjórn- ar og þjóðar. Og jeg álít óheillavænlegar fyrir landið tillögur blaðanna og fúngvalla- fundarius bæði í tollmálinu og um búsetu kaupmanna hjer á landi og gufuskipaferðirn- ar m. m. Við þessa mína skoðun þori jeg að kannast, og hika mjer ekkert við að láta hana í ljósi, þótt blöðin flest leggi allt út á verra veg, það sem jeg segi og gjöri. En þótt jeg sje í mörgum greinum gagn- stæður skoðunum þeim, sem liinir svo köll- uðu »rauðu« menn fylgja, verð jeg samt að virða þá mikils fyrir það, að þeir leggja tals- vert í sölurnar fyrir skoðun sína. f>eir fylla blöðin með greinum og áskorunum málstað sínum til eflingar, og styðja þau með því að kaupa þau og jafnvel sum þeirra með bein- um fjárstyrk. f>eir »agitera«, þeir halda fundi, og þeir leggja gjöld á sig í harðæri til að ríða á fúngvallafund, og súmir fara þangað kauplaust. f>að er sannarlega virðingarvert, að menn — margir í fátækt sinni — vilja þó nokkuð leggja í sölurnar fyrir skoðun sína, eða skoðun þeirra, hverra fylgifiskar þeir eru. Að þessu leyti vildi jeg gjarnan vera í þeirra flokki, því þeir sýna dugnað og framkvæmd, sem jeg met ætíð mikils. En hvað gjöra embættismenn og hinir aðr- ir svo kölluðu »hvítu« menn ? Jeg hefi skoðanir likar þeim í mörgum mál- um, af því jeg álít þær í mörgum greinum landinu hagfelldari. En framkvæmdum þeirra get jeg ekki hrósað. Jeg hefi heyrt metin sín á milli tala um, hvernig á því stæði, að þeir hafast ekkert að; þó einhver, sem er á líkri skoðun, segi eitt orð í blöðunum, þá er það eins og ýlu- strá uppi á þekju í stormi, sem enginn tekur eptir, nema ef vera skyldi til að níða það. Embættismennirnir verða að teljast for- göngumenn þessa flokks, vegna stöðu sinnar og þekkingar ; þeir hljóta að hafa sannfær- ingu um það, hvað liollast er fyrir landið í höfuðmálum þess. Eu hvers vegna gjöra þeir þá ekkert milli þinga til að koma þessari skoðun sinni fram ? þeir álíta ýmsar kenningar mótstöðuflokks- ins skaðlogar fyrir landið; því gjöra þeir þá ekkert til að hrekja þær, og segja alþýðu frá því, sem þeir álíta rjettara ? f>eir unna ættjörð sinni og þjóð engu minna, en þeir, sem þykjast hafa sinadrátt af frels- iskappi og föðurlandsást; því reyna þeir þá ekkert til að bæla niður kenningar þær, er þeir álíta vera henni til tjóns ? Eru þeir svo fjelitlir, að þeir ekki geti kostað nokkrum krónum til að koma skoð- unurn sínum fram á prénti á þann hátt, að almenningur lesi það? Að minnsta kosti eru þeir ekki fátækari en margir þeirra, sem riðu

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.