Ísafold - 12.01.1889, Qupperneq 2
f
1
á kjörfundi í vor og |>ingvallafund í sumar.
Eru þeir svo sárir á fje, að þeir tími ekki
að verja fáeinum krónum fyrir sannfæring
sína ? Eru þeir svo hugdeigir, að þeir þori
ekki að fara í bændaglímu við þá «rauðu» ?
Eða lítilsvirða þeir mótstöðuflokk sinn svo,
að þeir álíti hann ekki svaraverðan ? Eða
treysta þeir því, sem fullnægjandi vopni, að
hafa neitun ráðgjafans að baki sjer, til að
hindra framgang þeirra mála, er þeir álíta
landinu skaðleg ?
Skyldi þá ekki hitt vera rjettara samt og
afíárabetra, að reyna til þess að sannfæra
mótstöðumenn sína, og reyna að leiða þá á
rjettan veg, heldur en ganga fram hjá þeim
með þögn og lítilsvirðingu ?
Menn hafa skyldur við sjálfan sig, fjelags-
bræður sína og ættjörð sína, ekki sízt þegar
hún er í vanda stödd.
Svona tala hinir skynsamari «hvítingar»,
en hinir miklu verra.
Nógu lengi er nú setið, að mjer finnst.
Sú mun raun á verða, að stjórnarskrárþrefið
verður ekki skaðle^a landinu en blika sú,
er dregur upp á loptið um tollmálið, búsetu
kaupmanna og yfir höfuð verzlunarmál og
gufuskipsferðir.
það eru að vísu ofan á líkur fyrir því,
að yfirgnæfandi hluti landsmanna sje með
þeirri stjórnarskrárbreyting, sem barizt hefir
verið fyrir undanfarin ár ; en bak við liggur,
að hefðu hinir «hvítu» gjört skyldu sína og
sýnt sömu rögg af sjer og sama dugnað 1
blöðum og fundarhöldum, sem hinir rauðleitu,
þá mundu atkvæðin á jþingvöllum ekki hafa
verið eins á einu bandi, og enda tvísýnt
hvernig farið hefði. En «gefum keisaranum
hvað keisarans er«: hinir «rauðu» hafa «rekið
hafurinn úr vellinum», og «hvítingar» eiga
sjálfum sjer um að kenna, að þeir eiga eptir
að sanna hið gagnstæða, sem nú verður
fyrirhafnarmeira heldur en ef tekin hefðu
verið rjett ráð á rjettum tíma.
|>að er enda meira en dugnaður, sem mót-
stöðuflokkurinn á skilið viðurkenning fyrir:
hann er ekki alveg laus við pólitiska kænsku,
sern «hvíti» flokkurinn er sárlega saklaus af.
Tilgangurinn með þingvallafund var sá, að fá
svar þjóðviljans, hvort ekki ætti að halda
óhikað áfram stjórnarfyrirkomulagi því ó-
breyttu, er meiri hluti alþingis hafði farið fram á
á þingunum 1885—86—87. En þetta báru
fyrirliðarnir ekki undir atkvæði, heldur hitt,
hvort hann (þjóðviljinn) væri ekki á því, að
skora á alþingi að semja «frumvarp til stjórn-
arskipunarlaga fyrir ísland, sem byggt sje á
sama grundvelli og fari í líka stefnu og
frumvörpin frá síðustu þingum*.
Á alþingi 1885 var slegið smiðsböggið.
Árið eptir, 1886, var kosið úrvalalið til fjög-
urra alþinga, til þess að gæta þess, að allt
skyldi óbreytt standa. þetta heppnaðist 1886:
meiri hlutinn sagði, að frumvarpið væri ágætt,
og mesti óþarfi nokkuru að breyta. Segði
nokkur, að betur mundi þó fara að
breyta sumu, var hann á samri stundu dæmd-
ur «óalandi og óferjandi® o. s. frv.
Nú er ekki um þetta að ræða lengur;
þjóðviljinn eður þ>ingvallafundur gefur nú
alþingi stórt svæði til að leika sjer á; að eins
þarf það að fara í fara í líka stefnu.
Jbetta kænskubragð var gott ráð til þess,
að safna atkvæðum og komast hjá því, að
gefið væri upþskátt, hvort þjóðviljinn væri
ánægður með allar afltaugarnar í stjórnar-
14
fyrirkomulagi því, sem næstliðin 3 þing hefir
verið barizt fyrir.
Skyldi ekki koma fram, áður lýkur, að
talsvert þurfi að «lappa upp á» frumvarps-
greyið frá 1885—86 ?
I stjórnardeilunni í Danmörku spilltu 'vinstri-
menn fyrir sjer með óforsjálum ákafa og
stundum miður rjettum sakargiptum. Hins
vegar fækkuðu flokksmenn hægrimanna óðum,
svo þeir misstu meir og meir áhrif sín hjá
þjóðinni og á þingi, af því þeir lítiisvirtu
mótstöðuflokk sinn og sátu aðgjörðalausir,
með höndurnar í «velrifnum vösum», þar til f
ótíma var komið. |>ótt «vond dæmi sjeu til
þess að varast þau», þá fara báðir flokkarnir
hjer á landi alveg beint upp á sömu skerin.
«Ekki vinnur Eiríkur jarl Orminn langa,
meðan hann hefir þ>ór í stafni», sagði Olafur
konungur. Ekki vinna þeir Ormin langa,
meðan þeir hafa skammir í stafni, segi jeg;
og jeg vil bæta því við, að ekki verður þeim
hershöfðingjum sigurs auðið, er glápa á
óvinaherinn með hendurnar í vösunum.
* ... *
Athugasemd út af grein fiessari kemur í næsta
blaói.
Hálfyrði út af heyásetnings-
prjedikunum-
Mjer þykir þörf á að svara fáeinum orð-
um hinni löngu grein, er P. Br. málaflutn-
ingsmaður ritaði í |>jóðólf í fyrra um heyú-
setning bænda hjer á landi.
þ>að er allra þakka vert, þegar þær raddir
heyrast í blöðunum, er ræða mestu velferðar-
mál lands vors ; því enginn skynberandi mað-
ur mun neita því, að góður heyásetningur og
kynbætur búpenings er aðalskilyrðið fyrirþví,
að hann veiti sem mestar afurðir. þ>að er
þetta tvennt : góðar heyásetningar og kyn-
bætúr búpenings, sem öll velfarnan landbún-
aðar vors byggist á. jpað ætti þvf að ræða
og rita optar, en gjört hefir verið, um þessi
mikilsvarðandi málefni.
Áminnzt grein er að vísu að mörgu leyti
góð og vekjandi fyrir bændur. En því mið-
ur virðist samt fyrsti kafli hennar vera rit-
aður í þeim anda, að sverta Islendinga í aug-
um annara þjóða. En það er illa farið, þeg-
ar ritað er um mestu þjóðarmein vor þannig,
að gjörður er úlfaldi úr mýflugunni.
Höf. byrjar grein sína þannig : »það kem-
ur aldrei það ár fyrir, að bændur hjer á landi
gjöri eigi kvikfjenað sinn svo magran fyrir
fóðurskort, að ekki bíði þeir mikinn skaða af,
og ekkert það harðindaár kemur fyrir, að
bændur missi eigi fjenað sinn fyrir fóður-
leysi».
þetta eru, sem betur fer, stórmiklar ýkj-
ur, ef átt er hjer við allan þorra bænda á
landinu, eða flest eða öll hjeruð landsins; en
svo virðast orð þessi eiga að skiljast.
Jeg ætla nú að leyfa mjer að segjafyrir
mína sveit dálítið af ástandinu hjer. |>að
er sjálfsagt, að það er ekki nema ein sveit.
En þótt jeg sje ekki eins kunnugur í öðrum
sveitum, hvorki hjer nærlendis og því síður
fjær, þá get jeg þó fullyrt það, að þessi mín
sveit stendur mörgum þeirra ekkert framar,
og sumum talsvert aðbaki.
Hjer um bil í 20 ár hafa verið viðhafð-
ar á vetrum frjálsar skoðanir á fjenaði bænda
allvíða hjer í sveit. Hafa skoðunarmenn rit-
að skýrslu yfir hverja skoðunarferð. Skýrsl-
ur þessar geta bezt sýnt, hvernig meðferð
bænda er á kvikfjenaði þeirra; því þær bera
það Ijóslega með sjer, að það eru allmargir
bændur, sem fita fjenað sinn yfir veturinn.
Að sönnu er það ekki orðið svo almennt, að
undantekningar eigi sjer ekki stað. En ham-
ingjunni sje lof, að þó lýst væri með logandi
ljósi um allan Eyjafjörð, mundi naumast finn-
ast sú meðferð á búpeningi nokkurs bónda,
að hægt væri að líkja henni við varmennsku
og skrælingjahátt.
Til frekari skýrngar skal þess getið, að
talinn er meðal-ársarður ásauðar hjer í sveit
44 pottar af rnjólk, 2 pd. af ull og
fjallgengíð lamb að haustinu 50—55 pd.
f>eim, sem eru í hinum kjarnbetri hjer-
uðum landsins, kann að virðast sem dæmi
þetta lýsi ekki sjerlegum viðurgjörningi. En
aðgætandi er, að sveitin er fremur landljett
og kjarnlítil.
Á bæjum þeim, sem haldnar eru töflur
yfir mjólkurhæð kúnna, eru það nokkrar, sem
mjólka 3000—3400 potta um árið; er þetta
næg sönnun fyrir því, að viðurgjörningurinn
sje ekki laklegur.
Um viðurgjörning hesta játajeg, aðhon-
um er mjög svo ábótavant, jafnvel þó hann
sje nokkru betri en fyrir nálægt 20 árum.
Sarnt munu eigi finnast dæmi þess, að hestar
hafi drepizt af hor nje hungri í sveit þessari
nú um langan tíma.
Hvað því viðvíkur, að ekkert harðindaár
komi svo fyrir, að ekki felli bændur fjenað
sinn fyrir fóðurleysi, þá hefir slíkt eigi átt sjer
stað í þessari sveit; því frá þvf vorið 1859
til þess næstliðið vor hefir enginn fellir orðið,
og eru það þó 28 ár. Hafa þó nokkrir vetrar
verið harðir á því tímabili.
þegar ræða skal um fellirinn næstliðið
vor (1887), verður ekki með sanni sagt, að
hann hafi orðið eingöngu fyrir frðurskort, því
nokkrir voru þeir bændur, sem misstu af fjen-
aði sínum, er höfðu nægileg hey. j>að verð-
ur því ekki hægt öðru um að kenna, að fell-
irinu varð svo gífurlegur, en óhollu fóðri, sem
olli sauðfjenaði megnra veikinda; og því til
sönnunar, að það hafi eigi verið eingöngu hor,
sem drap sauðfjenað unnvörpum fyrir bænd-
um, er það, að til mörva sást í inörgu af því,
sem drapst; jafnvel 3—7 merkur voru í nokkr-
um kindum, og voru þó orðnar afllausar.
Af þessu er ljóst, að enginn maður með
sanngirni getur dæmt bændur þá, sem misstu
fjenað sinn úr greindri pest, nær því á bekk
með skrælingjum.
j>á ræðir höf. alllengi um heyfyrninga-
menn þá, sem lána heyin. Meðal annars
segir hann, »að þeir hafi lítið í aðra hönd,
nema brtsifjar og illmæli, að minnsta kosti
ekki í lifanda lífi».
Höf. virðist ekki: hafa lesið þakklætis-
greinar þær, sem komu í Norðanfara til
bænda í lifanda lífi, sem lánuðu hey vorið
1882. Allvíða virðist oss höf. taka djúpt í
árinni í grein sinni, en óvíða eins og þegar
hann ræðir um heylánið ; því það er álit vort,
að það sje gróðavegur fyrir bóndann, að geta
lánað hey; og að það sje á rökum byggt, skal
jeg nú sýna fram á.
j>ar sem jeg til þekki, er það venja þeira,
sem lána hey, að taka aptur þriðjungi til helm-
ingi meira eptir vikt. Nú er nokkur reynsla
fyrir því, að hey ljettist eigi meira að meðal-
tali, en um sjötta part. j>að verður því uppi
á teningnum, að sá, sem tekur þriðjungi meira,
hefir llf, en hinn, sem tekur helmingi meira,
hefir 33/». Virðist þetta vera allgóð renta,
einkum fyrir hinn síðarnefnda, jafnvel þótt