Ísafold - 12.01.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.01.1889, Blaðsíða 3
15 nokkurt verkatjón sje við það, að láta úti heyið og taka á móti því aptur. |>að er og fjarri öllum sanni, að lánveit- endur heysins fái skammir og illmæli fyrir lánið, heldur á hið gagnstæða sjer stað, þar sem jeg til þekki. Dæmi eru hins að vísu, að þeir, sem heylán taka, þakka miðlungi vel hjálp lánveitenda og láta illa úti lánið aptur; en flestir borga skilvíslega hið ákveðna hey- lán, sem er líka eðlilegt, að þeir greiði lán þetta með fúsum vilja, þar sem það þrávallt viðheldur bjargræðisstofni þeirra ; það mun líka hver góður drengur álíta það siðferðis- lega skyldu, að borga lán sitt skilvíslega. J>að er því ekki rjettlátt, að kveða upp yfir þjóðinni í heild sinni jafn-harðan dóm, eptir binum fáu mönnum, sem ver breyta. í síðasta kafla þráttnefndrar greinar hryggir það höf., að frumvarp það, sem neðri deild alþingis samþykkti næstliðið sumar, um heyásetning, skyldi vera af dögum ráðið í efri deild. |>etta getur oss nri eigi fundizt sorgar- efni; þyí Það er °§ V6rður þjóðinni aldrei að verulegu liði, þótt hvert hjerað landsins setji sjer samþykktir um heyásetning; því seint munu fást þeir ásetningsmenn, er geti matið rjett mismunandi hey og landkjarna hverrar jarðar, og kosti og ókosti hvers einstaks fjár- manns. Dæmiu eru deginum ljósari. Samþykktir þessar hljóta að bindast við vissan mælikvarða um heyásetning í hverri sveit, og liggur þá í augum uppi, að þær ganga of nærri frelsi einstakra manna. Fyrst og fremst er það, að hey og land er svo mismunandi, að í sömu sveitinni eru eins góðir 3 baggar á þeirri jörðinni, sem er kjarnbetri, eins og 4 á hinni kostaminni. ]í;nn fremur er aðgætandi, að hirðing á bú- peningi bænda er einnig mjög misjöfn, því það mun óhætt mega fullyrða, að fjármenn flestir eru svo misjafnir, að á sömu jörðinni, með sama útliti á fjenaði, getur munað á fóðr- inu, sem eyðist yfir veturinn, þetta frá 1 til í■ |>að hefir þegar verið á það vikið, að hey- ásetningar, þegar hann er bundinn við viss- an mælikvarða, geti gengið of nærri frelsi einstakra manna; og skal hjer sýnt fram á það með dæmi. Fátækur bóndi, sem hefir lítinn vinnu- krapt> getur eðlilega aldrei aflað nema lítilla heyja, en leggur mikla stund á að bæta fjenað sinn að kynferði og hirða hann sem bezt- Hann kemst því venjulega af með þriðjuDg' minna fóður handa fjeuaði sínum, en margir af nágrönnum hans. þfú koma til sögunnar samþykktirnar. Verður hann að líkindum samkvæmt þeim að fækka á fóðrum nálægt þriðja part. Verður þá bustofn hans svo lítill, að hann getur ejgi fram dregið lif sitt og sinna af houum, án þess að ^ sfyrk af sveitinni. Hann er því »eð Þessu móti gjörður að sveitarhand- bendi> Þvi ilann er að nokkru leyti sviptur atvinDU þeirri, sem hafði hjálpað honum til þess að geta verið sjálfbjarga. Vseri nu ekki þetta að ganga of nærri frjálsræði manna ? Mjer mun að vísu verða svarað því, að hinn umræ(i(ii bondi þurfi eigi nema í eitt skipti að fækka fjenaði smum vegna »sam- þykktanna». Getur vel verið; en allt um það er það engin ástæða fyrir því, að þær geti ekki steypt honum í volæði. Enginn skilji orð mín svo, að jeg vilji eigi kanuast við, að heyásetningurinn þurfi neinna umbóta við. |>ví fer fjarri. En hitt finnst mjer auðsætt, að annan veg verður að finna til þess, að búpeningi bænda sje vel borgið, hvaða harðindi sem yfir dynja, en þann sem áður hefur verið talað um. Jeg treysti mjer nú að vísu eigi öðrum fremur til að koma með neitt óbrigðult þjóð- ráð til bóta þessu meini, en skal þó leyfa mjer að benda á eitt, sem jeg er sannfærður um, að mundi geta orðið að talsverðu liði. það er, að skipaðar sjeu af landsstjórninni skoðanir á öllum búpeningi bænda, og menn skipaðir til þess af sýslunefnd. Skoðunarferðir mættu ekki vera færrí en 3 á vetri, og ættu þeir, sem þessi starfi yrði falinn á hendur, að eiðfestast, svo skýrslur þeirra yrði hlutdrægn- islausar. Sýslunefnd skyldi semja skýrslusnið handa tjeðum skoðunarmönnum, er væri mjög nákvæmt, um ástand á öllum búpeningi livers einstaks bónda. Skoðunarskýrslurnar ætti svo að senda sýslumanni, er sæi um bii'ting á þeim fyrir almenningi. p>að er auðvitað, að skoðunarmenn þyrft.u að hafa nokkra þóknun fyrir starfa sinn, sem yrðí talsverð- um erfiðleikum bundið. ' Kostnað þann ætti sjálfsagt að greiða af almannafje, á einhvern þann hátt, er hagfeldastur þætti. En þá ættu líka skoðunarmennirnir að hafa stranga ábyrgð, sæta t. d. sektnm, ef það sannaðist, að þeir hefðu vanrækt skyldu sína, af hirðu- leysi, tómlæti eða kjarkleysi. Jeg fjölyrðí þetta þá ekki frekara að sinni, en ítreka þá ósk mína, að þe'ir, sem bezt eru um það færii', haldi áfram að ræða og rita mn þetta mikla velferðamál laudbúnaðarins hjei- á landi. Bitað vorið 1888. Etfikðinguk. J"lL GAGNS OG GAMANS. Ný skipting á árinu- Nú á dögum, er allt gamallt þykir ónýtt, en allt nýtt aðdáanlegt, er ekki að búast við öðfu en sífelldum breytingum og byltingum. 1 gamla daga þótti sjálfsagt að konungurinn drottnaði yfir þegnum sínum. Nú drottna þegnarnir yfir konungunum. I gamla daga brenndu menn lýsi í kolum, nú brenna menn steinolíu á lömpnm. Aður þótti fínt að taka í nefið ; nú er enginn maður með mönnum, nema hann hafi vindilstúf í munni. Á þessum byltinganna tímum þarf því ekki að furða sig á, þó að margir sjeu farnir að líta óhýru auga til þessarar tímaskiptingar, sem kallast ár, og er svo ævagömul, enda er ekki trútt um, að borið hafi á ýmsum göll- um á henni, nú upp á síðkastið. |>að var í stjórnarbyltingunni miklu, fyrir 100 árum, er Frakkar fóru fyrst að finna til þess, að árið væri orðið eitthvað fornfálegt. |>eim fannst einkum síðari hluta ársins mjög ábótavant; septembermánuður t. d. er níundi mánuðurinn í árinn, en orðið september þýðir sjöundi; október er tíundi mánuðurinn, en þýðir áttundi, og þá eru hinir tveir, sem ept- ir eru, ekki betri. Við þetta var ekki un- andi lengur; með nýjum siðum urðu að koma ný mánaðanöfn, sem vit væri í. Erakkar hreyttu því mánaðanöfnunum, en notuðu auk þess tækifærið til þess, að breyta því öðru, sem þeim fannst sízt geta sam- rýmzt við nýrri og betri tíma. En þeim varð til allrar ógæfu sú skyssan á, að lengja vik- una, og setja 10 daga viku í stað gömlu 7 daga vikunnar. Sjö daga vikan er nú reynd- ar orðin nokkuð gömul, og kannske fullt eins gömul og árið. En vinnufólkið kunni vel við gömlu vikuna; það mundi eptir orðunum: »Sex daga skaltu verk þitt vinna«, því að það var betur heima í biflíunni en vitringarnir í París. Svo fórst sú breyting fyrir, og var nú kyrrt um hríð. En Erakkar hafa aldrei getað unað við gamla árið síðan. Loksins nú fyrir 4 árum tók einn ónefndur velgjörðamaður mannkyns- ins að sjer, að koma gamla árinu fyrir katt- artief. Hann lofaði 5000 frönkum — það er hátt á fjórða þúsund króna — fyrir beztu upp- ástungu til breytingar á árinu. Allir máttu keppa um verðlaunin, hverrar þjóðar sem væru. Fimmtíu vitringar, úr öllum álfum heims, komu með uppástungur, hver annari ólíkar, en allar þó, að von höfundarins, til stórvægi- legra bóta og ævarandi heilla fyrir mannkyn- ið. Einn þeirra, frakkneskur maður, Armelin að nafni, hlaut verðlaunin. Til gamans fyrir þá af lesendum Isafoldar, sem unna nýjungum, skulum vjer stuttlega drepa á helztu atriðin úr þessari uppá- stungu. |>að er þá fyrst, að Armelín hugsar ekki til að breyta því, að árið stendur ekki á heilum degi. Til þess þyrfti líklega að stjaka ofur- lítið við jörðinni sjálfri, en orkan verður þar að ráða, og margt má annað vinna. Mánuðurnir eru mis-langir, eius og allir vita. f>að væi'i nú sök sjer, ef þeir væri þá í einhverri röð, sem hægt væri að muna; en það er öðru nær. Stundum eru tveir langir mánuðir saman, stundum langur og stuttur saman, og yfir höfuð er óreglan svo mikil, að það er ekki fyrir aðra en þá, sem kunna að telja á hnúum sjer, að ráða fram úr því, hver mánuðurinn hefir 31 dag og hver 30 daga; en þeir eru nú orðnir fáir, sem þá list kunna. Auk þess er ekkert samband milli vikunnar og mánaðarins. Mánuðirnir parta vikurnar sundur á ýmsan hátt. Ef einn mán- uður byrjar á mánudag, þá byrjar næsti mán- uður á fimmtudag eða miðvikudag, eða þriðju- dag, eða þá mánudag. jpetta ruglar oss, þeg- ar vjer erum að reikna vikudaga nokkuð fram eða aptur í tímanum; og ef vjer ætlurn að reikna út vikudaga fyrir mörgum árum síðan, þá verðum vjer að kunna fingrarím, en sú list er nú löngu úrelt orðin, síðan prent- uðu almanökin fóru að verða svo ódýr. |>að væri að vísu betra, að hinn ókunni tölvitr- ingur, sem sjer um útgáfu almanaksins ís- lenzka nú hin síðustu árin, vissi eitthvað of- urlítið í því; en — verkin sýna merkin, að hann gjörir það ekki. Armelín hefir nú hugsazt það snjallræði að skipta úrinu í fjóra ársfjórðunga. I hverj- um ársfjórðung eiga að vera 91 dagur. þe.ð verða alls 364 dagar. En þá er eptir einn dagur og brot úr degi að auki. |>á stendur líka heima, að 13 vikur eru í hverjum árs- fjórðungi. Hverjum ársfjórðungi er skipt í 3 mánuði- jpessir mánuðir verða reyndar ekki allir jafnlangir, en það má hafa á þeim röð, sem hægt er að muna. Eyrsti mánuðurinn í hverjum ársfjórðungi á að hafa 31 dag, hinir tveir 30 hvor. þ>á er þar með fengið, að þriðji hver mánuður byrjar á sama vikudag allt árið, og ekki einungis allt árið, heldur alla öldina, og til eilífðar; og þá þurfa menn hvorki hnúa nje fingrarím til þess, að reikna vikudaga lengur. því að ef janúar byrjar á mánudag, þá byrjar febrúar á fimmtudag, eptir nýja reikningnum, en marz á laugardag,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.