Ísafold - 12.01.1889, Síða 4
16
aprll aptur á mánudag, maí á fimmtudag o.
s. frv.; en þegar vjer vitum, upp á hvern
vikudag fyrsta dag mánaðarins ber, þá er oss
ekki vorkunn að reikna út hina daga mánað-
arins.
En það var einn dagur eptir og brot úr
degi að auki. þenna eina dag vill Armelín
láta vera hvíldardag. þá á enginn að taka
á verki. Skal þann dag hvorki telja með
vikum nje mánuðum, nje ársfjórðungum, nje
árum. það verður nokkurs konar utanveltu-
besefi milli áranna.
En hvað verður gjört við þetta brot úr
degi (þ), sem þá er eptir? það dregur sig
saman á fjórum árum og er þá orðið einn
dagur. Hann skal einnig vera hvíldardagur
og ekki teljast með árunum.
|>að er nú vafalaust enginn, sem hefir neitt
á móti einum hvíldardegi, eða jafnvel tveim-
ur, eptir ársins erfiði. En hitt er ískyggi-
legra og verra viðfangs, að dag þenna vantar
alveg það sem kallað er dagsetning. Jeg
er ekki sögumaður mikill, en jeg skil heldur
ekki hvernig á að fara að segja frá t. d. láti
konungs, sem andazt hefir einmitt þenna utan-
veltudag. Tökum til dæmis, að einhver kon-
ungur eða annar stórhöfðingi eða merkismað-
ur hafi látizt milli ársins 1888 og 1889. Sá
maður á þá ekkert dauðaár. Hann dó ekki
árið 1888, og heldur ekki árið 1889, en var
þó lifandi 1888, en dauður 1889. Hann var
lifandi síðasta desembermán., en dáinn fyrsta
janúar. Hann var lifandi á mánudag, en
dauður á þriðjudag næstan eptir, en dó þó
hvorki á mánudaginn nje þriðjudaginn nje
nóttina þar á milli !
Eða þá grafskriptirnar ? Hvernig »í dauð-
anum« eiga grafskripta-þjóðhagarnir að fara
að búa til grafskript yfir mann, sem á ef til
vill engan fæðingardag og ekkert dánardæg-
ur eða neitt af neinu til að timbra með sam-
an einn slíkan kjörgrip? Ætli það þætti við-
kunnanlegt, að sjá ekkert annað en punkta
eða eyður fyrir, þar sem ártölin eiga að
standa ? Jeg er hræddur ura, að menn kysu
heldur að vera grafskriptarlausir, en að hafa
punkta eða eyður. En það væri sama saiua
sem að rýra þá tekjugrein íslenzkra skálda
um Ti%s & ári. þeir ættu þá hönk upp í bak-
ið á Armelín.
alfa.
Hitt og þetta.
KONA SK.ÓX1AKENNARANS: „Hvernig
fer þetta? Á morgun eigum við von á gestum,
og jeg hefi hvorki smjör nje egg“. Skólakennar-
inn: „þá koma dagar og þá koma ráð ; en nú
verð jeg að íara í skólann11. þegar börnin fóru
úr skólanum þann dag, segir hann við þau: Heyr-
ið þið, börnin góð! Á morgun ætla jeg að segja
ykkur söguna um hann Kólumbus og eggið. En
til þess að þið getið sjeð, hvernig hann fór að,
ættuð þið að hafa með ykkur sitt eggið hvert.
Ef eitthvert af ykkur hefur ekki til neitt egg,
getur það haft með sjer dálítið af smjöri“.
í mestu þurkatíð var skorað 4 prest að biðja
um regn af stólnurn. „það skal jeg gjarnan gjöra“,
mælti prestur; „en það segi jeg ykkur satt, að
það er ekki til nokkurs hlutar, á meðan hann er
á norðan".
DÓMARINN: „þjer eruð kærður fyrir að
hafa brotizt út úr fangelsinu“. Sökudólgur: „Jeg
heyri svo sagt. Mjer þykir ekki gott að gjöra ykk-
ur til hæfis. Hvort sem jeg brýzt út eða inn, þá
er haft á því“.
HÖRUNDSÁR var ekkjan, sem stefndi útgef-
anda blaðs fyrir það, að það hafði komizt svo að
orði, er getið var um fráfall manns hennar, að
hann væri farinn til betri heimkynna.
AUGLYSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í liönd.
Hjermeð er skorað d olla þd, sem hafa
lofað tillagi til fiskimannasjóðs Kjalarnesþings
drið sem leið, og eigi enn bundið enda d lof-
orð sín, að gjöra það sem fyrst, og þeir sem
hafa í höndum lista yfir samskot til sjóðsins,
eru einnig beðnir að senda þd hingað sem
fyrst.
Bæjarfðgetinn í Reykjavík, 12. jan. 1889.
Halldór Daníelsson-
Riddarasögur
eru til sölu þessar á afgreiðslustofu Isafoldar
(Austurstræti 8), með mjög niðursettu verði:
Ambáles-saga (Evík 1886,—88 bls.) . 40 a.
Göngu-Hrólfssaga (Rvík 1884,—36 bls.) 20 -
Kára saga Kárasonar(Rvíkl886,—84bls.) 40 -
Mírmanns saga (Rvík 1884,—68 bls.) . 30 -
Sigurðar saga þögla(Rvík 1883,—128 bls.) 70 -
Sigurgarðssaga frækna (Rvík 1884,—
36 bls.).....................................20 -
Villifers-saga frækna (Rvík 1886,—
94 bls.) ....................................40 -
Vígkæns saga kúahirðis (Rví 1886,—
38 bls.).....................................15 -
Bóka- og skjalageymslu-skápur,
vandaður, með borðhyllu og mörgum hólfum
og hyllum, og hurðutn fyrir, — er til sölu
með góðu verði. Ritstj. vísar á.
Mesta nauðsynjabók
á hverju heimili er hið nýútkomna, ágæta,
handhæga og ódýra
Lagasafn handa alþýðu
(2 bindi útkomin, hið 3. væntanlegt í vetur),
er þeir Magnús Stephensen landshöfðingi
og Jón Jcnsson landritari hafa búið undir
prentun.
Án þess vaða menn í villu og svíma um
algengustu og einföldustu lagafyrirmæli, sjer
til mikils baga í daglegu lífi og stundum til
stórskaða.
Mesta nauðsynjabók á hverju heimili !
Kostar 3 kr. hvert bindi, í ágætu bandi.
Pæst á afgr.stofu Isafoldar (Austurstræti 8)
og hjá öðrum bóksölum landsins.
Smásögur P. Pjeturssonar (bisk-
ups), frá 1859, ágæt skemmtibók handa ung-
lingum, 264 blaðsíður, fást með niðursettu
verði á afgreiðslustofu Isafoldar, fyrir 1 kr.
PJÁRMARK mitter: styft ofc biti aptan hægra
sneiðrifa framan vinstra. Ef einhver á saramerkt
mjer eða námerkt í nærsýslunum, bið jeg hann
að gjöra mjer aðvart um það.
Gelti í Grímsnesi Agúst Helgason.
SELDAR ÓSKILAKINDUR í Hrunamanna-
hreppi :
Hvítur lambhrútur; sneitt fr. h., sneitt og biti f'ram-
an vinstra.
Hvít gimbur; stýft hægra, sýlt í stúf (eða stúfrifað?)
biti framan vinstra.
Eigendur geta vitjað verðsins til undirskrifaðs.
Sóleyjarbakka 27. des. 1888.
Brynjólfur Einarsson.
ANDVARA 9.—10. árg. vil jeg fá aptur heim
úr láni. Pálmi Pálsson.
ÓRÓNIR SJÓVETLINGAR eru keyptir við
háu verði í búð G. Zoega.
REIKNINGSBÓK Eir. Briems, I. partur, 3.
útg., í bandi, fæst á afgr.stofu ísafoldar, á 1 kr.
Munið eptír fyrirlestri herra Gests
Pálssonar í kvöld kl. 8 'l2 i Good-Templara
húsinu!
er því|að eins
. , . . . e kíta,
að hver pakki sje útbúinn með eptirfylgjandi ein-
kenni:
MANUPACTURED EXPRESSLY
by
J. LICHTIMCER
Copenhagen.
ÓSKILAKINDUR seldar í Hvalfjarðarstrand-
arlireppi haustið 1888.
1. Hvítur lambhrútur, mark: sýlt gat hægra
livatt vinstra.
2. Gimbrarlamb, mark: hvatt sneitt apt., fjöður
framan vinstra.
3. Gimbrarlamb, mark: sýlt fjöður fr. hægra,
gagnfjaðrað vinstra.
4. Gimbrarlamb, mark: stýft gagnfj. hægra, stýft
biti framan vinstra.
5. Lambgeldingur, mark: biti fr. hægra, sýlt v.
6. Gimbrarlatnb, mark: hált af apt., biti fr. hægra,
hálft af apt. vinstra.
Eigandi ofanskrifaðra, er sanna eignarrjett sinn,
geta fengið andvirðið að frádregnum kostnaði hjá
undirskrifuðum hreppstjóra til fardaga 1889.
Hvalfjarðarstrandarhreppi 4. janúar 1889.
Jón Sigurðsson.
P‘'IT4B'kí*» °8 önnur ritföng eru jafnau til á
dp|ill afgreiðslustofu ísafoldar (Austur-
stræti 8) með afbragös-veröi. Meðal annars 120
arkir af góöum póstpappír fyrir 30 aura; umslög
á ýmsum stærðum 30—60 aura hundrað; skrif-
pappir í arkarbroti frá 22—60 aur. bókin (eptir
gæðum); stýlabækur og . skrifbæktir ýmiskonar ;
höfuöbækur litlar (reikningsbækur), sem hafa má
í vasa, með prentuðu registri, á 1 kr. 10 og 1 kr.
20 a. Vasabækur, pennar, blek o. fl.
LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSABYRGDAR fæst
ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jón-
assen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja
líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar.
Bókbandsverkstofa
ísafoldarprentsmiðju (Austurstræti 8)
— bókbindari pór. B. porláksson —
tekur bækur til bands og heptingar.
Vandað band og með mjög vœgu verði.
Almanak Þjóðvinafjelagsins 1889
er til sölu á afgreiðslustofu Isaíoldar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md„ mvd. og ld, kl. 2—3
Söfnunarsjóðui inn opinn I. mánud. í
hverjum mánuði kl. 4—5
Veóurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen.
Jan. Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- mælir(millimeU Veðurátt.
ánóttu uni hád. fm. em. fm em.
Mvd. 9. -T- 8 4- 9 746.8 75L« O b O b
Fd. 10. -7-«4 4- 7 7518 746.8 O d A h d
Fsd. 11. -7- 3 4- 3 744.2 746.8 N h d N h d
Ld. 12. 4- 5 7544 N h b
Miðvikudaginn var hjer logn og fagurt veður
allan daginn; daginn eptir logndrifa; gekk seint
um kvöldið (19.) til austurs með byl ; h. 11. allan
daginn dimmur en hægur á norðan með byl fram
á kveld, er heldur fór að hvessa.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.