Ísafold - 16.01.1889, Qupperneq 1
Kemur ót á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(I04arka) 4 kr.; erlendis S kr.
Borgist fyrir miðjan júiímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 5.
Reykjavik, miðvikudaginn 16. jan.
1889.
Passíusálmar
nýjasta
útgáfa
(1884),
eru til sölu á afgreiðslustofn ísafoldar
(Austurstræti 8), í einföldu bandi á 1 kr.,
í betra bandi 1 kr. 80 aur.
Burðargjald með pósti að auki 9aur.
Flokkar og fylkingar.
x\ð fráskildum fullþörfum áminningum til
nokkurra blaða hjer á landi fyrir hinn heimsku-
lega illinda-ávana þeirraograngsleitnisíumræð-
um um landsstjórnarmál o.fl. er aðalmergurinn
málsins hjá hr. Tr. Gunnarssyni í grein hans í
■síðasta blaði nokkurs konar lögeggjan til
«hvítinga» — svo kallar hann andmælendur
stjórnarskrárendurskoðunarinnar — um að
hefjast handa, fylkja liði og ganga ódeigir
fram á völlinn gegn hiuum «rauðu» («rauð-
kembingum» ?), þ. e. endurskoðunarmönnum og
þeirra fylgifiskum. Hann vill að [þeir taki
sjer dæmi mótstöðumanna sinna til fyrir-
myndar, sýni rögg af sjer og samheldi, og
láti sjá, að þeir tími að leggja eitthvað í
sölurnar fyrir sannfæring sína, eins óg hinir,
eða ekki slður en þeir.
það er síður en svo, að slík áskorun sje
lastandi, ef maður setur sig í hans spor og
þeirra, sem eru á sama bandi og hann. það
er meira að segja, að hinum flokknum ætti
ekki að vera og er heldur ekki yfir höfuð að
tala neinn ami í því, þótt «hvítingar» beiti
sjer eptir megni, færi skörulega fram rök
fyrir sínum málsstað og neyti allra góðra og
löglegra ráða honum til styrktar og gengis.
Mótstöðumenn «hvítinga» eru ekki svo lítil-
trúaðir, að þeir óttist það. Skapleg mót-
spyrna getur líka verið þeim holl. Ofmikil
værð er ekki heilsusamleg.
En — það er undir eins nokkuð grunsam-
legt, að slíkra éggjunarorða skuli við þurfa á
«hvítinga». f>eir, sem hafa svo mikið mann-
val að menntun og embættisframa m. m.
f>að má undarlegt virðast, að slíkir menn
viti eigi hvað til síns friðar heyrir, og hafi
eigi atorku til að reyna að koma því fram.
f>eim hljóta að vera óskiljanlega mislagðar
hendur, ef það er ekkert annað, sem þá
bagar, heldur en það, sem hr. Tr. G. til
nefnir.
þ>að 67 annað og meira.
það er það fyrst og frernst, að þeir hafa
ekkert mark og mið fyrir stafni í þessio máli,
stjórnarskrármálinu, annað en að gjöra — ekki
neitt, þ>að er aldrei örvandi eða fjörgandi
taark og inið, þetta : að gjöra ekki neitt.
það er þessu næst, að «hvítingar» eru
i'jettnefndir «hershöfðingjarnir liðlausu», eins
°g Cæsar sagði um syni Pompejusar. Flokkur
“hvítinga» saman stendur, — ekki af embætt-
j^nonnum landsins yfir höfuð að tala, þó að
'r' rfr\ tali um «embættismenn» almennt,
°g 6 ki heldur af öllum þorra þeirra eða
meiri hluta, heldur því nær eingöngu af
litlum minni hluta af þeirri einu stjett. |>að
bætir að vísu nokkuð úr skák, að þessi
minni hluti er af betri eða tignari endanum;
en liðs-fœðin er söm fyrir því. Með hverju
á þá að fylkja ?
|>á er enn hið þriðja, að það er svo sem
ekkert bardagaefni, þó að annar vilji standa
kyr — gjora ekki neitt —, en hinn vilji hreyfa
sig. Hvernig á eiginlega að «fara í bænda-
glímu» um það ?
Loks víkur nú þessu máli svo kynlega við,
að þrátt fyrir allt þrasið og stappið, þá er
ágreiningurinn annaðhvort alls ekki eða þá
miklu síður í því fólginn, að minni hlutinn í
stjórnarskrármálinu sje, þegar öllu er á botn-
inn hvolft, mótfallinn því, að vjer fáum inn-
lenda stjórn fyrir útlenda. Sú mundi og
raun á verða, ef vjer fengjum hana núna
einn góðan veðurdag, samkvæmt eða svipað
því, sem farið er fram á í frumvörpum al-
þingis, þá mundu þessir minnihlutamenn
margir hverjir verða fyrstir manna til að
færa konungi og stjórn hans lof og þakkargjörð
fyrir þá blessun, — eins og dæmið sýndi
þegar stjórnarskráin kom 1874, sem Jón Olafs-
son benti á í sumar. Agreiningurinn er
einkanlega sá, að minni hlutanum þykir ó-
tímabært að halda uppi stjórnarharáttu eins
og nú stendur á, bæði hjer og í Danmörku.
Sundurlyndi út úr því atriði getur eptir eðli
sínu naumast orðið svo magnað, að menn
fari að hafa mikla fiokkadrætti eða fylkja
sjer til bardaga.
Nú er það vitaskuld, að það er kemur til
fceðar þeirra »hvítinganna«, þá ætlast hr. Tr.
G.‘ til, að þess ráðist bætur með hetjulegri
framgöngu af hálfu hershöfðingja þeirra og
ötulum liðssamdrætti. En það er eflaust
táldræg von, að slíkur liðsdráttur, þótt reynd-
ur væri af fullu kappi, mundi hafa mikinn
árangur.
Með því að almenningnr býst einkanlega
við hagsmunum sjer til handa af hinni ept.
iræsktu stjórnarbót, þá er ofur eðlilegt, að
alþýða verði tregari til liðs við þá, sem henni
eru andstæðir. þeir sem hugsa og skynja af
sjálfum sjer, finna þetta brátt, og hinum er
engin ofætlun að komast í stöfun um jafn-
einfalt mál.
það er í stuttu máli ofmæli, að vera að tala
um flokka og fylkiugar, þar sem annars veg-
ar er nær öll þjóðin, en hins vegar að eins
lítið brot af einni stjett. Og af tilgreindum
ástæðum eru svo sárlitlar líkur til, að þetta
hlutfall muni breytast, að »hershöfðingjarnir«
munu nokkurn tíma verða öðru vísi en »lið-
lausir«. því liðlausir eru þeir vissulega fyrir
því, þótt dálítill hópur af vinum og kunn-
ingjum, sem lítið hugsa um landsins gagn
og nauðsynjar og aldrei hafa aflað sjer neinn-
ar sannfæringar um landsmál, þótt greind og
menntun hafi næga til þess, janki við, þegar
þeir skrafa um þess konar, eða þá vilji ekki
gjöra þeim það ókunningjabragð, að láta sjá
sig í sveit með hinum.
Forgöngumönnum stjórnarskrármálsins á
f>ingvallafundinum í sumar þykir eflaust gott
lofið frá hr. Tr. G., jafnmikilsverðum manni.
En það er eflaust oflof hjá honum, hólið fyr-
ir það kænskubragð þeirra, að láta samþykkja
áskorun til alþingis um stjórnarskrárfrum-
varp »í liita stefniu og frumvörpin frá síðustu
þingum. þetta orðalag í áskoruninni á ekki
skylt við neina kænsku. það er samkvæmt
því, sem aðrar áskoranir fundarins eru orð-
aðar. Slíkur fundur getur ekki og þarf ekki
að öllum jafnaði að fara nákvæmlega út í
einstök atriði í málum þeim, er hann tekur
til meðferðar. Hann verður og á líka að
láta sjer duga, að hafa áskoranir sínar til
þingsins hæfilega víðtækar—,fara ekki lengra
út í málið en að tiltaka einmitt »stefnu« þá,
er hann vill að þingið haldi í því.
I stjórnarskrárendurskoðuninni er aðal-
mergurinn innlend ábyrgðarstjórn í hinum
sjerstaklegu málum landsins. |>að er kjarn-
inn í báðum frumvörpunum, er þingið hefir
samþykkt,—báðar deildir tvívegis, og neðri
deild í fyrra. Að halda því stryki áfram, er
aðalhugsunin í þessu, að frumvarpið skuli
eptirleiðis fara í líka stefnu.
f>að er sitt hvað, þótt sá, sem er að koma
sjer upp húsi, geti ekki verið að gegna því,
þótt einhverjir, sem er ef til vill ekkert um,
að hann sje að því, korni með hinar og þess-
ar þýðingarlitlar aðfinnslur og uppástungur
nm að hafa það eða það einhvernveginn öðru-
vísi, og sem er máske ekki hægt að koma við
öðru vísi en með því móti, að rífa allt húsið
niður aptur, þótt það sje nærri fullbúið ; eða
hitt, að binda sig ekki víð að hafa það í
sama mótí steypt aptur, hafi á annað borð,
af öðrum ástæðum, mátt til að yrkja upp á
nýjan stofn. |>að er engin ósamkvæmni í
slíku. Aðalatriðið er, að hvisið samsvari til-
gangi sínum í öllu því, sem verulegt getur
kallast.
A sama hátt var engin ósamkvæmni í því, þótt
alþingi vildi ekki vera að breyta frumvarpinu
frá 1885 á aukaþinginu 1886, fyrir óverulegar
útásetningar frá mótstöðumönnum þess, og
ónýta þar með allt verkið, en byndi sig samt
sem áður eltki við sama mótið 1887, úr því
búið var að ónýta málið fyrir því þá hvort
sem var. Af sömu ástæðu er ekkert að-
finnsluvert í því, þótt hið væntanlega frum-
varp frá 1889 verði ekki að öllu samhljóða
því frá 1887. fúngið á meira að segja að
reyna að ganga æ betur frá frumvarpinu, í
hvert skipti sem það tekur málið til meðferðar
af nýju. Slíkt er engin ósamkvæmni, meðan
það heldur »stefnunni«.
f>ar sem hr. Tr. G. talar um bliku, er upp
dragi á loptið í nokkrum öðrum málum (toll-
málinu, málinu um búsetu kaupmanna, gufu-
skipsferðir o. fl.), þá er ekki ástæða til að
ræða það atriði fyr en hann lætur uppi, hvað
honum þykir geigvænlegt í bliku þeirri.