Ísafold - 19.01.1889, Blaðsíða 2
22
skulum nú ekkert tillit taka til óbeinlínis
kostnaðar eða tjóns, sem leitt hefir af neyzlu
þessara drykkja.
En getur nokkrum manui, sem ekki er
hreinn vitfirringur, dottið í hug að halda því
fram í alvöru, að þjóðinni sje ljettbærra eða
hollara, að kasta 250 þúsundum króna út,
hvort heldur í sjóinn eða fyrir áfenga drykki,
til þess að landssjóður fái 75 þús. kr. 1 toll,
heldur en að gjalda þessar 75 þúsundir á
annan hátt og spara svo 175 þúsundirnar ?
Nokkrir kunna að ætla, að tollurinn dragi
úr nautn áfengra drykkja, og sje því betri
en ekki.
þetta er hraparlegasta villa.— Fyrst er nú
það, að reynslan sýnir, að tollur á þessum
drykkjum getur verið fimmfalt hærri en hann
er hjá oss, án þess að ná þessum tilgangi.
Afleiðingin af hækkun yrði sumpart sú, að
menn færu að drekka enn ljelegri og enn
eitraðri blöndur en nú ; sumpart sú, að fjár-
tjónið af drykkjuskapnum yrði enn voðalegra.
En ef menn á annað borð vilja fara að tolla
vínföng svo hátt, að tollurinn fái þýðingu sem
aðflutningsbann, þá eru rnenn hættir að tolla
hann í tekju-skyni fyrir landssjóð og búnir
að viðurkenna 'þörfina og rjettmcetið á að
hindra með lögum nautn áfengra drykkja; og
þá væri það hinn vandræðalegasti álappa-
skapur, að fara slíkan krókveg, þar sem heina
leiðin: aðflutnings og tilbúnings
h a nn, blasir svo beint við.
Áhrif tollsins, eins og hann nú er, eru þau
ein, að þeir, sem áfengra drykkja neýta,
leggja sjer til munns enn þá verri og eitr-
aðri vökva, en ella mundi, og baka sjer enn
meira fjártjón en ella mundi.
Tökum því fegins röddu undir með höfund-
um bænarskrárinnar : b ur t m e ð v i n -
f a ngatollinn !
Með leyfi ritstj. skal jeg næsta laugardag
benda á í grein, hvaða álögustofn jeg álít að
koma ætti í stað vínfangatollsins.
Kirkjur á Islandi. í Stjórnartíðindun-
um er mikið fróðleg skýrsla um ástand og
fjárhag kirkna hjer á landi á tímabilinu frá
1879—1887, með samanburði við skýrslur frá
eldri tímum, það sem þær ná.
f>ær voru að tölu 290 í fardögum 1887.
Tíu árum áður, í fardögum 1877, voru þær
299. Eækkunin, um 9 kirkjur, er þannig til-
komin, að tíu hafa verið lagðar niður, en 1
bætzt við : Stykkishólmskirkja. Hinar niður-
lögðu kirkjur eru: Knarar, Einarslóns, Klofa,
Mela, Hítardals, Krossholts, Ásgarðs, Gríms-
tungu, Blöndudalshóla og Grýtubakka.
Um fjárhaginn er það að segja, að í far-
dögum 1887 nam það, sem allar kirkjur lands-
ins áttu í sjóði, samtals rúmum 226 þús. kr.
Ariðl879námu sjóðirnir 218þús.'Hæst hafaþeir
komizt upp í nær 229 þús. á þessu tímabili,
sem sje 1885.—Á sama tíma, í fardögum 1887,
námu skuldir allra kirkna á landinu 87J þús.,
en voru 1879 að eins rúmlega 56 þús. kr.
Hefir því fjárhagur kirkna gengið nokkuð til
þurðar á þessu tímabili, og stafar það að von-
andi er einkum af því, að svo mikið hefir
verið starfað að kirkjubyggingum á þessu
tímabili.
Mesta sjóði áttu kirkjur í Húnavatnssýslu
(32 þús. kr.) og Skagafjarðarsýslu (31 þús.).
í Norður-Múlasýslu líka nærri því 30 þús.
T. d. Kirkjubæjarkirkja nærri 8,000 kr., og
er þó timburkirkja í góðu standi. Hofskirkja
í Yopnafirði nærri 6,000. Holtastaðakirkja í
Húnavatnssýslu sömuleiðis nærri 6,000 kr.
pað mun nú vera tryggilega um búið alla
þessa kirkjusjóði ?
Kirkjuskuldir eru rnestar í Kjalarness pró-
fastsdæmi, rúmar 19 þús. En meiri hlutinn
af því hvílir á einni kirkju, Garðakirkju á
Alptanesi, nær 12 þús. kr., enda er hún ný-
lega byggð af steini, prýðis-vel, og er eflaust
hið mesta og vandaðasta guðshús á landinu,
annað en dómkirkjan í Reykjavík, og raunar
furðu-ódýr eptir öllum frágangi á henni. I
þessum 19 þús. kr., sem kirkjuskuldir nema
í Kjalarnesprófastsdæmi, er þó ekki talin
skuld Reykjavíkurkirkju til landsjóðs,— rúm-
ar 14,000 kr. í árslok 1886—, er stafar frá
aðgjörðinni á henni 1879.
Sjeu skuldir kirknanna dregnar frá sjóðun-
um, verður afgangurinn fram undir 140 þús.
kr. eða rúmar 500 kr. á kirkju hverja, sem
er þá meðaleign hverrar kirkju á landinu í
peningum, skuldlaust. Árið 1853 er fyrst var
til greinileg skýrsla um þetta atriði, var með-
aleignin að eins 179 kr.
Að efni hafa kirkjur tekið mjög miklum
stakkaskiptum á þessum mannsaldri, sem hjer
um ræðir. því nær 2 þriðjungar (187) af öll-
um kirkjum landsins voru fyrir rúmum 30
árum torfkirkjur, en nú eru þær eða voru
1887 ekki nema tæpur eða alls 47. Torf-
kirkjum fækkað um 140 á þessu tímabili.
Timburkirkjurnar, sem voru 107 á öllu
landinu árið 1853, vorn orðnar 232 árið
1887.
Af steini voru þá (1887) alls 11 kirkjur á
landinu, þessar:
Bessastaða, elzta kirkja nú álandinu, byggð 1760
Garða á Álptanesi.................. — 1879
Hóla í Hjaltadal .................. — 1763
Innri-Njarðvíkur................... — 1886
Lundarbrekku í þingeyjarsýslu ... — 1881
Reykjahlíðar við Mývatn............ — 1876
Reykjavíkur........................ — 1796
Vestmannaeyja ..................... — 1775
Viðeyjar .......................... — 1776
þingeyra .......................... _ 1876
þverár í Laxárdal ................. — 1878
Af steinkirkjum þessum eru Garða, Njarð-
víkur, Reykjavíkur, þingeyra og þverár sagð-
ar í ágætu standi, Lundarbrekka í dágóðu
og hinar að eins í góðu standi, nema Viðeyj-
ar í laklegu standi.
Af þeim 47 torfkirkjum, sem enn eru eptir
alls á landinu, eru langflestar, 12, í Skaga-
fjarðarprófastsdæmi. þá eru 5 í Borgarfjarð-
arprófastsdæmi, 5 í Húnavatns, 4 í Norður-
þingeyjar; 3 í Norður-ísafjarðar, 3 í Vestur-
Skaptafells, 3 í Eyjaíjarðar, 1—2 í hinum,
nema engin í þessum prófastsdæmum : Árnes,
Kjalarnes, Stranda og Suður-Múla.
Ekki eru nema 6 kirkjur á landinu taldar
í illu standi nú, en 47 árið 1853,—hvað mik-
ið sem það er nú að marka. J ágætu standi
eru nú sagðar 42 kirkjur, en þá að eins 6.
22 kirkjur á landinu eru komnar undir um-
sjón og fjárhag safnaðanna, samkvæmt hinum
nýju lögum. 11 eru landssjóðseign.
Suðurmúlasýslu (Reyðarfirði) 30. nóv. :
«Haustveðrátta hefir verið hjer fremur um-
hleypingasöm, ýmist norðan stormar með
talsverðu frosti (mest -í- 11° R.), eða sunnan
rigningar þar á milli. Sauðhagar nógir enn.
Fiskilaust að kalla má hjer; reytingur á
hinum fjörðunum, þar sem beitu er að fá.
Matvörulítið á Eskifirði; en nú er von á
«Vaagen», norsku gufuskipi, með matvöru.
Skaptafellssýslu (miðri), 16. desbr.: «Hjer
hafa verið þíður og stillt veður lengst af það
sem af er þessum mánuði.
Veikindi hafa gengið um tíma í Suðursveit
og Mýrum, og nokkrir dáið. — Nýlega hefir
frjettst hingað lát Guðriðar Jónsdóttur, ekkju
síra Páls prófasts í Hörgsdal, en móður síra
Páls Pálssonar í þingmúla. Hún var áttræð.
Frjetzt, að í stórviðrinu 26. október hafi
Reyniskirkja gengið lítið eitt úr skorðumv
þá fauk og ofan af Skessudrang, fram undan
Reynisfjalli, ofán til axla».
Islenzkar þjóðsögur á þýzku: Is-
lándische Volksagen. Aus der
Sammlung von Jón Arnason ausgeivdhlt und'
aus dem Islándischen úbersetzt von M. Leh-
mann-Filhés. Berlin 1888. 8vo. 273 bls.
Engin íslenzk bók, sem út hefir komið á
þessari öld, hefir (að undao tekinni Pilti og
stúlku) farið jafn víða og verið útlögð ájafn-
mörg tungumál eins og þjóðsögur Jóns heit-
ins Árnasonar. þeim hefir alstaðar verið vel
tekið, og hafa þær mjög stutt að því, að auka
þekkingu annara þjóða á hinni íslenzku þjóð,
um þjóðlífið hjer og bókmenntir vorar.
þessi þýzka þýðing, sem nýlega hefir kom-
ið fyrir almennings sjónir, er prýðilega af
hendi leyst og vönduð í alla staði.
það eru ekki margir útlendingar, sem kunna
íslenzku; enda er ekki við því að búast.
það er ekki von, að margir læri mál, sem
svo fáir tala, í fjarlægu landi.
þó eru til vísindamenn á strjálingi hjer og
hvar um Norðurálfu, sem kunna talsvert í
íslenzku. þeir hafa allir numið hana til
þess, að geta lesið fornsögur vorar eða til
þess að geta borið íslenzkuna málfræðislega
saman við önnur tungumál, sem henni eru
skyld. Fæstir þeirra eru til muna kunnugir
hinum nýrri bókmenntum vorum; sumir hafa
kynnt sjer fornritin furðu vel, en hafa ekki
lesið neina íslenzka bók frá síðari tímum.
það er því harla merkilegt, að þessa bók,
sem hjer er nefnd, hefir ung stúlka í Berlín
þýtt á sína tungu, þýzku.
Kvennmaður þessi, fröken Lehmann-Filhés,
hefir aldrei sjeð íslenzkan mann og hefir
þó kennt sjer sjálf íslenzku svo vel, að furðu
gegnir. Hún bæði skilur liin nýrri rit, sem
útlendum málfræðingum veitir opt örðugt að
skilja, og getur skrifað íslenzku lýtalaust. Til
þess að geta komizt svo langt áleiðis í jafn
örðugu máli tilsagnarlaust, þarf mikla greind
og mikla ástundun. Auk þess hefir hún
snúið ýmsu öðru úr íslenzku. Hún er skáld-
mælt og hefir snúið íslenzkum kvæðum o. s.
frv. Vjer Islendingar megum vera henni
mjög þakklátir fyrir þá tryggð, sem hún hefir
tekið við land vort. það eru ekki svo marg-
ir, sem hjálpa til að halda uppi heiðri ís-
lenzkra bókmennta í útlöndum.
þjóðsögu-þýðing þessari hefir þegar verið
vel tekið á þýzkalandi. »Das Magazin fúr
die Litteratur des In- und Auslandes«, sem er
eitt með elztu og frægustu bókfræðistímarit-
um á þýzkalandi, hrósar bókinni mjög, og
notar um leið tækifærið til að tala um ís-
lenzkan alþýðuskáldskap og bera hann sam-
an við skáldskap annara þjóða. Tímaritið
ber íslenzkri alþýðu mjög vel söguna, talar
um þá alvörugefni og siðferðislegu festu, sem
lýsir sjer í þjóðsögunum, og getur þess um
leið, hvernig hin hrikalega náttúra kemur