Ísafold - 19.01.1889, Blaðsíða 3
23
fram í sögunum og hefir áhrif á hugsun og
framsetningu þjóðarinnar.
r I þessu hindi er úrval úr |>jóðsögum Jóns
■Axnasonar, og er vonandi að því verði svo
Vel tekið, að annað bindið geti bráðum komið
nt. Safn þetta ættu sem flestir að kaupa
hjer á landi; það er einkar-hentugt fyrir
unglinga, sem ætla að komast niður í þýzku
tilsagnarlítið. s.
'J IL GAGNS OG GAMANS.
Að varðveita mjólk óskemmda.
Svo nauðsynleg sem mjólkin er, og jafn-
an mun verða, fyrir unga sem gamla, svo
erfitt er að geyma hana án þess að hún
skernmist. Eins og aðrir vökvar af orga-
niskum uppruna, þolir hún mjög illa smá-
agnir þær, eða bakteríur, sem ætíð sveima
í loptinu ; þetta hefir valdið því, að mjólkin
hefir aldrei orðið flutt langar leiðir, og því
ekki getað orðið að verzlunarvöru landa á
milli.
f>essi eiginlegleiki mjólkurinnar hefir orðið
stórbæjunum næsta dýr, en mörgum bænd-
um drjúgur hagur. því að íbúar stórbæjanna
hafa orðið að kaupa mjólkina af þeim, sem
i nágrenninu búa, og því neyðzt til að gefa
meira fyrir hana en ef fleiri væru, sem mjólk
hefðu á boðstólum.
Sem eðlilegt er, una íbúar stórbæja þessu
ílla , og bændum þeim, sem fjær búa, er held-
tu ekki láandi, þó að þen- sjái ofsjónum yfir
þvi, að hinir raka saman fje, bara vegna
þess, að þeir búa í grennd við stóran bæ.
þess vegna lifnar allmjög yfir mönnum,
ei’ blöðin flytja þau tíðindi, að fundizt hafi
nýtt ráð til þess að varðveita mjólk fyrir
skemmdum.
Ótalmargar eru þær tilraunir, sem gjörð-
ar hafa verið til þess að varðveita mjólk ó-
skemmda. það hefir verið reynt að sjóða hana
niður, en nú vill enginn sjá það framar. það
hefir verið reynt að blanda saman við hana
bórsýru og »salicyl»-sýru og ýmsum öðrum
efnum. En jafnharðan rísa læknarnir upp,
og heimta af yfirvöldunum, að þeir banni
slíkar eiturbyrlanir, því mönnum sje af því
háski búinn.
það er ekki lengra síðan en í sumar, að
norskur maður fann upp ráð til að geyma
mjólk svo vel, að hann gat sent hana frá
Noregi og suður í Abessyníu (í Afríku). Italir
halda þar liði úti, og var hermönnum gefin
mjólkin. Hún var alveg ósúr og óskemmd, og
hin ljúffengasta. Nú ætlar maðurinn að reyna
að reka mjólkurverzlun frá Noregi til annara
landa, hvernig sem það tekst.
Báðið, sem þessi maður hefir, er, að
blanda einhverju saman við mjólkina, mjer
er ekki kunnugt hverju. En eigi skyldum
virða að vettugi viðvaranir læknanna ; og þeir
prjedika sí og æ, að varast skuli mjólk, sem
sýrum eða einhverjum kemiskum efnum sje
blandað saman við ; hún sje óholl, ef hún
sje höfð til matar að staðaldri. þetta á sjer
annars ekki einungis stað um mjólk, heldur
líka kjöt og fisk og hvað eina, sem til mat-
ar er haft. Læknar ráða frá öllum blönd-
unum.
J>að er því ekki nema eitt gott ráð, sem
mönnum er enn kunnugt, til þess að varð-
veita matvæli, en það er ís. Is er líka móð-
ins núna. Kjöt er flutt og geymt í ís, fisk-
ur er fluttur og geymdur í ís. Heimsálfanna
á milli eru nú þessar tvær vörur fluttar án
þess að þær skemmist. A sýningunni í Lund-
únum árið 1883 var ársgamall fiskur borinn
á borð fyrir útvalda átmenn, en þeir gátu
engan mun fundið á honuni og nýjum fiski.
En það þarf kunnáttu til að geyma í ís, svo
vel fari.
Nýlega hefir frakkneskum manni tekizt
að láta mjólk frjósa og geyma hana þannig,
án þess að hún skemmist. J>etta ráð verður
sjálfsagt reynt um allan heim, og gefist það
vel, er ekki ólíklegt, að mjólkin geri víðreistara
en hingað til.
Svo að ekki standi á því, að íslendingar
kunni ekki aðferðina, ef einhvern tíma skyldu
koma þeir tímar, að þeir færu að vilja tefla
við aðrar þjóðir á heimsmarkaðinum, skaljeg
í fám orðum skýra frá aðalefninu í ritgjörð
manns þessa.
þegar mjólkin á að frjósa, verður að
kæla hana sem fyrst. Ef hún stendur nokk-
uð, þá fer að koma í hana sýra, og rjóminn
fer að setjast til, en það má ekki. Ef hún
er kæld undir eins svo, að komizt niður úr
2° á hitamæli Celsíusar, þá er henni óhætt,
þó að það dragist nokkrar stundir, að hún
frjósi.
Maður sá sem fundið hefur upp þessa að-
ferð —- hann heitir Guérin —, sýndi mjólk
þessa á landbúnaðarfundi 20 bændum. Hann
bar fyrir þá tvær mjólkurfötur, aðra með
nýmjólk, en hina með mjólk, sem hafði
stokkfrosið, en verið þídd aptur. þeir brögð-
uðu hvorutveggja mjólkina og báru sainan, en
gátu engan mun fundið. þeir suðu hvoru-
tveggja, en það kom fyrir ekki. Eini mun-
urinn var sá, að rjómi úr þeirri mjólkinni,
sem frosið hafði, súrnaði síður en rjóminn úr
nýmjólkinni; en ekki verður það með ókost-
um talið.
En hvernig á að láta mjólkina kólna svo
fljótt ?
Ekki þarf annað en hræra saman salti og
klaka í keraldi, \ af salti saman við f af
klaka, eptir vikt, og láta mjólkurfötuna þar
ofan í. Saltið og klakinn bráðnar hvort-
tveggja og veldur það megnum kulda, svo
miklum, að mjólkin botnfrýs í fötunni á
stuttum tíma.
Ekki er þessi aðferð kostnaðursöm. Saltið
sem til þess fer, kostar ekki mikið, allra sízt
vegna þess, að nota má upp aptur og aptur
sama saltið, með því að þurka það þess á
milli. gamma.
Leiðarvísir ísafoldar,
27. Geta vinnuhjú, sem hafa fullt kaup, og tí-
unda lifandi pening, afsakað sig með því írá að
gjalda presti sínum dagsverk, að húshóndi þeirra
gefi þeim engan dag frían til að vinna það af sjer
nema sunnudaginn, og þess vegna sjeu þau ekki
skyld að horga það ? — Sv.: Að lögum er slíkt al-
veg ógild afsökun.
28. Hafa húshændur leyfi til að tíunda fjenað
hjua sinna, til þess að losa þau með því við gjöld
til prests og kirkju ? — Sv.: Nei; samtíund er að
eins heimil „foreldrum og niðjum, ef þeir eiga bú
saman“. (Lagasafn handa alþýðu III. 216.).
29. Hvað er lægsta tíund hjúa há, til þess að
þurfa að gjalda presti sinum dagsverk ? — Sv.: 60
álnir. (Kgsbr. 21 maí 1817.).
30. Hvernig er ofíúr til prests orðið til? — Sv.:
það mun eiga kyn sitt að rekja að upphafi til
Villt um vcqanda.
afbökun úr frönsku orði, sem þýðir heyrið !
f>að er þrítekið). Forspjöllum var lokið, og
dómarinn tilkynnti, að engum einkamálum
yfði sinnt fyr en búið væri að ljúka við saka-
^ál þau, er stæðu á dagskrá. En enginn
tnaðm- fór leiðar sinnar fyrir það, og varð
allt f ejnu troðfulB inni, því þeir sem
* 1 stóðu ruddust inn, er þeir heyrðu til
a arans- Morðmál var nýnæmi þar um
3 0 11 > °g hafði múgur og margmenni hópazt
a Þmgstaðinn til að hlýða á það.
Og nú varð mjer fyrst litið með nokkurri at-
hygh á bandingjann Bandall, er sakaður var
Urn Þennan hræðilega glæp. Hann var ung-
Ur maður að sjá, að gizka fimm eða sex um
tvítugt. Hann var fyrirtaks-bjartur á hör-
Und, bláeygur og hvasseygur. Hann var ró-
egur á svip og nokkuð frábreytilegur. Hann
ear að öllu vel á sig kominn, og var síður
^ svo, að hann byði af sjer slæman þokka.
.ann var rjettvaxinn, herðibreiður og mið-
við V'0-8 ^ná,le§ur á velli> sv0 að vel ^om heim
ysingar á vígamönnum í skröksögum.
uningUr ilans var mjgg óvandaður og lje-
legur. það stakk í stúf við hitt, hvað hann
var fríður sýnum, svo að mjög bar á. Klæði
hans höfðu eflaust verið tekin frá honum, og
hefir ef til vill átt að nota þau til sanninda-
merkis um sekt hans. |>að var auðsjeð, að
hann var óvanur slíkum búningí sem þeim,
er hann var nú búinn. þ>að var auðsjeð á
honum, að hann var ekki af því tagi.
þegar sóknarskjalið var lesið upp og skor-
að var á hann að svara fyrir sig, mælti hann
skýrt og snjallt: nEkki sekur.n Jeg laut á-
fram að honum ; það var eins og mjer yrði
ósjálfrátt hlýtt í þeli til hans; jeg gat ein-
hvern veginn ekki að því gjört.
»Hafið þjer talsmann?« spurði dómariun.
»Jeg hefi engan.«
»Hvers vegna hafið þjer eigi útvegað yður
neinn ?«
Hann leit upp á dómarann með hálf-kými-
legu og hálf-fyrirlitlegu brosi, svaraði engu,
leit ofan á sig, á fötin sín, og síðan aptur
á dómarabekkinn. Jeg sat svo nærri honum,
að jeg sá, að það smáfærðist aptur bros á
andlitið á honum, nokkuð beiskjulegt. Loks-
ins mælti hann :
»Hefðu valdsmennirnir leyft mjer að halda
því, sem er mín eign, getur verið að mjer
hefði orðið eitthað til með að gjalda manni
fyrir að sjá um, að jeg yrði sakfelldur með
rjettu lagasniði. Jeg óska einskis talsmanns.«
»Eruð þjer lagamaður?«
Spurning þessi hraut dómaranum af vörum
ósjálfrátt. það var auðsjeð að hann grun-
aði hið sama sem mig, að maðurinn væri eigi
allur þar sem hann var sjeður.
»|>að er jeg ekki«, svaraði hann,
»þ>að er skylda mín að skora á. yður að
taka yður talsmann, og jeg gjöri það af al-
huga. Dómurinn mun setja yður talsmann,
ef þjer getið eigi goldið honum sjálfur.«
»Jeg hefi sagt, að jeg óska þess ekki.«
Hin frábreytilega háttsemi mannsins vakti
meir og meir athygli mína. Hann var eitt-
hvað svo einbeittur að sjá, að mjer lá hálft
um hálft við að halda, að hann væri örvona
og einráðinn í því, að láta sjer liggja í ljettu
rúmi, hvort hann hreppti heldur líf eða
dauða, og þætti þó öllu betra að troða
helveg. Jeg hafði sjeð slíks dæmi áður. það
er eigi óalgengt, að menn eru svo andvara-